Helgarpósturinn - 01.08.1985, Page 19
ÍÞROTTIR
Spartakíaöa:
,,Za sosialismus,
za mír“
ráða. Mér sýnist að við séum á
leiðinni inn í sömu blindgötuna í
ísknattleiknum." Sá sem þannig
komst að orði er íþróttaáhuga-
maður, sem ég hitti fyrir tilviljun í
miðborginni. Hann vildi reyndar
ekki að nafn sitt kæmi fram, þegar
ég sagðist vera blaðamaður. Hvað
um það, ég spurði hann um ástæð-
ur þess að Tékkar hefðu náð mjög
langt í sumum greinum. „Á síð-
ustu árum höfum við skarað fram
úr í einstaklingsgreinum og það
segir sína sögu. í frjálsum íþróttum
eru það helst Kratosvilova, Fibing-
erova og Bugar; í tennis Lendl,
Mecir og Mandlikova o.s.frv. Það
eru fremur hægfara þjóðir sem
byggja þetta land og því líklegt að
aíltaf komi fram einstaklingar sem
skara fram úr, þ.e.a.s. ef þeim er
ekki haldið niðri, eins og ég nefndi
með flokkaíþróttirnar. Þá vil ég
meina að vel sé búið að afreks-
mönnum okkar í íþróttum.“
I síðasta pistli minntist ég á Evu
Chýlovu, sem er í landsliði Tékkó-
slóvakíu í köfun (íþróttagrein sem
ég þekki sáralítið til, en mér skilst
að hún verði sýningargrein á
næstu ólympíuleikum). Ég spurði
Evu hvernig búið væri að afreks-
fólki í Tékkóslóvakíu. „Það er mik-
ill munur á Austur- og Vestur- Evr-
ópu í þessu sambandi. Við höfum
einfaldlega ekki úr jafnmiklu að
moða. Hins vegar er mjög mikil
áhersla lögð á afrek, þannig að
þetta er fremur spurning um hug-
arfar en fjármuni." Ég verð að játa
að þetta svar kom nokkuð flatt
upp á mig og ég spurði því um hin
ótrúlegu afrek Austur-Þjóðverja á
íþróttasviðinu. „Þar kemur glögg-
lega í ljós munurinn á einstökum
þjóðum hér í Austur-Evrópu. Við
Tékkar náum aldrei sérlega langt,
einfaldlega vegna þess að okkur
skortir vilja og aga. Hins vegar eru
Þjóðverjarnir þannig að þeir vilja
leggja allt í sölurnar, þeir eru
hreinlega fanatískir í þessum efn-
um. Á mótum er vart hægt að tala
við Austur-Þjóðverja því þeir eru
með allan hugann við verðlauna-
pallinn."
Á blaða- og fréttamannafundi
fyrir Spartakíöðuna voru saman-
komnir um 60 forkólfar hátíðar-
innar, allt karlmenn. Ég spurði
hvort ekki mætti álykta að hér
væri um að ræða hátíð fyrir karl-
menn, sem stjórnað væri af karl-
mönnum. Svarið sem ég fékk var
eitthvað á þessa leið: „Oðru nær.
Hér ríkir fullt jafnrétti og ég get
fullvissað þig um að konur eiga
sína fulltrúa í hinum ýmsu nefnd-
um og ráðum.“ Mér fannst ég vera
kominn heim.
„Við höfum æft mjög
mikið frá síðasta
hausti. Heilu fjöl-
skyldurnar voru
með..."
í síðasta pistli fjallaði ég um eitt
og annað viðkomandi svokallaðri
Spartakíöðu, sem er nokkurs kon-
ar fimleikaþjóðhátíð, haldin í
Tékkóslóvakíu 5. hvert ár. í pistli
dagsins er ætlunin að halda áfram
þessari umfjöllun og tíunda það
sem upp á yfirborðið kom á þess-
um Spartakíöðudögum, sem ég
upplifði í Tékkóslóvakíu í lok júní-
mánaðar.
Sýningar hinnar eiginlegu
Spartakíöðu fara fram á tveimur
dögum á Strahov-leikvanginum í
Prag. Heimildum ber ekki alveg
saman um hve margir áhrofendur
rúmist þar, en eftir því sem ég
komst næst eru þeir um 200 þús-
und. Sjálfur leikvangurinn er
200x300 metrar, eða 6 hektarar.
Til þess að glöggva sig enn betur
á stærðinni má geta þess að þar
rúmast um 8 knattspyrnuvellir í
fullri stærð. Annars voru Tékkarn-
ir mjög uppteknir af öllum töiuleg-
um staðreyndum um Spartakíöð-
una, sem ég hirði ekki um að tí-
unda hér.
Utan við leikvanginn laugardag-
inn 29. júní var allt með svipuðu
sniði og maður á að venjast á stór-
leikjum í knattspyrnu í Vestur-Evr-
ópu. Miklum fjölda sölutjalda
hafði verið slegið upp og þar var
minjagripasalan í fullum gangi, að
ógleymdum pylsum og ís.
„Za sosialismus, za mír“ (Með
sósíslisma, með friði). Þetta var
það fyrsta sem blasti við þegar inn
á Starhov-leikvanginn var komið.
Óneitanlega fór ég enn á ný að
hugsa um tengsl Spartakíöðunnar
og þess stjórnarfars, sem nú ríkir í
landinu. Það virðist sem reynt sé
að gera allt þetta að einni órjúfan-
legri heild, þannig að orsaka- og
afleiðingasamhengið verði
óglöggt. íþróttir, íþróttaiðkun,
íþróttahreyfing; allt er þetta hluti
af stærri heild. Grundvallarhug-
sjónir hreyfingarinnar eiga að
vera þær sömu og grundvallar-
hugsjónir sósíalismans, að mati
Tékkanna. Þetta þarf ekki að
koma ýkjamikið á óvart, einfald-
lega vegna þess að íþróttahreyfing
með öðrum grunntóni gæti aldrei
þrifist. Það kemur heldur ekki á
óvart að hreyfingin skuli vera
,,notuð“ til þess að sýna fram á
ágæti sósíalismans. Austur-Þjóð-
verjum tókst hreinlega að öðlast
viðurkenningu á alþjóðlegum
vettvangi með því að nota íþrótta-
hreyfinguna og íþróttamenn sína
til þess að sýna fram á tilvist lands
og þjóðar. En það er nú önnur
saga.
Á milli 6 og 14 þúsund íþrótta-
menn tóku þátt í hverju atriði á
Strahov-leikvanginum. Öllum
þessum fjölda var skipt niður í fjöl-
marga smáhópa, sem kunnu
hreyfingarnar til hlítar. Það vakti
athygli mína að í æfingunum var
einatt notast við áhöld sem eru til
í íþróttasölum um allt landið, eins
og t.d. bekki, keilur, borða og
stiga.
Það atriði sem vakti mesta at-
hygli var „Foreldrar og börn." Þar
voru krakkar á aldrinum þriggja
til fimm ára sem gerðu æfingar
með öðru foreldri sínu, æfingar
sem voru nánast leikir. Sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem
við fengum sýndu um 6 þúsund á
Strahov, en um 100 þúsund höfðu
æft þetta atriði um allt land. Höf-
undurinn, Miluse Haliková, hafði
eftirfarandi að segja um atriðið:
„Viö höfum æft mikið frá síðasta
hausti. Heilu fjölskyldurnar voru
með; afar, ömmur, foreldrar og
systkini. Þátttaka í atriði sem
þessu brennur á þátttakendum í
mjög langan tíma. Það sem þó
skiptir mestu máli er að börnin og
foreldrarnir fá meiri áhuga á
íþróttum en ella.“
í rauninni eru æfingar þessar
ólýsanlegar. Allar stærðir verða
óþægilegar. Það eitt að vera með-
al 200 þúsund áhorfenda á leik-
vangi er sérkapítuli. Massinn er
alveg ógurlegur, einkum þegar all-
ir klappa og stappa af hrifningu,
samtímis.
í framhaldi af þessum Sparta-
kíöðudögum vöknuðu hjá mér
ýmsar spurningar um íþróttalíf í
Tékkóslóvakíu. Það virðist svo
sem íþróttaiðkun sé í ríkari mæli
en hér bundin við einstök félög og
það sem þau hafa upp á að bjóða.
Þetta var í rauninni undirstrikað af
forráðamönnum Spartakíöðunnar
þegar þeir sögðu að þátttakendur
þar fengju fleiri og betri tilboð um
þjálfun en ella. Þá þvældist ég
nokkuð víða um Prag, en sá lítið af
opnum svæðum þar sem hægt er
að stunda íþróttir, t.d. sparkvelli.
Hins vegar eru tennisvellir um alla
borgina, en þeir tilheyra væntan-
lega allir ákveðnu félagi og ekki til
fyrir ófélagsbundinn pöpulinn.
„Ég held að þetta sé ein af ástæð-
unum fyrir slöku gengi okkar í
knattspyrnu undanfarin ár. Við
fáum hreinlega ekki fram leik-
menn sem geta gert óvænta hluti,
leikmenn sem skipta sköpum í
leikjum. Einstaklingsbundna þjálf-
un fá knattspyrnumenn ekki í fé-
lögum. Þeir verða að þroska vissa
hæfileika með sér á sparkvöllum
þar sem hugmyndaflugið fær að
V
ið höfum áður sagt frá fyrir-
hugaðri útvarpsstöð launþegasam-
takanna. Nú mun samstarfið hins
vegar vera nokkuð stirt milli BSRB
og ASÍ í útvarpsmálum. Þessar laun-
þegahreyfingar hafa mjög ólíkar
skoðanir á því hvernig framkvæma
beri þessa hugmynd og með hvaða
móti stöðin verði rekin. Munu ASÍ-
menn vera öllu þröngsýnni á aðhald
að stöðinni og hafa heimtað ýmsa
hluti sem BSRB-menn telja hreina
ritskoðun og einveldishugmyndir.
T.a.m. vilja ASÍ-menn mikla og
langa þætti um launa- og kjaramál
og önnur baráttumál launþega-
hreyfingarinnar en BSRB, og sér í
lagi formaðurinn, Birgir Thorlac-
ius, vill hins vegar að stöðin sendi
nær einungis út stutta fréttaþætti og
létta tónlist inn á milli. Leggja BSRB-
menn mikla áherslu á að ráðið verði
harðsnúið fréttalið á stöðina en ASÍ-
menn telja heillavænlegast að góðir
og miklir áróðursmeistarar stjórni
þar ferðinni. Bærilega byrjar þar. . .
K
■ ■kántrísöngvari íslands núm-
er eitt, Hallbjörn Hjartarson, mun
hyggjast flytja búferlum frá Skaga-
strönd til Reykjavíkur og demba sér
út í veitingahússrekstur á mölinni.
Ástæðan mun einkum vera sú að
Hallbjörn vill auka umsvifin og
komast í snertingu við meira fjöl-
menni en fyrir norðan. Munu borg-
arbúar hlakka til að fá jafn litríkan
persónuleika og Hallbjörn til
Reykjavíkur til að lífga upp á borg-
arlífið...
V
ið höfum áður upplýst les-
endur okkar um að Alþýðubanda-
lagið hafi ákveðið að halda lands-
fund sinn þ. 7. nóvember á sjálfum
degi byltingarinnar sovésku. Mikill
undirbúningur er nú í gangi fyrir
fundinn og má búast við miklu upp-
gjöri. Víst er að flokksforystan fær
að heyra sitt vegna brotthlaups ým-
issa þekktra manna úr flokknum, og
ekki hefur minnkandi fylgi flokks-
ins í skoðanakönnunum aukið veg
og virðingu forystunnar. Talið er þó
að Svavar Gestsson sé öruggur um
formennskuna en hótun VHborgar
Harðardóttur um að segja af sér
varaformennskunni mun enn
standa. Einar Karl Haraldsson er
orðinn ritstjóri Nordisk kontakt í
Stokkhólmi en mun gegna fram-
kvæmdastjórastöðu Alþýðubanda-
lagsins að mestu fram að lands-
fundi, með dyggri aðstoð skrifstofu-
manns flokksins en síðan hefur
Svavar og flokksforystan ákveðið
að leggja niður framkvæmdastjóra-
stöðuna og dreifa framkvæmda-
valdinu...
||
I lér kemur skemmtisaga úr
neytendaheiminum: Ungur bóndi
fyrir austan fjall þurfti nýlega að
fella tveggja ára gamlan bola, þar
sem skepnan hafði skaddast á fæti.
Sendi hann bola til Sláturfélags Suð-
urlands á Selfossi og seldi. Næsta
dag átti bóndi erindi til Selíoss og
leit þá við í sláturhúsinu til að for-
vitnast um fallþunga skrokksins,
þar sem skjóta átti bolann um morg-
uninn. Þegar bóndinn kom í slátur-
húsið rak hann hins vegar upp stór
augu, því að búið var að ganga frá
bola í neytendaumbúðir til að senda
í SS-verslanir í Reykjavík. Okkur
grunaði að lítið væri um nautakjöt á
markaðnum en að kjötverkun gengi
svona hratt fyrir sig vissum við ekki.
Ertu tæpur
fllMFERÐINNI *
án þess að vita það?
örvandi lyt og megrunarlyf
geta valdið þvi.
Lyf sem hafa áhrif á athyglisgáfu
og viöbragösflýti eru merkt meö
RAUÐUM VIÐVÖRUNAR-
ÞRÍHYRNINGI
yUJJTOB
HELGARPÚSTURINN 19