Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 07.08.1986, Qupperneq 24

Helgarpósturinn - 07.08.1986, Qupperneq 24
Suður-kóreanskur píanóleikari Bokjoo Cho heldur þrenna tónleika Mefistó dansar í þorpskránni Hér á landi er nú stödd ung kona frá Suður-Kóreu, Bokjoo Cho að nafni. Hún leggur um þessar mund- ir stund á píanónám í Þýskalandi og mun Ijúka því námi næsta vor. Tón- leikarnir sem hún heldur verða þrennir; þeir fyrstu í kvöld, fimmtu- dagskvöld, \ Hafnarkirkju á Höfn í Hornafirði. Á mánudagskvöld verð- ur tónleikar að Logalandi og loks heldur Bokjoo Cho tónleika í Nor- rœna húsinu næstkomandi mið- vikudagskvöld. Á efnisskránni eru sónötur eftir Haydn og Brahms, ,,Le tombeau de Couperin" eftir Ravel og loks Mefistó-vals eftir Liszt. Þetta er sjálf- ur Mefistó Fásts: Dansinn í þorps- kránni. ,,Ég er fædd og uppaldin í Seoul í Suður-Kóreu og þar lagði ég stund á tónlistarnám þar til ég fór til Vínar og lagði stund á píanónám hjá Paul Badura-Skoda," segir Bokjoo Cho í samtali við HP. 1984 fór ég til Kölnar og lærði hjá Giinther Ludwig, og því námi lýkur í mars á næsta ári. Pá hef ég hugsað mér að læra í tvö ár píanóundirleik við ljóðasöng, kenn- ari verður Höll. En hann hefur verið undirleikari velþekktra söngvara svo sem Elizabeth Schwarzkopf og Dietrich Fischer-Diskau. Auk þess að spila mikið ein hef ég gert mikið af því að spila með fiðlu- leikurum. Ég hef haldið þó nokkra tónleika. Nú síðast spilaði ég t.d. hluta af Mefistó eftir Liszt á tónleik- um í Bonn í desember síðastliðnum. Einnig hefur mér verið boðið að halda tónleika í Ankara í Tyrklandi næsta ár. Ástæðan til þess að ég er stödd hér á landi er sú að í skólanum í Þýskalandi kynntist ég íslenskri stúlku, Guöríði Siguröardóttur, það var veturinn 1984^85. Eftir að hún var farin til íslands og hafði eignast litla stúlku langaði mig til að heim- sækja hana. Auk þess langaði mig til að sjá landið. Við notuðum síðan tækifærið og skipulögðum þrenna tónleika." Aðspurð um tónlistarnám í Kóreu sagði Bokjoo Cho að námið í Seoul væri ekki svo ólíkt því námi sem hún hefði kynnst í Evrópu. ,,Það er ef til vill eitthvað strangara í Kóreu. Þá á þann hátt að það eru foreldrar barna í tónlistarnámi sem reka þau áfram af dálítilli hörku. Foreldrar fylgjast vel með æfingum barnanna og þeir búast alltaf við miklum og góðum árangri hvort sem hann nú kemur eða ekki. Annars held ég að staða tónlistar sé sterkari í Suður- Kóreu en viða annars staðar. Það sést best á þeim fjölda kóreanskra nemenda sem hafa fengið inni í tón- listarskólum í Evrópu og í Banda- ríkjunum," sagði Bokjoo. Tónleikarnir í Hafnarkirkju í kvöld hefjast klukkan hálfníu og eru Hafnarbúar og sveitungar boðnir velkomnir. -gpm Guðríður Sigurðardóttir og Bokjoo Cho KVIKMYNDIR Af lífsfílósófíu Stallones Austurbœjarbíó: Cobra. ★★ Bandarísk: Árgerd 1986. Leikstjórn: George Pan Cosmatos. Handrit: Sylvester Stallone. Tónlist: Sylvester Levay. Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, Birgitte Nilsen, Reni Santoni, Andrew Robinson, Lee Garlington, Brian Thompson o.fl. Enn heiðrar „The Italian Stallion" oss með nærveru sinni á hvíta tjaldinu. Að þessu sinni hefst ófögnuðurinn með því að ábúðarmikil rödd ofurmennisins upplýsir okkur um, að svo og svo mörgum samlöndum hans sé sálg- að árlega, svo og svo mörgum nauðgað, svo og svo mörg vopnuð rán framin o.s.frv. o.s.frv. Að vanda er síðan engin trúverðug skýring gefin á orsökum þessarar auknu glæpatíðni. í þess stað láta menn sér ein- vörðungu nægja að mála upp náttsvarta mynd og úr hófi fram fulla af hleypidómum, af ímynd hins illkynjaða æxlis, þ.e. sökudólg- inum . . .utangarðsmanninum sálsjúka, sem einskis svífst í viðleitni sinni að umturna því þjóðskipulagi og þeim lífsstíl, er sjálfur Stall- one og hún Gitte hans eru lífs lifandi jafnt sem á tjaldinu svo verðugir fulltrúar fyrir. Engum kemur hinsvegar í hug að meinið gæti í raun legið í þeim lífsstíl er þau skötu- hjúin hafa tileinkað sér. Getur verið að lausn- in liggi innbyggð í kjarna siðferðismórals frjálshyggjunnar, hinni „heilbrigðu" darwin- ísku samkeppni, þar sem hinn sterki lifir af og hinum lánlausari er miskunarlaust kastað út í ystu myrkur, þar sem frækorn félags- hyggjunnar hljóta óneitanlega að skjóta rót- um í tímans rás í skugga markaðsekónómí- unnar og 40—50% kjörsóknar í almennum kosningum til senatsins. Nei, enganveginn! Til þess er hún Gitte alltof sæt og Stallone alltof margslunginn og kyngimagnaður handritshöfundur. .. og fangamark J.R. Ewing allt of mikils gulls ígildi, til að augu kvikmyndaframleiðenda þar vestra megi opnast fyrir hinu raunverulega innsta eðli þeirra vandamála sem þeir svo óforskamm- að eru langt komnir með að þurrmjólka í nafni „heilbrigðrar" skynsemi, eða öllu held- ur í skjóli vonarinnar um að þeir megi enn um stund njóta yfirburða sinna á kvik- myndamarkaðnum. Þessi nýjasta útgáfa Stallones á lausn heimsgátunnar er einkar haganlega gerð tæknilega, og sem slík, lýsandi dæmi um nauðsyn þess að við áhorfendur og unnend- ur þessarar listgreinar og eins áhrifamesta fjölmiðils samtíðarinnar séum okkur með- vitaðir um áhrifamátt miðilsins og þess myndmáls, er hann hefur þróað með sér gegnum tíðina. Þetta er einfaldlega vegna þess að við íbúar hinnar vestrænnu menn- ingarheildar sækjum núorðið heimsmynd okkar að miklu leyti til fjölmiðla á borð við kvikmyndir og sjónvarp... og þeim mun haganlegar sem myndefni þessara miðla er framreitt á borð okkar neytenda, þeim mun trúverðugri þykir okkur hinn innbyggði boð- skapur þess og lífsspeki. Ó.A. Slen Bíóhöllin: Óvinanáman (Enemy Minej ★★ Bandarísk: Árgerd 1985. Framleiðandi: Stephen Friedman. Leikstjórn: Wolfgang Petersen. Handrit: Edward Khmara. Kvikmyndun: Tony Imi. Tónlist: Maurice Jarre. Aöalleikarar: Dennis Quaid og Louis Gossett jr. Þetta mun vera fyrsta verk kvikmyndasög- unnar sem e_r fyrirfram frægt fyrir að vera ekki tekið á íslandi. En það er öngvu betra fyrir vikið. Óvinanáman er miðlungsmynd og ber öll merki þess. Það er yfir henni ótta- legt slen sem gjarnan fylgir þeim myndum sem þykja stórar strax fyrir klippingu. Hér segir af samvistum geimfara og geim- veru sem eiga það sameiginlegt að nauð- lenda á eyðistjörnu. Þau eru sitt úr hvorri fylkingunni sem berst fyrir yfirráðum al- heimsins eins og gengur. Þau taka þó ekki upp á því að drepa hvort annað, því við nán- ari kynni komast þau að því að þau eiga tals- vert sameiginlegt. Megingalli Enemy Mine felst í frekar lítil- sigldu kvikmyndahandriti sem er ómarkvisst. Sviðsmyndin er lúin og beinlínis neyðarleg í stóru stúdíóstellingunum sínum, hvaðan maður fær til dæmis þær hugmyndir að hraun renni ekki heldur detti beint að ofan, svona í slöttum. Þá svæfir einhæf notkun ljósa. Það er næstum óskiljanlegt að sami maður hafi unnið jafn hollívúskar myndir og Enda- lausu söguna, Óvinanámuna og svo Das Boot. Milli þessara mynda er langur vegur. eftir Ólaf Angantýsson og Sig Kannski helstur sá að í þeim fyrrnefndu er jafn augljóst áhugaleysi og trúleysa höfundar á verk sitt og öfugu var farið við Kafbátinn. Wolfgang má vara sig. Það er ætlast til ann- ars af honum en ómerkilegra ævintýra. -SER Raunalegt Bíóhúsið: Finders Keepers (Sá á fund sem finnur) ★★ Bandarísk. Árgerð 1984. Framleiðandi: Richard Lester. Leikstjórn: Richard Lester. Handrit: Ronny Graham, Terence Marsh og Charles Dennis. Aðalhlutverk: Michael O'Keefe, Beverly D’Angelo, Louis Gossett Jr., Pamela Stephenson, Ed Lauter, David Wayne o.fl. Richard Lester er einn af þessum leikstjór- um, hvers kvikmyndir í dag eru eiginlega hvorki fugl né fiskur, en sem engu að síður hljóta náð fyrir augum bandarískra fjár- magnsaðila... og þá einkum vegna fornrar og löngu liðinnar frægðar hans fyrri verka. Lester, sem er fæddur Kanadamaður, en starfaði lengst af í Bretlandi, átti sitt blóma- skeið sem leikstjóri undir lok sjöunda áratug- arins og í byrjun þess áttunda. Hann varð fyrst verulega þekktur á alþjóða vettvangi fyrir gerð bítlamyndanna A Hard Day’s Night (1964) og Help!{1965) og ári eftir að hin síðar- nefnda leit dagsins ljós hreppti hann Grand Prix-verðlaunin í Cannes fyrir hina óviðjafn- anlegu kvikmynd sína The Knack, sem byggð var á samnefndu leikverki Ann Jelli- coe. í kjölfarið fylgdu svo gleðileikir á borð við A Funny Thing Happened on the Way to the Forum (1966), How I Won the War (1967) og myndirnar um skytturnar þrjár (1973) og fjórar (1975). Finders Keepers, sem Lester framleiddi reyndar sjálfur á vegum CGS Theatrical Films, byggir á hinu gamalkunna þema um skjót- fengna auðinn, sem með brellibrögðum er svikinn úr sjóði milljónarans, og sem lendir síðan fyrir hendingu á flakki, þar sem fjöl- margir og misaurasjúkir einstaklingar koma við sögu áður en yfir lýkur. Þetta þema hefur gegnum tíðina orðið kveikjan að mörgum af mikilsverðari försum breskrar kvikmynda- sögu þar sem hin óviðjananlega kvikmynd Alexanders Amckendricks The Lady Killers (1958) skipar að sjálfsögðu öndvegið. Þegar framangreint er haft í huga er þeim mun raunarlegra að þurfa að sitja undir jafn misheppnaðri lágkúru og Finders Keepers er í alla staði. Hún er bæði langdregin og leiðin- leg, og þó svo að slíkt verði að mestu leyti að skrifast á reikning handritshöfundanna, þá á Lester sjálfur þar einnig hlut að máli. Leik- stjórn hans er bæði slök og ómarkviss, þann- ig að heildaráhrifin af myndinni hljóta að verða neikvæð... reyndar langt undir með- allagi. Ó.A. Fen Stjörnubíó: Bræðralagið (Band of the Hand) ★★ Bandarísk, árgerð 1985. Framleiðandi: Michael Panch. Leikstjóri: Paul Michael Glaser. Handrit: Leo Garen og Jack Baren. Kvikmyndun: Reynaldo Villalobos. Tónlist: Gaylon Horton. Aðalleikarar: Stephen Lang, Michael Carmine, Laureen Holly, John Cameron Mitchell, Daniel Quinn, Leon Robinsson, A1 Channon og Danton Stone. Fenjasvæðin á Miami-skaga heilla banda- ríska kvikmyndargerðarmenn alltaf öðru hvoru, enda eru þau um margt freistandi til kvikmyndatöku. Þetta er spennandi sviðs- mynd, óræð, ógnandi og öðruvísi. Bræðralagið gerist mestan part á þessari flatneskju og er sumpart lík því landslagi, sumpart rismeiri. Þetta er ofbeldismynd þar sem slagsmál eru útgangspunktur, fjandan- um fastari kjaftshögg, stundum hnífar. Og undir það síðasta byssur í alvöru uppgjöri. Sagan snýst um mestu ótuktir í fangelsi, alls fimm stráka, sem eru sendir í einangrun inn á mitt fenjasvæðið þar sem tekur á móti þeim einn þessara félagsráðgjafa eins og Bandaríkjamenn vilja hafa þá. Maður með lausnir á hreinu, fylginn sér og framkvæm- inn, enda fer það svo að hann færi ekki strák- ana einasta til að láta af fyrra líferni heldur jafnframt til að ráðast að rótum þess, sjálfum undirheimaköllunum, sem eru kúl með kók í nös, menn sem fíla ekki smáatriði. Og formúlan lullar. Tsja, tsja, tsja í lokin og nánast ekkert annað um þetta að segja en að hér fari mjög þokkalegur tryllir af vægari sortinni. Blóðið fossar ekkert, barasta vellur. -SER. 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.