Helgarpósturinn - 29.08.1985, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 29.08.1985, Blaðsíða 22
HELGARDAGSKRÁIN Föstudagur 30. ágúst 19.15 Á döfinni. Umsjónarmaður Kari Sig- tryggsson. 19.25 Taktu nú eftir, Simba. 19.50 Fróttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Skonrokk. 21.05 Heldri manna líf. (Aristocrats). Fimmti þáttur. 22.00 Maðurinn á þakinu. (Mannen pá taget). Sænsk bíómynd frá 1976. Lög- regluforingi er myrtur og Martin Back tekur þátt í leitinni að moröingjanum. Hann finnst á húsþaki þar sem hann reynist ekki auösóttur. Myndin er ekki viö hæfi barna. Þýöandi Jóhanna Þrá- insdóttir. 23.50 Fróttir í dagskrárlok. Laugardagur 31. ágúst 17.00 Íþróttir. 19.10 Hver er hræddur viö storkinn? 3. þáttur. 19.50 Fróttaágrip á táknmáli. 20.00 Fróttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Allt í hers höndum. Lokaþáttur. 20.05 Síöasti valsinn. (The Last Waltz). Bandarísk tónlistarmynd frá síðustu tónleikum hljómsveitarinnar „The • Band" ásamt Bob Dylan árið 1976. Ýmsir kunnir hljómlistarmenn tóku þátt í þessum kveöjutónleikum, svo sem Eric Clapton, Ringo Starr, Neil Diamondo.fi. 23.00 Fjölskyldubönd. (Le clan des Sicili- ens). Frönsk bíómynd frá 1970. Leik- stjóri: Henri Verneuil. Aðalhlutverk: Jean Gabin, Alain Delon, Lino Vent- ura og Irina Demick. Söguhetjan á aö baki rán og manndráp og hans bíður þyngsta refsing. Honum tekst að smjúga úr greipum lögreglunnar og tekur að undirbúa mikið skartgriparán með sikileyskum athafnamanni. Þýð- andi Pálmi Jóhannesson. 01.05 Dagskrárlok. Sunnudagur 1. september 18.00 Sunnudagshugvekja. 18.10 Blóa sumarið. Fjórði þáttur. 19.10 Hló. 19.50 Fróttaágrip ó táknmáli. 20.00 Fróttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskró. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.50 Á ystu nöf — Eggjataka í Bjarnar- ey. 21.40 Hitlersæskan. (Blut und Ehre). Loka- þáttur. 22.40 Samtímaskáldkonur. 5. Eeva-Liisa Manner. (Nordvision — Finnska sjónvarpið). 23.30 Dagskrárlok. 0 Fimmtudagur 29. ágúst 09.05 Morgunstund barnanna: ,,Glatt er í Glaumbæ" eftir Guðjón Sveinsson. 09.20 Leikfimi. 10.00 Fréttir. 1045 Málefni aldraöra. 11.00 ,,Ég man þó tíð" 11.30 Lótt tónlist. 12.20 Fróttir. 14.00 ,,Nú brosir nóttin", æviminningar Guðmundar Einarssonar. 14.30 Miödegistónleikar. 15.15 Af Austurlandi. 16.00 Fréttir. 16.20 Á frívaktinni. 17.00 Fróttir ó ensku. 17.05 Barnaútvarpið. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfróttir. Daglegt mál. 20.00 Leikrit: ,,Þegar stormurinn gnýr" eftir Raymond Briggs. 21.35 Gestir í útvarpssal. 22.05 Tónleikar. 22.15 Fréttir. 22.35 Draugagangur í björtu. 23.00 Kvöldstund í dúr og moll. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 30. ágúst 07.00 Fréttir. Morgunútvarpiö. 7.20 Leik- fimi. 07.55 Daglegt mál. 08.00 Fréttir. 09.00 Fréttir. 09.05 Morgunstund barnanna: ,,Glatt er í Glaumbæ" eftir Guðjón Sveinsson. 09.20 Leikfimi. 10.00 Fréttir. 10.45 ,,Það er svo margt að minnast á" 11.15 Morguntónleikar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fróttir. 14.00 ,,Nú brosir nóttin", æviminningar Guðmundar Einarssonar. 14.30 Miödegistónleikar. 15.15 Lótt lög. 15.40 Tónleikar. 16. CK) Fréttir. 16.20 Á sautjándu stundu. 17. Ö0 Fróttir ó ensku. 17.05 Barnaútvarpið. 17.35 Frá A til B. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfróttir. Daglegt mál. 19.55 Lög unga fólksins. 20.35 Kvöldvaka. 21.25 Fró tónskóldum. 22.00 Hestar. 22.15 Fróttir. 22.35 Úr blöndukútnum. 23.15 Frá hátíðartónleikum í Bayreuth í maí sl. 00.50 Dagskrárlok. Laugardagur 31. ágúst 07.00 Fréttir. Tónleikar. 7.20 Leikfimi. 07,55 Daglegt mál. 08.00 Fréttir. 09.00 Fréttir. 09.30 óskalög sjúklinga. 10.00 Fréttir. Óskalög sjúklinga, frh. 11.00 Drög að dagbók vikunnar. 12.20 Fróttir. 14.00 Inn og út um gluggann. 14.20 Listagrip. 15.20 ,,Fagurt galaði fuglinn sá" 16.00 Fréttir. 16.20 Síðdegistónleikar. 17.00 Fróttir ó ensku. 17.05 Helgarútvarp barnanna. Stjórn- andi: Vernharður Linnet. 17.50 Sfðdegis í garðinum. 19.00 Kvöldfróttir. 19.35 Þetta er þátturinn. 20.00 Harmoníkuþáttur. 20.30 Útilegumenn. 21.00 Kvöldtónleikar. 21.40 Er ástin snfkjuplanta? 22.15 Fréttir. 22.35 Náttfari. 23.35 Eldri dansarnir. 24.00 Fréttir. 00.05 Miönæturtónleikar. 00.55 Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 1. september 08.00 Morgunandakt. 08.10 Fréttir. 08.35 Lótt morgunlög. 09.00 Fréttir. 09.05 Morguntónleikar. 10.00 Fréttir. 10.25 Út og suður. Friðrik Páll Jónsson. 11.00 Messa í Hálskirkju í Fnjóskadal. Hádegistónleikar. 12.20 Fróttir. 13.30 Sagnaskáldið Þórir Bergsson. 14.30 Miödegistónleikar. 15.10 Milli fjalls og fjöru. 16.00 Fréttir. 16.20 Þættir úr sögu fslenskrar mál- hreinsunar. Helgi Gudmundsson sölustjóri hjá I. Pálmason Það sem maður hörfir á í sjónvarpinu eru fréttir, íþróttir og ef það eru góðar bíómyndir. Kannski horfir maður á þennan tónlistarþátt á laugar- daginn og ef Ómar Ragnarsson hefði verið með þáttinn um Bjarnarey þá hefði ég séð hann. I rás tvö heyrir maður aldrei nema á kvöldin og um helgar. Þeir eru ágætir þessir kvöldþættir þar og ef ég er ennþá vak- andi á föstudagskvöldið þá hef ég opið fyrir næturvaktina. Rásmarkið er ágætur þáttur; gaman að fá svona beinar fréttir af íþróttaleikjum. Nú umræðuþættir á rás tvö og reyndar allstaðar ráðast alveg af því hverjir gestirnir eru. Svo er það gamla gufuradíóið. Þar hlustar maður á morgunútvarpið og síðan ekkert nema fréttir í hádeginu og á kvöldin. Hef ekki opið fyrir útvarp í vinnunni enda skii ég ekki að maður myndi leggja eyrun mikið við. Ég skil reyndar ekki hvers fóik sem ekki nær rás tvö á að gjalda, það virðist vera búið að skipta þessu þannig upp að á rás eitt er helst að finna þyngri þætti bæði í tali og tónum. Og allt léttmetið á rás tvö. 17.00 Fróttir á ensku. 17.05 Sfödegistónleikar. 18.00 Bókaspjall. 18.15 Tónleikar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfróttir. 19.35 Tylftarþraut — Spurningaþáttur. 20.00 Sumarútvarp unga fólksins. 21.00 Islenskir einsöngvarar og kórar syngja. 21.30 Útvarpssagan: „Sultur" eftir Knut Hamsun. 22.00 ,,Ég sái Ijóði" 22.15 Fréttir. 22.35 íþróttaþáttur. 22.50 Djassþáttur. 23.35 Á sunnudagskvöldi. (24.00 Fréttir). 00.50 Dagskrárlok. Fimmtudagur 29. ágúst 10:00-12:00 Morgunþáttur. 14:00-15:00 Dægurflugur. 15:00-16:00 Ótroðnar slóðir. 16:00-17:00 Jazzþáttur. 17:00-18:00 Gullöldin. Þriggja mínútna fréttir sagðar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. 20:00-21:00 Vinsældalisti hlustenda rásar 2. 21:00-22:00 Gestagangur. 22:00-23:00 Rökkurtónar. 23:00-24:00 Kvöldsýn. Föstudagur 30. ágúst 10:00-12:00 Morgunþáttur. 14:00-16:00 Pósthólfið. 16:00-18:00 Lóttir sprettir. Þriggja mínútna fréttir sagðar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. 20:00-21:00 Lög og lausnir. 21.00-22:00 Bögur. 22:00-23:00 Á svörtu nótunum. 23:00-03:00 Nætu rvaktin. Rásirnar samtengdar að lokinni dag- skrá rásar 1. jff Laugardagur 31. ágúst 10:00-12:00 Morgunþáttur. 14:00-16:00 Viö rásmarkið. 16:00-17:00 Listapopp. 17.00-18:00 Hringboröiö. Hlé. 20:00-21:00 Línur. 21:00-22:00 Milli stríða. 22:00-23:00 Bárujárn. 23:00-00:00 Svifflugur. 00:00-03:00 Næturvaktin. Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rás- ar 1. Sunnudagur 1. september 13:30-15:00 KrYdd f tilveruna. 15:00-16:00 Dæmalaus veröld. 16:00-18:00 Vinsældalisti hlustenda rás- ar 2. ÚTVARP^^^ • • Ongvar messur... eftir Bjarna Harðarson SJÓNVARP eftir Sigmund Erni Rúnarsson Vinna, sjónvarp, svefn Ég veit það náttúrlega ekki en reikna samt með því að ég hafi ekki verið einn um að bölva Ríkisútvarpinu á sunnudagsmorg- uninn. Hvort sem allir hafa nú þorað að gera það upphátt. Þann klukkutíma sem einhver er á fótum fyrir hádegi á sunnu- degi sendir Skúlagatan okkur gamla upp- töku af messu úr einhverri kirkju úti á landi. Alla sunnudaga ársins og hefur gert langa lengi. A lúterska kirkjan ein að hafa aðgang að Ríkisút- varpinu? Œ7 Nú kynnu margir að segja að það væri nú gustuk að-leyfa svona eina messu í viku meðan langflestir liggja hvort eð er í bæl- inu eða dunda við sunnudagssteikina í ró- legheitum. Kirkjan er í hugum okkar flestra orðin einhverskonar þessháttar grey að okkur finnst ljótt að vera að amast við henni. Svo hlustar líka gamla fólkið (vesalings gamla fólkið). Hvað sem hæft er í því að gamla fólkið hlusti á messur eða að kirkjan sé of brjóst- umkennanleg til þess að eitthvað sé af henni tekið þá skiptir það bara engu máli. Ef kirkjan hefur áhuga á að koma sínum boðskap á framfæri og forráðamenn út- varpsstöðvar áhuga á að styðja hana í því verður hún að gera það á sómasamlegan hátt. Fyrir þá sem ennþá bera virðingu fyrir messum er það nánast móðgun við fyrirbærið að senda það hrátt og dautt í gegnum útvarpið. Það má vel vera að álitlegur hópur þjóð- arinnar skynji ennþá heilagleikann sem fylgir því að sækja messu, sjá kórinn syngja og prestinn tóna í fullum skrúða. Víst fer þeim fækkandi en athöfnin er óneitanlega hátíðleg. Enda þegja líka allir kirkjugestir og sitja kyrrir í sætum sínum. En hver nær þessum heilagleika í gegn- um útvarpstækið? Það vill til að stærstur hluti landsmanna lifir í einhverskonar fjöl- skyldu eða sambúð, þar sem helgarnar eru ekki haldnar mjög hátíðlegar, í eðlilegum skilningi þess orðs. Allra síst sunnudags- morgnar. Þeir sem ná þessum hátíðleika við viðtækið eru fyrir víst sjaldgæfir. Hér verður ekki lagt mat á það hvort lút- erska kirkjan eigi að hafa aðgang að út- varpinu frekar en sú kaþólska eða bara Al- þýðuflokkurinn. En ef hún hefur þann að- gang er ekki nema sjálfsagt að hún lagi sig að þeim fjölmiðli sem hún er að nota og vandi lítið eitt til efnisins sem frá henni kemur. Eða ætli einkastöðvarnar sætti sig vð hráar messuupptökur úr óþekktum kirkjum? Vinna, sjónvarp, svefn. Og matur þess á milli. Þetta virðist vera gangur lífsins ef maður reynir á annað borð að átta sig á þeim kröfum sem margir gera í rauninni til sjónvarps. Þessar kröfur eru sumpart fárán- legar, sumpart broslegar. Og sjálfsagt skilj- anlegar. Þær eru fáránlegar að því leyti hvað fóik virðist vera eigingjarnt á dagskrána. Það krefst þess að miðillinn a tarna sé alltaf að þess skapi. Það vill geta reitt sig á sjónvarp- ið. Því finnst eins og þetta tæki þarna úti í horni megi ekki bregðast sér. Þessar kröfur eru broslegar vegna þess að fólk er hætt að gera ráð fyrir öðru en það liggi flestar helgar og kvöld uppi í sóffa og glápi. Sjónvarpið er að verða jafn snar þáttur í lífi þess og svefn og matur. Það er að verða eitt af garantíunum. Ja, ætli ég horfi ekki bara á sjónvarpið! Menn eru alltaf að láta svona út úr sér, þó þeir séu sjálfsagt hættir að taka eftir því að þessi fullyrðing er orðin jafn hversdagsleg og þessi hérna í bítið á morgnana; „góðan- daginn-hvernig-hefurðu-ða“. Og þar sem sjónvarpsgláp er orðið eitt af garantíum lífsins er vonlegt að menn vilja fremur að það sé skemmtilegt en dapurt, uppbyggilegt en niðurdrepandi, fræða'ndi frekar en forheimskandi. Menn vilji að sjónvarpið sé svona sjuddiralli, sjadabb- ada. Því fólki finnst svo voðalega leiðinlegt að sitja kvöld eftir kvöld og kannski margar helgar í þokkabót fyrir framan kassann og hafa ekkert gaman af honum. Sitja samt allan tímann, horfa, góna, enda ekkert annað að gera. Engin leið að standa upp. Þetta getur verið svona. Það koma stund- um heilu mánuðirnir sem mönnum leiðist öll kvöld. Barasta betra að lygna aftur aug- unum en horfa framfyrir sig. Hugsa si svona; hvaða mynd ætli þeir skelli á skjá- inn í dagskrárlok? Kannski af Drangjökli, Dyrfjöllum...? Það er ekkert annað að gera. Altént betra að sitja hérna í sóffanum og láta sig dreyma um lokamyndina en lagfæra úti- hurðina. Dyrfjöllin... já? Maður er hvort eð er kominn í svoddan keng um þetta leyti kvölds, að erfitt er að hafa sig í eitthvað annað en að horfa. Á sjónvarpið; einasta áhugamálið. Að þeir hefðu nú bara haft svona þátt i kvöld sem mér hafa alltaf þótt svo sniðugir í stað- inn fyrir þetta ekkisens kjaftæði sem ég er búinn að vera að horfa á í hátt á aðra stund. Að þeir hefðu nú bara, bara í kvöld. .. 22 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.