Helgarpósturinn - 05.03.1987, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 05.03.1987, Blaðsíða 22
, , LÆigCUN , A VISITÖLUALAGI LANA sem veitt voru með lánslgaravísitölu úrByggingarsjóði ríkisins fyrir 1. september 1983. Framlcvæmd lækkunarinnar fer þannig fram Frá og með 1. febrúar 1987 voru grunnvísitölur þessara lána hækkaðar með stuðlinum 1.0288 þannig að eftirstöðvar lánanna með verðbótum lækka um 2.8%. Dæmi 1: Lán að fjárhæð kr. 100.000 sem veitt var í júlí 1982 með grunnvísitöluna 373 verður framvegis með grunnvísitöluna 384. Lán þetta er með 2.25% vöxtum til 16 ára, fyrsta árið afborgunar- laust, og fjórum gjalddögum á ári. Á gjalddaganum 1. febrúar 1987 á að greiða samtals kr. 8.171 af þessu láni í vexti, afborgun og verðbætur en kr. 8.412 ef til lækkunar hefði ekki komið. Petta er lækkun um kr. 241. Eftirstöðvar lánsins með verðbótum eftir greiðslu á gjaiddaganum lækka úr kr. 333.592 í kr. 324.036, eða um kr. 9.556. Leggja verður fram afrit af kaup- samningum vegna íbúða, sem komu til sölu í fyrsta sinn á tímabilinu septem- ber 1983 til janúarloka 1987 og eru með áhvílandi lánskjaravísitölulán. Petta nær þó aðeins til lána er veitt voru úr Byggingarsjóði ríkisins fyrir 1. september 1983. Þeir sem hafa greitt upp slfk lán leggi fram afrit af greiðsluseðli. Þessi afrit ásamt upplýs- ingum um nafn, nafnnúmer og heim- ilisfang verður að senda til Veðdeildar Landsbanka íslands, Laugavegi 77, 101 Reykjavík, fyrír 1. apríl 1987. Margar þessara íbúða hafa verið seldar oftar en einu sinni. í hvert sinn hafa eftirstöðvar með verðbótum verið ofmetnar. Þeir sem seldu slíkar íbúðir í fyrsta sinn á tímabilinu september 1983 til janúarloka 1987 fá endurgreitt sem nemur lækkuninni (2.8%) á eftir- stöðvunum ásamt ofgreiddum verð- bótum á hverjum gjalddaga frá september 1983 til söludags. Hinir sem eftir koma, kaupa og selja miðaö við ranga vísitölu. Þeir fá þvf hvorki endur- greidda þessa lækkun né endurgreitt vegna ofgreiddra verðbóta, þar sem Byggingarsjóður rfkisins endurgreiðir fyrsta seljanda alla lækkunina á eftirstöðvunum. Dæmi 2: íbúð var seld í júlí 1985. Á íbúðinni hvíldi lán, sem veitt var úr Byggingarsjóði ríkisins í júlí 1982, upphaflega kr. 100.000. Lánskjör eru sömu og í dæmi 1. Sami eigandi hafði átt íbúðina allan tímann. Eftirstöðvar lánsins með verðbótum þegar íbúðin var seld voru kr. 279.591 en áttu að vera kr. 271.582. Þennan mismun, kr. 8.009, fær seljandinn endurgreiddan ásamt ofgreiddum verðbótum á hverjum gjalddaga frá september 1983 til söludags íjúlí 1985, sem nema um kr. 991. Hann fær því kr. 9.000 ásamt dráttarvöxtum eins og þeir voru á hverjum tíma til greiðsludags. Samtals nemur endurgreiðslan kr. 15.609. í apríl 1987 verður send endur- greiðsla til þeirra, sem voru skuld- arar þessara lána 1. febrúar 1987, sjá þó liði 2 og 3 hér að framan. Endurgreiðslan nemur þeirri fjárhæð, ásamt dráttarvöxtum til greiðsludags, sem ofgreidd var á hverjum gjalddaga á tfmabilinu september 1983 til janúarloka 1987. Séu lán f vanskilum verður endurgreiðslunni varið til greiðslu á þeim. Dæmi 3: Sama fjárhæð og sömu lánskjör og í dæmi 1 og 2 hér að framan. Ibúðin hefur verið í eigu sama aðila allan tímann. Hann fær vegna ofgreiddra verðbóta kr. 2.249. Samtals ásamt dráttarvöxtum nemur endurgreiðslan kr. 3.882. í þeim tilfellum þar sem seljendum verður endurgreitt vegna ofmet- inna eftirstöðva, ætti að innheimta sömu fjárhæð hjá núverandi eigendum vegna þess að grunnvfsitölur allra þessara lána voru hækkaðar frá og með 1. febrúar 1987 og þar með eftirstöðv- arnar lækkaðar. Eftirgjöfin er því framkvæmd tvisvar f þessum tilfellum. Þegar fyrir liggur hvaða fbúðir hafa skipt um eigendur, verður tekin ákvörðun um hvort núverandi skuld- arar verða krafðir um endurgreiðslu. Reykjavík, 1. mars 1987 Húsnæðisstofnun ríkisins • •

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.