Helgarpósturinn - 03.10.1985, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 03.10.1985, Blaðsíða 23
fyrir nokkru um sérframboð óánægðra sjálfstæðismanna í sveit- arstjórnakosningum á Akureyri vöktu heldur betur athygli og urðu Degi, málgagni framsóknarmanna drjúgt tilefni frétta og viðtala. Þann- ig þurfti Bárður Halldórsson fyrr- verandi krati og núverandi erki- íhald, að sögn flokksbræðra hans, að sverja af sér sérframboðshug- myndina. Hins vegar höfum við fregnað, að Bárður hyggist fara í harðan slag um öruggt sæti á lista sjálfstæðismanna í næstu bæjar- stjórnarkosningum. Til þess nýtur hann stuðnings Jóns G. Sólness og manna hans, en sjálfur mun Jón ætla að draga sig í hlé frá bæjarpóli- tíkinni eftir áratugavafstur á þeim vettvangi. Þá er fyrirsjáanlegt, að Margrét Kristinsdóttir tengda- dóttir Jóns, sem tók sæti Gísla Jónssonar menntaskólakennara, þegar hann hætti í bæjarstjórninni, muni ekki fara fram aftur af heilsu- farsástæðum. Þannig losna tvö sæti af fjórum, sem sjálfstæðismenn hafa núna. Þá eru eftir sitjandi Sigurður J. Sigurdsson (Hjörleifur Gutt- ormsson þeirra sjálfstæðismanna fyrir norðan) og Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvarinnar. . . o ^^^g er þa komið að öðrum kafla. Svo gæti nefnilega farið, að Gunnar Ragnars gangi líka úr skaftinu af bæjarstjórnarlistanum, því nú mun þingmaðurinn í magan- um vera farinn að sparka fast. Flugufregnir ofan af Brekku á Akur- 'eyri hafa hvíslað því að vindinum, að nú sé Gunnar búinn að fá grænt Ijós á heimavígstöðvum, þ.e. eigin- konunnar, á það að hann megi þreifa fyrir sér í þingmennskuleit. ítem: Gárungarnir segja, að þetta hafi endanlega verið samþykkt í stjórn KEA, þar sem frúin Guðríður Ei- ríksdóttir á sæti! Annars staðar fréttum við, að Björn Dagbjarts- son, sem tók við sæti Lárusar Jónssonar á þingi, sé mjög áhuga- samur um þankagang Gunnars Ragnars þessa dagana. A meðan hugsar Gunnar málið. Þótt Gunnar Ragnars sé talinn njóta talsverðs fylgis og jafnvel lýðhylli, þá segja stjórnmálafræðingar Norðurlands- kjördæmis eystra að ails sé óvíst um möguleika Gunnars á því að ryðja Birni úr vegi. Björn hafi nefnilega gætt þess vel að rækta grasrótina í kjördæminu. Afstaða Halldórs Blöndals í fyrsta sæti er ekki talin skipta miklu máli. Hann mun víst eiga erfitt með að vinna með Birni, eða öllu heldur öfugt. Hins vegar telur Halldór sig mundu geta unnið með Gunnari. Gunnar mun- hins vegar óviss um hvort hann treysti sér til að vinna náið með Hall- dóri. . . B ■wP aldur Kristjánsson, fyrr- verandi blaðamaður á NT og prest- ur Óháða safnaðarins í Reykjavík, er nú fluttur til Hafnar í Hornafirði, þar sem hann þjónar guði og mönn- um. A veraldlega sviðinu lætur Baldur nú til sín taka á Eystra- horni, fréttablaði þeirra þarna fyrir austan. Baldur ritstýrir blaðinu ásamt eiginkonu sinni Halldóru Gunnarsdóttur. Þau ritstjórahjón eru vönd að virðingu sinni og blaðs- ins, að því er virðist, því í síðasta tölublaði Eystrahorns sendi ritstjóri (annað hvort þeirra hjóna) eftirfar- andi orðsendingu til lesenda blaðs- ins: „Allt aðsent efni sem uppfyllir kröfur um málfar og kurteisi vel þegið." Þetta bendir til þess, að þeim Baldri og Halldóru hafi borist eitt- hvað óbirtanlegt efni, en nú skulum við vona, að Hornfirðingar fari að vanda mál sitt og temja sér kurt- eisi... Sw. andi lögreglustjóri í Reykjavík sendi frá sér á dögunum tilskipun númer tvö 1985, sem hefur að geyma „regl- ur um flutning handtekinna manna". Þar segir m.a., að æski handtekinn maður þess að vera fluttur í leigubifreið á eigin kostnað skuli verða við þeirri beiðni hans eða hennar nema þörf sé á að nota stöðvarbifreið. Almennir lögreglu- menn hrista höfuðið yfir þessum nýju reglum og segja sumir, að þess- ar reglur hafi orðið til í kjölfar Skaftamálsins. Aðrir halda því fram, að Sigurjón sé með einungis að gera Böðvari eftirmanni sínum Braga- syni lífið leitt. Við á HP veltum því hins vegar fyrir okkur hvaða heil- vita leigubílstjóra dytti í hug að ferja handtekið fólk upp á lögreglu- stöð. . . A IsBúr-málinu hefur lítið frést upp á síðkastið. Þó heyrðum við að nýtt mat á eignum Isbjarnar- ins og BÚR liggi fyrir og komi ís- björninn betur út úr því en hinu fyrra. Sérfræðingar telja matið hins vegar lítils virði m.a. vegna úreld- ingar fyrirbærisins frystihús. . . l síðasta blaði birtum við grein um ástæður þess, að sumir aka um á bílum með lág númer og var nið- urstaðan ýmist sú, að númer hefðu fylgt fjölskyldum eða þá að um væri að ræða eftirsókn eftir vindi. Við þessa grein getum við bætt einni skondinni um bílnúmerið 250, sem margir telja voða flott. Þannig var, að Hæstiréttur íslands hafði á sín- um snærum bílstjóra, sem átti bíl- númerið 250. Síðar meir kom að því, að Hæstiréttur fékk eigin bif- reið og fór þáverandi forseti Hæsta- réttar (smekkmaður á bílnúmer) fram á það við gamla góða bílstjór- ann hvort.númerið hans mætti ekki prýða einkabíl Hæstaréttar. Bílstjór- anum stóð sosum á sama, því hann átti hvort eð er að hafa umsjón með bílnum. En síðar gerðist svo það, að hæstaréttardómarar komust að þeirri niðurstöðu, að rekstur bílsins og laun bílstjórans kæmi út sem kjaraskerðing fyrir þá sjálfa og því var ákveðið að losa sig við bílinn. Hvort bílstjórinn missti starf sitt hjá Hæstarétti vitum við ekki. Hitt vit- um við, að hann missti númerið sitt góða. Við eftirgrennslan kom í Ijós, að nú skreytti það Fíat-bifreið, sem svo vildi til að var í eigu sonar eins af dómurum Hæstaréttar. Stóð í miklu basli að endurheimta númer- ið, sem mun þó hafa tekist seint og um síðir... u • ú er búið að skipa þriggja manna dóm vegna máls Kristjáns Torfasonar bæjarfógeta í Vest- mannaeyjum og bókara hans. Bók- arinn var rekinn en fógetinn fékk námsleyfi. Athygli vekur, að dóms- málaráðherra skipaði í dóminn, en hann er í raun vanhæfur vegna frændsemi við fógetann... V erslunin Hljómbær hefur verið í eigu Bjarna Stefánssonar. Nú heyrum við að Þýsk-íslenska hf. sé að kaupa Hljómbæ. .. RAUÐIKROSS ÍSLANDS MINNIR Á HJÁLPARSJÓÐ FÉLAGSINS: , ALLT ÞAÐ FÉ SEM SAFNAST IÞESSA DAGA Á GÍRÓREIKNING HJÁLPARSJÓÐSINS NR. 900004 VERÐUR NOTAÐ TIL HJÁLPARST ARFS í MEXICÓ. RAUÐI KROSS ÍSLANDS Sýning fimmtudagskvöld 10. okt. kl. 20.30 Miðapantanir daglega frá kl. 14 í síma 77500. HELGARPÖSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.