Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 07.08.1986, Qupperneq 12

Helgarpósturinn - 07.08.1986, Qupperneq 12
Sveinn Aðalsteinsson viðskiptafrœð- ingur, fyrrum aðstoðarmaður Svavars Gestssonar í viðskiptaráðherratíð hans, selur núna eyrnalokka og háls- men á Lækjartorgi eftir Margréti Rún Guðmundsdóttur mynd Árni Bjarnason Hvaö dettur okkur fyrst í hug þeg- ar viö fréttum af viðskiptafræð- ingi sem var aðstoðarmaður Svavars Gestssonar í viðskipta- ráðuneytinu á árunum 1979-80 en selur í dag eyrnalokka á útimark- aðnum á Lækjartorgi? E.t.v. setur okkur hljód svolitla stund en dettur þvínœst í hug aö maöurinn hljóti aö hafa lent í óreglu eöa veikindum úr því hann hafi sett svona ofan og hrasaö á göngunni upp metoröa- stiga samfélagsins. Þannig er því þó ekki fariö meö Svein Aðalsteins- son, manninn sem hér á í hlut, held- ur segist hann hafa goldiö þess aö vera sósíalisti og flokksbundinn í Alþýðubandalaginu og þeirra viö- horfa sinna aö neita allri henti- stefnu viö aö koma sjálfum sér áfram, s.s. meö þátttöku í karla- klúbbi eöa meö því aö vera í „rétt- um" stjórnmálaflokki. Vissulega hefur Sveinn oröiö illa úti, en hann tekur þvi meö jafnaöargeöi og lítur svo á aö sú staöreynd aö hann hafi ekki auöveldlega fengiö starfviö sitt hœfi, eftir aö hann lét af störfum sem framkvœmdastjóri hjá fyrir- tœki einu í árslok 1984, sé e.t.v. eitt mesta lán sem sig hafi hent. Það vantaði ekki sólina í miðbæ- inn þegar HP gerði sér ferð þangað að finna Svein þar sem hann selur eyrnalokka, perlufestar, armbönd, augnskugga, úr og sólgleraugu upp úr forláta vagni, innan um steinsala, trúboða og aðra sölumenn á úti- markaðnum á Lækjartorgi. Vagninn hans Sveins virtist líka ógnar vin- sæll, áhugasamt fólk dreif að úr öll- um áttum og margir fjótir að draga peningaseðla upp úr vösum sínum. Sveinn segir að frásögn sín geti fyllt heila bók og er svolítið hvumsa þeg- ar ég segi honum að þetta verði í mesta lagi ein síða. Hann vill hitta mig á heimili sínu í Kópavogi og þegar þangað er komið blasir við mér stærðar einbýiishús, búið fal- legum og dýrum innanstokksmun- SÖÐLAÐI ALGERLEGA UM „Ég átti nú ekki þessa hugmynd sjálfur, heldur konan mín og dóttir hennar, sem er við nám í Bandaríkj- unum og vantaði sumarvinnu. Og mér finnst það sniðug hugmynd að selja ýmiss konar smávarning á hag- stæðu verði beint til neytenda á torginu án nokkurra eftirmála. En þar söðlaði ég líka algjörlega um frá því sem ég hef áður gert. Ég legg stund á tryggingasölu meðfram þessu en það er enn óljóst hvað verður um torgsöluna með haust- inu. Kannski gerist ég heildsali eða fer inn í hús með þessa smásölu, þótt ég hafi vissar efasemdir um að það gangi." VARÐ ILLA ÚTI í SAMSKIPTUM VIÐ ÞJÓÐVILJANN Sveinn var fulltrúi og síðar deild- arstjóri í viðskiptaráðuneytinu í tíð Svavars Gestssonar, eins og greint var frá að framan. En hvers vegna hætti hann? „Ég hætti eftir að nýir herrar komust til valda. Þegar ég var ný- byrjaður að vinna í ráðuneytinu skall á olíuverðshækkun, sú seinni af tveimur. Ég fór í þessi mál og varð starfsmaður Olíunefndar sem full- trúar stjórnarflokkanna skipuðu og sú vinna tók megnið af tíma mínum árið 1979. Einmitt á þessum tíma byrjaði Morgunblaðið að hamast gegn Svavari Gestssyni fyrir að vilja halda í olíuviðskiptin við Sovétríkin þótt þau hefðu tíðkast frá því í byrj- un sjötta áratugarins. Og vegna þess hvernig blaðið lét var m.a. ákveðið að koma á laggirnar þverpólitískri nefnd, Olíuviðskiptanefnd, með Jó- hannes Nordal í forsæti. Vissulega voru blaðamenn af öðrum blöðum öðru hverju að hringja og spyrja út í þessi mál, sem voru pólitískt mjög heit, en hvorki ég né nokkur annar í ráðuneytinu vildi svara þeim, þótt megnið af því sem fram kæmi í Morgunblaðinu væri tómt bull. Síð- an gerist það að biaðamaður á Þjóð- viljanum hringir einhverju sinni í mig og segir að Einar Karl Haralds- son ritstjóri ætli að skrifa fréttaskýr- ingu um málið og hvort ég geti ekki gefið einhverjar upplýsingar. Ég sagði þessum blaðadreng hluti sem ég hélt að unnið yrði úr vegna fréttaskýringarinnar en ætlaðist ekki til að hann hefði beint eftir mér. Morguninn eftir hringir síminn minn og á hinum endanum er tryllt- ur maður, einn af forstjórum olíufé- laganna og ég skil ekkert hvaðan á mig stendur veðrið. Loks fæ ég út úr manninum að eitthvað hafi verið haft eftir mér í Þjóðviljanum og þeg- ar ég lít í hann eru 2 greinar um þetta mál á forsíðu með heimsstyrj- aldarfyrirsögnum og ein að auki á baksíðu og margítrekað að Sveinn Aðalsteinsson hafi sagt þetta. Svav- ar kallaði mig síðan inn til sín og benti á Þjóðviljann með þeim orð- um að þetta væri ákaflega óheppi- legt mál. Ég gat ekkert sagt, nema það hvernig þetta hefði borið til, og okkur fannst það svolítið spaugi- legt. Síðan hafði ég samband við forstjóra olíufélagsins og bað hann að bera á móti því sem í blaðinu stæði en hann gat það ekki.“ VAR EKKI RÉTTU MEGIN í PÓLITÍKINNI „Uppfrá þessu beittu ákveðnir að- ilar utan ráðuneytisins sér gegn því að ég kæmi nokkuð nálægt olíumál- unum. Þegar Svavar svo hætti og Tómas Árnason settist í ráðherra- stólinn kom að sjálfsögðu ekki til greina að ég fengist við þessi mál. Auðvitað vegna þess að ég hafði pólitískan stimpil á mér. Og þetta er eins og með öll þau störf sem ein- hverju máli skipta, ef maður ætlar að fá þau eða halda þeim verður maður að hafa réttu samböndin og vera í réttu klíkunni. Ég hætti að vísu ekki fyrr en rúmu hálfu ári eftir að Tómas tók við og fann mér fram að þeim tíma, ef ég leitað vel, ýmis- legt að dunda við. Ég hefði ekki þurft að hætta, hefði getað setið áfram í ráðuneytinu og mátt þola það sama og pólitískt „óæskilegir" menn hverju sinni — að vera stjakað til hliðar. Én mér flaug það ekki í hug stolts míns og samviskunnar vegna, þótt samstarfsfólk mitt hvetti mig til að vera áfram, því það var greinilegt að mennirnir höfðu eng- an áhuga á að hafa mig þarna. Þeg- ar nýr maður var ráðinn til að fást við þau mál sem ég hafði verið í bauð ég honum borðið mitt og stól- inn og fór.“ EF „RÉTTUR" MAÐUR HEFÐI HAFT IKARUS- UMBOÐIÐ. . . Sveinn virðist ekki beiskur, talar skýrri röddu og heidur rólegur áfram. Skellir stundum upp úr. Hann greinir frá því að hann hafi strax að þessu loknu farið til starfa hjá kunningjum sínum í Fram- leiðslusamvinnufélagi iðnaðar- manna sem ráku verktakafyrirtæk- ið Rafafl/Stálafl og innflutningsfyr- irtækið Samafl. Hann gerðist fram- kvæmdastjóri hjá síðastnefnda fyr- irtækinu sem á þessum tíma hafði öðlast innflutningsleyfi fyrir Ikarus- vagna. Flestum mun enn í fersku minni öll sú gífurlega umræða sem varð um þá vagna enda segir Sveinn að fyrirtæki sitt hefði í lokin átt bunka af blaðagreinum um það mál. En hvers vegna olli málið svona miklu fjaðrafoki á sínum tíma, sem m.a. varð til þess að Davíð Oddsson gaf kosningaloforð um það fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1982 að Ikarus-vagnarnir yrðu seldir? „Jú, það var opinberlega vitað fyrirfram hvaða vagnar hlytu náð í augum forsvarsmanna SVR, þótt Ikarus-vagnarnir væru helmingi hagstæðari en bæði Volvo og Benz. Og ættar- og hagsmunatengsl þeirra Eiríks Ásgeirssonar, fyrrverandi for- stjóra SVR, og bróður hans Gunnars Ásgeirssonar, forstjóra Veltis sem flytur inn Volvo, voru tekin góð og gild þótt slíkt siðleysi þætti óverj- andi í öðrum löndum. Embættis- menn gerðu allt til að eyðileggja fyr- ir okkur og vinstri meirihlutinn, sem ætlaði sér að taka efnislega á málunum, brást. Þessir þrír Ikarus- vagnar sem Reykjavíkurborg keypti voru í mesta lagi keyrðir í 1 mánuð en síðan var þeim lagt, en 20 Volvo- vagnar keyptir og síðan 10 til við- bótar þótt þeir væru miklu dýrari og yfirbygging þeirra, sem smíðuð var hér heima, reyndist meingölluð. Það fyndna í þessu máli er hins veg- ar það að Velti hf. hafði á árum áður verið boðið Ikarus-umboðið, sem er stærsti liðvagnaframleiðandi í heimi og tekur ásamt Volvo þátt í fram- leiðslu Volvo-Ikarusvagna. Það hefði verið gaman að sjá hvernig málið hefði farið ef „réttur" innflytj- andi hefði haft umboðið." ALDREI SPURÐUR UM HÆFNI EÐA GETU Ikarus-ævintýrið fór sumsé út um þúfur og Sveini tók að leiðast vistin hjá Samafli sem sá líka um öll önnur erlend samskipti fyrir Raf- afl/Stálafl. Að sögn Sveins þróaðist þetta iðnaðarmannafélag ekki sem skyldi, enda hafði allri starfsemi nú verið hætt. Vegna lykta Ikarus- málsins, þegar enginn kærði sig um vagnana, dróst innflutningur Sam- afls mjög saman og Sveinn sagðist ekki hafa séð nokkurn grundvöll fyrir því að flytja inn vörur sem lágu Rafafli /Stálaf li næst og þar eð hann hefði ekki verið eigandi fyrirtækj- anna hefði hann ekki viljað hætta fjármunum þeirra í því ástandi sem málin hefðu verið. „Mig langaði í nýtt starf og lét því af störfum í árslok 1984 og sagði öll- um sem heyra vildu að það væri nóg af störfum í þessu þjóðfélagi, menn skyldu bara líta á blaðaauglýsingar. Ég vissi ekki hvað ég vildi fara að starfa og ætlaði bara að gefa sjálfum mér tíma til að hugleiða málin. Og þá rennur upp fyrir mér að það er nóg af spennandi verkefnum en til að fá þau þarf að hafa sérstök sam- bönd, vera í „réttri" klíku eða í ”rétt- um“ stjórnmálaflokki. Mér flaug ekki í hug að klíkuskapur væri jafn ráðandi á íslandi og hann er. Ég er af góðum ættum, Grímsstaðaætt- inni, en hef engan áhuga á að taka þátt í einhverjum leik, þar sem aðrir eiginleikar en hæfni manna og geta er lögð til grundvallar. Um slíkt hef- ur þó ekki verið spurt í atvinnuleit minni. Svo eru menn að hneykslast á „Berufsverbot" í Þýskalandi þegar hlutirnir eru ekki miklu skárri hér. Þegar ég hafði verið atvinnulaus í mánuð vildi svo til að einn af bestu- vinum mínum dó á besta aldri. Þá fór ég að huga að því hvernig trygg- ingamálum væri háttað í slíkum til- vikum og komst að raun um að við erum áratugum á eftir öðrum þjóð- um og hneisa hvernig að þessum málum er staðið hér á landi. Ég gerði því samning við Almennar tryggingar og Almenna líftryggingu um tryggingasölu en það er erfiðara mál en svo að hægt sé að lifa á því einvörðungu. Þess vegna fór ég líka út í torgsöluna." 12 HELGARPÚSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.