Helgarpósturinn - 07.08.1986, Síða 10

Helgarpósturinn - 07.08.1986, Síða 10
HP HELGARPÖSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Ritstjórnarfulltrúi: Sigmundur Ernir Rúnarsson. Blaðamenn: Egill Helgason, Friðrik Þór Guðmundsson, Jóhanna Sveinsdóttir, Jónína Leósdóttir og G. F^tur Matthíasson. Útlit: Jón Oskar Hafsteinsson. Ljósmyndir: Jim Smart. Útgefandi: Goðgá h/f. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson. Skrifstofustjóri: Garðar Jensson. Auglýsingastj.óri: Steinþór Ólafsson. Auglýsingar: Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurður Baldursson. Dreifing: Garðar Jensson (heimasími: 74471). Berglind Björk Jónasdóttir. Afgreiðsla: Ólöf K. Sigurðardóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 68-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 68-15-11. Setning og umbrot: Leturval s/f. Raun og vextir Það er skammt stórra högga á milli á íslenskum fjármagns- markaði. Á síðasta áratug kepptust menn við að hella sér út í skuldir sem verðbólgan sá síðan um að koma í lóg. Heilu kynslóðirnar komu sér þannig upp þaki yfir höfuðið og þeir sem höfðu þor og nennu græddu á tá og fingri og juku sí- fellt umsvif sín með því að bæta við skuldum. Þau fyrir- tæki sem skulduðu mest blómstruðu þar til allur áburður var horfinn úr efnahagslífinu. Eftir sátu þeir sem höfðu þráast við að hella sér út í hringiðuna og geymdu enn sitt sparifé í bönkum. Þegar í óefni var komið var gripið til þess ráðs að koma hér upp raunvaxtakerfi. Þá snerist dæmið við. Vegna þess að allt sparifé landsmanna var uppur- ið gátu þeir, sem eitthvert fé áttu aflögu, nú stjórnað lána- markaðinum og krafið skuldara sína um óheyrilega vexti. í stað hins verðbólgna hugarfars var nú komið annað. Nú þótti sjálf- sagt að græða sem mest á þeim sem sárvantaði peninga og menn okruðu hver á öðrum, bæði leynt og Ijóst. Raunvext- irnir urðu þeim einkum raun er þurfu að borga þá. Þeir sem ekki voru nógu fljót- ir að söðla um klemmdust fastir á milli þessara kúvendinga. Menn sem áður töldu sig stjórna stöndugum fyrirtækj- um vöknuðu upp á hraðsigl- ingu í gjaldþrot og húskaup- endur komust að því að þeir voru ekki bara að reisa sér þak yfir höfuðið heldur einnig hurð- arás um öxl. En á sama tíma og þessir reyndu að bjarga sér á sundi úr skuldafeninu stóðu aðrir á bakkanum og hentu til þeirra björgunarlínu sem þeir tóku vexti af fyrirfram svo hún náði aldrei til þeirra sem voru að drukkna. Og á sama hátf og sparifjár- eigendur fengu ekki samúð nokkurs manns áður urðu þeir sem bitu í hið súra epli hávaxt- anna að kyngja því í hljóði. „Þeim var nær" — sögðu þeir sem stóðu á andlitinu á þeim og þökkuðu sínum sæla fyrir að hafa fleytt sér á þessari hol- skeflu, um leið og þeir skimuðu eftir þeirri næstu. Og þeir eru vissir um að hún komi því það er enginn vilji fyrir því til lengdar að gutla í lygnum polli. BREF TIL RITSTJORNAR Veitid ríkis- búskapnum aðhald Kópavogi 19.7. 1986. Ég hef keypt Helgarpóstinn nokk- uð reglulega á undanförnum árum og oftast nær líkað vel við lesning- una. Greinar blaðsins um þau atriði í þjóðlífinu sem betur mættu fara eru vel unnar, en það sem ég met þó kannski mest við þær, er að þær eru settar fram af óhlutdrægni og heið- arleika, sem því miður fer að verða sjaldgæft hjá þeim fjölmiðlum landsins sem hvað áfjáðastir eru í að kalla sig frjálsa og óháða. Mér hefur samt fundist upp á síð- kastið, við lestur blaðsins, að gagn- rýni þess hafi í æ ríkari mæli færst yfir á einkaaðila, til dæmis hlutafé- lag í kjölfar Hafskipsumræðunnar, á kostnað ríkisbúskaparins, þar sem siðferðisbresturinn og óráðsían er engu minni en hjá öðrum aðilum. Ég vil sérstaklega benda á Byggða- stofnun og fjölmarga þá sjóði sem honum tengjast — og oftar en ekki er stjórnað af misvitrum mönnum, þangað komnum fyrir tilstilli póli- tísks klíkuskapar. Milljónirnar sem þarna hafa farið í súginn eru margar á undanförnum árum og fer sjáifsagt ekki fækkandi nema aðhald fjölmiðla aukist. Helg- arpósturinn sýndi á árum áður að hann gat stuggað við kerfinu. Mér virðist að það aðhald sem hann sýndi því fyrir nokkrum árum hafi verið miklu meira en nú er orðið, þegar megináherslan er að finna glæpina innan hlutafélaganna, sem þó auðvitað verður að leggja áherslu á jafnframt. En gleymið ekki ríkinu, slakið ekki á aðhaldinu á því sviði. Þess hefur sjaldan verið meiri þörf en einmitt núna. HP-lesandi Athugasemd ritstj. HP þakkar bréfið — og tekur áskor- uninni. Ritstj. ✓ Utvarp en ekki útvarpsrád í umfjöllun mína um útvarp í síð- asta tölublaði slæddist inn leiðinleg prentvilla, sem ruglaði heldur betur þýðingu setningarinnar og þar með pistilsins í heild. í stað orðsins ,,Út- varp“ setti prentvillupúkinn ,,út- varpsráð", en það er jú eins og flestir vita allt annar handleggur. Setning- in átti að vera á þessa leið: Þessi viðleitni til afnáms ritskoð- unar (húrra, Sverrir — aldrei slíku vant!) mætir alheilagri vandlætingu fjögurra útvarpsráðsmanna, sem sent hafa frá sér fréttatilkynningu þess efnis að þeir ætli VÍST að ákveða fyrirfram hvað megi segja í útuarpid og hvað ekki! Jónina Leósdóttir blaðamadur Egill Helgason ritstjórnar- fulltrúi á HP Að undanförnu hefur Egill Helga- son starfað sem ritstjórnarfulltrúi hér á Helgarpóstinum í fjarveru rit- stjóra, og mun hann gegna því starfi fram á haustdaga, þegar hann hverfur að líkindum til námsdvalar erlendis. Egill Helgason hefur starf- að við blaðamennsku um fimm ára skeið; fyrst á Helgarblaði Tímans, því næst á Helgarpóstinum, þá á NT og í vor tók hann aftur til starfa hér á ritstjórn Helgarpóstsins. Auk þessa hefur Egill fengist við lausa- mennsku af ýmsu tagi fyrir blöð og tímarit. ■■■ rátt er liðið hálft það kjör- tímabil sem Vigdís Finnbogadótt- ir, forseti lslands, hefur lýst yfir að verði líkast til hennar síðasta í því embætti. Og við heyrum að nokkrir nánustu samstarfsmenn hennar í stjórnarráðinu hugsi sér til hreyf- ings, meðal annarra Halldór Reynisson forsetaritari. Hann er, sem kunnugt er, prestlærður og er, að því er HP er tjáð, farið að langa til að praktísera. I því sambandi er vísað til fjölgandi ferða hans austur á bóginn og alla leið upp í Hruna í Hrunamannahreppi, fallegan stað og sögufrægan kirkjubæ, þar sem Sveinbjörn Sveinbjörnsson lætur brátt af störfum sem klerkur. Þykir heimamönnum sem allur fram- gangur Halldórs á staðnum sé til marks um að hann hugsi sér brauð- ið. Þar með losnaði eftirsótt ritara- starf hjá æðsta manni þjóðarinnar og hefur áður verið bent á séra Bernharð Guðmundsson sem lík- legan eftirmann Halldórs í það embætti. Ku ekkert hafa breyst í því efni... o ^^■staðfestar fregnir úr bóka- heiminum herma að Forlagið hyggist gefa út viðtalsbók við Þur- íði Pálsdóttur söngkonu fyrir næstu jól, enda hafa slíkar bækur verið afar góð söluvara undanfarin ár. Úr sömu átt berast þau tíðindi, að Mál og menning hafi verið með bók um Guðmund J. Guðmunds- son í vinnslu áður en til stórtíðinda dró vegna heilsubótarferðar hans um árið. Hvort vinnslu bókarinnar hafi verið haldið áfram eftir vinslitin frægu, vitum við ekki, en það er auðvitað spurning hvort „Aiberts- þætti“ verði eitthvað breytt í ljósi nýjustu sögutúlkana... ÍESins og við skýrðum frá í síð- asta Helgarpósti mun hús Björg- ólfs Guðmundssonar, Hávallagata 1, vera komið á söluskrá. En hver ætlar að kaupa? Verð eignarinnar er sagt vera um 17 milljónir. Þó er farið að nefna nöfn í þessu sam- bandi og er eitt þeirra nafn Guð- jóns B. Ólafssonar, næsta Sam- bandsforstjóra. Það væri heldur ekki óviðeigandi, því húsið reisti Vilhjálmur Þór, sem í eina tíð var forstjóri Sambandsins.. . l£nn eitt ,,Líf-blaðið“ er á leið- inni á markaðinn. Það er Veiðilíf sem klúbbur að nafni Fluguhnýt- ingarklúbburinn Fjaðrafok ætlar að gefa út. Blaðið á að vera veglegt eins og hin Líf-blöðin og fjalla um alls konar sportveiðimennsku og mun væntanlega fjalla um laxveiði og fleira fínirí. Og mennirnir á bak við klúbbinn eru ekki ómerkari menn en Guðlaugur Bergmann, forstjóri Karnabæjar, stjórnarmaður í Arnarflugi og fyrrverandi stjórnar- maður í Hafskip, Sigurður Vald- imarsson, forstöðumaður Víxla- og verðbréfadeildar Útvegsbankans, og Henrik Thorarensen... v ■V íkurfréttir í Keflavik greindu nýskeð frá því að Byggðastofnun hefði fyrsta þriggja mánaða starfs- feril sinn í fyrra lánað 8 milljónir í fyrirtækið Kanínumiðstöðina í Njarðvík, en aðeins 2 milljónir á sama tíma í sjávarútvegsfyrirtæki á Suðurnesjum. Þó, segir blaðið, veitir Kanínumiðstöðin aðeins sárafáum atvinnu, en útvegsfyrirtækin hundr- uðum manna. í þessu sambandi var bent á að Kanínumiðstöðin væri al- farið „hermangaragróðafyrirtæki" í eigu Járn- og pípulagningaverk- taka Keflavíkur hf. Þetta fyrirtæki er eitt af fjórum sem til samans mynda Keflavíkurverktaka, sem síðan er 50% eignaraðili að ís- lenskum aðalverktökum. Suður- nesjamenn hafa á undanförnum árum horft uppá þessi fyrirtæki fara út í hinar og þessar fjárfestingar fyr- ir gróða sinn af viðskiptum við her- inn og er sagt að þau viti vart hvað skuli gera við alla peningana. ís- lenskir aðalverktakar dembdu sér út í „Watergate“höllina í Reykja- vík, Rafmagnsverktakar Kefla- víkur hf. hafa verið með í stofnun Ramma hf. auk þess að eiga stór- hýsi á Iðavöllum í Keflavík. Málara- verktakar Keflavðíkur hf. munu vera að reisa stórhýsi í Njarðvík sem enginn veit hvaða tilgangi á að þjóna og Byggingaverktakar Keflavíkur hf. eru að koma fé sínu í lóg með byggingu stórs hótels í Keflavík. Frammi fyrir þessu öllu urðu þeir á Víkurfréttum forviða yf- ir því að þessi sterkefnuðu fyrirtæki skuli síðan vaða í opinbera sjóði meðan sjávarútvegurinn sveltur. Framkvæmdastjóri JPK og um leið Kanínumiðstöðvarinnar er Ingvar Jóhannsson vélvirkjameistari og var hann að vonum óánægður með skrif Víkurfrétta. Enda birtist feiknamikil svarfrétt í blaðinu Reykjanesi, en að sögn heimilda- manna HP er Ingvar reyndar helsti styrktarmaður þess... ■ yrir skömmu birti hið virta, danska dagblað, Information, við- tal við sænska rithöfundinn Torgny Lindgren, tekið á Laugarvatni þar sem hann var gestur á samnorrænni móðurmálskennararáðstefnu. Við- talinu fylgir mynd af Torgny með gufustróka í baksýn og snævi þak- inn Heklutind. Blaðamaðurinn ger- ir hvað hann getur til að lýsa þessu stórbrotna umhverfi á sem fjálgleg- astan hátt, enda við hæfi þar sem Torgny fjallar mikið um samspil manns og náttúru í verkum sínum. En blaðamanninum varð heldur betur á í messunni þar sem hann segir: ,,Og þarna sjáum við Torgny Lindgren með snævi þakinn Etnu- tind í baksýn... l lauflétt saga af undirbún- ingi afmælishátíðar borgarinnar. Borgarfulltrúar munu eiga að standa í ströngu þá 3 daga sem há- tíðarhöldin standa yfir. Varð einum þeirra að orði í samtali við Helgar- Helgarpósturinn væntir góðs af starfi Egils Helgasonar sem rit- stjórnarfulltrúa. Ritstj. * Aréttun Fyrir skömmu greindum við stutt- lega frá nokkrum nýliðum síðustu ára í Frímúrarareglunni. Við gátum þess réttilega að Sveinn G. Sveins- son verkfræðingur hefði gengið í regluna, en á hinn bóginn fór það því miður fram hjá okkur að Sveinn hefði látist í fyrra. Helgarpósturinn biður aðstandendur forláts. Ritstj. LAUSNÁ SPILAÞRAUT 17 Anderson 1. Kd6! hótar 2. Db7 mát. 1. — Hg6+ 2. Be6 Hd3+ 2. Bd5 Laglega hindrar hrókurinn bisk- upinn í helstu afbrigðunum. 18 Samuel Loyd 1. Dal + ! Kxal 2. Rxb4 Ba2 3. Rxc2 mát. Eftir drottningarfórnina verður svartur að leika sig í mát. 1. Dal+ Kb3 2. Dc3+ og síðan annaðhvort Dxb4 eða Rxb4 mát. póstinn, að það sé eins gott að inn- yflin verði í lagi þessa daga, það skipti að minnsta kosti minna máli með toppstykkin. Meðal þeirra veit- inga sem þeir væntanlega verða að bragða á er hin 200 metra lang- terta sem verður á Lækjargötu. Háir sem lágir eiga að fá sér bita og gosdrykkjaframleiðendur munu veita ókeypis gos. En vandaðir menn hafa hins vegar miklar áhyggjur af því ómælda sherrýi sem á að fara í tertuna — magnið mun vera gífurlegt — og spurning hvort bakararnir eigi ekki að ein- skorða áfengi þetta við annan tertu- helminginn, bindindismönnum og óvirkum alkóhólistum til hægðar- auka.. . D ■^^eykvíkingar hafa eytt drjúg- um tíma í að fegra borgina sína fyrir afmælið, hinn 18da ágúst. Þó er náttúrlega ýmislegt í borginni sem enn brýtur í bága við almennan þrifnað og snyrtimennsku. Keyri maður áleiðis upp Laugaveginn og Suðurlandsbrautina blasa við tvö stórhýsi sem eru lítt ásjáleg, svo ekki sé sterkar kveðið að orði. Ann- að er fjölbýlishúsið Hátún 6 sem er í eigu Árna Fannberg. Þetta mikla hús er ómálað, hið skuggalegasta á að líta og lóðin ófrágengin. Um- hverfismálaráð mun ítrekað hafa kvartað yfir þessari vanrækslu, en því hefur ekki verið sinnt. Við Suð- urlandsbraut stendur svo veitinga- húsið Sigtún, mikið ferlíki, hálfklár- að og óneitanlega til lýta í umhverf- inu, eign Sigmars Péturssonar veitingamanns... BLI ■ ýju og fínu hljómflutn- ingstækin hans Davíðs borgar- stjóra munu að sjálfsögðu koma að góðum notum við afmælishaldið mikla, 18da ágúst. Þá fá borgarbúar að kynnast því hvílík úrvalsfjárfest- ing þetta var. Á afmælisdaginn er ráðgert að Sinfóníuhljómsveit ís- lands spili. Á því eru þó viss tor- merki, vegna þess hversu stór og dreifð hljómsveitin er. Það gæti orðið talsverður höfuðverkur fyrir hljóðmeistara borgarinnar. Við höf- um frétt að til að útiloka alla óvissu eigi að taka leik hljómsveitarinnar uppá band og láta hana sjálfa spila í þykjustunni á afmælisdaginn. . . 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.