Helgarpósturinn - 05.03.1987, Qupperneq 12
Nýkomin vor- og sumarefni og efni í ferm-
ingarfötin, mjög hagstætt verö.
*
Jogging- og jerseyefni í einlitu og röndóttu.
Strandgötu 34 220 Hafnarfirði Simi 651212
Siðumúii 31 108 Reykjavlk Slmi 84222
Póstkröfuþiónusta
AUÐVELDUM VIÐ UMFERÐ FATLAÐRA?
RÁOqpF QC RÁONÍNGAR
Náms- og starfsráðgjöf Ábendis sf.
getur aðstoðað þig við að finna það
nám og/eða starf sem hentar þér
og eykur því vellíðan þína.
Unnið er út frá tölfræðilegum forsendum.
Grundvöllurinn að starfsaðferðum Ábendis sf.
byggist á áratuga rannsóknum og reynslu
í bandarískum skólum og fyrirtækjum.
Nánari upplýsingar og tímapantanir
í síma 689099 kl. 9—15 virka daga.
ÁBENDI SF.
Engjateig 7 (gegnt Hótel Esju)
Ágústa Gunnarsdóttir, M.A. sálfræði
Nanna Christiansen, ráðgjafi
Þórunn H. Felixdóttir, ráðgjafi
A
JR^^Arni Johnsen hefur lagt
fram þingsályktunartillögu um af-
nám einokunarsölu lyfjafræðinga á
lyfjum. Hann hefur safnað saman
upplýsingum í sérstakt fylgiskjal
sem jafngildir nánast stríðsyfirlýs-
ingu gegn lyfjafræðingum og
„pennaglöðum" læknum. Á sér-
stökum blaðamannafundi Árna í
gær var hann óspar á yfirlýsingar.
Hann sakaði lyfjafræðinga um
óeðlilega samtryggingu, að liggja á
upplýsingum þannig að ekki einu
sinni landlæknir fær að vita um
söluhæstu lyfin, að þeir færu með
staðlausa stafi um háan lagerkostn-
að og að reka eins konar ferðaskrif-
stofur, sem bjóða læknum og öðrum
úr heilbrigðisstéttunum í svokallað-
ar „ráðstefnuferðir", en kostnaður-
inn við ferðir þessar leggst ofan á
iyfjaverðið. Sagði hann 99% af upp-
lýsingum um lyf koma frá lyfja- og
heildsölum sjálfum og að heilbrigð-
is- og tryggingaráðuneytið hefði
upplýsingar, en hefði ekki ieyfi til að
láta þær út fyrir ráðuneytið. ..
Í^jff^íedal þess sem kom fram
hjá Árna Johnsen á blaðamanna-
fundinum var, að 1,7 milljónir íyfja-
ITT
Vegna ótrúlega hagstæðra samninga við ITT
í Vestur-Þýskalandi bjóðum við 20" ITT lit-
sjónvarpstæki á aðeins kr.
33.780,-
stgr.
Umboðsmenn um land allt
Radióröst, Hafnarflröi
Hjá Óla, Keflavik
Rafborg, Grindavík
Mosfell, Hellu
Árvirklnn, SeHossl
Kaupf. Rangæinga, Hvolsvelli
Neisti, Vestmannaeyjum
Hótiöni, Höfn, Hornaf.
Myndbandaleiga Reyöarfjarðar
Búland, Neskaupstað
Rafvirklnn, Esklflrðl
Kaupf. Héraösbúa, Egilsstöðum
Kaupf. Þlngeyinga, Húsavík
KEA, Akureyri
Radióþjónustan, Ólafsfirði.
Kaupf. Skagflröinga, Sauöárkróki
Oddur Sigurðsson, Hvammstanga
Póllinn hf., isafirði
Kaupf. Stykklshólms, Stykkishólmi
Versl. Blómsturvellir, Hellissandi
Húsprýöl, Borgarnesi
Skagaradíó, Akranesi
TTT
FYLGIR EKKI TÆKNINNI
ITT
LEIÐIR TÆKNINA
Skipholti 7, símar 20080 og 26800.
ávísana hafi verið gefnar út á síð-
asta ári, en að örfáir læknar gefi út
stærstan hluta þeirra. Þannig gáfu 8
af mörg hundruð læknum í Reykja-
vík alls út helming allra lyfjaávísana
í borginni. Á Reykjanesi utanverðu
eru um 20 iæknar en einn þeirra
skrifaði út um helming lyfjaávísana
og í Árnessýslu gaf einn læknir af
40 sömuleiðis út um helming ávís-
ananna. Nefndi Árni enn fremur að
sumir lyfjafræðingar byggðu eða
keyptu hús við hliðina á apótekum
sínum og leigðu út til „pennaglaðra"
lækna. I þessu sambandi komu upp
nöfn Ingólfsapóteks, Borgar-
apóteks og Austurbæjar-
apóteks...
Þ
að hefur ekki farið framhjá
mönnum að í Keflavík og nágrenni
hefur verið óhemju mikið um nauð-
ungaruppboð og önnur slík vand-
ræði síðustu misserin. Og það virð-
ast fáir sleppa framhjá haukfránum
augum sýslumannsins syðra, Jóns
Eysteinssonar. Nýlega birtust
margar nauðungaruppboðsauglýs-
ingar í Lögbirtingablaðinu frá
Jóni. Ekki einasta eru einstaklingar
og sjávarútvegsfyrirtæki að komast
undir hamarinn samkvæmt auglýs-
ingum þessum, því ekki einu sinni
hin „helgustu" vé fá að vera í friði.
í blaðinu er nefnilega eignin Iðavell-
ir 3 í Keflavík auglýst á uppboð síðar
í þessum mánuði ef eigandinn gerir
ekki upp 28 þúsund króna skuld
sína við Brunabótafélagið. Eig-
andinn er frímúrarastúkan
Sindri. ..
^Eins og menn muna kom Nið-
urlæging Giinthers Wallraffs út í
ísienskri þýðingu sr. Gunnars
Kristjánssonar fyrir síðustu jól.
Tákn gaf út og seldist bókin mjög
vel. Önundur Björnsson hjá for-
laginu hefur nú afráðið að halda
áfram á þessari braut og gefur á
næsta hausti út bók Wallraffs sem
lýsir viðbrögðum kerfis og manna
við örlögum tyrkneska farand-
verkamannsins Ali í Þýskalandi,
en bókin er nýkomin út í heima-
landi höfundar. Þar hefur hún vakið
síst minni athygli en Niðurlægingin,
þykir virkilegur reyfari, enda lýsir
Wallraff þar harkalegum viðskipt-
um sínum við lögregluna, innbrot-
um hennar á heimili sitt, hand-
tökum og ryskingum. í bókinni
heldur Wallraff því meira að segja
fram að lögreglan hafi drepið vin
sinn vegna útkomu Niðurlægingar-
innar — og gefur á fieiri sviðum
hvergi eftir, sem fyrr . ..
v
lm æntanlegir húsbyggjend-
ur eiga margir hverjir í vændum
langa þrautagöngu í kerfinu eins og
alþjóð er kunnugt. Það eru hinsveg-
ar ekki einu þrautirnar sem þeir
geta lent í því þrátt fyrir að þeir hafi
tryggt sér lán til að byggja fyrir þá
getur orðið bið á að þeir fái húsnæð-
ið afhent. Það er nefnilega alls ekk-
ert öruggt að byggingaraðilar standi
við fyrirhugaða afhendingarskil-
mála og afhendi íbúðir til kaupenda
í því ástandi sem samið var um á
réttum tíma. Þannig heyrir HP að
nú séu kaupendur að íbúðum við
Vesturgötu, í fjölbýlishúsi sem þar
er verið að byggja, búnir að bíða
hátt á annað ár eftir því að fá íbúðir
sínar afhentar en lítið miði enn í þá
átt. Iðnaðarmenn sem vinna fyrir
byggingaraðilann eru orðnir enn
þreyttari á að fá enga greiðslu fyrir
vinnu sína og haga nú verkum sín-
um þannig að ef þeir hafa ekkert
annað að gera þá koma þeir og
dútla í húsinu en um leið og þeir fá
tilboð um verk annarstaðar þá láta
þeir sig einfaldlega hverfa og koma
þegar þeim sjálfum hentar. Á með-
an hokra væntanlegir kaupendur í
leiguíbúðum um allan bæ, sumir
búnir að flytja mörgum sinnum á
undanförnum árum og meira að
segja löngu hættir að biðja til al-
mættisins um betri tíð. . .
12 HELGARPÓSTURINN