Helgarpósturinn - 07.08.1986, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 07.08.1986, Blaðsíða 28
Afskipti Bandaríkjamanna af hvalveiöum okkar íslendinga hafa að vonum vakið heftúðug viðbrögð manna á meðal. Virðist þá einu gilda hvar í flokki þeir standa. í DV 31. júlí birtust t.d. tvær Kjallara- greinar um málið, önnur eftir Magnús Bjarnfredsson, hin eftir Har- ald Blöndal. Yfirskrift greinar Magnúsar er „Kjaftshögg frá uinum'' og hefst hún svo: „Þá hafa heimsins mestu hvaladráparar Iagt til at- lögu við íslendinga.. .“ Haraldur skírir sína grein „Hrokagikkir“ og segir í upphafi máls: „Bandaríkjamenn virðast ekki þurfa á vinum að halda. Undanfarin misseri hafa þeir Iagt sig í líma við að gera ís- lendinga fráhverfa sér með einstökum ruddahætti og tyrfni í utan- ríkisviðskiptum." Ef eitthvað er séu hægri menn öllu stóryrtari í garð Bandaríkja- manna en þeir sem halda sig vinstra megin hins pólitíska vallar- helmings. Þeir vakna nú upp við vondan draum þar sem þeir áttu fráleitt von á „kjaftshöggi frá vinum“. Rætist hér hið fornkveðna að illt er að binda ást við þann er enga kann á móti... Efalítið eru Islendingar ósammála um ágæti málstaðar síns í hval- veiðimálinu. Þeim mun meiri einhugur ríkir um að afskipti Banda- ríkjamanna af máli þessu eru ólíðandi með öllu eða eins og segir í leiðara sjálfs Morgunbladsins 29. júlí: „Hvalveiðar og sala hvalaf- urða er svo önnur hlið þessa máls sem skiptar skoðanir eru um með- al þjóðarinnar. Um þá hlið er óþarfi að deila nú þegar þarf að snúa einu andliti í vestur." Hér verður nú reynt að varpa nokkru ljósi á þau áhrif sem „kjafts- högg“ vinanna í vestri gæti haft fyrir þjóðernisvitund okkar íslend- inga; strekkist nú t.d. ekki óþægilega á þjóðernishnútnum, sem er bandaríska herstöðin hér á landi? • HVAÐA AFLEIÐINGAR HAFA GRÖF AFSKIPTI BANDARÍKJAMANNA AF HVALVEIÐUM ÍSLENDINGA Á ÞJÓÐ- ERNISVITUND OKKAR? . REYNAST 80 HVALIR OKKUR VERÐUGT SAM- EININGARTÁKN OG TILEFNI TIL AÐ SMÍÐA TRAUSTA SJÁLFSMYND TIL BRÚKS JAFNT INNANLANDS SEM UTAN? En lítum fyrst aðeins á málstað- inn. Hvað í dauðanum kemur bandaríska viðskiptaráðuneytinu til að hóta íslendingum að beita þá við- skiptaþvingunum ef þeir láti ekki af veiðum nokkurra vesælla hvala? Varla af hjartagæsku einni saman því Bandaríkjamenn veiða nefni- lega hvali sjálfir án þess að nýta þá, ekki einu sinni beinin. Gefum Magn- úsi Bjarnfredssyni orðið í fyrr- nefndri grein þar sem hann kemur inn á þennan illþolanlega tvískinn- ung Bandaríkjamanna: „Bandaríkjamenn hafa til að mynda tekið miklu ástfóstri við hvali, svo að með ólíkindum má telj- ast. Peningamenn hafa þar óhemju- mikinn áhuga, enda ekki fráleitt að þýðingarmiklum hagsmunum valdamikilla viðskiptajöfra sé best borgið með því að hvalkjöt sé ekki að þvælast fyrir afurðum þeirra á markaðnum. Auðvitað mega Bandaríkjamenn því ekki heyra það nefnt að hvalir séu drepnir og étnir. Skítt veri með menn, einkum ef þeir hafa óhreinan hörundslit — en alls ekki hvalir." Mörður Árnason: „Viðbrögð Islendinga við afskiptum Bandaríkjamanna af hval- veiðum okkar sýna afskaplega vel að samanlögð (slenska þjóðin gengur með hnút í maganum. Sá hnútur heitir her- stöðin." Samband hræsni og hagsmuna Ennfremur segir Magnús: „En það kúnstugasta í öllu dæminu er svo að sjálfir drepa þeir miklu fleiri hvali en nokkrir aðrir! En það álíta þeir ekki glæp því þeir nýta ekki höfrungana sem þeir drepa tugþús- undum saman, þeir eru bara drepn- ir af því þeir eru fyrir við túnfisk- veiðarnar. Skyldi geta verið eitt- hvert samband milli hræsni og hags- muna? Allavega eru engar aðgerðir, engar þvinganir, bara sorrý! Það eru nefnilega miklir peningar í túnfisk- iðnaðinum og kjötið af höfrungun- um keppir ekki við bandaríska kjöt- ið á neinum markaði." Já, vinstri höndin vill sem minnst af því vita hvað sú hægri gjörir. — Þá hafa margir bent á að talandi um hvali séu mannúðarsjónarmið út í hött. Er eitthvað ómannúðlegra við að drepa einn hval heldur en hundr- að naut eða milljón kjúklinga sem gefa svipað kjötmagn? Hvað er ógeðslegra við að borða volgt hval- kjöt af nýslátraðri skepnunni eins og t.d. Færeyingar gera heldur en fryst nautakjöt, niðurbútað og plastpakk- að? „Það er engu líkara en eitthvert frústrerað yfirstéttarpakk úti í heimi hafi ákveðið að taka lifibrauðið frá okkur veiðiþjóðunum á norðurslóð- um,“ sagði enda einn viðmælandi blaðsins. Flestir viðmælendurnir tóku í sama streng hvað þetta varðar, en töldu jafnframt að full ástæða væri til að sporna við fótum í hvalveiðum og þeirri rányrkju sem átt hefði sér stað á hvalstofnunum. En þeim þótti aftur á móti sem röksemdafærslurn- ar gegn hvalveiðunum almennt, einkum í Bandaríkjunum, væru komnar á villigötur, eða eins og einn komst að orði: „Það gengur ekki sem röksemd að halda því fram að hvalurinn sé yf- ir aðra sjávarbúa hafinn vegna þess að hann sé svo greind og fögur skepna. Þarna er verið að skapa heilaga kú sem á ekki við nein rök að styðjast. Þá hætta menn að veiða og éta hvalinn af svipuðum ástæð- um og þeir átu ekki hrossakjöt í gamla daga. Hvaða dýr ætli verði tekið fyrir næst? Kannski selurinn af því að hann hefur mannsaugu og á Magnús Bjarnfreðsson: „Auðvitað mega Bandaríkjamenn því ekki heyra það nefnt að hvalir séu drepnir og étnir. Skftt veri með menn, einkum ef þeir hafa óhreinan hörundslit — en alls ekki hvali." sjö börn á landi og sjö í sjó!“ Semsé: allir á einu máli um að málstaður Bandaríkjamanna í hvalamálinu sé firna vondur: sjálfir drepi þeir hvali, fyrir nú utan að sá vondi skúrkur Reagan meti meira líf áttatíu hvala á íslandsmiðum heldur en líf milljóna svertingja í Suður- Afríku. Aftur á móti eru menn missann- færðir um ágæti íslenska málstaðar- ins í þessu máli. Þó gátu allir tekið undir að hvalastofninn þyrfti að rannsaka betur með það fyrir aug- um að renna traustari stoðum undir veiðitakmarkanir í framtíðinni, svo og að ekki færi á milli mála að hvalastofninn ógnaði þorskstofnin- um við strendur landsins. Svo mælir líka sjávarútvegsráðherra með Haf- rannsóknastofnun á bak við sig. Veiðar í vísindaskyni. Gárunginn Flosi Ólafsson hendir óspart gaman að þessum vísinda- skynsmálstað íslendinga í Viku- skammti sínum í Pjódviljanum þann 27. júlí. Þar segir Flosi m.a.: „Og ég sé draumalandið fyrir mér: Hægri menn gera vinstri mönnum bjarnargreiða í vísinda- skyni, götustrákar berja gamlar konur niðurí svaðið til að ná af þeim ellilífeyrinum í vísindaskyni, spek- úlantar koma sér upp ábatasömum hundruðmiljónakróna fallíttum í vísindaskyni, faktúrur eru falsaðar í vísindaskyni, bossum og blókum mútað í vísindaskyni og afmælis- gjafir gefnar í vísindaskyni. Nú verður hægt að vera ölóður í vísindaskyni, berja kerlinguna í mask í vísindaskyni... Nú verður það ekki bara hvalur og hrefna sem við drepum í vísindaskyni. Nú drep- um við samviskuna í eitt skipti fyrir öll í vísindaskyni.“ Að halda reisn sinni og virðingu En málið snýst ekki um svo og svo mörg tonn af hvalspiki og beina- mjöli, sem aflað hefur verið í vís- indaskyni eða ekki, samkvæmt út- reikningum Alþjóðlega hvalveiði- ráðsins eða ekki, heldur um það að Bandaríkjamenn hafa í hótunum við Islendinga, ætlast til þess að lög sett í Bandaríkjunum gildi á íslandi eða eins og segir í fyrrnefndum leið- ara Morgunbladsins sem ber yfir- skriftina Ad standa á rétti stnum: „Hér er ekki til umræðu spurning- in um það hvort hvalveiðar yfirleitt séu réttlætanlegar eða ekki. Hér er um að ræða háttsemi í samskiptum milli stórveldis og smáríkis, sem hafa átt mikil og góð samskipti sín á milli í áratugi, sem útilokað er fyrir okkur íslendinga að sætta okkur við, ef við viljum halda reisn okkar og virðingu." Að mati leiðaraskrifara Morgun- blaðsins er aðalatriði þessa máls ekki hvort við missum fiskmarkaði og neytendur í Bandaríkjunum og Japan, heldur hvort Bandaríkja- menn eru „tilbúnir að grípa til jafn fáheyrðra ráðstafana og efnahags- legar þvinganir gagnvart íslandi væru.“ Þá er þess getið í leiðaranum að líkast til sé þessi hegðun Banda- ríkjastjórnar tengd þeirri vaxandi hörku sem þeir hafi sýnt í viðskipt- um og samskiptum við aðrar þjóðir undanfarið; þeir leggi höfuðáherslu á þrönga sérhagsmuni og eigin- gjörn sjónarmið. Öðru vísi manni áður brá við leið- aralestur Morgunblaðsins þar sem „vinurinn í vestri" var til umræðu. Það er fyrst þegar böndin berast að Islendingum sjálfum að hérlendir hægri menn fást til að líta vininn gagnrýnum augum og setja aðgerð- ir hans í viðskipta- og utanríkismál- um í víðara samhengi en ella. Hér er komið við óþægileg kaun, t.d. það sem Mörður Arnason, blaðamaður á Þjóðviljanum, kallar „íslenska þjóðernishnútinn“, en um hann far- ast honum svo orð: íslenski þjóð- ernishnúturinn „Viðbrögð íslendinga við afskipt- um Bandaríkjamanna af hvalveið- um okkar sýna afskaplega vel að samanlögð íslenska þjóðin gengur með hnút í maganum. Sá hnútur heitir herstöðin. Það eru ekki bara herstöðvaandstæðingar sem skammast sín vegna hennar, heldur líður 90% þjóðarinnar illa út af henni. Þetta kemur t.d. fram í því að menn vilja helst aldrei tala um Kan- 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.