Helgarpósturinn - 01.08.1985, Side 16

Helgarpósturinn - 01.08.1985, Side 16
KVIKMYNDIR Sjálfsháð og Nýja Bíó: Að uera eða vera ekki (To be or not to be) Bandarísk: Árgerð 1983 Leikstjórn: Alan Johnson Aðalhlutverk: Mel Brooks, Anne Bancroft, Tim Matheson, Charles Durning, Jose Ferrer, James Haake og fl. Háðfuglinn Mel Brooks (sem heitir reyndar Melvin Kaminsky) á litríkar myndir að baki sem leikstjóri og aðalstjarna í eigin myndum. Hann sló í gegn með The Producers (1967) og síðan fylgdu The Twelve Chairs (1970), Blaz- ing Saddles (1974), Young Frankenstein (1974), Silent Movie (1976), High Anxiety (1977) og History of the World Part I (1981). Persónulega finnst mér hómor Mel Brooks endurgerð vera of ofsafenginn og ruddalegur. En mað- urinn á góða spretti, sérstaklega í ,,slapstic“ atriðum, en að öllu jöfnu treður Mel Brooks sjálfum sér það mikið í miðdepil mynda sinna að það hálfa væri kannski nóg. Kúreka- satíran Blazing Saddles er kannski hans besta og jafnasta mynd, og þótt The Produc- ers sé orðin kúltfilma get ég aldrei séð neitt sérlega fyndið við hana, nema kannski loka- atriðið. Bæði Frankenstein-myndin og Silent Movie innihéldu vel gerðar og fyndnar sen- ur, en Mannkynssaga Mel Brooks, Fyrsti hluti, var eins og útþynnt „Carry On“ — mynd. Það er því ánægjulegt að Mel Brooks skuli vera kominn með nýja mynd (þó tveggja ára gömul) sem ekki er annar hluti Mannkyns- sögunnar, með sjálfum sér (að sjálfsögðu) og eiginkonu sinni, Anne Bancroft, í aðalhlut- verkum. Að þessu sinni leikstýrir Brooks ekki sjálfur, heldur hefur fengið mann að nafni Alan Johnson til verksins. í þetta skipti tekur Brooks enga sénsa en fer troðnar slóð- ir; Að vera eða ekki vera er endurgerð á sam- nefndri kvikmynd sem kómedíumeistarinn Ernst Lubitsch leikstýrði 1942 með Jack Benny og Carol Lombard í aðalhlutverkum. Mynd Brooks fylgir gömlu myndinni eftir, senu eftir senu, en er meira í grallarastílnum og kannski fyndnari, en missir dýpt og skerpu svarta húmorsins. Söguþráðurinn: Stórleikarinn Jósef Tura (leikinn af stórleik- aranum Mel Brooks) og eiginkona hans, stór- leikkonan frú Tura (leikin af stórleikkonunni eftir Ingólf Margeirsson og eiginkonu Brooks, Anne Bancroft) reka kabarettleikhús í Varsjá, Póllandi. Fastur þáttur er þó „alvarlegt" atriði, þar sem Jósef fer með texta eftir Shakespeare. Vandræði skapast í leikhúsrekstrinum þegar nasistar ráðast inn í Pólland. Leikflokkurinn lendir í miðdepli samsæris gegn innrásarherjunum og skal sú saga ekki rakin hér. Gamla hand- ritið eftir Edwin Justus Mayer er það pott- þétt, spennandi og fyndið og atburðarásin svo snjöll að þessi endurgerð verður vel heppnuð. Og kannski er það ánægjulegast viö þessa nýjustu Brooks-mynd, að Mel Brooks (og Anne Bancroft) þora að gera gegndarlaust grín að sjálfum sér. -IM. JAZZ Sending af himnum ofan Það er ekki ofsögum sagt að djasssending- in sem kom í Skífuna á dögunum hiafi gert okkur geggjurunum glaðan dag. Eg hef áður nefnt Pab/o-plöturnar, en RCA var líka í sendingunni og Savoy. Savoy var eitt merkasta útgáfufyrirtæki djassins á árum seinni heimsstyrjaldarinnar og eftir. Charlie Parker, Dizzy GiUespie, Lester Young, Erroll Garner og Dexter Gordon léku fyrir Savoy — og flestir hinir að sjálfsögðu. Meðal þeirra verka er fá má á Savoy nú er allt sem Lester Young hljóðritaði fyrir fyrirtækið í tvöföldu aibúmi, svo og tón- leikar með tenóristanum, upptökur með Art Pepper frá 1952 og ’54, Dizzy Gillespie með Coltrane, Stuff Smith og fleiri snillingum í bandinu, tenórbardagi með Dexter Gordon og Walter Gray, píanistaplata þar sem Lennie Tristano, Bud Powell, Herbie Nichols, Dodo Marmarosa, George Wallington og Horace Silver leika listir sínar, og síðast en ekki síst fyrsta skífan í heildarútgáfu Savoy hljóðrit- ana Errolls Garners. Þar má heyra fyrstu út- gáfu meistarans á Lauru — en sú útgáfa varð metsöluplata. Þarna er fleira gulls ígildi og gaman er að heyra hann í upptökunum með Slam Stewart frá því í janúar 1945. Garner setur meistarablæ á rússnesku verkin, s.s. Svörtu augun og Volgusönginn. Ein tvöfalda Savoyskífan nefnist: Cool Cali- fornia. Þar eru verk með hljómsveitum George Auld (tenóristans sem lék í New York, New York), Shelly Manne og Cal Tjader. Svo er þar heil síða með Dizzy Gillespie og strengjum. Sá maður kunni nú að blása yfir strengina. Verk eins og Lullaby of the Leaves og On the Alamo hafa hljómað innra með mér síðan ég keypti þau á 78 snúninga plötu hjá Tage Ammendrup í Drangey fyrir næstum þrjátíu árum. Útsetjarinn var líka ekki af verri endanum — Johnny Richards. RCA-útgáfurnar eru fjölbreyttar: Charlie Barnet bandið 1935:39, upptökur með Claude Hopkins frá 1966, upptökur frá í fyrra með söngkonunni Maxine Sullivan og af nú- tímalegri skífum: Shorty Rogers og vestur- strandarsvalinn frá 1953 og ’56 svo og skífa með Hank Jones frá 1956 þar sem Belginn Bobby Jaspar blæs í flautuna. Merkastar af RCA-skífunum eru þær með Louis Armstrong. Á þremur tvöföidum skíf- um er safnað saman öllu er hann lék fyrir RCA: Young Louis Armstrong, sem geymir stórsveitarsíður hans frá 1932 og 1933; From the big band to the All Stars með upptökum frá 1946 til 1956 svo og The Complete Town Hall Concert. Það er nú plata sem allir Armstrong-aðdáendur verða að eignast. Þeir hörðustu eiga að sjálfsögðu tíu tommu skífuna, svo og Town Hall Concert Plus. Þar voru sex verk frá tónleikunum sögufrægu. Síðan gaf RCA út Masters of Jazz vol 1„ með auknum Town Hall tónleikum en samt vant- aði sex verk: Cornet Shop Suey, Our Monday Date, Dear Old Southland, Big Butter And Egg man, Tiger Rag og Jack-Armstrong Blues. Þau eru öll á nýju skífunni og það er ekkert vafamál að sérhver Armstrong-geggj- ari þarf að ná í hana — þó svo að hann eigi hinar fyrri útgáfur. Þessir tónleikar eru ein- hverjir hinir mögnuðustu í allri djasssögunni og Armstrong upp á sitt besta — bæði sem söngvari og trompetleikari. BARNABOKMENNTIR Tinm Ekki þori ég að fullyrða að Tinni sé vinsæl- asta myndasöguhetjan hérlendis, en mér býður svo í grun og marka það m.a. af útliti Tinnabóka í bókasöfnum. Ég hygg meira að segja, að talsvert margir fullorðnir lesi Tinna sér til afþreyingar, kannski undir því yfir- skini, að þeir séu að lesa fyrir börnin. Reynd- ar lesa börn Tinna, myndmálið, áður en þau verða læs á bókstafi, því að sífellt ber eitt- hvað merkilegt fyrir sjónir. Hér hafa komið út a.m.k. 24 Tinnabækur eftir Hergé, auk nokkurra ómerkilegra eftirlíkinga eða jafn- vel falsana, ef svo djúpt má taka í árinni: í skjóli vinsælda teiknimyndasagnanna hafa verið gefnar út Ijósmyndabækur um Tinna, teknar úr kvikmyndum. Hergé er höfundarnafn Georges Remy (1907-1983), myndað af upphafsstöfum hans upp á frönsku, R.G. (Her-gé). Hann var Belgi og einn merkasti fulltrúi evrópskrar hefðar í teiknimyndagerð ásamt Goscinny, Uderzo og Morris. Hann hlaut heimsfrægð fyrir sög- urnar um Tinna, en gaf út auk þeirra nokkr- ar bækur um ýmsar hetjur, og hafa sumar verið þýddar á íslenzku, svo sem sögur um afreksverk Palla og Togga o.fl. Fyrstu drögin voru lögð að Tinna í belgísku skátablaði 1926, en 1929 skreið hann úr hreiðri alfleyg- ur, Tinni í Sovétríkjunum. Sú saga var samin gegn ríkjandi stjórnarháttum þar eystra og mun vera hin eina af bókum Hergés, sem aldrei hefur verið endurútgefin eða þýdd á aðrar tungur. Síðan rak hver sagan aðra, Tinni í Kongó 1930, í Ameríku 1931, Vindlar faraós 1932, Blái Lótusinn 1934 o.s.frv. allt til dauðadags Hergés. í uppflettiritum er Hergé talinn höfuðsnill- ingur í formi teiknimyndasagna. Textinn í talblöðrum og upplýsinga- segir eina sögu með myndunum, en hjá ýmsum höfundum fer tvennum sögum fram. Atburðarásin er feikna hröð, og engin aukaatriði fá rúm á myndum, nema auki á spennu eða kátinu lesenda. Heildarsvipur teikninganna er tals- vert frábrugðinn því sem tíðkast í flestum sögum, ekki sléttur og felldur eins og t.d. í Andrési önd, heldur barnalegur og einfaldur við fyrstu yfirsýn. Tinni er ungur maður á óræðum aldri; unglingar hafa gizkað á frá 15 árum til þrí- tugs. Þjóðerni hans er óvíst, en klæðaburður og hátterni sver sig í ætt vesturlandabúa. Fjölskylda hans er tröllum gefin að því er virðist og hann er ævintýramaður að starfi. Tinni hefur til að bera flesta hæfileika, sem prýða mega einn mann. Hann er greindur og úrræðagóður, einbeittur og þrautseigur, svo eitthvað sé nefnt og allt kostir, sem börnum og unglingum þykja eftirsóknarverðir. Að öðru leyti er Tinni hrútleiðinlegur. Hann brosir sjaldan í sögunum, gamanyrði eru honum ekki tungutöm og aldrei krýpur hann til kvenna fremur en Þorgeir Hávarsson. Sjálfsagt hefur Hergé verið búinn að fá leiða á persónu sinni eftir 7 bækur, því að í hinni 8. er Kolbeinn kapteinn leiddur fram á sjón- arsviðið, drykkfelldur hrakfallabálkur, fljót- fær og uppstökkur, en bezta skinn. Þeir Tinni „Heimsmynd Tinna er afar einföld. . . Veröld- inni er skipt í hólf, hér vondir, þar góðir. Fler- sónusköpun er ákaf- lega einhliða og per- sónugerðir alls ráð- andi," segir Sölvi Sveinsson m.a. í um- fjöllun sinni um myndasöguhetjuna Tinna. eftir Sölva Sveinsson bæta hvor annan upp, saman hafa þeir þá kosti og galla sem einkenna skapgerð venju- legra manna. Sama hlutverki gegna Skaf(p)t- arnir, Vandráður og Tobbi — allir eru þeir andstæður Tinna, og kátína og léttleiki spretta upp úr hverju spori þeirra. Sögurnar um Tinna gerast alls staðar. Hann þvælist um úthöfin, ráfar um eyði- merkur, svamlar í holræsum, berst við ind- jána í Suður-Ameríku, bófa í Síkagó, stjórn- völd í evrópskum einræðisríkjum. Hergé sótti óspart efni í samtíð sína, fann því stað og setti persónur í ákveðin hlutverk. Veldis- sproti Ottókars konungs (1939) dregur dám af ýmsum pólitískum stórmerkjum á 4. ára- tugnum, enda var þá fjölmörgu til að dreifa. Líklega hafa fáir menn verið jafnoft rotaðir í bókmenntum og Tinni. Það er reyndar með ólíkindum hvað drífur á daga hans í hverri bók. Banatilræðin eru legíó, og líkamsárásir af ýmsu tagi mýmargar. Og víst eru þeir ófáir sem eiga um sárt að binda eftir högg Tinna. Samt sést aldrei blóð í þessum bókum — of- beldið er án afleiðinga. Glæpamenn í Tinnabókum eru ljótir karl- ar, gjarnan dökkir á brún og brá, oft arabiskir eða frá Balkanlöndum, sumir jafnvel austan úr Kína. Þetta eru voldugar Ídíkur og lúta samvizkulausum foringja, ótíndur lýður. í sögulok hrósar Tinni sigri, bófar bak við lás og slá en hann skreytir forsíður dagblaða. Heimsmynd Tinna er afar einföld, eins og raunin er í afþreyingarsögum yfirleitt. Ver- öldinni er skipt í hólf, hér vondir, þar góðir. Persónusköpun er ákaflega einhliða og per- sónugerðir alls ráðandi. Gamansemin ber uppi sögurnar og veldur vinsældum þeirra. Að þessu leyti er Tinni ekki verri en aðrar myndasögur. En ég ítreka það sem ég hef áður sagt í þessum pistlum: Myndasögur eru afar einhæf lesning til lengdar og skilja ekk- ert eftir handa ímyndunaraflinu. Heimildir: Tegneseriens hvem hvad hvor. Kaupmannahöfn 1976. Oxford Companion to Children's Literature. Oxford 1984. 16 HELGARPÓSTUi: MN S

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.