Helgarpósturinn - 05.03.1987, Page 6
*
I klaustri um
j hverja helgi
Rætt vid Perlu Torfadóttur, 13 ára stelpu sem
ákvaö fyrir tveimur árum aö gerast kaþólsk
og ver hverri helgi meö systrunum í Karmel-
klaustrinu í Hafnarfiröi
|
K
Flestir íslendingar segjast halda
í sína barnatrú. Merking þessa er
nœsta óljós. Samkvœmt könnun-
um á trúarlífi þjáöarinnar viröist
þetta helst merkja einskonar vissu
um óljóst, góökynjaö afl, einhvers
staöar í alheiminum.
Barnatrú Perlu Torfadóttur er
annarrar tegundar. Hún kynntist
systrum í Karmelklaustrinu í Hafn-
arfiröi þegar hún var 11 ára göm-
ul og heillaöist af þeim anda sem
þar sveif yfir.
,,Ef ég á aö vera skáldleg," sagöi
Perla, þegar hún lýsti þessu fyrir
blaöamanni, ,,þá fann ég fyrir
kœrleika sem lék um allt í
klaustrinu."
Foreldrar Perlu eru lúterskir.
Hún hafði ekki verið skírð og tók
sjálf þá ákvörðun að skírast til
kaþólsku. Það gerði hún fyrir
tveimur árum þegar hún var 11
ára. Þann 1. nóvember 1985, á
allra heilagra messu, var hún skírð
og fékk sitt fyrsta altarissakra-
menti.
Undanfarin ár hefur Perla oft-
sinnis dvalið meðal systranna í
klaustrinu í Hafnarfirði. Hún tekur
þar þátt í daglegum störfum,
bænum og hugleiðslu. Perla hafði
ekki rætt lengi við blaðamann
þegar hún hafði sannfært hann
um að kaþólska hennar væri ekki
dyntur í krakka.
MESSAN FALLEG OG
KENNINGIN RÉTT
,,Ég fór fyrst í klaustrið með
belgískum vinkonum mínum, sem
búa nú í Stykkishólmi,“ segir
Perla, þegar hún er innt eftir
fyrstu kynnum sínum af kaþólsku.
„Ég var náttúrulega full af for-
dómum gagnvart systrunum, eins
og allir eru áður en þeir kynnast
þeim. En þegar vinkonur mínar
fluttu, hélt ég áfram að heimsækja
klaustrið. Ég held ég hafi verið að
leita að einhverju. Eg held það
hafi verið Guð. Ég hef fundið hann
í klaustrinu."
En haföi Perla haft einhver
kynni af öörum trúarbrögöum?
„Pabbi og mamma eru lútersk,
eins og flestir íslendingar. Þau eru
skírð og fermd, en eru ekki kirkju-
rækin. Ég fór í lúterskan sunnu-
dagaskóla þegar ég var yngri. Það
hreif mig ekki mikið. Ég hef líka
komið í messu hjá Hvítasunnu-
söfnuðinum, en mér leist ekki á
það heldur. Svo á ég frænda sem
er Ba’haí-trúar.
Ég er ekki að segja að aðrir
söfnuðir séu á villigötum. Þetta er
alltaf sami Guð sem fólk er að
leita að. En ég fann mína leið í
kaþólskunni. Mér finnst messan
fallegri og kenningin rétt.“
í KLAUSTRI UM
HVERJA HELGI
Ekki efast blaðamaður. Perla
geislar af sannfæringarkrafti.
Osköp venjuleg stúlka, með stór,
kvik augu. Á ekki í minnstu
vandræðum með að tala við fólk.
Örugg og viss.
— Heimsœkir þú systurnar í
Karmelklaustrinu oft?
„Ég gisti í klaustrinu um hverja
helgi, nema þegar ég er í skól-
anum á veturna. Þá fer ég um
aðra hvora helgi.“
— Og tekur þátt í starfinu?
„Ég umgengst aðallega þær
nunnur sem eru einskonar tengi-
liðir við fólkið fyrir utan. Ég
hjálpa þeim í garðinum. Þær
rækta grænmeti og það eru líka
hænur í garðinum.
Annars er ég þarna bara. Þær
vakna klukkan hálf sex og byrja
daginn með tíðasöng. Eftir það er
þögn í tvo tíma. Stundum vekja
þær mig ekki fyrr en í messuna
klukkan átta. Síðan líður dagurinn
með bænum, tíðasöng og hug-
leiðslu. Þær fá tvo tíma á hverjum
degi til að tala saman.
Systir Bosena hefur kennt mér
mest. Hún var næstum búin að
kenna mér allt fyrir skírnina,
þegar faðir Húbert byrjaði að
undirbúa mig. En prestur verður
að kenna stálpuðum börnunum
áður en þau skírast.
Stundum tala ég líka við príor-
innuna, en hún talar bara pólsku
og þýsku."
KIRKJAN ÆTTI AÐ
ÞRÓAST MEÐ
NÚTÍMANUM
— Ekki talar þú pólsku?
„Jú, pínulítið. En ég er oftast
svo feimin að ég þori það ekki. En
ég get bjargað mér á þýsku. Svo
tala ég ensku eða íslensku við
hinar nunnurnar."
— Ætlar þú aö veröa nunna?
„Ég hef ekki hugsað alvarlega
um það. Ég veit það ekki.“
— Er þér ekki strítt á þessu
miklar samneyti viö nunnurnar?
Líta jafnaldrar þínir ekki á þig
sem litla nunnu?
„Nei. Sumir krakkar eru mikið
út úr. Ég er ekki svoleiðis. Mér er
ekki strítt."
Nú þykir mörgum kaþólskir um
margt skrýtnir. Páfinn hefur
bannaö skilnaöi og getnaðar-
varnir. . .
„Það getur verið vitlaust gagn-
vart nútímanum, en gagnvart
kirkjunni getur það verið rétt. Mér
finnst að kirkjan ætti að þróast
með nútímanum. En ef eitthvað
stendur í Biblíunni sem bannar
getnaðarvarnir, þá getur páfinn
ekki annað en farið eftir því. En
ég er ekki byrjuð að hugsa mikið
um þessa hluti." •'
ÆTLAR AÐ STARFA
INNAN KIRKJUNNAR
— Þaö er von á páfa til íslands
eftir tvö ár. Hlakkar þú til?
„Já. Hann er æðsti stjórnandi
kirkjunnar og maður fær ekki
tækifæri til að hitta hann á
hverjum degi.“
Þegar Jim Ijósmyndari var aö
stilla Perlu upp fyrir myndatöku í
Landakotskirkju, spuröi ég hana
um kórdrengi.
„Mér finnst asnalegt að stelpur
megi ekki vera kórdrengir."
— Myndir þú fara í prestaskóla,
ef konur fengju aö vera prestar?
„Já.“
— En œtlar þú aö finna þér eitt-
hvert starf innan kirkjunnar, þó
þú megir hvorki vera kórdrengur
né prestur?
„Já. Maður er að læra allt lífið.
Guð er leyndardómur. Ég er alltaf
að uppgötva meira og meira,"
sagði Perla Torfadóttir, geislandi af
ánægju. Og sannfæringu.
6 HELGARPOSTURINN