Helgarpósturinn - 05.03.1987, Síða 2

Helgarpósturinn - 05.03.1987, Síða 2
URJÓNSBÓK Punktar frá plássinu (Geirborg Gunnlaugsdóttir skrifar bréf) eftir Jón Örn Marinósson „Elsku hjartans vinur (og þið hin)! Tíð hefur verið með eindæmum góð hérna í plássinu í vetur, stillur og hlýindi viku eftir viku svo að elstu menn með fullum sönsum muna ekki aðra eins blíðu. Páll í Fanngerði stendur þó á því fastar en fótunum að vetur- inn '12 til ’13 hafi verið betri, a.m.k. Fann- gerðismegin í þorpinu, en þess er að gæta að Páll í Fanngerði hefur ekki verið með fullum sönsum síðan hann fór í öldrunarleikfimi í hitteðfyrra og Valdís gamla á Brúnastöðum sló hann í ógáti með krepptum hnefa í arm- réttingum. Allir aðrir þykjast ekki í nokkrum vafa um að þetta sé mildasti vetur á þessari öld og hafa menn yfirleitt stjórn á sjálfum sér uns talið berst að því hvaða vetur komi næst- ur þessum; lá um daginn við slagsmálum í setustofunni á elliheimilinu og Bjarni í Gröf fékk síðasta hjartaáfallið. Veðurblíðan er þannig ekki til ævinlegs fagnaðar þó að höfðinglega hafi verið veitt í erfidrykkjunni eftir Bjarna heitinn. Sveinn ýtustjóri hefur til dæmis verið hvort tveggja í sann atvinnu- og tekjulaus í allan vetur og ekkert getað grynnkað á meðlagsskuldun- um. í stað þess að vera upp á heiði nætur og daga í snjómokstri eins og undanfarna vetur, hefur hann legið upp á nokkrum ónefndum kvenpersónum hérna í þorpinu og kæmi engum á óvart þó að lengdist hjá honum list- inn hjá tryggingastofnun. Finnst mönnum sem Sveinn hafi starfað nóg að fólksfjölgun í dreifbýli, svo að ekki sé minnst á hvílíkt ónæði er af manninum eftir að hann missti bílinn upp í meðlagsskuld og hefur ekkert annað en ýtuna til að skjótast á milli nætur- staða. Við erum einnig á því að veðurblíðan hafi átt sinn þátt í hversu búið er að stofna marga nýja stjórnmálaflokka í héraðinu og ákveða mörg sérframboð til alþingiskosninga. Til þess hefur aldrei komið í vetur að aflýsa hafi orðið áður boðuðum landsmálafundi vegna ófærðar eða illviðris og er ekki að sökum að spyrja ef tekst að hóa tíu íslendingum saman á pólitískan fund: áður en kvöldið er úti eru þeir búnir að uppgötva nýjan sannleik, betri kenningu og réttlátari tekjuskiptingu og , fæða af sér nýjan stjórnmálaflokk eða að minnsta kosti nýjan spámann í sérframboð. Ekki veit ég hvernig þetta verður á endan- um þegar gengið verður til kosninga. Sumir af gömlu flokkunum hafa klofnað svo snögg- lega að rótgrónir flokksmenn hafa margir hverjir ekki áttað sig á því ennþá í hvorum klofningsarminum þeir eigi að vera. Svo hef- ur það einnig gerst að flokkar, sem voru klofnir, eru það ekki lengur og menn hérna í þorpinu, sem höfðu ræktað með sér fullan klofningsfjandskap í fjögur ár, standa nú frammi fyrir þeim vanda að þurfa jafnvel að vinna saman að kosningasmölun. Sex nýir stjórnmálaflokkar auka svo enn á ringulreið- ina á meðal ættingja mannsins, sem tók upp á því að stofna flokk og skipar fyrsta sæti, svo borið skilning á fyrr en þær eignuðust kvennabókmennt ir. Ég skal segja þér í trúnaði að þetta virkaði eins og opinberun á okkur stelpurnar í stof- unni hjá henni Möggu og munaði ekki nema hársbreidd að við gerðum út af við Jóa henn- ar þegar hann kom inn með vöfflurnar. í tæpan mánuð eftir þetta lásum við ekki annað en kvennabókmenntir og það var svo sannarlega undarlegt að koma í fyrsta skipti á þorrablót þar sem maður skynjaði í einni sjónhending hvað vakti fyrir körlunum. En það fór eins og við var að búast. Af öðrum menningarstraumum, sem bor- ist hafa til þorpsins í vetur, get ég ekki undan vikist að nefna nývaknaðan áhuga okkar á óperum. Það er hreint aðdáunarvert hvað fólk er orðið andlega sinnað. Fyrir tveimur árum hefði enginn getað trúað því að hér i þorpinu yrði færð upp heil ópera, hvað þá með söngvurum, hljómsveit og öllu saman. En það er sumsé orðin staðreynd. Leikfélag- ið réðst í það þrekvirki að tjalda yfir sund- laugina og setja upp Hollendinginn fljúgandi og verður barasta að viðurkenna að sýning- in tókst vonum framar. Að vísu hefði lýsing mátt vera betri í anddyrinu og aðeins rýmra, svo að fólk fengi notið sín, en allir höfðu full- an skilning á að þetta var fyrsta óperusýning leikfélagsins og ekki hægt að gera of miklar kröfur. Við létum okkur jafnvel hafa það að drekka kampavínið úr piastmálum. Af einstökum atriðum í óperunni vakti mesta athygli kjóllinn sem hún Kristjana keypti í París í fyrrasumar, alveg dýrðlega fallegur, og svo hitt að Bergþóra er tekin aft- ur saman við hann Gunnlaug. Ekki getur nokkur maður skilið í henni Bergþóru. Það ,er löngu vitað að Gulli á ekki bót fyrir rassinn á sér. Öllum er hulin ráðgáta hvað hún sér við hann. Kannski er það eitthvað sem aðrir fá ekki að sjá; að minnsta kosti gat ég ekki komið auga á neitt þarna í óperunni. Héðan er annars fátt að frétta á landsvísu. Menn eru ýmist að bíða eftir að þeir komist í samband við lottóið, fái afruglara eða hús- næðismálastjórnarlán og er aðdáunarvert hvað sumir geta haldið lengi út. Bjössi á Sól- völlum hefur elst mikið síðan hann fékk vil- yrði um lán og allt eins líklegt að hann hafi ekki heilsu til að byggja yfir fjölskylduna eft- ir að börnin verða flogin úr hreiðrinu og lán- ið kemur til útborgunar. Þeir sem eiga inn- hlaup í kjallaraíbúð hjá ættingjum fyrir sunn- an, hafa margir flust úr þorpinu, og nú standa níu einbýlishús auð og mannlaus í plássinu eða akkúrat jafnmörg og útvarps- stöðvarnar, sem dæla yfir okkur poppi allan sólarhringinn. Komið hefur til tals að leigja húsin undir kosningaskrifstofur í apríl og síð- an undir erlenda ferðamenn í sumar. En við sjáum hvað setur eftir kosningar, minn hjartans vin. Og skilaðu kveðju til gömlu nágrannanna fyrir sunnan." JÓN ÓSKAR varla undan að baka vöfflur. Við fengum fyr- irlesara að sunnan, unga konu með háskóla- próf í bókmenntum og afskaplega slæma húð. Hún bjó yfir feiknlegum lærdómi og fullyrti hiklaust að karlar gætu ekki skrifað kvennabókmenntir af því að þeir væru ekki konur. Karlar væru að þessu leyti mun ófull- komnari verur en konur sem einar allra lif- andi vera gætu skrifað kvennabókmenntir af því að þær væru ekki karlar. Karlar sæju konur ævinlega með augum karlmannsins og væri fyrirmunað af þeim sökum að gefa rétta mynd af konunni og raunverulegu hlut- skipti hennar. Konur sæju hins vegar hvað- eina með augum kvenna, af því að þær eru konur, og þess vegna gæfu kvennabók- menntir, skrifaðar af konum og um konur og handa konum, hárrétta mynd ekki einungis af konum og raunverulegu hlutskipti þeirra heldur einnig af karlmönnum og raunveru- legu innræti þeirra sem konur hefðu ekki að ég tali nú ekki um sérframboðin sem hafa í þessu kjördæmi að minnsta kosti sprottið upp ýmist í kringum einn togara, eitt frysti- hús, tíu kílómetra af bundnu slitlagi eða fimmtíu ár af þingmennsku. Til viðbótar körlunum eru svo konurnar farnar að sóa dýrmætum tímanum í pólitík og varð enginn hissa þegar Gogga í apótekinu var allt í einu komin í annað sæti á kvennalistanum, aldrei hefur nokkur maður séð þá konu þurrka úr gluggum hjá sér eða taka í prjóna. Þú mátt ekki skilja orð mín svo að ég hafi eitthvað við það að athuga að konur láti að sér kveða; þvert á móti. Ég er til dæmis virki- lega stolt af því hvað konur hérna í þorpinu hafa verið ötular í menningarlífinu í vetur. Við héldum eftir áramótin til að mynda þriggja kvölda námskeið um kvennabók- menntir sem var svo vel sótt að Magga, for- maður lista- og fræðslunefndar, varð að opna yfir í betri stofuna hjá sér. Jói hennar hafði AUGALEIÐ 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.