Helgarpósturinn - 29.08.1985, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 29.08.1985, Blaðsíða 21
varpsráði, og verða því teknir til sýningar eftir því sem henta þykir. þar er m.a. að finna töluvert af ít- ölsku efni, sem ef að líkum lætur verður dreift á næsta eina og hálfa árið; 4 þættir um Mussolini, eftir dagbókum Cianos greifa; „Quo Vadis?" 8 þættir eftir sögu pólska Nóbelshöfundarins Henryk Sienkei- wicz og rómaðir þættir um Mafíuna á Sikiley, „La Piovra". Pá er að geta 6 þátta um síðustu daga Pompei, sem eru samvinnuverk Itala og Am- eríkana, og Sjónvarpið hefur tryggt sér sýningarrétt hjá IBM á „Cristo- foro Colombo“ sem fjallar eins og nafnið bendir til, um Kólumbus, sigl- ingar hans og landafundi. „A Planet for the Taking" er 8 þátta mynda- flokkur frá CBS, og fjallar um ýmis- legt á plánetu okkar með nýstárleg- um hætti, og loks eru tveir barna- þættir á dagskránni. Af öðrum þáttum sem samþykktir hafa verið í útvarpsráði má nefna „Return to Ederí\ sem er ástralskur, breska sakamálaflokkinn „Couer her Face" „History of Television“ sem er heimildarflokkur frá sama landi, og svo er einnig um „Sea of Faith". Af sömu tegund er þýski myndaflokkurinn „Die Deutsche in zweite Weltkrieg" en bandaríski framhaldsflokkurinn „The Winds of War", er hinsvegar byggður á skáld- sögu Herman Vok. Hvenær þessir þættir verða á dag- skrá er ekki hægt að segja til um með fullri vissu hér og nú. En vel á minnst; sýningum á „Dallas" lýkur um áramót, og ómögulegt að spá um framhald í þeim efnum. Hins vegar tekur þá við nýr framhalds- þáttur, „Hotel" sem ku ekki svipað- ur að gerð, en er hins vegar eins og „Dallas"; mældur í árum en ekki þáttum. ,,Hotel“ er gerður eftir handriti Arthur Haileys, þess sama og skrifaði ,,Roots“. Nýtt fólk og útboð Við erum komin langt fram yfir áramót í þessari upptalningu, en nemum staðar við þau tímamörk. Hrafn Gunnlaugsson tekur þá til starfa, og þó hann muni þegar far- inn að leggja línur, verður ekki haf- ist handa í alvöru í deild innlendrar framleiðslu fyrr en með fyrstu dög- um nýs árs. Og við hverju má búast? í fyrsta lagi verður starfsfólki fjölgað. Meðal annars færast þangað tveir dagskrárgerðarmenn, sem áð- ur hafa starfað í Frétta- og fræðslu- deild við gerð fræðsluefnis, sem hér eftir tiiheyrir innlendu framleiðsl- unni. Auk þeirra flytjast tvær „skriftur" úr fyrrnefndu deildinni yfir í þá síðarnefndu. Þetta táknar því að þættir af svipuðum toga og „Stiklur" eða „Heimsókn" heyra undir Hrafn og deild hans. Önnur stór breyting er ný staða aðila, sem kemur til með að annast f jármála- og rekstrarhlið deildarinn- ar, auk þess sem ráðið verður í stöðu ritara. Með þessu ætti tími deildar- stjóra að rýmka, sem gerir honum jafnframt kleift að sinna því sem honum er ætlað; dagskrárgerð og því sem að henni Iýtur. Hrafn ætlar sér breytingar, enda þekktur af öðru en lognmollu. Hins vegar er tæplega raunhæft að þær breytingar gangi í gegn á skemmri tíma en sem nemur tveimur, þremur árum. Til þess er áreiðanlegt að hann leitar liðsinnis fyrrum starfs- krafta Sjónvarps, sem hafa getið sér orð úti á hinum „frjálsa markaði“, enda Hrafn til þessa verið formaður Sambands kvikmyndaframieið- enda. Að öðrum ólöstuðum mætti nefna Egil Edvarðsson kvikmynda- gerðarmann og Snorri Þórisson kvikmyndatökumann. Auk þessa er búist við að Hrafn fari ekki troðnar slóðir, og gefi nýju fólki með ferskar hugmyndir möguleika á að starfa að einstökum verkefnum. Ljóst er að Hrafn hefur fullan hug á miklum fjölbreytileika í dagskrá. I þessu sambandi mun sú hugmynd hafa skotið upp kollinum, að leigja „stúdíó" Sjónvarpsins út; þar er all- ur nauðsynlegur tæknibúnaður fyr- ir hendi og starfsmenn með sér- þekkingu. Nýir þættir. . . Lítum svo á einstaka dagskrárliði, með skynsamlegum fyrirvara þó. Hrafn hefur áhuga á að ýta úr vör klukkustundar löngum þætti úr daglega lífinu og menningunni, sem yrði á dagskrá þrisvar í viku á eftir fréttum. „Gott kvöld!" er eitt af þeim heitum sem til greina koma á þátt- inn. Hann yrði sendur út frá öllum hugsanlegum stöðum, og í umsjá einskonar ritstjórnar. Það er eitt af markmiðum Hrafns, að leita meira út fyrir veggi stofnunarinnar, og nýta betur möguleika á beinni út- sendingu. Sjálfur hefur hann lýst yfir áhuga á þáttum úr íslenskri menningu, enda einn af stjórnarmeðlimum Bandalags íslenskra listamanna. Til greina koma heimildarmyndir um íslenska listamenn, ekki síður Bubba Morthens en Jón Nordal. Þá hefur Hrafn á stefnuskrá að búa til íslenskt Skonrokk, þátt sem ein- göngu inniheldur innient tónlistar- efni, og kvikmyndaþátt, þar sem meðal annars yrðu sýnd atriði úr þeim myndum, sem sýndar eru í bíóhúsum borgarinnar á hverjum tíma. Hrafn ku hafa fullan hug á að auka barna- og unglingaefni, og jafn- framt hefur hann áhuga á að byggja upp samvinnu meðal Norðurlanda- þjóðanna um einstök verkefni. Sjálf- ur segir hann: „Til þess að minn draumur verði að veruleika, að búa til góða dagskrá, þarf ég samvinnu við gott fólk.“ Að amerískum hætti. . . Ingvi Hrafn Jónsson tekur til starfa sem fréttastjóri Sjónvarps 1. nóvember, og vitað er að hann ætl- ar sér miklar breytingar á 30 mín- útna löngum fréttatíma, og miða þær fyrst og fremst að því að gera allan fréttaflutning hraðari, líflegri og persónulegri. Fyrirmyndina sæk- ir Ingvi Hrafn til Ameríku. Og menn efast ekkert um það, að Ingvi Hrafn stefnir að því, ásamt fréttamönnum Sjónvarps, að veUa t.a.m. kollegun- um á fréttastofu Útvarps harða sam- keppni. Sjálfur ætlar Ingvi Hrafn að taka virkan þátt í flutningi fréttanna á skjánum, ásamt ákveðnu fólki af fréttastofunni. Og ef allt gengur upp, tilheyrir það liðinni tíð að frétta- menn horfi upp og niður; á blað og í myndavél til skiptis. Með þar til gerðum „græjum" verður þeim gert kleift að horfa beint í myndavélina, — til áhorfandans. Og þetta hafa menn eflaust séð í útlöndum. Umræðuþættir og fréttatengdir þættir verða áfram í höndum frétta- stofu, en eitt af stórum áhugamálum Ingva Hrafns er að gera svokallaða „reportage" að veruleika, þ.e. film- aða fréttaskýringaþætti, 20 til 30 mínútur að lengd um mál ofarlega á baugi hverju sinni. Sem viðfangs- efni mætti til dæmis nefna átökin milli sauðf járbænda og SÍS eða hval- veiðistríðið. Til þess að gera vand- aða þætti af því tagi, eru vonir bundnar við að í framtíðinni geti menn ætlað sér viku eða hálfan mánuð til vinnslu þeirra. Fái Ingvi Hrafn óskir sínar upp- fylltar, verða tveir eða þrír menn ráðnir til viðbótar á fréttastofu. Auk þessa á eftir að fylla í stöður Ingólfs Hannessonar og Boga Ágústssonar. Þá er vitað að lngvi Hrafn vill hafa sérstakan stjórnmálafréttamann innan hópsins, sem jafnframt því að vera þingfréttaritari, fylgist glöggt með öllum pólitískum hræringum í landinu. Eins munu uppi hugmyndir um að Bogi fréttamaður Ágústsson verði meira á ferðinni í Evrópu, og leiti sérstaklega eftir málum sem tengj- ast okkur beint, í bland við fréttir dagsins frá Skandinavíu. Sigrún Stefúnsdóttir heldur innan tíðar til Bandaríkjanna, og mun hún verða virkur fréttamaður Sjónvarpsins þar. Þá eru jafnframt þessu kannaðir möguleikar á að þau tvö flytji fréttir sínar beint í gegnum gervihnetti. Það væri reyndar liður í því sem menn gera sér vonir um að verði að veruleika; beinar útsendingar það- an sem hlutirnir eru að gerast. Hvað sem öðru líður er ekki reiknað með að þær breytingar sem nú verður unnið að á fullu, birtist sjónvarpsáhorfendum fyrr en undir áramót. Áður mun Ingvi Hrafn halda vestur um haf og til Englands til þess að afla sér upplýsinga, og væntanlega hugmynda, hjá stöðv- um eins og CBS, ABC, ITV og BBC; Þannig að við bíðum bara eftir því að fréttamenn Sjónvarps álíti sig til- búna til að senda út fréttir að amer- ískri fyrirmynd, með pompi og prakt, með það að leiðarljósi að nýta sér til fulls þá tækni sem ein sjónvarpsstöð getur boðið uppá. HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.