Helgarpósturinn - 01.08.1985, Side 6

Helgarpósturinn - 01.08.1985, Side 6
eftir Guðmund Árna Stefónsson INNLEND YFIRSYN Það er dálítið sérkennilegt andrúmsloftið á skrifstofu Bandalags jafnaðarmanna. Þar vinna hlið við hlið Kristófer Már Kristófers- son, formaður landsnefndar BJ og einskonar framkvæmdastjóri, og svo aftur Gardar Sverrisson, starfsmaður Bandalagsins. Þessir menn hafa talast við í gegnum DV undan- farna daga og hreint ekki verið sammála. Þvert á móti; hnúturnar hafa gengið þeirra á milli. Á skrifstofu BJ, vinnustað sínum, ræð- ast þeir ekki við, framkvæmdastjórinn og starfsmaðurinn. En hvað liggur að baki þeim deilum sem virðast hafa blossað upp í Bandalagi jafnað- armanna upp á síðkastið og hafa einkum birst í skærum Kristófers Más Kristófersson- ar og Garðars Sverrissonar í DV? Er þetta aðeins persónulegur krytur þeirra á milli, eða er málið mun umfangsmeira? HP sveigði framhjá Garðari og Kristófer í leit sinni að kjarna ágreinings í BJ, enda hafa þeir sagt sitt í DV. „Þetta er umfram allt hallærislegt," sagði einn viðmælandi HP, sem mikið hefur starf- að í fremstu röð hjá BJ, um skæruhernað Garðars og Kristófers Más. „Þetta er komið út í algjöra vitleysu; menn eru búnir að týna pólitíkinni í þessu." Það er hins vegar deginum Ijósara að það liggja pólitískar forsendur að baki fyrr- greindum deilum. Þessar deilur endurspegl- uðust að hluta til í samþykkt landsfundar BJ á dögunum, þar sem hugmyndum um einka- skóla er hafnað. Að þeirri tillögu stóðu lang- flestir fundarmenn, en nokkrir nafntogaðir BJ-menn sátu hjá. „Það kraumar í BJ-pottinum,“ sagði einn þeirra er ekki hafa verið alltof ánægðir með þróun mála síðustu mánuði og telja að BJ hafi fjarlægst um of hinn upprunalega til- gang sinn. „Ákveðnir sjálfskipaðir talsmenn BJ eru ævinlega að tala um eitthvert lárétt lýðræði og jafnan rétt allra til ákvarðana- töku, en í „praksís" taka þeir sjálfir allar þær ákvarðanir sem máli skipta, og tala hvorki um það við kóng né prest.“ í nýútkomnu fréttabréfi BJ, sem Kristófer Már Kristófersson er ábyrgur fyrir, segir m.a. að öll skoðanaskipti séu æskileg, hvort sem þau komi frá fólki sem standi að „vel skipu- lögðu andófi eða frá þeim sem hafi einlægan • Verða „fornaldarkratar og siðbótarmenn“ ofan á, eða verða völdin í höndum „uppa sem vilja éta fínan mat á Holti og skála í rauðvíni?“ Pólitískur og persónulegur titringur í BJ áhuga á fólki". Þetta skeyti formanns lands- stjórnar verður ekki misskilið. Það er vitað að þátttakendur í hinu tak- markaða skipulega starfi BJ eru fáir, enda starfsemi BJ ekki þannig upp byggð að tæki- færi gefist á viðamikilli og virkri þátttöku í tilteknum nefndum, ráðum eða umræðu- hópum. BJ treystir á áhuga hins almenna manns; að hann láti til sín heyra og lýsi við- horfum sínum. Það væru þá þingmenn og skrifstofa BJ sem tækju við slíkum ábending- um og eitthvað mun vera um slíkt, að sögn. Þegar rætt var um hugsanlega andófshópa eða fylkingar að baki einu eða öðru sjónar- miði, voru viðmælendur HP úr BJ sammála um það, að slíkir hópar, ef hópa skyldi kalla, væru mjög fámennir. „Það eru kannski í mesta lagi frá fimm til tíu manns í þessum hópum sem svo hafa verið kallaðir," sagði einn viðmælenda. En ef reynt er að nafngreina fólk í þessum litlu hópum, þá er Ijóst að til hins svokallaða andófshóps teljast m.a. Garðar Sverrisson, Jónína Leósdóttir varaþingmaður, Páll Hannesson, Valdimar Unnar Valdimarsson, Þorlákur Helgason og fleiri. Kristín Kvaran þingmaður mun einnig tengd þessum hópi, sem hefur nokkrum sinnum komið saman til skrafs og ráðagerða, þótt þeir sem HP talaði við og töldust til „andófsmanna", neituðu því harðlega að um vel skipulagða starfsemi væri að ræða. Einn úr hópnum sagði: „Við viljum einfaldlega ræða pólitík, skilgreina þjóðfélagsmál, og þá ekki síst hvað það er sem BJ vill standa fyrir. Hvaða jafnaðar- stefnu vill BJ? Það þýðir auðvitað ekkert að „frílansa" út í loftið árum saman. BJ verður vitanlega, eins og önnur samtök, hvort sem þau eru skipulögð upp á gamla móðinn eða bundin lausum böndum, að vita hvað það vill. En nokkrir á oddinum forðast það eins og heitan eldinn að ræða pólitisk viðfangs- efni — vilja halda öllum dyrum opnum. Vera einfaldlega eyland fyrir óánægjuhópa úr öðrum flokkum." Þessir „nokkrir á oddinum" sem viðmæl- andi HP úr „andófshópnum" nefnir svo, eru m.a. Kristófer Már, Valgerdur Bjarnadóttir, varaformaður landsnefndar, Stefán Bene- diktsson þingmaður, Ágást Einarsson út- gerðarmaður, Karl Birgisson námsmaður og Ólafur Jónsson verkfræðingur. Ennþá eru tveir þingmenn BJ „óflokkaðir“ með þessum hætti, þau Gudmundur Einars- son og Kolbrún Jónsdóttir. Þau hafa bæði forðast að taka afstöðu í reipdrætti þessum. En hver er hinn pólitíski ágreiningur? er spurt enn og aftur. Jú, eftir þvi sem HP kemst næst, snýst hann m.a. um það hvort BJ eigi að taka á almennum þjóðfélagsvandamálum sem upp koma hverju sinni og marka stefnu til lausnar þeim innan þess stjórnkerfis sem nú er við lýði, eða hvort Bandalagið eigi að láta byltingarkenndar hugmyndir um stjórn- kerfisbreytingar ganga fyrir öllu öðru; það eigi ekki að reyna að taka á þjóðfélagsmál- unum innan þess staðnaða kerfis sem BJ tel- ur ríkjandi. Andófshópurinn vill siðbæta — reyna að þoka málum í rétta átt — enda þótt róttækar stjórnkerfisbreytingar séu ekki í höfn. Kristófer Már og fleiri segja ekkert gagn í slíku fyrr en stjórnkerfinu hafi verið umbylt. Hér er vissuíega dregin upp mjög einföld- uð og grunnfærnisleg mynd af þeim póli- tísku þáttum sem um er þráttað í BJ. Málið snýst um fleira. En svo djúpstæður er þó ágreiningurinn — hinn persónulegi og pólitíski — að raddir hafa komið upp, sem krefjast þess að fjár- magni því er BJ hefur til ráðstöfunar, og þá fyrst og fremst styrk til handa þingflokknum til sérfræðirannsókna sem Alþingi reiðir fram, verði skipt upp á annan hátt en nú er gert. „Andófshópurinn" telur sig eiga hlut- deild í þeim peningum, það sé ekki sann- gjarnt að Kristófer Már og hans skoðana- bræður hafi þá alfarið til ráðstöfunar. En framhjá því verður ekki litið, að deilt er um ákveðin grundvallaratriði í BJ. Þótt bein- ir þátttakendur í þeim deilum séu ekki marg- ir, er þar þó að finna nöfn velflestra þeirra sem hafa verið á hinum opinbera oddi fyrir hönd Bandalags jafnaðarmanna. En svo er spurningin sú, hvort deilur og skoðanaskipti af þessu tagi geri BJ ekki fyrst og fremst meira aðlaðandi en ella fyrir þá kjósendur sem vilja ólikar skoðanir í flokk- um, vilja hreinskilna umræðu og jafnvel rifr- ildi. Skoðanakannanir benda a.m.k. ekki til þess að BJ gjaldi þess þótt hressilega blási innan þess. Hverjir verða svo ofan á? „Fornaldarkrat- ar og siðbótarmenn" eins og þeir eru nefndir í andófshópnum eða „uppar sem vilja éta fín- an mat á Holti og skála í rauðvíni", eins og Þorlákur Helgason skólameistari nefndi Kristófer Má og félaga. ERLEND YFIRSÝN •Donald Regan er kominn í að- jjjUÉL' é*'. stöðu til að hindra Volcker í að - JjÉÉi hafa vit fyrir stjórninni. Aukió vald Regans magnar ótta við efnahagsófarir Um sömu mundir ber það til, að Banda- ríkjaforseti á framundan afturbata eftir krabbameinsskurð, Bandaríkjaþing tekur þinghlé án þess að afgreiða fjárlög og banda- ríski dollarinn er á niðurleið. Jafnframt stefn- ir í gegndarlausan halla á bandarískum ríkis- búskap svo langt fram sem séð verður, og greiðsluhalli á viðskiptum Bandaríkjamanna við umheiminn magnast jafnt og þétt. Við þessar aðstæður setur ugg að mönnum, sem þurfa að hugsa um fjármál og hagþróun fram í tímann. William Wallman, ritstjóri Business Week, sagði í viðtali við fréttamenn BBC í gær, að kreppuandrúmsloft ríkti i Washing- ton og undirrót þess væri óreiðan á rikisfjár- málum. Máttarstólpi í bandarískri efnahagsstjórn er enn sem undanfarið Paul Volcker, formað- ur seðlabankastjórnar. Vitnisburður hans um miðjan júlí fyrir þingnefndum varð þá til að kyrra órólega fjármagns- og gjaldeyris- markaði. Dollarinn hefur þegar sigið 13% að meðal- tali gagnvart öðrum helstu myntum frá því hann sveif hæst. Viðskiptaráðherrann í Washington hefur látið spyrjast, að í ráðu- neyti sínu sé búist við annarri eins lækkun doilaragengis í viðbót. Hágengi dollarans hefur leikið bandaríska útflutningsatvinnuvegi grátt. Viðskiptahalli Bandaríkjanna í júní nam hátt á fjórtánda milljarð dollara, og getur með sama áfram- haldi náð 150 milljörðum á árinu. Það yrði hækkun úr 113 milljörðum í fyrra. Við slíkar aðstæður má lítið útaf bera, til að gengissig dollars breytist í gengishrun með ófyrirsjáan- legum afleiðingum fyrir heimsverslun og heimsfjármál. Hingað til hefur Paul Volcker unnið afrek, að verja bandarískt hagkerfi stóráföllum af óábyrgri fjármálastjórn helstu samstarfs- manna og ráðunauta Reagans forseta. En nú er sá úr ríkisstjórninni kominn til mjög auk- inna valda og áhrifa, sem mestan þátt á í óráðsíunni. Donald Regan var fjármálaráð- herra fyrra kjörtímabil forsetans, en skipti í ár um embætti við James Baker, gerðist starfsmannastjóri í Hvíta húsinu. Samtímis hurfu fornvinir Reagans forseta, eins og Meese og Deaver, á braut frá hlið hans. Strax í upphafi fékk því Regan meiri yfirráð í Hvíta húsinu en nokkur þeirra, sem þaðan viku, hafði haft með höndum. Ofan á það bættust svo eftirköst krabbameinsaðgerðarinnar á Reagan forseta. Hún veitti Donald Regan tækifæri, sem hann kunni að notfæra sér, og naut þess þá að hann hafði komið sér í mjúk- inn hjá Nancy Reagan forsetafrú. Frá því í sjúkrahússvist forsetans er það al- gerlega á valdi Donald Regans, hverjir fá að ná fundi hans og sömuleiðis hver stjórnar- skjöi eru látin koma fyrir hans augu og hver úrskurðarefni eru borin undir hann. Elstu menn í Washington rekur ekki minni til að nokkur forseti hafi fyrr verið svo gersamlega háður einum manni í starfsliði sínu. Donald Regan átti í fjármálaráðherratíð sinni jafnan í útistöðum við Paul Volcker, bar seðlabankastjóranum á brýn, að hann leyfði ekki nógu mikla peningaþenslu. Nú er Reg- an kominn í aðstöðu til að gera nokkuð í mál- inu. Á þessu ári og næsta iáta af störfum tveir menn úr seðlabankastjórn, sem staðið hafa með Volcker í stefnumótun. Skipi forsetinn, að ráði Regans, nýja menn á andstæðri skoð- un í peningamálum í stað þeirra sem fara, getur Volcker lent í minnihluta í seðlabanka- stjórn með aðhaldsstefnu sína. Ýmsir sem til þekkja halda því fram, að þá muni hann segja af sér, og afleiðingin gæti orðið óbæt- anlegur brestur í trausti manna á bandarískt fjármálakerfi. Fram til þessa hefur Volcker þrætt af mik- illi leikni hvassa egg í stjórn vaxtakjara og peningamagns. Erfiðara verður að fóta sig með hverjum mánuði sem líður. Veldur þar mestu að Reagan forseti fæst með engu móti til að taka afleiðingunum af fyrri gerðum. í því fælist viðurkenning af hans hálfu, að gild- ust undirrót vandans er greiðsluhallinn á fjárlögum, sem hann efndi sjálfur til með skattalækkun úr öllu hófi í upphafi forseta- ferils. Úr því forsetinn fæst ekki til að taka greiðsluhallann nógu alvarlega til að beita sér fyrir öflun tekna til að hemja hann, er borin von að þingið, þar sem stjórnarand- stöðuflokkurinn ræður Fulltrúadeild, fari að taka á sig óvinsældir af auknum álögum. Hagkerfi Bandaríkjanna er því um þessar mundir leiksoppur í pólitískum skollaleik milli vinsæls forseta annars vegar og hins vegar þingheims sem þykist eiga honum grátt að gjalda fyrir gamla grikki. Vegna stöðu Bandaríkjadollars í heimsvið- eftir Magnús Torfa Ólafsson skiptum súpa allar þjóðir sem við opið hag- kerfi búa að einhverju leyti seyðið af því sem gerist í bandarískum fjármálum og efna- hagsmálum. Hágengi dollars hefur ýtt undir innflutning til Bandaríkjanna og þrengt að bandarískri framleiðslu á heimamarkaði. Áður nefndur ritstjóri Business Week sagði í viðtali við BBC, að aukinn bílainnflutningur, aðallega frá Japan, yrði til þess að skerða bandaríska bílaframleiðslu 1985 um milljón einingar frá því sem bílaverksmiðjurnar reiknuðu með i upphafi árs. Spár um hag- vöxt á árinu færast nær og nær núllinu. Á þingi magnast krafa um verndarstefnu og höft í utanríkisviðskiptum. Sú tillaga sem mests fylgis nýtur felur í sér, að lagt yrði 25% gjald á allan innflutning frá ríkjum með mik- inn afgang á viðskiptareikningi við Banda- ríkin. Næði gjaldið við ríkjandi aðstæður til Japans, Brasilíu, Suður-Kóreu og Taiwan. Fásinnan í slíkri haftastefnu sést best á því, að eitt fyrirsjáanlegra fórnarlamba, Brasilía, er skuldugasta þróunarland í heimi, berst við að rísa undir 100 milljarða dollara skulda- byrði, aðallega við bandaríska banka. Höml- ur á innflutning brasilísks varnings til Banda- ríkjanna yrðu því trúlega banabiti nokkurra þýðingarmestu fjármálastofnana þar í landi. José Sarnay tók nýlega við forsetaembætti í Brasilíu við erfiðar aðstæður, eftir skyndi- legt fráfall fyrsta lýðræðislega kjörna forset- ans í tvo áratugi. Sarnay sagði í stefnuræðu í síðustu viku, að hann myndi ekki láta við- gangast að efnahagskreppu yrði dembt yfir Brasilíumenn með óbilgjörnum kröfum Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins um efnahagsstjórn. Alan Garcia, nýorðinn forseti Perú við fyrstu lýðræðislegu forsetaskipti þar í landi sem menn muna, lýsti yfir í embættistöku- ræðu, að Perú myndi ekki undir sinni stjórn verja yfir 10% af útflutningstekjum til að greiða erlendum skuldheimtumönnum, hvað svo sem alþjóðlegar peningastofnanir segðu. Og í gær hófst í Havana ráðstefna, þar sem Fidel Castro ætlar að prédika boðskap sinn um afsögn 360 milljarða dollara skulda ríkja Rómönsku Ameríku. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.