Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 05.03.1987, Qupperneq 4

Helgarpósturinn - 05.03.1987, Qupperneq 4
YFIRHEYRSLA nafn: Þorgeir Ástvaldsson fæddur: 2.6. 1950 staða: Atvinnulaus fv. forstöðumaður Rásar 2 læun: Alls engin í dag bifreið: Saab 900 áhugamál Tónlist, góðar bækur, íþróttir o.fl. heimilishagiR: Kona Ásta Eyjólfsdóttir. 3 börn, Kristjana Helga, Eva Rún og Kolbeinn Þór í klemmu Ég lenti eftir PriSrilc Þór Guðmundsson myndir Árni Bjarnason Porgeir Ástualdsson er hœttur hjá Rás 2 eftir fjögurra ára forstööumennsku þar. Ekki vilja allir meina aö brottför hans hafi uerid átakalaus og telja ad Þorgeir hafi uerið ftœmdur á brott. Nú hefur Þorgeir opinberaö þátttöku sína í nýrri útvarpsstöö og er þá um leiö kominn i samkeppni uid fyrrum félaga á Rásinni. Þorgeir er í Yfirheyrslu í dag. — Þú varst sem forstöðumaður tals- vert einráður um alla uppbyggingu Rás- ar 2. Mistókst þér að búa til skemmtilega útvarpsstöð? „Ég get ekki kvartað yfir því að hafa ekki verið einráður innan vissra marka. Ætlunin var að búa til músíkrás og þú spyrð hvort mér hafi mistekist. Ég vil alls ekki kenna ytri aðstæðum alfarið um og auðvitað hlýtur maður að vera skrifaður fyrir gjörðum sín- um. Og ég er það." — Hver voru fyrirmælin í upphafi? Hvað fól þáverandi útvarpsstjóri þér að gera? „Það voru tiltölulega einföld fyrirmæli. Það lá fyrir nefndarálit sem menn gátu ráðið í að væri fyrirboði þess að einkaréttur yrði afnuminn. Nota bene, ég er ekki að tala um einokun, ég er á móti henni og hún á sér slæma sögu meðal íslendinga. Þar með þótti þáverandi fyrirliðum ljóst, að það steðjaði ákveðin hætta að RÚV, þar sem hlut- deild tekna af augiýsingum var orðin afger- andi. Fyrirmælin voru einföld: farðu og spil- aðu plötur með skemmtilegum kynningum, annað ekki.“ — Hafði útvarpsráð einhver afskipti af þínu starfi I upphafi? „Ég get ekki kvartað yfir því að útvarpsráð hafi í smávægilegum atriðum hiutast til um t.d. ráðningar á einstökum þáttagerðar- mönnum. Eg hafði ákveðið svigrúm sam- kvæmt skilgreiningunni og ég geri ráð fyrir því að útvarpsráð hafi samkvæmt þeirri skil- greiningu hvorki getað né viljað hlutast til um það.“ — Rásin var gagnrýnd mjög fyrir aug- lýsingamennsku mánuðina áður en Bylgjan hóf útsendingar sínar. Lentir þú í klemmu á milli auglýsenda og þess sem þú vildir gera sjálfur? „Auðvitað lenti ég í klemmu, og það var samkvæmt því sem ég sagði áður en Rás 2 fór af stað. Þegar til samkeppninnar kemur og eigi Rás 2 að standa í þeirri samkeppni, þá' verður að viðurkenna viðtekna viðskipta-' hætti í nafni ríkisins jafnt og á hinum frjálsa markaði. Ég held að þetta komi ekki á dag-- inn, einfaidlega vegna þess að Rás 2 var og- er ríkisfyrirtæki. Ef þú færð ekki að viðhafa þær leikreglur, sem eru viðteknar á hinum frjálsa markaði hverju sinni, þá þýðir auðvit- að ekkert að tala um samkeppni." — Lausamenn á Rásinni hafa haldið því fram að fastráönir menn hafi verið orðnir ansi heimaríkir og nánast litið á Rásina sem sitt einkafyrirtæki. Ertu sammála þessu viðhorfi? „Auðvitað ekki, en hins vegar hef ég ákveðnar skoðanir á því hvernig reka eigi út- varpið. Ég held að þessi orðrómur sé sprott- inn af því að ég vildi, og vil, að hver og einn fái að njóta sín í útvarpi eins og hann er og ég ákvað það þegar við ráðningu að vera ekki á öxlunum á fólki. Ég átti mjög gott og farsælt samstarf við fólk og ég leyfi mér að vona, að margir hafi notið þess að vera þeir sjálfir og finna til sitt efni án einhverra strangra fyrirmæla í smáatriðum. En stjórn- mennska af þessu tagi var þannig að það var oft kallað á mig í sambandi við þetta, að það þyrfti að stýra iiðinu betur. En ég var einfaid- lega þannig í sveit settur að ég átti ekki ann- arra kosta völ. Mér þykir vænt um það, svona til baka litið, að vingast við þá sem ég vann með og eiga með þeim heiðarlegt samstarf án óþarfa afskiptasemi. Það er dálitið skrítið, þegar maður er í orði kveðnu ásakaður um að sýna ekki af sér harðfylgni, eða stjórn- mennsku, að þá er maður dæmdur fyrir það úr ákveðnum áttum. En ég held fast við það að tína ekki út fastmótaðar reglur úr ein- hverjum stjórnsýslufræðum, þar sem maður á að halda sig í einhverri ákveðinni fjarlægð við þá, sem eru að vinna í þínu nafni, ein- vörðungu af því að það búi til eitthvað „respekt", eða virðingu. Ég bara neita því. Við búum hér saman í þorpinu ísiandi og ég held aö við getum aldrei meðtekið einhverj- ar alþjóðlegar reglur um hegðan forstjóra. Mér er alveg sama hvort ég er dæmdur fyrir þetta og hef ákveðnar röksemdir fyrir því.“ — Því hefur verið hvíslað að þú hafir ekki ráðið við starfið og í því sambandi bent á uppsveiflu Bylgjunnar. Finnst þér þetta réttmætt nú þegar Bylgjan virðist á niðurleið, en Rásin á uppleið? „I fyrsta lagi er ég alls ekki viss um að Bylgjan sé á niðurleið og Rás 2 á uppleið, eða öfugt. Viðvíkjandi minni „linku", þá svara ég eins og áðan, að stjórnun er háð aðstæðum hverju sinni. Ég hef áður sagt þetta; ég átti ekki þetta fyrirtæki. Ég var háður ákveðinni tegund af stjórnsýslu, sem ég réði ekkert við einn en sætti mig við um tíma. Vegna þess að enginn tróð mér í þetta, ég gerði það sjálfur. Og síðan hitt, að ég sætti mig ekki við að geta ekki átt félagsskap við það fólk sem með mér vinnur og viðurkenni það fúslega að ég sé tregur á nei-inu.“ — Talsmenn frelsis standa við stjórn- völinn hjá RÚV, en vildu á hinn bóginn negla niður alla stjórn innanhúss. Er að þínu áliti samræmi í þessu? „Þeirri stefnu hefði átt að fylgja aukið frjálsræði stakra pósta í kerfinu við vaxandi samkeppni — RUV er óneitanlega kerfi og engum einum að kenna. Sama hver lendir í því að fara inn í samverkandi spil í slíku tann- hjólakerfi; hann er ekki nema að hluta til vaidhafandi í ákvarðanatökunni um fram- vindu mála, einfaldlega wgna þess að stjórnsýslan í kerfinu, hjá RÚV, kallar á langa boðleið frá hugmynd til framkvæmdar. Það er ekki um að kenna einstakiingum heldur eðli þessa fyrirkomulags sem er þungt í vöf- um og birtist aimenningi sem óskiljanlegur þurs.“ — Voru það samt einhverjir einstakl- ingar í toppstöðum hjá RÚV öðrum frem- ur sem settu hindranir fyrir þig? „Ég held að ekki sé við einstaklinga að sakast. Fremur fyrirkomulag hlutanna. Ég nefni t.d. útvarpsráð. Þó þar sitji ágætt fólk sem ég þekki vel, þá býður hlutverk ráðsins heim stirðbusalegum stjórnunarháttum og mun alltaf gera það. Framgangur smæstu hugmynda er hægur út af fyrirkomulaginu. Pólitískt kjörið útvarpsráð er fáránlegt, það má yfirleitt ekkert vera að því að kynna sér máiin. í dag eru fjölmiðlamál orðin það fjöl- breytileg og margslungin að það er ekki á færi manna sem eru að stússa í alit öðru öll- um stundum að tjá sig um menn og málefni sem þetta fólk hefur ekki haft tíma til að kynna sér. Ég sé ekki minnstu skímu í fram- tíðinni fyrir RÚV nema útvarpsráð sé aflagt." — Þvældist ráðið fyrir þér? „Ekki segi ég það, ég naut talsverðs frjáls- ræðis. En menn eiga það alltaf á hættu sam- kvæmt lögum að ráðið geti skotið þá í kaf og það hefur gerst. Ég lít svo á að menn sem eru valdir til að sjá um dagskrá og þætti verði að fá að gera það og bera ábyrgð á því. Þá þarf ekkert ráð yfir þessu. Útvarpsráð er algjör tímaskekkja. En þar er ekki mönnunum um að kenna, heldur því hvernig spilaborgin er upp byggð. Þetta pólitíska toppstykki er óþarft" — Þú ert að fara af stað með nýja út- varpsstöð. Ætlar þú að hefna harma þinna, eða hver er tilgangurinn? „Síst eru mér í hug einhverjar hefndir. Menn verða að þekkja sinn vitjunartíma og gott og vel; það er búið að afnema einkarétt- inn og við þekkjum afieiðingarnar. Ýmis tækifæri bjóðast hér og nú og það tekur sinn tíma fyrir menn að venjast því. Það fylgja því átök þegar hróflað er við gömlu mynstri. Mér hefur leiðst skítalyktin af orðaskiptum manna, sem hafa tekist á við önnur verkefni og ég geng ekki til verks í nýrri útvarpsstöð með það í huga að rota einhvern, einn, tveir og þrír.“ — Þú varst í nefnd um endurskoðun á Rás 2. Vissu RÚV-menn þa að þú værir að hugsa um eigin stöð og ef ekki, varst þú þá ekki óheiðarlegur í stöðu þinni? Eða hvenær kom þetta upp hjá þér með nýju stöðina? „Nýja stöðin kom skyndilega upp hvað mig varðar. Það er á hreinu að áður en þetta kom til var ég búinn að ákveða að hætta. Ég iýsti því yfir í nóvember að mig minnir, í tengsium við skipulagsbreytingar innan RÚV, að ég myndi hætta sem forstöðumaður en taka að mér ákveðna dagskrárgerð. En það gerðist snögglega að ég ákvað að hætta alfarið og einfaldlega hvíla mig. Það var ekkert dularfullt við það. Ég vissi hins vegar af hugleiðingum manna um stofnun útvarps- stöðvar fyrir þann tíma, en þetta tvennt, sem lent hefur saman í dag, átti sér í raun engan aðdraganda. Mér er sama hvort menn trúa því eða ekki, en það eina sem fyrir mér vakti var að láta mig hverfa af sviðinu, mér fannst ég vera að hjakka í sama farinu og búa við sams konar lífsmynstur dag frá degi, sem á illa við mig. Það lá ekkert fyrir og það gerðist með stuttum fyrirvara að mér voru boðnir ákveðnir hlutir sem ég undir ákveðnum kringumstæðum stökk á og ætla að vinna að af einurð. Maður sér það sjálfsagt síðar hvort stökkið er rétt eða ekki, það kemur í ljós.“ — Ertu að einhverju leyti bitur eða finnst þér að þú hafir verið hafður að leiksoppi? „Nei. Alls ekki, en hins vegar hefði ég vilj- að veg Rásar 2 öðruvísi, mér er engin laun- ung á því. En þar er ekki við ákveðnar pers- ónur að sakast heldur ákveðna framvindu í flókinni stjórnsýslu sem framkallar svona þankagang sem ég var kominn í. Mér þykir fjarskalega vænt um þann stað sem ég vann á síðustu fjögur ár og átti fyrst og fremst að góða menn, sem studdu mig vel og án þeirra hefði ég aldrei komist í gegnum þetta. Ég hef ekki verið hafður að leiksoppi, þvert á móti er það svo að framvinda mála leiðir sitthvað af sér sem maður fær ekki við ráðið."

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.