Helgarpósturinn - 29.08.1985, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 29.08.1985, Blaðsíða 20
 af dagskrá og væntanlegum breytin Það eru sveiflur innan vegaja Siónvarpsins, þó enn nafi pær tæplega náð upp á yfirborðið nema í formi handa- banda og fundahalda nýráðinna deildar- stjóra með starfsmönn- um. Þaðan af síður hafa nýjar hugmyndir fengið vænpi til að svífa fram a skjái landsmanna. En þess er að vænta, og fyrr en seinna. Það fer ekkert milli mála, að Sjón- varpið ætlar að beita sér til fullnustu í þeirri hörðu samkeppni sem breyttir tímar aoða. Og hvað hefur það í för með sér? Vio leitumst við að svara spurning- unni í þvi sem á eftir fer. Hvað skipulag snertir, aðallega þetta: Lista- og skemmtideild og Frétta- og frœdsludeild heyra nú sögunni til. Emil Björnsson lætur af störfum sem deildarstjóri þeirrar síðarnefndu. Hinrik Bjarnason deildarstjóri þeirrar fyrrnefndu, dregur pappíra sína fram úr hilium, og flytur sig í annan enda stofnunar- innar, um leið og hann tekur við embætti deildarstjóra Innkaupa- og markaösdeildar um mánaðamótin. Með honum flytja sig um set Gud- mundur Ingi Kristjánsson aðstoðar- 20 HELGARPÓSTURINN deildarstjóri, Laufey Guöjónsdóttir dagskrárfulltrúi, svo og ritari. Ur tveimur fyrstnefndu deildun- um spretta því þrjár: Innkaupa- og markaösdeild, Innlend framleiöslu- deild og Fréttastofa. Ljóst er að Ingvi Hrafn Jónsson nýráðinn frétta- stjóri hefur ákveðnar hugmyndir um breytingar á fréttatíma Sjón- 'varps. Upp úr áramótum má vænta þess að handbragðs Hrafns Gunn- laugssonar deiidarstjóra Innlendu framleiðsludeildarinnar fari að gæta, og með tilkomu Innkaupa- og markaðsdeildar verður að líkindum stigið tímamótaskref í sögu stofnun- arinnar. Sjónvarpið opnar myndbandaleigu Auk þess sem deildin hefur veg og vanda af öflun erlends efnis til sýn- ingar í sjónvarpi, stendur nú meðal annars til að hleypa myndbanda- leigu af stokkunum. Er ráðgert að hún opni um næstu áramót. Þar verður á boðstólum hluti þess efnis sem Sjónvarpið sýnir, erlent sem innlent. Ekki síst er litið á þessa þjónustu sem æskilega við ýmsar stofnanir í landinu, svo sem menntastofnanir, auk þess sem ætla má að atvinnuvegirnir, áhafnir skipa og einstaklingar njóti góðs af nýbreytninni. En áður en lengra er haldið skul- um við líta á helstu liði innlendrar dagskrár Sjónvarpsins fram að ára- mótum, sem nú eru ljósar, og gætu þá hugsanlega orðið til á mynd- böndum þegar þar að kemur. Vetr- ardagskrá hefst um miðjan október. Kennir þar ýmissa grasa og nokk- urra breytinga, en um áramót slepp- ir Hinrik Bjarnason að fullu hendi af gerð innlendrar dagskrár. Hæst ber framhaldsþætti Eddu Björgvinsdóttur og Helgu Thorberg. „Fastir liöir" heita þessir leiknu, hálftíma skemmtiþættir, og verða á dagskrá sex laugardaga í röð frá 19. október. Bryddað verður upp á þeirri nýjung að endursýna þættina næsta sunnudag á eftir hverri sýn- ingu, og það sama gildir raunar um innlent efni; fljótlega eftir frumsýn- ingu má gera ráð fyrir endursýn- ingu þar sem menn hafa tæplega tíma til að fylgjast með öllu sem ger- ist á skjánum, Gísli Rúnar Jónsson leikstýrir „Föstum liðum", en með aðalhlutverk fara Jóhann Siguröar- son, Ragnheiöur Steinþórsdóttir, Júlíus Brjánsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Arnar Jónsson og Hrönn Steingrímsdóttir. „Nostalgia" og „Bleikar slaufur" Að öðru sérlega bitastæðu má nefna minningardagskrá um Kjar- val, sem Þrándur Thoroddsen og Hrafnhildur Schram hafa unnið að. Myndin verður í svipuðum dúr og þær um Ásgrím Jónsson og Nínu Tryggvadóttur. Hún verður væntan- lega sýnd að loknum hátíðarhöld- um í tilefni afmælis Kjarvals, í kring- um 20. október. Þá hefur Sjónvarpið keypt mynd af íslenskum framleið- endum um Tryggva Ólafsson mynd- listarmann í Kaupmannahöfn. Bald- ur Hrafnkell Jónsson kvikmynda- tökumaður gerði myndina. í sumar hafði Sveinbjörn I. Bald- vinsson umsjón með gerð þáttar, sem heitir „Tarkovský á íslandi", og spjallaði m.a. við leikstjórann um lífshlaup hans og feril. Er áætlað að sýna þessa heimildarmynd á mánu- dagskvöldi, og í kjölfarið fylgir svo hvorki meira né minna en „Nostal- gia" nýja mynd leikstjórans. Og fyrst við erum að tala um Svein- björn I. Baldvinsson, má geta þess að Glugginn verður sennilega á dag- skrá fram að áramótum, hins vegar er óvíst hverjir verða umsjónar- menn þáttarins. I byrjun nóvember er vonast til að unnt verði að frumflytja sinfóníu- verk eftir Messíönu Þóröardóttur, sem sérstaklega var samið fyrir Sjónvarpið í tilefni tónlistarárs Evr- ópu 1985. Af öðru tónlistarefni má nefna síðasta þáttinn í þáttaröð ís- lensku hljómsveitarinnar; á dagskrá innan skamms nú á haustmánuð- um. Jólaleikrit Sjónvarpsins að þessu sinni verður „Bleikar slaufur" eftir Steinunni Siguröardóttur, leikstýrt af Siguröi Pálssyni. Með aðalhlut- verk fara Guölaug María Bjarna- dóttir, Harald G. Haralds, Eggert Þorleifsson og Edda Björgvinsdóttir. 5 íslenskar bíómyndir og meira barnaefni Sannarlega hefur verið gert átak í samningsgerð um kaup á íslensk- um, leiknum kvikmyndum. Fimm slíkar verða sýndar á skjánum, sú fyrsta, „Land og synir" um jólin. Hinar myndirnar eru „Hvítir máv- ar“ „Meö allt á hreinu" og „Nickel- mountain" og loks „Jón Oddur og Jón Bjarni". Gera menn sér vonir um að Sjónvarpið verði myndarleg- ur þátttakandi á þessu sviði í fram- tíðinni. Útsendingartími barnaefnis verð- ur stórlega aukinn, og ekki ósenni- legt að nú vænkist hagur Strympu með tilkomu dagskrárfulltrúa sem sinnir barnaefni í fullu starfi, Sigríö- ar Rögnu Siguröardóttur. „Stundin okkar" verður stytt — sem er nú reyndar ekki í fullu sam- ræmi við fyrri yfirlýsingu — en bíð- um hæg; þess í stað verður barna- og unglingaefni sýnt á hverjum virkum dejgi á milli klukkan 19:00 og 19:50. I „Stundinni okkar", sem verður 25—30 mínútur að lengd, verður því eingöngu innlent efni, m.a. léttir, leiknir framhaldsþættir eftir Þorstein Marelsson. Og þá erum við komin að erlend- um framhaldsþáttum. Að loknum þýska þættinum „Blut und Ehre“ hefjast sýningar á „Spyship" frá BBC. Þetta er spennuþáttur og fjall- ar um togarahvarf á norðurslóðum, og verður á dagskrá sex sunnudags- kvöld í röð. Um miðjan október er vonast til að unnt verði að sýna ítalskan fram- haldsþátt um Verdi, ævi hans og verk, þar sem margir af bestu söngvurum heims koma fram. Næstu spennuþættir á þriðjudags- kvöldum verða „The Glory Boys" og „Shroud for a Nightingale". Fyrri þáttaröðin í 3 hlutum en sú síðari er 5 þættir, og hafa þeir notið mikilla vinsælda þar sem þeir hafa verið sýndir. Samþykkt hefur verið að sýna hóflegar spennuseríur tvisvar í viku, annars vegar á þriðjudögum, hins vegar á föstudögum. Frá og með 18. október guðar því gamall kunningi á skjáinn á föstudags- kvöldum, „Derrick" og verður þar 15 sömu kvöld á eftir. „Dallas" hætfir — „Hotel" í staðinn Þegar líður á haustið verður svo væntanlega byrjað að sýna vinsæla, ameríska þætti; unglingaþáttinn „Fame" og gamanmyndaþáttinn „Cheers". Þá skal getið annarra þátta, sem þegar hafa verið samþykktir í út-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.