Helgarpósturinn - 18.07.1985, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 18.07.1985, Blaðsíða 23
■ yrir nokkrum dögum var birt mynd af nokkrum frumkvöðlum flugs íslendinga til Lúxemborgar fyrir 30 árum. Þetta voru merk tímamót og merkir menn, sem að stóðu. Hins vegar vantaði sárlega einn mann á þessa mynd, en það var Alfreð Elíasson, sjálfur for- ystusauður Loftleiða og „landvinn- inga“ þessara stórhuga frumherja ís- lensks millilandaflugs. Því var skot- ið að okkur hér á HP, að Flugleiðum hefði láðst að bjóða Alfreð. Hann er að vísu bundinn við hjólastól, en ekki hefði þá verið óhæfilegt að bjóða Kristjönu Millu Thor- steinsson, eiginkonu Alfreðs og stjórnarmanni í Flugleiðum, ef Alfreð hefði ekki treyst sér í flug- ferð. Sumir segja, að ástæða þess að Alfreð var ekki boðið sé sú, að fyrir síðustu jól kom út bókin Alfreðs saga Elíassonar og Loftleiða. í þeirri bók var skotið í ýmsar áttir... | slendingar eru gífurlegir kross- gátumenn, ef mið er tekið af blöð- um, sem gefin eru út hérlendis. Öll dagblöðin, HP og fleiri eru með krossgátur í hverri viku, landslýð til dægrastyttingar. Hins vegar hefur HP komist á snoðir um þá merki- legu félagslegu staðreynd, að ein- hvers staðar í kringum 80% af kross- gátuleysendum séu konur. Fyrir því höfum við orð Ólafs Pálssonar út- gefanda ritsins Heimiliskross- gátur. Til þess að örva söluna ákvað Ólafur að efna til keppni og draga úr réttum krossgátuúrlausn- um 25. júlí næstkomandi og sigur- vegarinn mun hljóta sæmdarheitið „Krossgátudrottning ársins 1985“. Nú er hins vegar alls óvíst hvort sigurvegarinn verður kona, en útgefandinn ætlar að standa við sæmdarheitið, þótt það verði Jón Jónsson, sem vinnur. Höfundur að krossgátunum er Hjörtur Gunn- arsson iðnskólakennari, bróðir Geirs Gunnarssonar alþingis- manns. . . o kkur er það ánægja að skýra frá því, að á stjórnarfundi í Flugleiðum þann 11. júní s.l. var Sig- urði Heigasyni (yngri) veitt pró- kúruumboð og getur hann nú skrif- að út ávísanir í nafni félagsins o.s.frv.... A ■^■Auglysingar a svonefndum ACT-skóm hafa vakið töluverða at- hygli. S.l. haust auglýstu Stein- grímur Sigfússon alþingismaður og Sverrir Hermannsson iðnað- arráðherra ákveðna tegund af skóm, og hafa þeir síðan verið nefndir ráðherraskórnir. En nýjasta auglýsingin á ACT-skónum hefur eitthvað farið fyrir brjóstið á jafn- réttiskonum. ACT-lakkskór liggja ofan á nöktum konulíkama í „traðk- stöðu“, eins og Þjóðviljinn kallar það, og hefur auglýsingin verið kærð fyrir jafnréttisráði. Til að full- nægja öllu jafnrétti mun ætlunin að birta auglýsingu með nöktum karl- manni með ACT- skó ofan á sér. Þá er staðan eitt, eitt... jj^Sinhvern tíma í vetur sem leið var Jónatan Þórmundsson pró- fessor í lögum að kenna nemendum sínum refsirétt og var í þessum tíma fjallað sérstaklega um menn, sem væru að fikta við kindur og ræddi Jónatan lagabókstafi er vörðuðu „anímalisma“, en spyr síðan beint út: Undir hvaða grein heyrir svo þetta? Og ekki stóð á svarinu utan úr sal: „Er þetta ekki fjárdráttur?... B^nn magnast sígarettustríðið mikla. Nú hefur það tekið nýja stefnu með því að ritstjóri tímarits- ins Samúels, Ólafur Hauksson, hefur verið kærður til ríkissaksókn- ara fyrir að halda því fram í blaði sínu að notendum Royale-sígarettna sé hættara við astma en öðrum sem reykja aðrar tegundir. í Samúel var þetta haft eftir ónafngreindri stúlku og ónafngreindum lækni. HP hefur fregnað, að hinir frönsku framleið- endur Royale-sígarettnanna hafi orðið ævir af reiði vegna þessara orða, sent skeyti í snatri til Islands, þar sem Ágúst Kristmanns, stjórn- arformaður Snyrtivara hf„ hafi fengið fyrirmæli um að gera viðeig- andi ráðstafanir þar sem hér væri um hreinan róg að ræða. Framleið- endurnir beindu því til innflytjand- ans, að hann efndi strax til blaða- mannafundar, leitaði réttar síns eftir lagaleiðum og „gerði hvað sem til þyrfti til þess að þessi ummæli féllu dauð og ómerk“. Framleiðendurinr eru reyndar franska ríkið og á sinn hátt má segja, að það sé sárabót fyr- ir Samúel að fá á sig kæru frá ekki minni körlum!... Sl_ ist vera komið í algjöra sjálfheldu. Eins og lesendur HP hafa séð, snýst málið um það, hvort Reykjavíkurborg eigi að selja ríkinu Hafnarbúðir og Landakot yfirtaki starfsemina þar á bæ. Við höfum áður sagt að tveir sjálfstæðismenn í borgarstjórn, þeir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Páll Gísiason læknir, séu báðir alfarið á móti slíkri sölu og hafi reyndar bókað afstöðu sína á fundi með starfsfólki Hafnarbúða. Davíð Oddsson er kominn í mikinn vanda út af málinu, því hann vill keyra málið í gegn á sem skemmstum tíma og vonast til að lyktir náist í júlímánuði. Ljóst er orðið að ef borgarráð samþykkir söluna, fer málið áfram til borgarstjórnar og þar klofnar íhaldið. Þar sem andstaðan stendur sameinuð með stuðningi Vilhálms og Páls, verður málið fellt. Hins vegar mun oddamaðurinn vera Kristján Benediktsson, Framsókn, sem enn mun vera að skoða hug sinn í málinu. I lokin má segja frá því að þessa dagana er Páll Gíslason læknir í sumarleyfi erlendis, og mun andstaða borgarmeirihlutans biðja þess í hljóði að Davíð afgreiði ekki málið á meðan. .. l^-mur róstusamt mun vera í menntamálaráðuneytinu þessa dag- ana. Ástæðan er sú, að Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra hefur, eins og alþjóð er kunnugt, lof- að stuðningi við Tjarnarskólann, og reyndar Davíð Oddsson borgar- stjóri einnig. Nú, þegar komið er að afgreiðslu beinna fjárstyrkja og fyr- irgreiðslna til Tjarnarskólans, vita embættismennirnir í ráðuneytinu ekki sitt rjúkandi ráð. Það liggur nefnilega engin formleg samþykkt fyrir, né heldur er þessa fjárveitingu að finna í fjárlögum. Þar af leiðandi hafa embættismennirnir enga heimild né samþykktir að fara eftir við útreikning og afgreiðslu fjárins. Eftir stendur aðeins munnlegt lof- orð Ragnhildar. Mun ráðherra og hennar lið vera á miklum hlaupum þessa dagana til að finna einhverja lausn á málinu.. . Samtök aðstandenda yímuefnasjúkra Pósthólf 300 Akranesi Gíró 63890-0 SAVES Stoöiuð 9.5.’85 Áheita óskað 75% renna tíl annarra tíknarmála FALCON CREST Frábærir framhaldsmyndaþættir 2 nýir þættir koma á hverjum fimmtudegi Fást á öllum helstu myndbandaleigum landsins Dreifing: MYNDBÖND HF. Skeifunni 8. Símar 686545 — 687310. RENNDU VIÐ EÐA HAFÐU SAMBAND BYGGINGAVÖRUDEILD HRINGBRAUT 120 sími 28600 STÓRHÖFÐA sími 671100 BROTSTEINN Kr. 1.066 m2 J ___ SEXKANTA HELLUR kr. 448 m2 HTHl BYGGIMCflVORURl LÁSSTEINN 22x18x34 kr. 125 stk. KANTSTEINN 50x20x5 kr. 65 stk. HELLUR 40x40 kr. 412 m2 20x40 kr. 437 m2 20x20 kr. 462 m2 HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.