Helgarpósturinn - 29.08.1985, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 29.08.1985, Blaðsíða 13
smiður í dónalegu HP-viðtali Á HEILANUM i bara við um skrokk hans og skegg, heldur komu meðal annars fram á hijómskífu því kynferðislegasta sem komið hefur á plast yrirmargra smekk. Það er vís og velþekkt staðreynd meðal þeirra sem vilja flokka sig í efri deild andans að alþýða manna hafi ekki. .. jú, hafi einmitt hundsvit á textagerð. Og aðeins einn hópur manna hefur svo minna vit á textagerð en þessi alþýða manna. Það eru textahöfundarnir sjálfir. Vitan- lega stimpla ég mig þar sem undantekningu. Og svo ég haldi áfram í fullyrðingastílnum, þá eru aðeins til tvær tegundir textahöfunda: Þeir sem yrkja lélega texta af því að fjöldinn er svo heimskur. Og þeir sem yrkja lélega texta af því að þeir sjálfir eru svo heimskir.. — Og enn ert þú undantekningin? „Einmitt, enda léti ég ekki þetta sem ég var að segja áðan út úr mér ef ég væri ekki ennþá und- antekningin. Ég er ekki gefinn fyrir það að mata fólk á stöðluðum frösum, fræða það um göfgi, ágæti og sakleysi platónskrar ástar; þessa hug- lægu ást.“ Efnistökin aðalatriði, ekki yrkisefnið — Hvað viltu þá kalla þessa textagerd þína? „Ef ég er nauðbeygður til að draga hana í dilk, þá vil ég einfaldlega kalla hana góða. Að vísu, eftir þessari plötu minni að dæma virðist ég vera með kynlíf á heilanum. En svo er þó ekki, því miður. Ég er að leika mér að orðum. Ég fer oft í orðaleiki við sjálfan mig. Orð eru mér kveikja hugsana, ekki öfugt. Og klámið já: Sjáðu, það skiptir í rauninni engu máli um hvað maður yrk- ir heldur hvernig maður yrkir. Það er regin- klímax málsins. Það sem skiptir máli eru efnis- tökin, ekki yrkisefnið. Það er hægt að fá stór- góða hugmynd og klúðra henni með fáfræði og klunnaskap, og það er hægt að gera snilldarverk úr jafn ömurlegum efniviði og Islandi, ræsisrott- um og hrútspungum. Og hvað frumleika við kemur, þá birtist hann ekki í efnisvali, heldur efnistökum. Annars má geta þess í framhjáhaldi að ég gaf út þessa plötu í þeirri einlægu von að hún yrði bönnuð. Ég hef nefnilega ekki efni á auglýsing- um. “ — En hvað? Voru textar plötunnar ekki teknir jafn dónalega og til var œtlast? Allt til einskis ort! „Nei, nei, eins og ég segi: Ég er ánægður með viðtökurnar. Ég er mjög jákvæður í garð þeirrar neikvæðni sem fólk hefur sýnt henni. Það vant- ar aðeins eitt á: Siðgæðiseftirlit ríkisins hefur ekki heyrt hana. En það fólk sem hefur heyrt hana á annað borð, hefur líka fyllst mikilli ör- væntingu um framtíð íslensku þjóðarinnar í kynferðismálum. En hvað? Er það mér að kenna? Nei, ég er aldrei neitt klúr í þessum text- un. Þetta eru bara orðaleikir. Og það er sjálft fólkið sem getur dónalega í eyðurnar." — Hefur amma þín gert það? „Vitaskuld, pabbi er afleiðing þess athæfis.. .“ — Ég átti nú við hvort hún hefði fyllt dónalega í eyður texta þinna eins og þú segir annað fólk hafa gert? „Nei, hún kemur aðeins auga á klámið innan gæsalappa og ætti það að vera nægur vitnis- burður um innræti hennar. En æ bara, ég veit ekki hvað þetta á að þýða. Ef ég til dæmis segist ætla upp í sveit og fá mér fjárdrátt, þá get ég lítið gert að því þó rosknar, himinprúðar og blæ- vængja frúr hrynji niður úr hjartaslögum." Allt kvikt læst inni þegar ég birtist — En hreinlega Sverrir. Ertu ekki með kynlífið á heilanum? Svaraðu nú heiðarlega! „Jú, auðvitað. Þú áttir bara ekki að spyrja að þessu.“ — Hvernig finnst þér að vera svona? „Þetta er ákaflega þægileg tilfinning. Og fær fullnægingu í framkvæmd. Annars finnst mér furðulegt hvað mönnum er tíðrætt um pervisma texta minna. Sá málari er ekki til sem ekki hefur dregið upp myndir af berum kvenmannskropp- um í hinum skrautlegustu stellingum. Og hvað segja menn við því? Jú, harla gott eins og Guð forðum. En þegar menn gerast svo djarfir að ýja að þessum hlutum, þ.e.a.s. kvenmannskroppum í skrifuðum texta, þá fyllast menn heilagri bræði. Og hrópa klárn." — Ergó? „Mönnum leyfist að festa kynlíf á léreft, iðka það, tala um það hljóðlega, en ekki syngja um það. Þetta er allt og sumt.“ — Hvað finnst þér fólki finnast um þig eftir út- komu þessarar plötu og þá einkanlega text- anna? „Það hefur valdið mér miklum sárindum að engin vesturbæjarhúsmóðir hafi slegið mig með handveski sínu á förnum vegi. Og að ekkert þingmannsefni á við Árna Johnsen hafi sparkað í hreðjar mér á öldurhúsi. Ég verð bara að taka því. En kannski ertu í rauninni að spyrja mig að öðrum hlut; pískrinu. Ég veit það ekki, en ég hef samt orðið var við það á kunningjaheimilum að kettir og raunar ailt annað kvikt hafi verið læst inni í herbergjum á meðan á nærveru minni hef- ur staðið. Og kvenbúpeningurinn tafarlaust rek- inn fram í uppvaskið. Ég er ekki að ljúga. Þetta er hreina satt.“ Fjörgamlir frakkaklæddir Miklatúnsmeiníakar — Ertu að segja mér að vinir þínir séu farnir að líta á þig sem sex-meiníak? „Já, ég er farinn að renna í það grun. En þessir kunningjar mínir hafa svo líka uppgötvað ný- lega áráttu mína til afþurrkunar búsáhalda. Sem sé, ég á eftir inn í eldhús! Veistu; ég lit á allan kvenpening sem fyrirtaks reiðufé.. — Nei, hœttu nú alveg! „Nei.“ — Þú œtlar hvergi að gefa eftir í því tvírœða? „Mér finnst engin ástæða til þess. Ég er svona." — En þetta eldist nú af þér, heldurðu það ekki? „Það er vísindalega sannað að það gerist. Karlmenn missa meirihluta náttúrunnar um fer- tugt. Þó eru til undantekningar á því sviði sem jaðra hreinlega við meirihlutann. Þ.e.a.s. þessir fjörgömlu frakkaklæddu Miklatúnsmeiníakar. Kannski næsta viðtal verði tekið við mig á svo- leiðis stað.“ — En hvað œtlar pervertinn að gera þangað til? „Fyrir það fyrsta hef ég í hyggju að senda frá mér þrjátíu og fimm laga döbbelalbúm fyrir næstu jól. . — Oghvorum megin beltisstaðar verða textar þess? „Svei mér þá, ég er eins og lúsin. Ég held ég færi mig frá skapahárunum upp í handarkrika. Þetta verður sem sagt miklu meira kitlandi plata en kynferðisleg." • — Er dóninn þá loks að dala? „Ekki frekar en húmor táknar afsal allrar al- vöru, eins og Tómas orðaði það, þá táknar þessi upplyfting mín (upp í handarkrika) hvorki kyn- hvatar- né ferskleikaslit." — Ja, hérna! „Ég meina; auðvitað verð ég alltaf eðlilega óeðlilegur, eðli mínu samkvæmt." — Ánœgður? „.. .með það og lífið almennt meinarðu? Ja, ef ég á að svara þessu verð ég að ganga í gamlan þankagang minn, svolítið hátíðlegan að vísu en engu að síður góðan, finnst mér: Óljós draumur djúpt í hvers manns geði drífur áfram lífið fœrt í hlekki. Vonin eftir varanlegri gleði er varanleg, en það er gleðin ekki. Óvœnt kœti getur fangað margan mann sem bœði er vonsvikinn og gramur. Hamingjan er fólgin í að gleyma hvað maður er óhamingjusamur."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.