Helgarpósturinn - 03.10.1985, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 03.10.1985, Blaðsíða 22
HELGARDAGSKRÁIN Föstudagurinn 4. október 19.15 Á döfinni? 19.25 Svona byggjum við hús. Sænsk fræðslumynd fyrir börn. Ergó: sænsk barbiehús! 19,35 Kínverskir skuggasjónleikir. Vonandi fyrir börn líka. 19.50 Fingragrip á táknmáli. 20.00 Stuttar fréttir í dagskrárbyrjun. Plús veður. 20.40 Saga Bítlanna. Ný bandarísk heimild- armynd um þennan evangelísk-lúth- erska drengjakór frá Marsey. 21.40 Börn tveggja landa. Fræöslumynd, þið vitið. 22.30 Fjallið í skugga mánans. Sænsk bíó- mynd, árgerð 1984. Leikstjóri Lennart Hjulström. Aðalhlutverk Gunilla Nyroos, Thommy Berggren og Bibi Andersson. Myndin er ástarsaga rússnesks stæröfræöings frá síöustu öld í Stokkhólmi. Alvarlegra getur það varla verið. 00.05 Klæðskeranámskeið í sjónvarpssal. Páll Magnússon lýsir og segir helstu fréttir inn á milli... Laugardagurinn 5. október 16.30 íðróddir. Usjona-mar Bjaðni Felishon. 19.25 Eitthvað fyrir krakkaskarann á meðan pabbi skrælar og mamma brennur á sér nýnaglalökkuðu fingurna! 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttaágrip á talmáli. Og suðvestan- átt, spái ég. 20.35 Bundinn í báða skó. Gísli Ferdinands- son flytur inngangsorð. 21.10 Saga Bítlanna. Endursýnd frá fyrra kvöldi og svo áfram út vikuna ef ein- hver sýnir áhuga. 22.15 Maðurinn frá Ríó. Frönsk gamanmynd frá '64. Leikstjóri Philippe de Broca. Aðalhlutverk: Sjar-mör Belmondo, Francoise Dorléac og Jean Servais. Hörkuþriller með frönskum fupa milli atriða. Þyrfti fyrir mína parta fleiri nektarsenur til að vega upp á móti þessu tungumáli þarna í Frans. 00.05 Búið, víddeóiö í gang. Sunnudagurinn 6. október 18.00 Sunnudagszzzzzzzzzh. 18.10 Á framabraut. Teygða útgáfan af bíó- myndinni Fame. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttaágrip á ritmáli. Fáein mistök og svo veður. 20.40 Sjónvarp síðustu viku. 20.50 Tónskáldin ungu og íslenska hljóm- sveitin. Ah. 21.05 Litli maðurinn. Tékkneskur látbragðs- leikur. Og ég sem hélt aö allir væru jafn stórir þarna austurfrá. 21.45 Njósnaskipið. Allt að fattast. 22.35 Samtímaskáldkonur. Ég skal segja ykkur það. 23.15 Stillimyndin. © Fimmtudagurinn 3. október 12.00 Hádegisútvarpiö hefst með látum. 12.20 Jón Múli Árnason leiðréttir fréttirnar. 14.00 „Á ströndinni". Njörður þýðir — upp- hátt. 14.30 Á frívaktinni. Gylfi Ægis semur jafn- óðum. 15.15 Af landsbyggðinni. Viðleitni.. . 16.20 Klassík. 17.05 Börn. 19.00 Fréttir af Steingrími og þessum strák- um. 19.50 Fallegt mál Sigurðar Gé. 19.55 Frá Kaprí. Sveinn Einars var þar. 20.30 Sinfónían okkar í klukkustund. 21.30 Samtímaskáldkonur! Líka í útvarpinu, nei hættiði nú alveg.. . 22.25 Fimmtudagsumræðan. Gissi fjallar um fiskeldi og bregður upp nokkrum línuritum. Fleiri tala. 23.25 Kammertónlist af nokkrum vel völd- um plötum. 24.00 Lokafréttir. Föstudagurinn 4. október 07.00 Sjöbæn og véfréttir. 07.20 Jónína spriklar í þykjustunni. 09.05 Væmin saga fyrir krakkana. 10.40 Sögusteinn. Eitthvað að norðan. 11.10 Málefni aldraðra. Eitthvað að sunnan. 11.25 Tónlist Gershwin. Eitthvað að heyra. 12.20 Fréttir, aldrei þessu vant. 14.00 Njörður ennþá aö þýða „Á strönd- inni". 14.30 Sveiflur. Mjúk lög. 15.15 Létt lög. 16.20 Síðdegistónleikar. Þung lög. 17.00 B.Ú. Barnaútvarpið. 19.00 Fréttirnar. 19.45 Rólegt mál Guðvarðar Más. 19.50 Um fjölmiðlun vikunnar. Magnús Ólafsson talar greindarlega í góða stund. 20jO0 Lög unga fólksins. Ég meinaða. 20.40 Sagnaskáld af Suöurlandi. Dagskrá af því að Gvendur Dan er orðinn 75. 21.30 Atli Heimir slær penna og símtóli sam- an og skilgreinir hljóðið sem fæst við það, sem sagt nútímatónlist. Og síðan kvöldtónleikar. 22.55 Svipmynd. Jónas, segðu mér. . . 24.00 Slys dagsins tekin saman í dagskrár- lok. Laugardagurinn 5. október 07.00 Veðurbæn. 09.00 Óskalag sjúklingsins. 11.00 Á tólfta tímanum. Að mönnum skuli detta í hug svona sneddí nafn á þátt, ha... 12.20 Kvöldfréttir, færðar fram um nokkra tíma. 14.00 Þar og þá. Hinar eiginlegu fréttir undir dulnefni. 15.10 Debussy og fleiri hevví gæjar. 15.50 íslenskt mál, frekar en hvað? 16.20 Listagrip. Listaliðið gripið og greitt sundur. 17.00 Tónlistarár æskunnar. RÚV neyðist til þess að punga út pening í verðlaun handa einhverjum undir 30 ára sem getur samið sæmilegt tónverk, bara af því að árið er í ár er í ár, annars ekki. 19.00 Hádegisfréttir, færðar aftur um nokkra tíma. 19.35 Erindi, þjóðlegt að sjálfsögðu. 20.00 Harmoníkuþáttur. Gamla fólkið snýr sig á ökkla. 20.30 Sögur tveggja kvenna. Það er ekki að spyrja aö jafnréttinu þessa dagana. 21.00 VísnaGísli Helgason með vísnaþátt. 21.40 Ljóö Betu Jökuls: „Orð eru villidýr". — Gæludýr líka, finnst mér... 22.25 „Geföu mér litla sæta eyrað þitt". Van Gogh sker af sér eyrað aftur. Sigmar B. matreiðir. 23.10 Gömlu dansarnir, fyrir þá sem tíma ekki á ball. 00.55 Búið með miönæturgauli. Muniö, takkinn lengst til hægri slekkur á tækinu... Sunnudagurinn 6. október 08.00 Morgunandakt = vakniði, letingjarnir ykkar. 08.25 Létt lög; guö minn almáttugur. . . 09.05 Morguntónleikar; nei ég meinaða, plís... 10.25 Sagnaseiður; ókey, ókey, ég gefst upp. .. 11.00 Messa; þetta var líka alltaf vonlaust mál. 12.20 Fréttir; fyrir þá sem vilja leggja sig aftur. 13.30 Um dulsmál á íslandi: Jesúsamía! 14.30 Miðdegistónleikar: Jú, jú — takkinn er lengst til hægri. 15.10 Frá íslendingum vestanhafs: On the Road Again. 16.20 Erindi um Hallfreð vandræðaskáld. Ha? 17.00 Síðdegistónleikar: Þeir gefast ekki upp! 19.00 Fréttir að hætti hússins, medium rare. 19.35 Eyvindur Erlendsson rausar. . . 20.00 Léttblandaður þáttur fyrir léttruglaða krakka. 20.40 íslenskir einsöngvarar og kórar reyna hver um annan þveran, aö syngja, skilst mér. 21.15 Norsk Ijóð, til dæmis. . . 21.30 Útvarpssagan eftir Dostojevskí.' 22.25 iþróttir, eða öllu heldur afreksíþróttir. 22.40 Djassþáttur. Jón Múli leiðréttir sjálfan sig og leyfir að djass heyrist þess á milli. Fínt. 23.35 Guðað á glugga: Pálmi prestur hjá Rúvak gerist pervert í smá stund. . . 00.50 Dagskrárlok, að því að haldið er... JMMMMMMA fM Val Björgvins Ólafssonar útlitsteiknara Auglýsingar eru uppáhaldssjónvarpsefnið mitt. Verst er eiginlega að þær sömu eru sýndar nógu oft til að maður fái graenar. Því miður er ég búinn að slíta bítlaskónum en samt ætla ég að glápa á bítiaþættina sem þýðir auðvitað að bæði kvöldin verður maður límdur. Þannig fæ ég sjálf- sagt sænsku myndina og Jean-Paul Belmondo í ábót. Kannski kíki ég á litla manninn á sunnudagskvöldið ef ég nenni. Nú rás tvö heyri ég ef það er kveikt en ekki ef það er slökkt og stundum kveiki ég meira að segja til að láta glymja. Rás eitt? Hvað er það? Eitthvað oná brauð? Fimmtudagurinn 3. október 14.00 Dægurlög. Einna léttustu lögin í dag, held ég. 15.00 I gegnum tíðina. Toggi tárast yfir gam- alli tíð. 16.00 Bylgjur. Sennilega eitthvað um vís- indi? 17.00 Berti Möller tárast yfir liðinni tíð. 18.00 Bilun í tvo tíma. 20.00 Má ég segja 3 uppáhaldslögin mín? 21.00 Ragnheiður Davíðsdóttir fer yfir á rauðu. 22.00 Svavar Gests á sírenustiginu. 23.00 Noröurrokk: Óli Þórðar hvað? 24.00 Búið spil. Föstudagurinn 4. október 10.00 Geiri og Palli fastir á milli laga. 12.00 Hlé sem virkar þannig að ekkert heyr- ist. 14.00 Pósthólfið. Frímerki sleikt og soleiöis. Namm. 16.00 Verulega léttir sprettir. Jón ískrar. 18.00 Hlé again. 20.00 Spurt: Hvaða lag byrjar svona, gaba- gíju, hoho? 21.00 Bergmál: Siguröur Gröndal heyrist aftur. Og aftur! 22.00 Á svörtu nótunum: A-ha; apartheid!!! 23.00 Vignir og Toggi halda vöku hvor fyrir öörum. Einhverjir úti í bæ hlusta og hringja inn allskonar vitleysur og allir fara ánægðir í háttinn. 03.00 Ðí end. Laugardagurinn 5. október 10.00 Morgunþáttur. Ég skil nafngiftina! 12.00 Matarhlé. 14.00 Við rásmarkið. Haft upp á hreyfanlegu fólki og því lýst hvernig það hreyfir sig. Stutt lög á milli. Gamansögur. Gort. 16.00 Listapopp. 2. þáttur af 4 alls. 17.00 Hringborðið. Frekar aflangt finnst mér! 18.00 Lögboðinn frítími tæknimanna. 20.00 Línur: Rispur í plötusafninu skoðaðar. 21.00 Venni vinur djassins spinnur og spinn- ur. 22.00 Bárujárn: Þáttur um viðhald gamalla húsa. 23.00 Svifflugur: Sýrður rjómi í loftinu. 24.00 Næturvaktin: Haldið vöku fyrir fólki á neöri hæðinni í alls þrjár stundir. Ég meinaða. 03.00 Friður fólksins á neðri hæðinni. Sunnudagurinn 6. október 13.30 Krydd I timburmennina. Helgi Már leggur hausinn í bleyti. 15.00 Tónlistarkrossgátan: Nei, er hún virki- lega ennþá í dagskránni! 16.00 Óskalög símhringjara. Þú hringir, viö birtum, það ber árangur. Mundu; sex- áttasjöeinntveirþrír. 18.00 Tími til að setja upp kartöflurnar. jmmmmmmmmL UTVARP * A nýjum morgni SJÓNVARP Bretinn svíkur ekki Um leið og ég byrja að berja þetta á rit- vélina mina, er ég að velta þvi fyrir mér hvaða kröfur ég geri eiginlega til morgun- útvarps. Það skiptir nefnilega meginmáli fyrir mig og þjóðina alla, að farið sé um okkur mjúkum höndum þegar við förum fram úr rúmi á morgnana, — að ekki sé talað um ef það er öfugu megin. Eg held ég sé að komast að niðurstöðu; í fyrsta lagi e.r ég syfjuð. Útvarpið, ásamt sturtubaðinu, verður að vekja mig til lífsins á ný. Það gerist best með músík. Valið verð- ur hins vegar vandasamt, því ég er ógur- lega viðkvæm á þessum tíma; vil ekkert of blítt af músíktagi og ekkert of ögrandi. I öðru lagi er ég fréttaþyrst. Frá því ég sveif í svefninn í gærkvöld hefur liðið heil nótt, — ég vil þess vegna fá að vita hvar ég stend í veröldinni á nýjum morgni. Hvað hefur gerst? Á hverju á ég von? í þriðja lagi er ég Islendingur, eins og meginþorrinn í landinu. Það þýðir einfaldlega að mig hungrar í veðurfregnir. Eg vil til að mynda gjarnan fá upplýsingar um hvort ástæða sé til að hafa með sér reipi út úr húsi, ef ske kynni að maður þyrfti að njörva sig fastan einhvers staðar undir beru í baráttu við Gloríu eða aðra álíka. Nota bene; ekki bara í föstum veðurfregnatíma morgunsins, heldur í einföldu máli stjórnenda þáttarins. Og tvennt til viðbótar. Auðvitað viljum við heyra eitthvað elskulegt af mannlífinu inn á milli, og svo viljum við glettni. Ég fer. ósköp blátt áfram fram á það við stjórnend- ur þessa mikilvæga dagskrárliðar í útvarpi, að þeir hjálpi mér yfir þröskuldinn á milli dags og nætur með huggulegu spjalli, þar sem drungalegum hátíðleika er varpað fyr- ir róða. Og því er svo við þetta að bæta, þar sem niðurstaða vangaveltna minna liggur fyrir, að mér finnst þau Gunnar Kvaran og Sigríður Árnadóttir komast býsna nálægt því að uppfylla óskir mínar í þessu efni, og hef lúmskan grun um að þau eigi fremur eftir að sækja í sig veðrið en hitt. Ætli gagn- rýni mín á þau tvö mundi ekki einna helst beinast í þá áttina, að þau mættu gjarnan vera liprari í ákveðnum tengingum dag- skrárliða. Hins vegar ætla ég að viðurkenna að mér varð um og ó svona til að byrja með þegar ljóst var að fréttamenn tækju að sér umsjón morgunþáttar. Fréttamenn hljóð- varps eru fínir í sínu fagi, flestir hverjir að minnsta kosti, en var nú ekki verið að gefa okkur einum um of stóran skammt, þegar við bættist svo Hér og nú á laugardögum? Veit ekki — Hér og nú er enn ekki á dag- skránni, svo ég segi pass í bili — en dreg efasemdir um morgunþátt til baka. Ég er jákvæð hingað til. Breskt sjónvarpsefni er frægt að gæð- um. Sjónvarpsleikrit tjallans hafa ávallt verið hátt skrifuð um heim allan og einn- ig á íslandi. Ég held að ég leyfi mér að taka það djúpt í árinni að fullyrða, að án breskra sjónvarpsleikrita og leikinna sjónvarpsmynda hefðum við Islendingar aldrei kynnst alvöruleik, alla vega ekki æðstu gæðum leikhússins hvað leik snertir. Sl. mánudag áttum við kost á að horfa á eitt meistaraverkið enn frá Bretlandi, Fílabeinsturninn (Ebony Tower), sjón- varpsmynd frá fyrra ári í leikstjórn Robert Knight. Aðalhlutverkin voru ekki í höndum viðvaninga; gamli meistarinn Sir Laurence Olivier lék hinn aldraða, sérvitra málara sem dregið hefur sig í hlé frá amstri Bretlands og lifir á list sinni á frönskum herragarði. Sér til dægrastytt- ingar hefur hann tvær stúlkur. Roger Rees, hinn blæbrigðaríki og öruggi leik- ari sem við munum hve best eftir í aðal- hlutverki Nickolas Nickelby, lék ungan rithöfund sem kemur á fund málarans til að skrifa um hann bók. Hinn sérstæði Leikarar á við Sir Laurence Olivier hafa gert bresk sjónvarpsleikrit heimsfræg. fundur sem reyndar stendur aðeins í tvo daga er uppistaða myndarinnar sem byggir á sögu John Fowles. Sem fyrri daginn er það leikurinn sem ber þessa bresku mynd uppi. Með allri virðingu fyrir kvikmyndatökunni, bún- ingunum og klippingunni, voru það leik- ararnir sem skiluðu hinum eftirminni- legu persónum ,,yfir“ (eins og sagt er á leikhúsmáli) með einstæðum hætti. Maður veltir því oft fyrir sér, hvers vegna Bretar eigi betri leikara en aðrar þjóðir. Hefðin, jú vissulega, og leikhús- menning. En hvað með Frakka, ítali og Grikki? Svo nefnd séu dæmi af handa- hófi. Kannski er skýringuna þar einfald- lega að finna, að Bretar hafa veðjað á leiklistina í ríkisfjölmiðlum sínum. Þeir hafa þorað að setja mikla peninga í leik- listardeild BBC, bæði fyrir útvarp og sjón- varp og skera nú upp ríkulegan ávöxt af þeirri viðleitni. Sannleikurinn er nefni- lega sá, að bresk kvikmyndaframleiðsla er dapur kafli í alþjóðlegri kvikmynda- sögu allt fram að sjöunda áratugnum þeg- ar breska raunsæið varð heimsfrægt. Bestu sjónvarpsleikrit heims í dag byggja ekki á glæsilegri fortíð í kvikmyndum. Stundum leyfir maður sér að hugsa sem svo; ef til væru nægir peningar í göt- óttum ríkiskassanum íslenska, ef til væru hugaðir menn á valdatindum útvarps og sjónvarps og ef til væri einhver raunhæf stefna í íslenskri menningu: Fengjum við kannski fyrsta íslenska sjónvarpsleikritið sem stæði undir nafni? En meðan mann dreymir um betri tíð í íslenska sjónvarpinu, er best að nota hvert tækifæri til að horfa á bresk sjón- varpsleikrit. 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.