Helgarpósturinn - 01.08.1985, Side 9
Með tilskipan ráðherra um auk-
ið vægi áfengisvarnanefnda í þess-
um málum hefur þess orðið vart
að nefndirnar eru ekki jafnfljótar
að mæla gegn leyfum. Sigurður
Jörgensson sagðiað fundum hefði
fjölgað og myndi fjölga mikið í
nefndinni. „Það er ljóst að við
verðum að skoða málið frá fleiri
hliðum en áður, þótt það sé ekki á
okkar verkefnalista; það eru auð-
vitað áfengisvarnirnar sem að
okkur snúa.“
Viðmælendur HP úr hópi áfeng-
isvarnanefndanna vildu undir-
strika að valdið væri ennþá í
höndum ráðherra, þótt hann
hlustaði meira á viðhorf nefnd-
anna en ef til vill áður. „Nefndirn-
ar hafa ekkert vald,“ sagði Ólafur
Haukur Arnason áfengisvarna-
ráðunautur. „Það er eftir sem áður
ráðherrans."
Engu að síður er ljóst að sumar
nefndir hika við að mæla með
synjun við ráðherra. Þannig end-
urskoðaði t.a.m. áfengisvarna-
nefnd Reykjavíkur fyrri afstöðu
varðandi veitingastaðinn „Uppi
og niðri". Nefndin hafði i fyrstu
mælt á móti ieyfi, en umsóknin
var ítrekuð af hálfu eigenda og í
annarri lotu ákvað nefndin að
mæla ekki gegn leyfisveitingu.
Helgarpósturinn hefur sannfrétt
að ástæður þessara skoðanaskipta
hafi legið í því, að fulltrúum í
áfengisvarnanefnd hafi verið gerð
grein fyrir því, að slíkir fjármunir
væru í húfi hjá eigendum, að
margar fjölskyldur færu á hausinn
ef leyfið fengist ekki.
Það var og ofarlega á baugi hjá
fulltrúum áfengisvarnanefndanna
að það væri afleit staða fyrir þá að
standa frammi fyrir því að aðilar
hefðu sett milljónir króna í hús-
næði og innréttingar með tiltek-
inn rekstur í huga, þar á meðal
vínveitingar, og svo væri það sett
á herðar áfengisvarnanefndanna
að brjóta allt niður með því að
vera á móti áfengissölu.
Veitingahúsaeigendur verða að
fara í gegnum fleiri síur en áfengis-
Páll Daníelsson, formaður áfengisvarna-
nefndar I Hafnarfirði, segir nefndina eiga að
vera á móti leyfisveitingu.
varnaráð. Þeir þurfa líka vottorð
frá heilbrigðiseftirlitinu og síðan
frá matsnefnd veitingahúsa. For-
maður matsnefndarinnar, Pór-
hallur Halldórsson, sagði að
ýmsar kröfur væru gerðar um að-
búnað á stöðum þar sem eigendur
hygðust sækja um leyfi til vínsölu.
Sérstaklega væru gerðar kröfur
um fjölbreytileika í mat.
En það er ekki fyrr en veitinga-
staðir hafa tekið á sig endanlega
mynd, fjárfrekum framkvæmdum
er lokið og umbeðnir stimplar
fengnir, að spurningin um vínveit-
ingaleyfi er tekin upp.
Margar milljónir
Siggja undir
Helgarpósturinn hafði samband
við fjölmarga veitingahúsaeigend-
ur, og þá einkanlega þá sem ný-
verið hafa standsett húsnæði sitt,
og spurði um kostnað við fram-
kvæmdir. Vilhjálmur Svan, einn
eigenda „Uppi og niðri" sagði að
innréttingar hefðu kostað milljón-
ir króna. „Þetta hefur verið erfið
bið,“ sagði hann aðspurður um þá
tilfinningu að hafa margra millj-
óna króna húsnæði undir höndum
en ekki leyfi til alhliða veitinga.
„Við höfum bókstaflega gengið
um gólf í heilan mánuð og nagað
neglurnar."
Það er hins vegar eitur í beinum
áfengisvarnanefnda, þegar veit-
ingamenn halda því fram að vín-
veitingar skipti sköpum um fjár-
hagsafkomu staðarins. Það sýni
samtengingu Bakkusar og pen-
ingaaflanna. „Vínveitingahúsaeig-
endur hafa mikið umleikis," sagði
Hilmar Jónsson, stórtemplar og
formaður áfengisvarnanefndar
Keflavíkur. „Þeir líða ekki skort,
að því er virðist."
„Afengisauðvaldið" var sömu-
leiðis orð sem viðmælendur HP í
hópi þessara aðila notuðu talsvert.
Það virðist hins vegar deginum
ljósara að þeir staðir sem vilja telja
sig fyrsta flokks og geta ekki boðið
upp á áfengi, verða undir í sam-
keppninni. „Maður auglýsir ekki
Hilmar Jónsson stórtemplar segir dóms-
málaráðherra hafa tekið rökum templara.
stað sem fyrsta flokks ef ekki er
þar fáanleg mjólk eða gosdrykkir,"
sagði Vilhjálmur Svan Jóhannes-
son. „Létt vín tilheyrir t.a.m. hjá
fjölmörgum þegar þeir fara út að
borða. Og veitingahús verða að
getaboðiðupp á það sem fólk vill.“
Ætli ég verði
ekki að loka
Einn þeirra níu umsækjenda
sem bíða nú afgreiðslu dómsmála-
ráðherra er Sjöfn Gunnarsdóttir,
sem komið hefur upp smekkleg-
um veitingastað í Hafnarfirði, sem
hún hefur nefnt Riddarann. Um-
sókn Sjafnar er nú hjá áfengis-
varnanefnd Hafnarfjarðar og sam-
kvæmt orðum formanns þeirrar
nefndar, Páls Daníelssonar, hér á
undan, má ganga út frá því sem
gefnu að nefndin mæli með synj-
un leyfisins. Afstaða bæjarstjórnar
skiptir þá ekki máli. Ráðherra
mun ekki veita leyfið. „Það er
hrikalegt ef ég fæ ekki leyfið,"
sagði Sjöfn Gunnarsdóttir í samtali
við HP. „Ætli ég verði ekki að
loka.“ Hún undirstrikaði að Ridd-
arinn væri engin krá eða ,,pub“,
heldur úrvals veitingastaður í mat
og drykk. „Ég hef byggt þennan
stað upp með það í huga að geta
verið með allar veitingar, þ.m.t.
vínveitingar, og m.a. af þeim
ástæðum lagt meira í innréttingar
en ella, enda kröfurnar meiri þeg-
ar svo er. Þetta hefur kostað mig
margar milljónir og það væri grát-
legt að þurfa að leggja niður skott-
ið núna, rétt eftir að ég er búin að
opna.“
Sjöfn nefndi sem dæmi að á
næstu dögum væri væntanlegur
hópur erlendra ferðamanna sem
kæmu í mat beint utan af Keflavík-
urflugvelli. Þeir hefðu óskað eftir
léttu víni með matnum. „Á ég
ekki að fá tækifæri til að sinna ósk-
um viðskiptavina minna,“ spurði
eigandi Riddarans.
Atvinnugrein
í hættu
Tölur frá vínveitingahúsaeig-
Ingimar Eydal gegnir lykilhlutverki á Akur-
eyri; stúkumaður og formaður áfengisvarna-
ráðs.
endum um kostnað við uppbygg-
ingu og innréttingar staðanna
voru á bilinu frá fjórum til tólf
milljónum króna, þannig að ljóst
er að mikið liggur undir. Og veit-
ingamaður í biðstöðu segir: „Og
samkeppnin er hörð. Eg hafði
fengið vilyrði frá sveitarstjórninni
hérna um að mælt yrði með leyfi
til ráðuneytis og treysti á það þeg-
ar ég lagði peningana í uppbygg-
ingu. Síðan leyfir ráðherra sér það
með einni handasveiflu að taka
valdið úr höndum bæjarstjórna og
setja í hendur bindindismönnum í
bænum, sem mega hvergi vín sjá.
Hvernig er hægt að una slíkum
hentistefnuvinnubrögðum?"
Og Erna Hauksdóttir, fram-
kvæmdastjóri Sambands veitinga-
og gistihúsaeigenda, sagði í þessu
sambandi að auðvitað væri ekki
hægt að halda úti víðtækum og
öflugum atvinnurekstri á þessu
sviði, þegar skyndiákvarðanir og
framsal á valdi til ákveðinna skoð-
anahópa í þjóðfélaginu kipptu
stoðum undan rekstrarmöguleik-
um. „Við hjá SVG höfum harðlega
mótmælt þessum vinnubrögðum,"
sagði Erna Hauksdóttir.
3,3 lítrar á mann
En hver er áfengisneysla íslend-
inga? Hrafn Pálsson hjá heilbrigð-
isráðuneytinu sagði erfitt að segja
til um það hve stór hópur íslend-
inga neytti víns, hins vegar hefðu
ýmsar kannanir í framhaldsskól-
um leitt í ljós að 80—90% ung-
menna hefðu neytt áfengis. Ekki
væri fjarri lagi að álykta að svipuð
hlutföll væru hjá hinum sem eldri
væru, þótt ekkert lægi fyrir í þeim
efnum. Aftur á móti eru til tölur
um heildarneyslu áfengis hér á
landi. Samkvæmt þeim drakk
hver íslendingur 3,3 lítra af alkó-
hóli á síðasta ári. 10 árum áður var
þessi tala 3,04 lítrar. Á þessu tíu
ára tímabili, frá 1974—1984 fjölg-
aði vínveitingastöðum úr því að
vera 26 talsins í 87; geysileg fjölg-
un á þeim vettvangi sem haldið
hefur áfram fram á mitt þetta ár.
Ekki virðist þó bein samsvörun á
milli fjölgunar vínveitingastaða og
aftur stóraukinnar áfengisneyslu
— neyslan hefur ekki aukist svo
mikið að hlutfalli. Fyrir rúmum
100 árum (1880) var áfengisneysl-
an 2,38 lítrar á mann og voru þá
engir vínveitingastaðir í stíl við þá
sem nú eru.
Erna Hauksdóttir hjá Sambandi
veitinga- og gistihúsaeigenda
sagði að tölur sýndu glögglega að
áfengisneysla ykist ekki með fjölg-
un vínveitingastaða, enda væri
staðreyndin sú að aðeins 15% af
heildarneyslu áfengis færi fram á
slíkum stöðum; afgangurinn
sennilega í heimahúsum. „Hitt er
rétt að neysluvenjur hafa breyst,
þannig að algengara er að fólk fari
út að borða og dreypi á léttu víni
með og mikil aukning í sölu léttra
vína staðfestir þetta og sannar. Er
það svo slæm þróun?"
Áfengisneysla hér á landi í lítr-
um talin hefur rokkað til síðustu
fimm árin — á því tímabili sem
vínveitingastöðum hefur fjölgað
hvað örast. Neyslan var 3,1581. ár-
ið 1980, en þá voru vínveitinga-
staðir 37 talsins. Neyslan var 3,133
1. 1982 og veitingastaðafjöldinn þá
orðinn rúmlega 50. Síðan fór þessi
tala upp í 3,31. á síðasta ári eins og
fyrr greindi.
Sveitarstjórnarmenn halda því
mjög á lofti að á rétt þeirra sé
gengið með vinnubrögðum dóms-
málaráðherra. Áfengisvarna-
nefndirnar séu undirnefndir sveit-
arstjórna og ráðgefandi. Talsmenn
nefndanna hafna þessu og segja
að þótt sveitarstjórnir kjósi í
nefndirnar þá séu þær alls ekki
settar undir viðkomandi sveitar-
stjórn. „Við höfum sjálfstætt verk-
svið," sagði t.a.m. Páll Daníelsson
hjá áfengisvarnanefnd Hafnar-
fjarðar, „og erum ráðgefandi fyrir
langtum fleiri en bæjarstjórn. Við
erum því ekki dæmigerð undir-
nefnd bæjarstjórnar. Það er af og
frá.“
Var staða Jóns í
stúkunni í hættu?
En eftir stendur spurningin:
Hvað kom til að Jón Helgason
dómsmálaráðherra ákvað skyndi-
lega að breyta vinnureglu í ráðu-
neytinu í þessum málum? Við-
mælendur Helgarpóstsins, hvort
sem þeir voru úr röðum bindindis-
manna eða veitingamanna, voru
um það sammála að ráðherra
hefði ekki staðist þá gagnrýni
samherja sinna í bindindishreyf-
ingunni að hann væri orðinn sá
dómsmálaráðherra sem hefði
skrifað upp á flest vínveitingaleyfi.
„Já, okkur fannst hann alltof eftir-
gefanlegur," sagði Hilmar Jónsson
stórtemplar og sagði aðspurður að
bindindismenn hefðu ekki hvað
síst gert kröfur til Jóns Helgasonar
þar sem hann væri stakur bindind-
ismaður og stúkumaður að auki.
„Við gagnrýndum Jón mikið og ég
er ekki frá því að hann hafi ekki
staðist frýjunarorð okkar og því
ákveðið að stíga á hemlana."
— Gengur þad fyrir félaga í
stúku eins og Jón Helgason ad
mœla með áfengisveitingum í
einni eða annarri mynd? Hefði
það ekki þýtt brottrekstur úr Góð-
templarareglunni ef hann hefði
haldið áfram að afgreiða leyfi til
vínveitinga?
„Ekki skal ég um það segja.
Hins vegar viljum við vissulega að
okkar fólk sé á móti áfengi og þar
yar Jón ekki nógu harður til að
byrja með. Ég man í þessu sam-
bandi að Jón Kjartansson, for-
stjóri Áfengis- og tóbaksverslunar
ríkisins, sagði sig úr hreyfingunni
hjá okkur þegar hann tók við
starfi sínu. Enda getur maður ekki
þjónað tveimur herrum," sagði
Hilmar Jónsson stórtemplar.
Sókn Góðtemplara
Samkvæmt þessu hefur dóms-
málaráðherra haldið stöðu sinni
innan Góðtemplarahreyfingarinn-
ar eftir ákvörðun sína frá 10. júní
síðast liðnum. Hvort það hafi haft
einhver áhrif á ákvörðun ráðherra
verður ekkert fullyrt um. Hitt er
ljóst að félagar hans í Góðtempl-
arareglunni sem eru 900, eru víða
fjölmennir í áfengisvarnanefnd-
um um allt land. Sambandið fer
því sennilega batnandi milli ráð-
herra og félaga í bindindishreyf-
ingunni. Veitingahúsaeigendur
eru hins vegar óánægðir; sveitar-
stjórnarmenn súrir. Almennings-
álitið er erfiðara að spá í. Óhætt er
að fullyrða að mikill meirihluti al-
mennings smakkar vín og vill hafa
aðgang að þeim veigum. Hvort
fólk telur að nóg sé komið af út-
sölustöðum og vínveitingastöðum
skal ósagt látið. En bindindismenn
hafa óneitanlega tekið stjórn þess-
ara mála í sínar hendur. Þeirra er
mátturinn. Dýrðin er hjá ráð-
herra.
HELGARPÓSTURINN 9