Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 01.08.1985, Qupperneq 8

Helgarpósturinn - 01.08.1985, Qupperneq 8
„Þar sem fjölgun vínveitinga- húsa snertir mest viðkomandi byggðarlög og heimamenn eru þar best kunnugir, þá mun ráðu- neytið taka fullt tillit til umsagnar hinna sérstöku trúnaðarmanna sveitarstjórna og heilbrigðismála- ráðuneytisins við afgreiðslu um- sókna um ný vínveitingaleyfi." Ofangreinda setningu var að finna i umdeildri yfirlýsingu dóms- málaráðherra frá 10. júní s.l., en þar auglýsti dóms- og kirkjumála- ráðuneytið breyttar vinnureglur dómsmálaráðherra varðandi út- gáfu nýrra leyfa ti! vínveitinga. Það er óhætt að fullyrða að þessi tilkynning Jóns Helgasonar dóms- málaráðherra um nýjar og breytt- ar viðmiðanir af sinni hálfu, þegar stóridómur er upp kveðinn í mál- um þeirra veitingaaðila er sótt hafa um Ieyfi til sölu áfengra drykkja, mun draga dilk á eftir sér. Sveitarstjórnarmenn hafa marg- ir lýst andstöðu við þessi vinnu- brögð ráðherra og sagt að með þessu gengi ráðherra framhjá kjörnum fulltrúum sveitarstjórn- anna, sem samkvæmt lögum skuli fara með yfirvald i viðkomandi byggðarlagi. Hafa sveitarstjórnar- menn bent á að áfengisvarna- nefndir séu kjörnar af sveitar- stjórnum og séu því undirnefndir, sem séu til ráðgjafar fyrir sveitar- stjórnirnar. í annan stað hafa ýmsir haldið þvi fram að með því að færa aukin áhrif á hendur áfengisvarnanefnd- anna sé augljóst að fleiri veitinga- hús með vínveitingum komi ekki til með að opna; einfaldlega vegna þess að fulltrúar í áfengisvarna- nefndum trúi á boð og bönn í bar- áttunni við áfengisvandamálið og setji sig þar með gegn öllum hug- myndum um opnun fleiri vínveit- ingastaða. Vínbann á árum áður Það er langt þvi frá að deilur um áfengi og vínveitingar séu nýjar af nálinni í þjóðarsögunni. Hart hef- ur verið barist á fjölmörgum víg- stöðvum um áratugi og aldir vegna þessa eftirsótta vökva. Rétt er að rifja upp, að árið 1909 sam- þykkti Alþingi aðflutningsbann á áfengi, en raunverulegt bann stóð þó aðeins í tæp þrjú ár, frá 1915 til ársloka 1917. Margt hefur verið um bannárin ritað og menn ekki á einu máli um áhrif bannsins á mannlífið. Stúkumenn halda því fram að glæpum og afbrotum hafi stórlega fækkað á þessum árum, en aðrir segja að leynivínsala og tilheyrandi spilling hafi blómstrað. Allt í einu komu svokölluð lækna- brennivín til sögunnar árið 1917 og 1922 jókst vínstreymið þegar viðskiptasamningar voru gerðir milli íslendinga og Spánverja; við fluttum út fisk en þeir seldu okkur vín í staðinn. Bann Alþingis um innflutning sterkra drykkja var síðan numið úr gildi 1935. Góðtemplarareglan á íslandi var mjög öflug á öndverðri 20. öld- inni. Bæði hafði hún veruleg áhrif í stjórnkerfinu og margir embætt- ismanna og áhrifamanna voru jafnframt meðlimir í reglunni. En vert er að minna á að Góptempl- arareglan, sem minntist 100 ára af- mælis síns á síðasta ári, kom víðar við en í hinni beinu baráttu gegn brennivíninu, því reglan var virk á sviði félagslífs, menningar og lista. Það er ástæða til þess að drepa á nokkra þætti í sögu íslenskra áfengismála, og þá um leið á Góð- templararegluna, því hún er sam- tvinnuð allri áfengismálaumræðu og ákvörðunum í þeim efnum, þótt nokkuð hafi úr hennar áhrif- um dregið á síðari tímum. Engu að síður gætir áhrifa Góðtemplara- reglunnar ennþá. Það er t.d. rétt að geta þess að núverandi dóms- málaráðherra, Jón Helgason, er stúkumaður. Hann er meðlimur í Einingunni nr. 14, sem lengi hefur verið fjölmennasta stúkan í Reykjavík. Formenn margra áfengisvarnanefnda eru ennfrem- ur stúkumenn. Templarahöllin: Stúkumenn öðlast nú meiri áhrif en fyrr, því þeir eru fjölmennir mjög í stofnunum hins nýja valds — áfengisvarnanefndum. Hreinlínustefna bindindismanna Hilmar Jónsson er æðsti maður Góðtemplarareglunnar og jafn- framt formaður áfengisvarna- nefndar í Keflavík. Hann var að því spurður hvort stúkumenn berðust ekki gegn áfengi hvar og hvenær sem væri og teldu farsæl- ustu lausnina í baráttunni við brennivínsbölið að banna það al- farið í landinu, eins og stúkan beitti sér fyrir og fékk í gegn á ár- um áður. „Jú, vissulega fylgjum við sömu stefnunni í þessum efnum og áður. En það er kannski óraunsætt í dag að boða algjört áfengisbanní land- inu. Hins vegar kæmi mjög til greina að mínu áliti að þjóðin kvæði upp úrskurð í þeim efnum í allsherjaratkvæðagreiðslu. Við förum hins vegar ekkert ofan af þeirri grundvallarstefnu okkar að með öllum leiðum beri að draga úr áfengisnotkun og takmarkaður aðgangur að áfenginu er heilla- drýgsta leiðin í þeim efnum. Ég vil þó taka fram að hreinlínustefnan — vínbann — er ekki fyrir bí. Við viljum þó móta baráttu okkar með hliðsjón af aðstæðum á hverjum tíma. Þess vegna er vínbannskraf- an ekki jafnofarlega á baugi nú og var á árum áður.“ Það er fullljóst af áfengislögum, að lögð er áhersla á varnarstarf gegn áfengisneyslu; enda þótt lög- in leyfi í sjálfu sér sölu og neyslu þess, þá er rauði þráður þeirra að vinna beri „gegn misnotkun áfengis í landinu og því böli sem henni er samfara", eins og segir í 1. grein laganna. Þannig eru í áfeng- islögunum ákvæði um skipan áfengisvarnaráðs, sem fer með yfirstjórn áfengisvarnanefndanna í þessum málum. „Vinna gegn neyslu'# í áfengislögum segir að áfeng- isvarnaráð skuli „stuðla að bind- indissemi, vinna gegn neyslu. . .“ Og ráðið og undirnefndirnar í sveitarfélögunum hafa iitið svo á að best verði unnið gegn neyslu með því að hafa áfengi ekki á boð- stólum. Þennan bakgrunn er nauðsyn- legt að hafa í huga þegar skipulag leyfisveitinga í áfengismálunum er annars vegar. Segja má að hið tvöfalda siðgæði ríki í þessum málum eins og sumum öðrum; rík- ið selur áfengi og hefur af umtals- vérðar tekjur, en setur síðan á stofn nefndir sem eiga að vinna baki brotnu gegn neyslu þessa sama áfengis. Afengisvarnanefndir eru til^ í hverju einasta byggðarlagi á ís- landi. Þær eru starfandi á 220 stöðum í landinu. Viðkomandi sveitarstjórnir kjósa í nefndirnar að undanskildum formönnum, sem eru skipaðir af heilbrigðisráð- herra eftir tilnefningum áfengis- varnaráðs. Alltaf á móti Samkvæmt hinni nýju vinnu- reglu dómsmálaráðherra um að „taka fullt tillit" til viðhorfa áfeng- isvarnanefnda, þá er ekki fjarri lagi að alhæfa þannig að engin ný vínveitingaleyfi verði gefin út svo lengi sem þessi regla sé viðhöfð. Páll Daníelsson, formaður áfeng- isvarnanefndar Hafnarfjarðar frá 1955, segir það skýlaust að sínu mati, að áfengisvarnanefndirnar hljóti að standa gegn veitingu nýrra leyfa. „Okkur er gert að reyna að draga úr áfengisneyslu og ég fæ ekki séð hvernig það verður gert með því að fjölga þeim stöðum sem selja áfengi,“ sagði hann. Páll sagði ennfremur að hann minntist þess ekki á sinni formannstíð að áfengisvarnanefnd Hafnarfjarðar hefði mælt með veitingu leyfis. „Enda eigum við að reyna að bæta ástandið og draga úr neyslunni," sagði Páll. 1 Hafnarfirði samþykkti einmitt bæjarstjórn fyrir skemmstu álykt- un, þar sem þeirri ákvörðun dómsmálaráðherra að ganga framhjá samþykktum bæjarstjórn- ar en líta aðeins til afstöðu áfengis- varnanefndarinnar, var harðlega mótmælt. Nú nýverið samþykkti bæjarstjórnin í Firðinum að mæla með leyfi til handa veitingastaðn- um TESS, sem Ólafur Laufdal, eig- andi Broadway og Hollywood, hugðist reka, en dómsmálaráð- herra synjaði um leyfi með vísan til afstöðu áfengisvarnanefndar. Að óbreyttu er því ljóst að engin leyfi til vínveitinga verða veitt í Hafnarfirði. Þar er eitt veitingahús nú með leyfi, en þó aðeins nýtt til lokaðra samkvæma. Fimm aðrir Vilhjálmur Svan er „uppi" núna, enda leyfið í höfn. Hann var „niðri" á meðan hann beiö úrslita. veitingastaðir bíða leyfis; tvær umsóknir liggja hjá ráðherra óaf- greiddar, einni hefur verið synjað, og vænst er tveggja til viðbótar á næstunni. 102 staðir með leyfi En þótt Hafnarfjörður sé svo til þurr, þá er því ekki að heilsa ann- ars staðar á landinu. í dag eru 102 veitingastaðir með leyfi til sölu á áfengum drykkjum. Tæplega helmingur þeirra er í Reykjavík, meira en þrjátíu leyfi eru í kaup- stöðum landsins og restin í sýslun- um. Á síðustu tveimur mánuðum hefur dómsmálaráðherra veitt 12 leyfi en 22 hefur verið hafnað á sama tímabili. 9 umsóknir eru til skoðunar hjá ráðuneytinu; sum þeirra hafa ekki ennþá fengið hina hefðbundnu meðferð sveitar- stjórna og áfengisvarnanefnda. Þeir aðilar sem eiga inni óaf- greiddar umsóknir eru í Reykja- vík, Hafnarfirði, á Patreksfirði, Hólmavík, Laugum, Reyðarfirði og Vopnafirði. Leyfi eru veitt til mislangs tíma, en hámarkið er fjögur ár í senn. Þó fer mjög í vöxt að leyfi séu aðeins veitt til eins árs í senn, og þurfa þá veitingamenn að sækja um endur- úthlutun og fara í gegnum sama apparatið með umsókn sína, þ.e. áfengisvarnanefnd, sveitarstjórn og ráðuneyti. Hins vegar hefur Jón Helgason dómsmálaráðherra lýst yfir að hin nýja vinnuregla hans nái ekki til úthlutunar leyfa, þannig að í þeim tilfellum verður litið til afstöðu sveitarstjórna. Það er ennfremur rétt að geta þess, að lögum samkvæmt má ráðherra ekki veita leyfi ef sveitarstjórn set- ur sig á móti leyfisveitingu, jafnvel þótt áfengisvarnanefnd kunni að hafa mælt með leyfi. Viðmælendur Helgarpóstsins í hópi sveitarstjórnarmanna sögðu augljóst að ráðherra væri einfald- lega að finna leið til að réttlæta synjanir á umsóknum. Hann tæki undir með sveitarstjórnarmönn- um ef þeir segðu nei, en hlustaði ekki á þá ef þeir segðu já, heldur sneri sér að fulltrúum áfengis- varnanefndanna, sem gætu fund- ið fyrir hann synjunina sem hann leitaði eftir. Sigurdur Jörgensson, formaður áfengisvarnanefndar Reykjavíkur, sagði það ekki rétta túlkun að nefndin segði sjálfkrafa nei við leyfisbeiðni, þegar umsagnar væri leitað. „Hitt er ekkert launungar- mál, að við höfum yfirýsingar og athuganir Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar mjög að leiðarljósi í þessum málum, en niðurstöður hennar eru allar á þann veg að mestum árangri verði náð í barátt- unni gegn áfengisbölinu með því að minnka eftir föngum aðgang að áfengi. Það er því undantekn- ing ef við mælum með því að leyfi til áfengisveitinga verði leyft. Við erum andvíg fjölgun á áfengisút- sölum og vínveitingastöðum yfir- leitt. “ Skoða frá fleiri hliðum Hregguidur Jónsson, fulltrúi í áfengisvarnanefnd Reykjavíkur- borgar, sagði að nefndin hefði að öllu jöfnu ekki sett sig gegn endur- nýjun leyfa, ef ekkert sérstakt hefði komið upp á. Sigurður Jörg- ensen, formaður nefndarinnar, taldi að nefndin hefði sennilega 5—6 sinnum á síðustu tveimur ár- um ekki mælt á móti veitingu nýrra leyfa. „Við lítum t.d. þannig á að ef um hótelrekstur er að ræða, sem byggir á erlendum ferðamönnum, þá horfi málið öðruvísi við.“ — Þýöir þetta að útlendingar megi drekka á vínveitingastödum aðykkaráliti, en ekki íslendingar? „Nei, ekki það endilega, heldur hitt að þar er um alhliða rekstur að ræða, en ekki staði sem byggja á vínsölu fyrst og fremst," sagði for- maður áfengisvarnanefndarinnar í Reykjavík. Sjöfn Gunnarsdóttir, eigandi Riddarans, Siguröur Jörgensson, formaöur áfengis- horfir fram á óvissutíð. varnanefndarReykjavikur, segir nefndina nú veröa aö skoöa fleiri hliðar mála. 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.