Helgarpósturinn - 03.10.1985, Blaðsíða 24
Alþýðubandalagsins, þar sem for-
ystan verður örugglega látin svara
magnaðri gagnrýni, sem hefur ólg-
að undir niðri á meðal almennra
flokksmanna og raunar flokkshesta,
sem sleikja frímerkin. Litlar líkur
eru þó taldar á því, að Svavar
Gestsson verði látinn fjúka enda
nýtur hann meiri stuðnings en
margir vilja vera láta auk þess sem
andspyrnan getur ekki komið sér
saman um eftirmann. Hins vegar
hefur HP fregnað, að Vilborg
Harðardóttir, varaformaður Al-
þýðubandalagsins, hyggist ekki gefa
kost á sér í það starf áfram og stafar
það af óánægju hennar með að for-
ystusveitin hefur nánast hundsað
hana á meðan hún hefur gegnt
varaformannsstarfinu. Þrír arftakar
eru nefndir úr kvennadeildinni:
Kristín Á. Ólafsdóttir þulur og
eiginkona Óskars Guðmundssonar
ritstjórnarfulltrúa Þjóðviljans, Álf-
heiður Ingadóttir borgarmála-
spekúlant sama blaðs og svo fulitrúi
landsbyggðarinnar, Margrét
Frímannsdóttir oddviti á Stokks-
eyri. Að öllu samanlögðu líst mönn-
um best á Kristínu Ólafsdóttur enda
þótt Margréti varaþingmann skorti
ekki metnað til þess að gegna virð-
ingarstarfi fyrir FLOKKINN.. .
T
■ iðindi Vikunnar T\7 hafa ekki
komið út um aillangt skeið, en nú er
að vænta breytingar á því. Eftir því
sem við vitum best hafa þeir Magn-
ús Ólafsson (áður ritstjóri NT) og
Kristján Finnboga (Búlgaríukon-
ungur) myndað bandaiag um útgáfu
þessa rits, sem Jóhannes K. Guð-
mundsson gaf áður út.. .
l Skálholtsskóla hafa orðið
mannabreytingar. Séra Rúnar Þór
Egilsson hefur verið settur rektor í
stað Gylfa Jónssonar, en ekki hef-
ur verið skýrt frá málavöxtum. Hins
vegar mun máiið vera á viðkvæmu
stigi og hefur HP það fyrir satt, að
eitthvað hafi verið í ólagi með bók-
haldið...
lÍ^rst blaða skýrði HP frá því, að
í vændum væri „hallarbylting" hjá
Söiumiðstöð hraðfrystihúsanna,
meðal annars myndi Eyjólfur K.
ísfeld láta af störfum. Þessu var
harðlega neitað, en nú hefur verið
skýrt frá þessu opinberlega. Strax
eru komnar af stað vangaveltur um
hugsanlegan eftirmann Eyjólfs og
eru þá fjórir menn gjarnan tilgreind-
ir. Þeir eru Magnús Gústafsson hjá
Coldwater, Ólafur Gunnarsson,
SH, Friðrik Pálsson, SÍF og Magn-
ús Gunnarsson hjá VSÍ. HP hefur
það fyrir satt, að í raun standi valið
á milli Magnúsar Gunnarssonar og
Friðriks Pálssonar, ungra og röskra
manna. Vitað er, að Magnús er á
lausu, eins og sagt er og höfum við á
HP raunar heyrt, að uppsagnarbréf-
ið sé tilbúið og undirritað. Hins veg-
ar bíði Magnús átekta eftir árenni-
legu starfi jafnframt því, sem VSÍ er
farið að þreifa fyrir sér um eftir-
mann Magnúsar...
24 HELGARPÓSTURINN
v
ið sögðum frá raðstefnu
Þjóðviljans í síðustu viku. Fundinn
sátu auk Þjóðviljamanna helstu
toppar og áhrifamenn Alþýðu-
bandalagsins. Margir tóku til máls á
ráðstefnunni og var mikið rætt og
þráttað eins og gengur. Smásaga í
þessu sambandi: Árni Bergmann
ritstjóri stóð í pontu og talaði með
miklum elegansum útgáfumál Þjóð-
viljans í heild. Meðal annars kom
Árni inn á þann vanda að hafa eða
hafa ekki fréttaritara úti á landi og
eins vandann að skrifa vel og upp-
lýsandi um verkalýðsmál. Þá rumdi
í Gudmundi J. Guðmundssyni: -
„Hann Jón Bjarnason skrifaði ansi
skemmtilega um verkalýðsmál
hérna áður fyrr.“ Árna fipaðist
hvergi og svaraði Gvendi jaka að
bragði: „Hann hafði líka frá sögu-
legum verkföllum að segja!“.. .
l^Sinhvern næstu daga verður
haldinn fundur safnaðarstjórnar Frí-
kirkjunnar og Gunnars Björns-
sonar prests safnaðarins, en eins og
kunnugt er kom upp verulegur
ágreiningur milli þessara tveggja
aðila. Mikil stífni hljóp í málið og
það var ekki fyrr en stuðningsmenn
Gunnars í söfnuðinum höfðu gengið
á fund Ragnars Bernburg for-
manns safnaðarstjórnar og krafist
sáttafundar, að hreyfing komst á
málið. Það sem gerði útslagið var að
Pétur Sigurgeirsson biskup yfir
íslandi boðaði þá séra Gunnar og
Ragnar Bernburg á sinn fund sl.
laugardag og gerði þeim grein fyrir
því, að það væri lífsspursmál fyrir
söfnuðinn að sættir tækjust.
Nú stendur málið þannig, að jafn-
ar líkur eru taldar á því að saman
náist og ailt faili í ljúfa löð aftur í Frí-
kirkjunni við Tjörnina...
stefnu, þar sem m.a. verður fjallað
um þann ágreining, sem birtist á síð-
um blaðanna fyrr í sumar. Spjótin
beinast mjög að Kristófer Má
Kristinssyni formanni landsnefnd-
ar bandalagsins og starfsmanni
þess. Nú hefur HP fregnað, að
Kristófer Már gæti allt eins hugsað
sér að hverfa úr þessu starfi og þá
fjarlægjast um leið ailt flokksstarfið.
Gagnrýni „fornaldarkratanna" í
flokknum hefur ekki hvað síst
beinst að Kristófer, sem er sagður
vera hægri sinnaðri en góðu hófi
gegnir...
s
tærsta stórverslun landsins,
Hagkaup, hefur hingað til verið
þekkt fyrir að taka ekki við krítar-
kortum. Hefur það verið stefna
verslunarinnar að halda peninga-
streyminu óskertu og hafna alfarið
kreditkortaviðskiptum. Nú mun
hins vegar þorri iandsmanna kom-
inn með krítarkort og má í því sam-
bandi nefna að viðskiptavinir VISA
eru um 45 þúsund talsins. Þetta eru
staðreyndir sem yfirmenn Hag-
kaups hafa þurft að beygja sig fyrir
og hefur stjórn fyrirtækisins ákveð-
ið að hefja kreditkortaviðskipti í
þessum mánuði. Þetta munu vænt-
anlega vera gleðifréttir fyrir kredit-
kortahafa sem mænt hafa löngunar-
augum inn í gósenland Hagkaups
en skort reiðufé...
A__
beinast að hugsanlegum manna-
breytingum í ráðherrastólum sjálf-
stæðismanna gleymist sterkur vilji á
meðal framsóknarmanna að
hreinsa til í ráðherraliði sínu. Þann-
ig höfum við heyrt, að margir fram-
sóknarmenn myndu ekki sakna
neitt sérstaklega þeirra Jóns
Helgasonar dóms- og landbúnað-
arráðherra, og Alexanders
Stefánssonar félagsmálaráðherra.
Mannval er ekki mikið í þingflokki
Framsóknar, en þó er Guðmundur
Bjarnason gjarnan nefndur til
leiksins...
FALCONCREST
Frábærir framhaldsmyndaþættir
2 nýir þættir koma á hverjum
fimmtudegi
Fást á öllum helstu myndbandaleigum landsins
Dreiting: MYNDBÖND HF.
Skeifunni 8. Símar 686545 — 687310.