Helgarpósturinn - 03.10.1985, Blaðsíða 20
— má hann slá sjálfan sig eða neyðist hann til að
leita til kollega sinna í því augnamiði?
— Helgarpósturinn athugar hvernig bankavið-
skiptum sjálfra bankastarfsmannanna er háttað
■■■■■■ eftir Sigmund Erni Rúnorsson myndir Jim Smort teikning Björgvin Ólafsson
Bankastjórum er ekki leyfilegt að
slá sjálfa sig, þegar um lán er að
ræða. Þeir verða að leita tii kollega
sinna í dýpstu stólum hinna bank-
anna sex ef þeir vilja á annað borð
víxil ellegar verða sér úti um lán.
Þetta á jafnframt við um alla aðstoð-
arbankastjóra og útibússtjóra. Og
þetta mun ekki breytast í bráð.
Astæðan: Aratugagömul lög sem
ríkisbankarnir settu sér og einka-
bankarnir tóku síðan upp eftir þeim.
Hið sama hefur reyndar gilt um alla
aimenna bankastarfsmenn fram að
þessu. Það er undarlegt, en stað-
reynd engu að síður, að þegar mað-
ur hættir á hárgreiðslustofunni og
hyggst gerast starfsmaður Útvegs-
bankans — og hefur allt til þessa
skipt við hann — verður maður að
gjöra svo vel og leita á náðir annarra
lánardrottna. Allt lánstraustið sem
maður var búinn að byggja upp hjá
Útvegsbanka með áralöngum og
öruggum viðskiptum, verður að
engu, einfaldlega vegna þess að
maður er farinn að vinna þar!
FORSENDA GÖMLU
LAGANNA
Hvers vegna?
Jú, það var nefnilega svo á fyrri
hluta aldarinnar — á meðan bank-
arnir voru ennþá fáir og fámannaðir
og kerfi þeirra ungt og einfalt — að
upplýsingastreymið á milli þeirra
var ekki beysnara en svo að lántök-
ur voru varla bókfærðar fyrr en
mörgum dögum eftir að þær fóru
fram. MeQal annars af þeim sökum
var erfitt að fylgjast með lántökum
starfsmanna í eigin bönkum sem þá
voru leyfilegar. Starfsmenn gátu
jafnvel slegið sér smálán í fáeina
daga án þess að upp um athæfið
kæmist og vextir væru borgaðir af
þeim. En það var þó ekki einvörð-
ungu vegna þessa sem ríkisbank-
arnir skeyttu því við lögin sín á sín-
um tíma að starfsmönnum þeirra
bæri að leita út fyrir vinnustaðinn í
lánaleit. Það fyrirkomulag var og
hreinlegra að mati manna; kom í veg
fyrir tortryggni almennings í garð
bankastarfseminnar í landinu og
síðast en ekki síst: útilokaði þau
neyðarlegu augnablik þegar banka-
stjórinn útvegar eigin starfsmanni
(og jafnframt kannski góðvini) pen-
inga að láni og spyr hvað hann vanti
mikið...
VELKOMNARI í EINN
BANKA ÖÐRUM
FREMUR
Þessi lög eða hefð — allt eftir því
við hvaða banka er átt — eru enn í
heiðri höfð. Og samkvæmt því sem
bankamenn segja hefur aldrei verið
vikið út frá þeim. Þetta er eitt hið
allra fyrsta sem nýr starfsmaður
færi að vita þegar hann hefur
ákveðið að sækja um bankastarf.
Honum er vinsamlega bent á að
skipta við annan banka og maður
spyr náttúrlega í því sambandi: A
hvaða keppinaut er honum þá helst
vísað? Oftar en ekki hefur sá orð-
rómur verið uppi á meðal almennra
bankastarfsmanna að einhverskon-
ar baksamningar séu í gangi milli
banka að þessu leyti: Nýjum starfs-
mönnum sé frekar bent á einn
banka en annan. Starfsmaður Bún-
aðarbanka sé velkomnari í Lands-
banka og öfugt en til dæmis í Versl-
unarbankann. Nokkrir viðmælenda
blaðsins úr bankageiranum sögðust
þannig sjá ríka tiihneigingu hjá rík-
isbönkunum að vísa hver á annan,
einnig að starfsmenn Iðnaðarbank-
ans og Verslunarbankans væru
gjarnan í viðskiptum hver hjá
öðrum. Þeir bankastjórar sem HP
ræddi við vildu hinsvegar ekkert
20 HELGARPÓSTURINN
kannast við svona baksamninga.
Tveir þeirra leyndu því hinsvegar
ekki að sjálfsagt væri það svo að
margir úr hópi hinna reyndari
bankamanna ættu mun auðveldara
með að verða sér úti um lán í
bönkum kollega sinna en hinn
almenni þjóðfélagsþegn. Þetta
kæmi einfaldlega til af því að menn
kynntust það vel innbyrðis í starfinu
að óhjákvæmilegt væri að það
kæmi fram í lánveitingum. Þetta
ætti til dæmis við um þá sjálfa,
bankastjórana — en einnig undir-
menn þeirra, deildarstjóra og aðra
þá sem væru búnir að vinna sér gott
orð í bankaheiminum.
HAGSTÆÐ LÁN -
ÓBEIN LAUNAHÆKKUN
„Það er ekki hægt að komast hjá
svona löguðu. Við búum í fámennu
kunningjaþjóðfélagi þar sem vin-
skapur er virtur mikils í viðskiptum.
Ég er samt ekki að segja með þessu
að bankamenn ofnoti sér innbyrðis
kunningsskap og gangi óhindrað
hver í annars sjóði heldur tel ég að
menn fari hér þvert á móti mjög var-
lega. Þetta eru líka þeir menn sem
vita manna best að lánsfé liggur
ekki á lausu.“ Þetta segir einn ríkis-
bankastjóri við HP. Sá hinn sami, og
reyndar allir aðrir bankastjórar sem
HP leitaði til, vildi aftur á móti ekki
kannast við réttmæti þeirrar full-
Stefán Pálsson, bankastjóri Búnað-
arbankans.
„Ég hef bara aldrei þurft á láni að halda
í minni bankastjóratíð."
— En hvert myndirðu leita þegar og ef
þig vantar lán?
„Ég hef ekkert hugsað út í það."
— Telurðu þig eiga góða möguleika á
láni?
„Já, það tel ég. Ég get ímyndað mér
það."
— Betri en gengur og gerist?
, Ja, nú veit ég ekki. Ég held að margir
eigi greiðan aðgang að bankalánum, sér-
staklega þeir sem hafa haft góð viðskipti
við banka."
— Heldurðu að bankamenn almennt
eigi greiðari aðgang að bankalánum en
hinn almenni þjóðfélagsþegn?
„Ekkert lakari..."
— En nú eru þetta jafnan kollegar sem
eru að semja sín í milli. Hefur það ekki
þau áhrif að bankamenn eiga meiri
möguleika á láni en aðrir landsmenn?
„Það má vel vera. Ég fullyrði ekkert um
það."
yröingar fyrrverandi bankamanns
að til skamms tíma hefði það tíðkast
að hækka laun afburðabanka-
manna með þeim óbeina hætti að
útvega þeim hagstæðari lán en al-
mennt tíðkast. „Þessi fullyrðing
stenst bara engan veginn. Allir
bankarnir notfæra sér þjónustu
Reiknistofu bankanna þar sem
svona nokkuð kæmi í ljós sam-
dægurs og reynt væri,“ sagði einn
þessara bankastjóra og svaraði því
jafnframt til, þegar hann var spurð-
ur hvort þetta hefði getað gerst fyrir
tíma Reiknistofunnar, að það gæti
hann bara ekkert sagt til um þar
sem hann væri ekki búinn að sitja
svo lengi í embættinu.
Hvað sem þessum vangaveltum
líður, er ljóst að töluverð fríðindi fel-
ast í því að eiga auðveldari aðgang
að lánum en almennt gerist, með
því einu að vera yfirmaður í banka.
Hvað undirmönnum bankanna við-
víkur og hugsanlegum fríðindum
þeirra er hægt að upplýsa að allir
bankamenn — jafnt háir sem lágir
— fá ókeypis ávísanahefti. Það er
hreint ekki svo lítil sárabót: Tékk-
heftin eru að verða með dýrari
pokket-bókum!
BREYTING Á BANKA-
VIÐSKIPTUM BANKA-
MANNA
Samband íslenskra bankamanna
hefur um árabil beitt sér fyrir því að
Björgvin Vilmundarson, bankastjóri
Landsbankans.
„Ég skipti við minn banka, Landsbank-
ann að sjálfsögðu."
— En máttu það?
,Ja, allt nema að skulda. Og hér skulda
ég ekkert."
— En hvert ferðu ef þú þarft að skulda?
„Þá leita ég út fyrir Landsbankann..."
— Geturðu staðsett það nánar?
„Síðast þegar mig vantaði lán, leitaði
ég til Búnaðarbankans."
— Hringdirðu eða fórstu á biðstofuna?
„Ég hringdi nú bara."
— Og fékkstu fyrirgreiðslu?
,Já."
- Góða?
„Látum það liggja milli hluta."
starfsmenn bankanna geti á ný farið
að skipta við þá banka sem þeir
vinna við í stað þess að þurfa að leita
annað. „Við teljum þetta vera nán-
ast mannréttindabrot. Maður er
kannski búinn að byggja upp gúdd-
vill við ákveðinn banka í ein tuttugu
ár en stendur svo frammi fyrir því
að glopra honum niður af því mann
langar að fara að vinna hjá við-
komandi stofnun. Þetta er ekkert
annað en óbein persónuskerðing,"
segir einn frammámanna í SIB.
Reyndar er augljóst að þessi
lög/hefð eru fyrir margt löngu
orðin úrelt, af þeirri einföldu ástæðu
að lántökur eru núorðið bókfærðar
samdægurs og þannig ekki lengur
minnsti möguleiki að misnota kerf-
ið. Það fór líka svo að í nýjum lögum
um viðskiptabanka sem taka gildi
um næstu áramót var sérstök grein
samin um það að hinum almennu
bankastarfsmönnum verði á ný leyft
að taka lán hjá eigin stofnun. Grein-
in er á þessa leið: „Bankastjórar, að-
stoðarbankastjórar og skoðunar-
menn mega ekki vera skuldugir
þeim banka sem þeir starfa við,
hvorki sem aðalskuldarar né
ábyrgðarmenn annarra. Hið sama
gildir um maka þeirra. Að öðru leyti
fer um viðskipti starfsmanna við
bankann eftir reglum sem bankaráð
setur að fengnum tillögum banka-
stjórnar. Bankaráðsmenn, vara-
menn þeirra, skoðunarmenn og
aðrir starfsmenn mega ekki koma
Kristján Oddsson, bankastjóri Versl-
unarbankans.
„Ég leita til kollega minna þegar mig
vantar lán."
— Leitarðu til eins banka öðrum frem-
ur (þeim tilgangi?
„Nei, það geri ég ekki. Og reyndar held
ég að svo sé um aðra bankastjóra líka. Við
þekkjumst mjög vel innbyrðis og höfum
því ekki ástæðu til að leita alltaf til sama
aðila, ef okkur vantar lán. Annars hef ég nú
verið svo heppinn á undanförnum árum
að hafa ekki þurft á neinum lánum að
halda. Það er til dæmis langt siðan ég
stóð f minum húsbyggingum."
— Þykja þetta ekki neyðarlegar kring-
umstæður þegar bankastjóri biður
bankastjóra um lán?
„Jú, ég er ekki (nokkrum vafa um það.
Það er alltaf erfitt að þiðja þann sem mað-
ur þekkir um lán, því alltaf er nú reynt að
hafa það sem mottó að viðskiptalegar
forsendur ráði lánveitingum en ekki
kunningsskapur."
fram sem umboðsaðilar annarra
gagnvart bankastjórn."
BREYTINGIN
AUÐVELDAR
BANKAMÖNNUM
LÁNTÖKU!
Það sem breytist við gildistöku
þessara nýju laga frá því sem áður
var, að því er varðar bankaviðskipti
bankamanna, er í meginatriðum
fernt: Hinn almenni bankamaður má
framvegis taka lán í eigin banka eftir
reglum sem bankaráð setur. Hið
sama gildir eftirleiðis um banka-
ráðsmenn en þeir máttu ekki áður
taka lán hjá þeim banka sem þeir
störfuðu fyrir. Makar bankastjóra,
aðstoðarbankastjóra og endurskoð-
enda banka mega hér eftir ekki vera
skuldugir viðkomandi banka en
máttu það áður. Og að síðustu, þeir
aðilar sem nýju lögin meina lántöku
í eigin banka, mega ekki heldur
vera ábyrgðarmenn annarra við
lánafyrirgreiðslu í bankanum, en
svo mátti áður fyrr.
Þessa breytingu á lögum um
bankaviðskipti bankamanna telja
allir þeir aðilar sem HP leitaði til
vegna þessarar greinar, vera af hinu
góða. Það verði beggja hagur að al-
mennir starfsmenn megi eftirleiðis
taka lán hjá eigin bönkum. Það rök-
styðja bankastjórar og undirmenn
þeirra með eftirfarandi hætti: Hagur
Ragnar önundarson, bankastjóri
lönaðarbankans.
„Menn verða nú bara að leita til sinna
elskulegu keppinauta séu þeir að vonast
eftir víxlum eða láni. Þetta á við um mig
eins og aðra bankastjóra."
— Er auðvelt fyrir bankastjóra að fá lán
hjá bankastjórum?
„Það er ég ekki endilega viss um.
Bankastjórar eru þeir menn sem hafa
hvað ríkasta tilfinningu fyrir þv( að lánsfé
liggur ekki á lausu. Þessvegna lána þeir
ekki mönnum nema brýna nauðsyn beri
til, hvorki bankastjórum né öðrum mönn-
um."
— Hvert leitar þú, Ragnar, þegar þig
vantar lán?
„Ég vil helst ekki gefa það upp."
— Hversvegna ekki?
„Mér finnst það of persónulegt mál til
þess að ég fari að úttala mig um það í
blöðum."