Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 16
BOKMENNTIR Fádœma góöur fáviti Fávitinn, fyrra bindi. E. Fjodor Dostojevskí Þýö. Ingibjörg Haraldsdóttir. Útg. Mál og menning Einn þeirra rithöfunda sem hvað áhrifamestir hafa verið á bók- menntir síðustu aldar er rússneska skáldið Fjodor Dostojevskí sem uppi var á árunum 1821—81. Bók hans Fávitinn, sem nú er að koma út í ís- lenskri þýðingu Ingibjargar Har- aldsdóttur er talin eitt af hans merk- ustu verkum ásamt Glæp og refs- ingu og Bræðrunum Karamasov. Markmið Dostojevskí þegar hann skrifaði Fávitann var að hans eigin sögn að skapa hinn fullkomna mann, Kristsmynd rússneskrar sam- tíðar. Málverk eftir Hans Holbein af því þegar Kristur er tekinn niður af krossinum er talið kveikjan að verk- inu og málverk þetta gegnir sér- stöku hlutverki í sögunni. Söguhetjan Myshkin fursti kemur til Pétursborgar eftir langa dvöl í litlu fjallaþorpi í Sviss og lendir strax í miðpunkti lífshringiðunnar í Pét- ursborg. Hann kynnist stúlkunni Nastösju Filippovnu og segja má að sagan sé annars vegar harmleikur hennar og hins vegar skilgreining á spilltu samfélagi sem sýnt er gegn- um einlægni og hreinleika furstans. Fjölbreytni og dýpt persónanna ásamt umfjöllun um trúarlegar og stjórnarfarslegar hugmyndir og hugmyndafræði gera Dostojevskí að þeim risa sem hann er í bók- menntasögunni, án þess að nefna þurfi hvað hann segir líka óhemju góða og skemmtilega sögu. Það er því næsta Ijóst að það skrif- BókaCrtgáfa /VIENNINGdRSJÓÐS SKÁLHOLTSSTlG 7« REYKJAVlK • SlMI 621822 Bók þessi er gefin út í tilefni nítugasta afmælisdags höfundar, Jóhanns Jónssonar. Hann var fæddur á Snæfellsnesi 12. sept. 1896 og lést í Þýskalandi í sept. 1932. Á Jóhanni Jónssyni höfðu vinir hans og félagar meiri vonir festar til skáldskaparafreka en flestum mönnum er í þann tímaóxu upp, segirvinur hans Halldór Laxness en hann ritar um höfundinn í þessari bók. Halldór segir einnig að frægasta Ijóð Jóhanns „Söknuð“ megi telja einn fegursta gim- stein í íslenskum Ijóðakveðskap síðustu áratuga. hjn | 511 ffl ~nr-j ar enginn maður nokkuð af viti um karlinn Dostojevskí í svo stuttri grein sem hér er rúm fyrir. Enda er slíkt ekki ætlunin. Óhætt er þó að fjölyrða svolítið um hversu mikill fengur er að því að fá nú fyrra bindi Fávitans þýtt á íslensku og seinna bindið væntanlegt að ári. Þrátt fyrir almenna ensku- og dönskukunnáttu Islendinga í þeim mæli að flestir geta lesið sér til gagns á þeim málum, verður það staðreynd að lestur góðrar bókar á eigin tungumáli í góðri þýðingu, er lesandanum meira virði og meira gefandi heldur en ef þriðja tungu- málið er milliliður. Stórbrotin saga Myshkin fursta og Nastösju Filipp- ovnu kemur nær okkur beint úr rússnesku yfir í íslensku, en þegar hún kemur úr rússnesku gegnum ensku og þannig yfir í íslenska hugs- un. Lesandinn sem áður hefur lesið þessa sögu á ensku, kannski marg- oft, fær allt í einu nýja sýn inn í sög- una og þann heim sem hún segir frá. Þetta gildir um allar góðar þýðingar, svo og það að betra er að Iesa góða enska þýðingu en vonda íslenska. En út í þá sálma verður ekki farið nú. Annað atriði langar mig að minn- ast á hér en það er að jafnvel þótt við stærum okkur af að vera bók- menntaþjóð og lestrarhestar og eig- um mikið góðra þýðinga, þá eru samt sem áður stór göt í kosti er- lendra bóka á íslensku. Einkum er hér átt við ritverk fjarlægari þjóða. Mál og menning á allt gott skilið fyr- ir að hafa fengið jafn ágætan þýð- anda og Ingibjörgu Haraldsdóttur til að þýða verk Dostojevskis. Því miður er ég ekki í stakk búin til að bera saman frumtextann og þýð- inguna en íslenska þýðingin er skrif- uð á frjóu og myndríku máli sem unun er að lesa, og stendur ensku þýðingunni ekki að baki hvað varð- ar vandað og fallegt málfar. Vand- virkni og virðing fyrir efnivið sínum skín af hverri setningu Ingibjargar. Bókarkápa Róberts Guillemette er mjög falleg og ber þess vitni að vera þaulhugsuð, en þar vill því mið- ur oft verða misbrestur á, svo mikill að lesandinn efast stundum um að myndlistarmennirnir hafi lesið bók- ina sem þeir eru að myndskreyta. Slíkum efasemdum er sannarlega ekki til að dreifa hér. Allur frágang- ur bókarinnar er til sóma svo Dostojevskí karlinn má vel við una. I.Á. NÝ HRÍFANDI SKÁLDSAGA o VflKA' IÍriflflfcll Ný skátdsaga eftirFríðuÁ. Sigurðardóttur rithöfund, en hún hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda fyrir smásagnasöfn sín. Skáidsagan Eins og hafið, gerist í sjávar- þorpi á íslandi. Fríða lýsir í sögunni fjöl- skrúðugu mannlífi í þorpinu, en beinir aðallega sjónum að samskiptum, lífi og ástum fólks sem allt býr í sama húsi. Sagan er næm lýsing á fólki af mörgum kynslóðum, ástum þess, sorgum og gleði. Efnistök höfundar hrífa lesandann og persónur bókarinnar verða Ijóslifandi. =t s (/> >' 16 B HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.