Helgarpósturinn - 05.03.1987, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 05.03.1987, Blaðsíða 11
kveldi var lögð fram heilsteypt dag- skrá fyrir Rás 2 langt fram í mars- mánuð. Einsog kunnugt er verður byrjað á sólarhringsútvarpi þar lík- lega 18. mars, sérþættir færast yfir á kvöldin og marglr nýir þættir og ný nöfn munu koma við sögu. Á dag- skráráætlun ér m.a. stórt tónlistar- magasín eftir hádegi, þarsem Leif- ur Hauksson bóndi, tónlistarmað- ur og leikari mun stjórna til að byrja með. Einna stærst verður breytingin á síðdegisdagskránni og mun vera áformað að stórt fréttamagasín verði milli klukkan fjögur og sjö síð- degis. Aðal röddin í þessum þætti verður til að byrja með knúin talfær- um Brodda Broddasonar nýráðins fréttamanns. í haust er talið að Stefán Jón Hafstein muni taka við stjórn síðdegisútvarpsins og ýmsu varðandi dagskrárpólitík hjá út- varpinu. Jón Ólafsson útvarps- maður, sem nú er staddur í Hol- landi mun koma til starfa í sumar. Sérstakur morgunþáttur fyrir áris- ula verður milli kl. 6 og 9 undir stjórn Erlu Skúladóttur, leikkonu og Rósu Pálsdóttur leikkonu. Morgunútvarpið sem nú er í gangi frá klukkan níu til hádegis hefur hins vegar staðið af sér breytingar og verður í höndum sömu stjórn- enda, Kolbrúnar Harðardóttur og Kristjáns Sigurjónssonar. í dagskrártillögunum er gert ráð fyrir miklum breytingum á helgarefni útvarpsins og þar með að til komi skemmtiþættir, sem og á fimmtu- dagskvöldum. Þar verða nýir þættir með einskonar nærmynd af viðtals- efni, þannig að talað verður við samferðamenn þess sem sérstak- lega er talað við. Þessar upplýsingar eru fengnar í gegnum milliliði úr sérstakri leyniskýrslu dagskrár- nefndarinnar, en talið er að útvarps- ráð muni samþykkja glatt og kátt. Samkvæmt heimildum HP er mór- allinn nú um stundir mun betri en áður á Rás 2 og starfsfólk hefur ver- ið á námskeiðum til undirbúnings nýrri dagskrá. Þykist fólkið vel í stakk búið. . . | Þjóðviljanum á þriðjudaginn var harðorð grein eftir Stefaníu Þorgrímsdóttur rithöfund frá Garði í Mývatnssveit, þarsem hún kvartar undan sérkennilegri pólitík stjórnarandstöðuflokks á þingi vegna svonefnds fræðslustjóramáls. Sérstaklega fá þeir nótu frá Stefaníu þingmennirnir Hjörleifur Gutt- ormsson, Garðar Sigurðsson og þá helst Guðmundur J. Guð- mundsson sem hún svarar með biblíu- og bókmenntatilvitnunum. „Þessi þríeining Alþýðubandalags- andans í neðri deild Alþingis tryggði íhaldinu sigur og Sverri Her- mannssyni náðugt ævikvöld í sæti menntamálaráðherra." Undir lok greinarinnar tilkynnir Stefanía úr- sögn úr Alþýðubandalaginu: ,,Ég hef einfaldlega ekki það skap, sem þarf til að vera kölluð flokkssystir Biblíu-Grána J. Guðmundssonar og hans nóta lengur. .. ^^/^iargir menn í kerfinu hafa marga bitlinga og gefa þá ekki svo glatt frá sér, þó þeir taki við anna- sömum störfum í stjórnkerfinu. Einn slíkra þenslumanna er Þórður Friðjónsson forstöðumaður Þjóð- hagsstofnunar. Hann erm.a. stunda- kennari við HÍ, í stjórnum Fram- kvæmdasjóðs, Stjórnunarfélags ís- lands og í norræna útflutníngsverk- efnasjóðnum. Það er nóg að gera hjá Þórði. . . |k| H okkur átök munu vera þessa dagana á Þórshöfn á Langa- nesi vegna útgerðarmála togaran's Stakfells. Þar hafa verið haldnir borgarafundir og gefin út dreifirit vegna málsins. Tildrög þessara átaka eru þau, samkvæmt heimild- um, að Kaupfélag Langnesinga á Þórshöfn keypti á síðasta ári hlut Raufarhafnarbúa í togaranum og er þarmeð í meirihluta í Útgerðarfé- lagi Norður-Þingeyinga og á kaupfélagið þannig 52% í togaran- um. Þessi togari er hins vegar fjör- gjafi frystihússins Fiskiðjunnar á Þórshöfn. Fiskiðjan og Þórshafnar- hreppur eiga minnihluta í útgerð Stakfellsins og eru ósammála þeim breytingum sem kaupfélagið ætlar að láta gera á skipinu, þ.e. breyta því í frystiskip. Þannig telja Fiskiðju- menn að kæmi til hráefnaskorts ef togarinn hætti að gera upp hjá Fisk- iðjunni, en kaupfélagsmenn telja að enginn rekstrargrundvöllur sé fyrir útgerðinni nema skipinu verði breytt í frystitogara. Framkvæmda- stjóri Fiskiðjunnar er Jóhann Jóns- son en framboðslisti hans vann mikinn sigur í sveitarstjórnakosn- ingum sl. vor og fékk 4 menn kjörna. Annar listi var borinn fram með stuðningi kaupfélagsstjórans Þóróifs Gíslasonar, en sá listi fékk hins vegar 1 mann kjörinn. Telja sumir að hér sé um eftirleik sveitar- stjórnakosninganna að ræða að nokkru leyti. Hins vegar sitja þeir Jóhann og Þórólfur í mikilli sátt báð- ir tveir á framboðslista Stefáns Val- geirssonar í Norðurlandskjör- dæmi eystra og er ekki vitað til að þessi átök um togarann muni hafa áhrif þar á gang mála... ástæður fyrir því ALÞYÐUFLOKKURINN í REYKJAVÍK leggur út í kosningabaráttuna með sterkum og framsæknum framboðslista, SIGURLISTANUM '87. Styrkur hans helgast af fjölbreyttum starfsferli þess fólks sem hann skipar, ólíkri lífsreynslu þess og hæfileikum. Þetta eru fulltrúar þess fólks, sem myndar íslenskt NÚTÍMASAMFÉLAG og vill móta framtíð þess í anda JAFNAÐARSTEFNUNNAR. JAFNAÐARSTEFNAN ER í SKRIÐÞUNGRI SÓKN UM ALLT LAND. Taugaveiklun í herbúðum andstæðinganna er því skiljanleg. Alþýðuflokkurinn stefnir ákveðið að því að 5 EFSTU MENN LISTANS í REYKJAVÍK TAKI SÆTI Á ALÞINGI ÍSLENDINGA EFTIR KOSNINGAR. 5 ÁSTÆÐUR fyrir því að KJÓSA KRATANA eru fólkið sem skipar 5 EFSTU SÆTIN. 1. JÓN SIGURÐSSON, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, einn helsti efnahagssérfræðingur þjóðarinnar, 2. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR, alþm., sem með atorku sinni á þingi hefur þokað íslensku samfélagi á brautir velferðarríkisins, 3. JÓN BALDVIN HANNIBALSSON alþm., sem með fgstinsinni og sókndirfsku hefur fylkt Alþýðuflokknum í fremstu víglínu íslenskra stjórnmála, 4. LARA V. JÚLÍUSDÓTTIR, lögfræöingur ASÍ og formaður Kvenréttindafélags íslands með nána reynslu af kjara- og \ jafnréttisbaráttu. 5. JÓN BRAGIBJARNASON Iífefnafræðingur, talsmaður nýrra leiða í atvinnumálum íslendinga. 25, APRÍL NÁLGAST! NÚ HAFA ALLIR FLOKKAR KYNNT LISTA SÍNA. GERIÐ SAMANBURÐ Á ÞESSUM LISTA OG LISTUM ANNARRA FLOKKA. HELGARPÓSTUFWMN 11

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.