Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 11.12.1986, Blaðsíða 23
Svartá Ftvítu Spurning sú sem leitar á lesand- ann er hvað verður um ungling- inn, hvert á hann að leita, er nema von að hann villist af leið??? Sagan er að hluta til skrifuð í þriðju persónu — um Grímsa — og að hluta í fyrstu persónu — hugleið- ingar Grímsa. Þessi uppbygging gef- ur lesanda fleiri en eitt sjónarhorn og gefur sögunni víðara samhengi og aukna spennu. Höfundur lætur hvorn frásagnarstíl fyrir sig ráðast af atburðum, t.d. er frásögn í þriðju persónu notuð þar sem Grímsi situr við að þýða texta David Bowie Absolute Beginners, en færir síðan Gagnrýnendur bókablaðs HP Dómana í bókablaði HP að þessu sinni skrifuðu Gunnlaugur Ástgeirsson (G.Ást), Heimir Páls- son (HP), Helgi Skúli Kjartansson (HSK), Ingunn Ásdísardóttir (IA) og Sölvi Sveinsson (SS). Þetta er áréttað þar eð einungis fanga- mark höfundanna stendur undir hverjum dómi. BÓKMENNTIR Hverjir eru byrjendur? Algjörir byrjendur e. Rúnar Ármann Arthúrsson Útg. Svart á hvítu. Svart á hvítu gefur út unglinga- bókina Algjörir byrjendur eftir Rún- ar Ármann Arthúrsson. Þetta er fyrsta skáldsaga Rúnars en áður hef- ur hann gefið út ljóðabók, svo og viðtalsbók við Jónas Árnason. Algjörir byrjendur segir frá Grímsa og Palla sem eru fimmtán ára vinir jem búa með fjölskyldum sínum í Þingholtunum. Fjölskyldu- lífið, fjárhagsáhyggjurnar, stelpu- málin, skólinn, brennivínið — allt er þetta til staðar í lífi unglingsins sem er að verða kynþroska og verður að reyna að rata inn í fullorðinsheim- inn gegnum þann frumskóg sem unglingsárin eru. Grímsi, sem er aðalpersóna bókarinnar er milli vita, hálftýndur milli þess að vera ekki lengur barn og ekki heldur full- orðinn og þetta er ekkert ofsalega skemmtilegt ástand, — algerlega öfugt við hina viðteknu mynd ungl- ingasagna þar sem þetta tímabil er skemmtilegt, rómantískt, allt í góðu gamni, einfalt og auðskilið. Raunveruleiki nútímaunglingsins stígur hér fram nokkuð skýr í sam- félagi sem gert er fyrir fullorðna, og bara fullorðna sem meikaþað, sam- félagi þar sem streitan og vandamál- in ríða húsum og nærtækasta lausn- in er brennivín og barsmíðar og flótti í kvennaathvarf. Með skáldsögunni Grámosinn glóir kemur Thor Vllhjálmsson eflaust mörgum á óvart. Hann sækir nú efnivið sinn til íslenskra sakamála á 19. öld og nýtir sér að nokkru tækni spennusagna en spinnur í sömu mund saman prjár ástarsögur. Grámosinn glóir er pó umfram allt samfeildur óður til fslands. Thor VNrualmsson Hlgjör DÚNDURSACA FYRIR ■ ■ m. mÆthm hba ■ &■ UNUUNUA EFTIR RÚNAR ÁRMANN ARTHÚRSSON SAGAN ALGJÖRIR BYRJENDUR gerlst í Reykjavík nútímans. Þar seglr frá unglingsstráknum Crímsa og fyrstu ástinni hans, kunningjunum og fleira fólki veturinn sem sprengjan sprakk. Ekki alveg tíðindalaus vetur það! pessi fyrsta skáldsaga Rúnars Armanns er bæðl skemmtileg og spennandf afiestrar. Dúndursaga fyrir ungllnga. frásögnina yfir í fyrstu persónu þeg- ar Grímsi fer, út frá þýðingu sinni á textanum, að hugsa um stelpuna sem hann var einu sinni skotinn í og hvort hann eigi að segja Palla frá henni. Algjörir byrjendur er hressileg og góð saga, en mér finnst alveg eins mega kalla hana unglinga- og fullorð- inssögu eins og bara unglingasögu. Þetta er saga sem segir okkur ýmis- legt en er jafnframt skemmtileg og spennandi aflestrar. Það er ekki ver- ið að predika neitt, hvorki fyrir unglingum né fullorðnum, en það er kastað fram ýmsum spurningum sem vert er að velta fyrir sér og at- huga með sjálfum sér hvort maður finnur svar. Áfram Rúnar Ármann. -I.Á. HEFUR HLOTIÐ EINRÓMA LOF '*«*♦ f < ' *'*»» « , *!**««» • HELGARPÓSTURINN 23 B

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.