Helgarpósturinn - 05.03.1987, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 05.03.1987, Blaðsíða 20
AFANGAR FERÐAHANDBÓK SEXTÍU LEIOARLÝSIMGAR OG SÉRTEIKNUÐ KORT Safnrit ferðanefndar Landssambands hestamannafélaga HESTAMANNSINS Bókaútgáfa Helgarpóstsins s: 681511 Þ essi frásögn er óstaðfest: Fyr- ir nokkrum dögum fréttum við, að verðbréfamarkaður Iðnaðar- banka Islands byði fyrir hönd ónafngreinds aðila yfirverð í hluta- bréf í Flugleiðum, eða stuðulinn 4,5, en verðmæti hlutabréfa í félag- inu munu vera nær 3,9. Ymsar get- gátur eru um hver kaupandinn sé. Þess má geta, að aðalfundur Flug- leiða er á næstu grösum... l tímaritinu Heimsmynd, sem kom út í dager forvitnileg grein um eyðni eftir Oskar Arnbjarnarson lækni, sérfræðing í ónæmisfræðum sem er að koma til starfa á íslandi eftir sérfræðinám í Bandaríkjunum. í grein sinni gerir Óskar því skóna, að hin mikla umræða um eyðni og varnir gegn sjúkdómnum sé mestan part uppblásinn hræðsluáróður. Fram mun koma hjá Óskari, skv. heimildum HP, að eyðni sé fyrst og fremst bundin við svokallaða áhættuhópa og að svo muni verða áfram. Þá mun Óskar hafa alla fyrir- vara á gagnsemi smokksins sem vörn gegn þessum vágesti. . . þá er í blaðinu viðtal við þau skötu- hjú Valgerði Bjarnadóttur og Kristófer Má Kristinsson, sem nú starfa í Briissel, en voru áður for- sprakkar í Bandalagi jafnaðar- manna. Skv. heimildum HP tala þau óhikað um samferðamenn sína í pólitík. Meðal þeirra sem fá það óþvegið eru Guðmundur Einars- son alþm., aðrir bandalagsmenn og formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, auk nokk- urra helstu forystumanna Sjálf- stæðisflokksins. Valgerður Bjarnadóttir var, eins og kunnugt er af fréttum, orðuð við framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en haetti við eft- ir að hafa skoðað málið. í viðtalinu segir hún, skv. heimildum HP, frá samskiptum sínum við forystumenn flokksins þeirra á meðal Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgun- blaðsins. Má gera ráð fyrir því að landsþingsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins drekki í sig fróðleikinn í Laugardalshöllinni næstu daga... NUTIMAFOLK Bókin um einstaklinginn í einkalífi og starfi. Gagnleg bók handa fólki á öllum aldri Islensk bók sem á erindi vid alla og þig líka Höfundar Nútímafólks eru hinir kunnu sálfræðingar Álf- heiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Þær reka í sameiningu sjálfstætt fyrirtæki á sínu sviði, Sálfræðistöðina, þar sem þær bjóða m.a. upp á einkaviðtöl og starfsráðgjöf. Álfheiður og Guðfinna hafa á undanförnum árum efnt til námskeiða um land allt og hafa þúsundir manna sótt þessi námskeið, sem bæði hafa verið sniðin að þörfum almennings, sérhæfðra starfshópa og at- vinnufyrirtækja. Þá hafa þær ritað fjölda greina í blöð og tímarit. I Nútímafólki er m.a. leitast vid aö svara þessum spurningum: • Hvad mótar einstaklinginn? • Hvernig pössum við saman? • Hvers vegna ganga sum sambönd en önnur ekki? • Hvers vegna rífumst viö? • Hvernig hjálpum viö börnum best í skilnaöi? • Hvernig vegnar þér í starfi? • Hvernig eru samskiptin á vinnustaö? • Andlegt heilbrigöi — hvaö er aö vera ,,normal“? 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.