Helgarpósturinn - 05.03.1987, Page 14
Margrét Sverr-
isdóttir,
forstödumadur
Fellahellis I
Breiðholti ræðir
um lífiö í frum-
skóginum
Margrét Sverrisdóttir rœöur ríkj-
um í Fellahelli í Breiöholtinu, sem er
félagsmiöstöö fyrir unglinga. Hún
lifir og hrœrist í heimi unglinganna
— heimi, sem margir fullordnir hafa
litla sem enga innsýn í. Blaðamaður
HPleit inn íFellahelli um daginn og
kom út nokkru fróðari, eftir áhuga-
vert spjall við forstöðumanninn.
Margrét Sverrisdóttir er ung og
hress, ljóshærð og stuttklippt. A
skrifstofunni í félagsmiðstöðinni var
iíf og fjör, verið að ljósrita auglýsing-
ar, svara fyrirspurnum, drekka kaffi
og heilmargt annað. Svolítið eins og
Lækjartorg á föstudagssíðdegi. En
forstöðumaðurinn lét ekki slíka
smámuni setja sig út af laginu. Ég
fékk óskipta athygli hennar þessa
stund, sem við sátum þarna og
spjölluðum.
BREYTT VÍNDRYKKJA —
AUKIN HASSNEYSLA?
— Eru viðhorf krakka eitthvað að
breytast með tilkomu heilsurœktar-
áhugans í þjóðfélaginu? Snúa þau
sum baki við víni og sígarettum og
stunda frekar líkamsrœkt og sól-
böö?
,,Já, ég held að það sé þróunin i
vissum hópi að hugsa um heilsuna
og útlitið. Það er líka viðurkenndara
að vera „pjattaður" núna en fyrir
nokkrum árum. Tískan skiptist hins
vegar alltaf svolítið í tvennt: Það eru
þeir, sem hafa efni á að tolla í tísk-
unni, og þeir sem hafa það ekki.
Þess vegna er sitt hvor tískan ríkj-
andi meðal unglinganna. Önnur er
þessi dýra tíska og það er frekar sá
hópur, sem eltist við þessa strauma
í þjóðfélaginu sem þú nefndir. Hinn
hópurinn er aftur í tísku, sem mörg-
um finnst ögrandi í dag. Þau raka
kannski aðeins af sér hárið í vang-
anum og annað slíkt, sem oft er al-
veg jafnskemmtilegt og hitt — jafn-
vel skemmtilegra, því sú tíska reynir
eftir Jónínu Leósdóttur mynd Jim Smart
UNGLINGA
HRODALEI
■HALDSSAI
leggja núna meira upp úr því að
vera ,,pen“ með áfengi heldur en
fyrir bara tveimur, þremur árum. Sá
hópur er núna mun stærri en áður,
sem vill hafa þetta svona „kúltíver-
að“. Það var ægilega gaman að því
í fyrra, þegar árshátíðin okkar var
haldin, að þau lögðu mikið upp úr
því að hafa þetta svolítið huggulegt.
Allir fengu t.d. kokteil, þegar þeir
komu inn. Drykkurinn var auðvitað
óáfengur, en þeim fannst það engu
máli skipta.
Fellahellir er núna 12 ára og það
hefur tekið langan tíma og ægilegt
stapp að koma krökkunum endan-
lega í skilning um það að við kærum
okkur ekki um að vín sé haft um
hönd hérna og líðum það alls ekki.
Þetta tók eiginlega alveg tíu ár.
Þorri þeirra sættir sig alveg orðið
við þetta núna. Þau mæta þá ekki
hérna á föstudögum, heldur fara
eitthvað annað. Aðsóknin hefur líka
alltaf verið fremur dræm hérna
þann dag vikunnar."
— Ená hvaða aldri byrja krakkar
að fikta við vín?
„Ég hugsa að þau prófi þetta flest
svona um 14 ára, en það er rosalega
erfitt að alhæfa nokkuð. Þetta er svo
misjafnt.
En veistu, mér finnst drykkja
ungra krakka alltof samþykkt, alltof
Tvenns konar tíska í gangi
Vör við aukna hassneyslu
Fleiri vilja vera „pen" með áfengi
Krakkarnir algjörlega á móti fóstureyðingum
á frumleikann. Mér finnst þessi tvö-
falda tíska reyndar alltaf hafa verið
í gangi...“
— Hvað með áfengi og fíkniefni?
„Ja, ég held að reykingar hafi
minnkað. Það þykir ekkert fínt hjá
þessum heilsuræktarhóp að reykja
— það fylgir dellunni svolítið. En ég
held að við þurfum að vera alveg
rosalega á varðbergi gagnvart
vímuefnum núna. Ég held t.d. að
hass geti reynst okkur erfitt viður-
eignar í náinni framtíð. Við höfum
orðið vör við hassneyslu hjá sumum
krakkanna að undanförnu. Það er
ein breytingin, sem hefur átt sér
stað í þessum málum.“
— Nú hefur það víða komið fram,
aö þyngstu áhyggjur foreldra af
börnum sínum snerta neyslu áfengis
og eiturlyfja. Gerir þú þér grein fyrir
því hve algengt það er meðal ungl-
inga að nota þessi efni?
„Ég myndi aldrei þora að fullyrða
neitt um það. Það er svo rosalega
misjafnt! Ég held líka að foreldrar, í
þessum ótta sínum, vilji mikið
kenna ytri aðstæðum um það ef
krakkinn fer að drekka, t.d. Fella-
helli. Foreldrar virðast oft horfa
framhjá þeirri staðreynd, að krakk-
ar finna örugglega þann félagsskap
sem þau ætla sér að finna — sama
hvar þeir þurfa að leita hans. Það
getur verið erfitt fyrir þá fullorðnu
að viðurkenna, að þetta getur að
einhverju leyti verið þeim að kenna.
Áfengisneyslan er svolítið að
breytast, finnst mér. Krakkarnir
viðurkennd, af öllum — foreldrum
unglinga og öðrum í þjóðfélaginu.
T.d. að það skuli líðast að unglingar
séu algjörlega ofurölvi niðri í bæ og
liggi hreinlega með flöskurnar við
hlið sér algjörlega ósjálfbjarga!
Þetta hefur maður séð. Á meðan
þessir krakkar eru ekki hirtir og
enginn gerir eða segir neitt, finnst
mér þetta viðurkennt af þjóðfélag-
inu. Þessu þarf að breyta! Foreldrar
óttast þetta, en það er eins og þeir
hugsi sem svo: „Nú, hann Siggi
minn er orðinn 15 ára. Þó hann sé
nú farinn að smakka það! Ég er nú
bara vel lukkað foreldri. Hann er
a.m.k. ekki ellefu eða tólf ára...“
Svoleiðis þankagangur getur enda-
laust fært þetta neðar."
SMOKKAFARINU
HLÝTUR AÐ LINNA
— Hvað með kynlífið, Margrét.
Hvencer kemur það til sögunnar hjá
unglingum núna?
„Hjá þorra unglinga held ég að
hægt sé að miða við 9. bekk og mér
finnst þau vel meðvituð um flest það
mikilvægasta í þessu sambandi, t.d.
stelpur um sjálfsvirðingu. Mér finnst
auðvelt að tala um kynlífið við þau,
en ég held að þau séu ekkert frjáls-
lyndari en áður var.“
— Ogþú telur að þetta byrji svona
um 9. bekk?
„Já, ég hugsa að það sé ekkert
einsdæmi að krakkar séu farnir að
sofa saman í 9. bekk, jafnvel fyrr.
Þetta hefur færst eitthvað neðar, en
ég held ekki að það sé algengt að
þau séu mjög ung að þessu. Þau eru
sum hrædd við þetta, svona eins og
alltaf hefur verið. .. Það eru ekki all-
ir sem leggja í þetta — auðvitað."
— Nú hefur mikil áhersla verið
lögð á notkun smokka að undan-
förnu, sem vörn gegn eyðni. Treysta
stelpurnar á þá eingöngu, eða eru
þœr t.d. líka á pillunni?
„Nei, ég held ekki.
Krakkarnir hérna báðu um að fá
að selja smokka í sjoppunni, sem
þau reka sjálf og þau hafa gert það.
Mér finnst það hafa gengið mjög
vel. Fyrst var svolítið verið að setja
vatn í þá, blása þá upp og svona, en
það gekk ofsalega fljótt yfir. Þetta
komst hins vegar til skila sem eyðni-
vörn, held ég. Nú verður þessu
smokkafári þó bráðum að linna.
Það hefur verið hamrað svo mikið á
þessu að undanförnu, að ekkert
annað hefur komist að. Samfarirnar
sjálfar hafa t.d. ekkert verið til um-
ræðu, bara SMOKKUR, SMOKKUR,
SMOKKUR. Ég held að það verði að
koma einhver önnur fræðsla með.
Við getum selt þetta endalaust alls
staðar, án árangurs, ef það er ekki
rætt almennilega."
— Tekurðu undir þá gagnrýni á
blaðamenn og fleiri að við séum að
drepa rómantíkina fyrir ungling-
unum með skrifum um öruggt og
óöruggt kynlíf ísambandi við eyöni?
„Ég held nú, satt best að segja, að
unglingar hafi minnst af þessu lesið.
Þau gera ekki svo mikið af því að
lesa blöðin, finnst mér. En mér
finnst engin ástæða til þess að
sveipa eyðni einhverjum rómantísk-
um blæ. Það verður að taka á stað-
reyndunum, en það er líka mælst til
þess að fólk hafi einhvern einn fé-
laga og auðvitað er það alveg há-
rómantískt, þó svo fólk í skyndi-
kynnum verði að passa sig. Skyndi-
kynni eru líka ekki beint neinn há-
punktur rómantíkurinnar. Mér finnst
fólk bara vera að hengja sig í eitt-
hvað með svona gagnrýni."
UNGLINGUM FINNST
FULLORÐNA FÓLKIÐ
ÓSANNGJARNT
— Eru stelpurnar margar á pill-
unni?
„Það hefur alltaf vantað mikið
upp á að stelpur noti getnaðarvarn-
ir. Við erum sífellt að atast í þeim
með þetta. Þær „taka sjénsinn". Oft-
ar en einu sinni og oftar en tvisvar.
Ég held að tiltölulega fáar noti verj-
ur til að byrja með, en vonandi
breytir þessi smokkaherferð því.
Við höfum verið að berjast við alls
kyns hjátrú hjá þeim varðandi
þetta. Þær halda t.d. sumar, að stelp-
ur undir 16 ára aldri fái alls ekki pill-
una.“
— Verða þœr þá ekki oft ófrískar?
„Reyndar virðast flestar eiga
nokkuð auðvelt með að ræða þessi
mál heima hjá sér, þegar þær eru
„komnar á fast". Mömmurnar finnst
mér standa sig mjög vel í stykkinu,
eftir því sem ég heyri á stelpunum.
Oft færa mæðurnar getnaðarvarnir
í tal við dætur sínar, þegar þær sjá
að um fast samband er orðið að
ræða.
Stundum eru stelpurnar hins veg-
ar líka með hálfgerða dagdrauma
um að það geti verið alveg æðis-
14 HELGARPÓSTURINN