Helgarpósturinn - 01.08.1985, Síða 7

Helgarpósturinn - 01.08.1985, Síða 7
Kúvending dómsmálaráðherra í vín- veitingaleyfum: LUFFADI JÓN FYRIR dÓms^élará0hi erra Er nýbylgjan í íslenskum veitingahúsarekstri aö renna sitt skeið á enda? Munu ekki fleiri litlir og notalegir veitingastaðir í stíl við þá sem sprottið hafa upp eins og gorkúlur i seinni tíð, rísa í næstu framtíð? Þessar spurning- ar hafa vaknað í kjölfar ákvöröunar Jóns Helga- sonar dómsmálaráðherra að taka nú mið af afstöðu áfengisvarnanefnda í hverju sveitarfélagi fyrir sig, þegar ákvörðun skal taka um það, hvort veita skuli leyfi til vínveitinga eður ei. Sveitarstjórnir skulu ekki vega í því máli, eins og áður var. eftir Guðmund Árna Slefánsson myndir Jim Smart o.fl. • Níu staðir bíða úrskurðar ráðherra og tugir milljóna króna eru í húfi • Eru templarar að hefjast til vegs á nýjan leik? • Ráðherra getur ekki þjónað tveimur herrum — templurum og veitingamönnum. Valdi Jón stúkulelagana? • Heil atvinnugrein í hættu í framtíðinni? Er þessi aðgerð Jóns liður í framtíðarpólitík í áfengismálunum í stíl við niðurstöður 17 manna nefndar er skilaði tillögum um mörkun opinberrar stefnu í áfengismálum, þar sem rauði þráðurinn var að torvelda aðgang að áfengi og sem fyrsta skref yrði að fjölga ekki vínveit- ingahúsum eða áfengisút- sölum næstu tvö árin? Eða er Jón Helgason dóms- málarádherra aðeins að kaupa sér stundarfrið hjá stúkubræðrum í Góðtempl- arahreyfingunni? Um þessi mál fjallar Helgarpósturinn. HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.