Helgarpósturinn - 29.08.1985, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 29.08.1985, Blaðsíða 9
Heimilismenn í Verndarhúsunum: Þeir vilja vinna traust samborgara sinna Á Skólavörðustíg 13, á öðru af tveimur heimilum Verndar, hitt- um við fyrir nokkra heimilis- menn. Þetta var að kvöldlagi og flestir þeirra komnir heim eftir vinnu. Sátu flestir í dagstofu, eða sjónvarpsherbergi og fylgdust með sjónvarpsdagskránni, en aðr- ir voru inni á herbergjum sínum. Helgarpósturinn tók tali tvo heimilismenn á Skólavörðustígn- um, þá Ragnar Halldórsson for- stöðumann og Alfreð Adolfsson, og að auki Einar Einarsson, sem er heimilisfastur á hinu heimili Verndar, Ránargötu 10. Þessir ungu menn voru tilbúnir að ræða reynslu sína af heimilum Verndar og svara spurningum er vaknað hafa í kjölfar mótmæla íbúa Teiga- hverfis við flutningi þessara og fleiri manna í nýtt hús Verndar að Laugateigi 19. Skólavörðustígur 13 er gamalt hús og úr sér gengið að mörgu leyti. Innan dyra er þó allt hið þrifalegasta, en húsmunir flestir fábreyttir, þótt sumir vistmenn sem hafa dvalið í lengri tíma hafi komið sér allvel fyrir á herbergj- um sínum. Blaðamanni Helgarpóstsins var boðið kaffi. Á kaffikrúsinni stóð: „Give what you have. — It may be better than you think.“ (Gefðu allt sem þú átt — það gæti verið betra en þú heldur.) Og uppi á vegg mátti sjá eftirfarandi heilræði: TODAY is the first day of the rest of your life (Dagurinn í dag er fyrsti dagurinn af þeim, sem eftir eru af ævinni). Einar Einarsson og Alfreð Adolfsson skjól- stæðingar Verndar snúa baki í myndavél- ina; þeir kváðu stór- yrtar umræður síðustu daga gera þá dálftið feimna við almenning. Á móti þeim situr Ragnar Halldórsson forstöðumaður heimila Verndar. „Við spillum ekki friði I Teigahverfinu## — Ragnar Hdidirsson, f«rstödumoður Ragnar Halldórsson, forstöðu- maður fyrir heimilum Verndar við Skólavörðustíg og Ránargötu, hef- ur aðsetur í fyrrnefnda húsnæð- inu. Þangað fluttist hann inn fyrir fjóru og hálfu ári; fyrst var hann einn af heimilismönnum, en eftir nokkurra missera dvöl tók hann við rekstrarstjórn heimilanna. „Það hefur ekki farið hjá því, að umræðan í fjölmiðlum og í bænum hefur haft áhrif á strákana hér," sagði Ragnar. „Þetta kemur við okkur alla. Sumir eru aðallega hissa, aðrir hafa orðið fyrir mikl- um vonbrigðum, því flestir okkar hlökkuðu mjög til að fara í hið nýja húsnæði við Laugateig. Fara í venjulegt íbúðarhverfi, í heimilis- legt og hlýlegt húsnæði. Ég veit satt að segja ekki hvers vegna um- ræðan hefur tekið þessa furðulegu stefnu. Sennilegast hefur fólk í Teigahverfi staðið í þeirri trú, að heimilismenn í húsum Verndar væru afbrotamenn, sem væru enn að taka út sinn dóm; þeir gerðu það bara í þessum húsum fanga- hjálparinnar Verndar en ekki inni í hefðbundnum fangelsum. Þetta er auðvitað alrangt, því allir heim- ilismenn eru frjálsir menn. Sumir þeirra hafa verið í fangelsum, en eru lausir, hafa tekið út sína refs- ingu, en aðrir hafa aldrei í fangelsi komið, heldur átt við erfiðleika að etja í áfengismálunum, eins og raunar fjölmennur hópur þjóðar- innar.“ Strangar reglur Ragnar Halldórsson sagðist halda að um það bil 70% þeirra, sem nú gistu Verndarheimilin, hefðu setið bak við rimla um lengri eða skemmri tíma. .„Flestir þessara manna fara í meðferð að lokinni afplánun og leita síðan skjóls í Verndarheimilunum, enda þurfa þessir menn styrk og stuðn- ing frá náunganum, hver öðrum, og myndu sennilega hrasa fljót- Iega ef þeir sætu einir sér í leigu- herbergjum úti í bæ. Hér eru allir í vinnu og það er algjört skilyrði, að menn séu edrú. Ef þeir detta, þá þýðir það brottvísun. Reglur húsanna eru mjög strangar og það vita heimilismenn og undirgang- ast þær, áður en þeir setjast hér að. Menn verða að vinna, vera edrú, mega ekki vera fjarverandi eftir miðnætti án Ieyfis, hér borða allir saman kvöldmat, hér eru sameig- inlegir fundir þar sem uppkomin mál eru krufin til mergjar, heim- sóknir eru engar nema með leyfi og algjörlega bannaðar eftir mið- nætti og hér borga menn 8 þúsund krónur á mánuði fyrir húsaskjól og fæði. Það er líka rétt að taka það fram, að áfengi er algjör bann- vara; menn eru gerðir brottrækir héðan hvort sem þeir smakka áfengi inni á heimilinu eða utan þess. Reynslan hefur einnig verið sú, að þegar menn detta í brenni- vínið, sem kemur stundum fyrir, þá forðast þeir heimilin og koma ekki nærri. Þeir vita að þeir hafa fyrirgert rétti sínum og hafa þá einnig vit á því að láta aðra í friði." „Menn stefna upp á við" Ragnar lagði á það áherslu, að þeir sem kæmu í hús Verndar, væru menn sem vildu gera eitt- hvað raunhæft í sínum málum. „Þeir sem eru ekki ákveðnir í því að hætta í ruglinu koma ekki hing- að. Þeir fara á Farsótt eða eitthvað annað. Hér eru menn að stefna upp á við, finna fast land undir báðum fótum, áður en næstu skref eru tekin í lífinu. Við teljum æski- legan dvalartíma hér 10—12 mán- uði. Þá eru menn búnir að ná átt- um og hafa fundið sér sinn fram- tíðarfarveg í lífinu," sagði Ragnar Halldórsson. „Margir strákanna hafa skoðað húsið við Laugateig og litist vel á það og umhverfið," sagði Ragnar. „Strákarnir hér eru vanir mótlæti í lífinu og þessar umræður liðna daga hafa, held ég, ekki dregið úr okkur kjarkinn; hafa ekki fært okkur af þeirri skoðun að við vilj- um gjarnan í Laugateigshúsið og sýna og sanna fyrir íbúum hverfis- ins og öðrum borgarbúum að við erum nýtir þjóðfélagsþegnar, sem vilja iifa í friði við aðra og sátt og samlyndi við nágranna sína. Það er mergurinn málsins. Við spillum ekki friði í Teigahverfinu, það full- yrði ég. Reynslan af heimilunum fram að þessu talar Iíka sínu máli. Þetta hefur gengið mjög vel og vandræðalaust fyrir sig og kvart- anir frá nágrönnum hér á Skóla- vörðustígnum og við Ránargötuna engar verið,“ sagði Ragnar Hall- dórsson. „Ekki verri en aðrir" — Alfreð Adolfsson, heimilismaður á Skólavörðustig „Við erum ekki verri menn en aðrir," sagði Alfreð Adolfsson, heimilismaður á Skólavörðustígn- um. „Hvers vegna þarf fólk alltaf að leita flísarinnar í auga náung- ans, en'líta framhjá bjálkanum í eigin auga? Hér eru menn að reyna að koma festu á líf sitt eftir misstig fyrri ára. Þeir hafa breytt um lífsháttu, hætt að drekka, slitið sambandi við sína gömlu drykkjufélaga og komið reglu á lífsmynstrið. Sumum tekst þetta mæta vel, en aðrir hrasa á leið sinni. Sú hrösun hefur þó ekki komið niður á andanum í Vernd- arhúsunum, því þá hverfa menn snarlega á braut og sumir þeirra fara þegar í áfengismeðferð. Það hefur verið deilt um æski- lega stærð heimiia af þessu tagi,“ sagði Alfreð. „Ég held samt að festan verði meiri eftir því sem hægt er að koma betri þ ónustu við. Og það er auðveldara eftir því sem einingin er stærri. Ég held því að svona 20 manna hús eins og hugsað er við Laugateiginn sé mjög heppleg stærð. Reynslan hef- ur sýnt að árangurinn er ívið betri hér á Skólavörðustígnum en á Ránargötunni, og það eru fleiri heimilismenn á fyrrnefnda staðn- um — tíu á móti sjö.“ „Munum vinna traust okkar nýju nagranna## — Einar Einarsson, heimilismaður á Rónargötu „Ég hef átt í erfiðleikum vegna áfengisneyslu minnar á síðustu árum eins og fleiri landsmenn, en fór í meðferð um síðustu áramót og hef síðan í apríl dvalið á heimili Verndar á Ránargötunni og líkað mjög vel,“ sagði Einar Einarsson. Hann sagði við sér hafa blasað húsnæðisleysi, þegar hann kom úr meðferð. „Ég átti möguleika á þvi að komast inn hjá vinum eða fjöl- skyldumeðlimum um stuttan tíma, en þegar mér bauðst dvöl í húsi Verndar, þá tók ég því boði fegins hendi og hef ekki séð eftir því eitt andartak, enda andinn góður og menn samstíga á sömu braut á leið til betra lífs.“ Einar sagðist áætla að dvelja á heimili Verndar fram að áramót- um, en leigja sér þá húsnæði úti i bæ. „Annars ætla ég að sjá til, því það er mikill styrkur af félags- skapnum. Menn ,,peppa“ hver annan upp, hjálpa hver öðrum. Þann tíma sem ég hef dvalið á Ránargötunni hefur lífið á þessu heimili eins og flestum öðrum gengið sinn rólega vanagang," sagði Einar Einarsson. „Samskipti við nágranna hafa verið algjör- lega vandræðalaus og við heilsum þeim að morgni á leið til vinnu, eins og nágrannar gera út um all- an bæ. Þetta er eins og hvert ann- að heimili." Einar Einarsson kvaðst ekki geta sagt til um það, hvers vegna þetta húsamál í Teigahverfinu hefði tekið þessa óvæntu stefnu. „Það er sennilegast þekkingar- leysi og misskilningur, sem þarna ræður mestu um,“ sagði hann. „Ætli fólk ímyndi sér ekki að á heimilunum séu eintómir síbrota- menn, á fullu í afbrotum og það sé fyllerí upp um alla veggi. Það er auðvitað fjarri öllum raunveru- leika, eins og ég lýsti áður. Hins vegar skil ég út af fyrir sig þessi viðbrögð, því það er ekki ný bóla að ákveðnir fordómar séu annars vegar hjá fólki, sem iítið fylgist með málum af þessu tagi og fær aðeins fregnir af þeim í fjölmiðlum — oft útblásnar og skekktar. Ég vil alls ekki lenda upp á kant við íbúa Teigahverfis né skattyrð- ast við þá og vona bara af heilum hug, að við fáum að flytjast þarna niður á Laugateig, þannig að við getum sannað gildi okkar og sýnt almenningi að við viljum vera og eru nýtir þjóðfélagsþegnar. Við erum ósköp venjulegir menn, mis- jafnlega breyskir eins og gengur og gerist. Þess vegna finnst mér að Vernd eigi að halda sínu striki og flytja starfsemina á Laugateiginn eins og áætlað hefur verið. Ég er óhræddur við vandræði, því þau verða engin, þegar til kemur. Sterkasti leikur okkar er að vinna traust okkar nýju nágranna í Teigahverfinu. Og það munum við gera,“ sagði Einar Einarsson. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.