Helgarpósturinn - 05.03.1987, Side 18

Helgarpósturinn - 05.03.1987, Side 18
eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur mynd Jim Smart ÞÁ GENG ÉG Á TÁNUM AF MONTI Sigurður Guðmundsson myndlistarmaður í Hollandi í HP-viðtali „Menn veröa listamenn vegna þess aö þeir vinna við eitt og annað sem þeim líkar ekki — eða eru of latir til þess að vinna. Sumir eru líka óhœfir til starfa og þá er það oft að þeir fara út í einhvers konar list.“ Sá sem mœlir þessi orð er listamaðurinn Sigurður Guðmundsson sem mun opna sýningu á verkum sínum í Gallerí Svart á hvítu á morgun, föstu- dag. Það ernú liöið ár síðan Sigurður var hér heima síðast en frá þeim tíma hefur Sigurður sýnt verk sín víða um heim, m.a. í París, Osló, Stokkhólmi og Amsterdam þar sem hann hefur verið búsettur í fjölda ára. Eftir þessa fyrstu yfirlýsingu var Sigurður spurður hvort eitthvað af framansögðu hafi orðið þess valdandi að hann fór át í list. „Ég var svona dálítið utan við mig sem ungl- ingur, eins og latir unglingar gjarnan eru . . . ! Annars má deila um það hvort þetta hafi verið leti eða bara innra sjálfstæði. Þetta var árið 1960 og Lúðvík Guðmundsson skólastjóri Myndlistar- skólans gerði það fyrir pabba að taka mig inn í skólann því þá var ekki um neitt inntökupróf að ræða. Þar var ég við nám í tvö og hálft ár í venju- legri myndlist — við máluðum, teiknuðum og bjuggum til grafíkmyndir. Árið 1963 ákvað ég að fara til Hollands. Ég hafði aldrei komið út fyrir landsteinana og var að verða 21 árs gamall. . .“ — Hvers vegna varð Holland fyrir valinu? ,,Ja, ég veit það ekki! Það fóru allir til Dan- merkur en ég gat ekki hugsað mér það. Ég þekkti náttúrlega eitthvað af hollenskri mynd- listarsögu í gegnum listasögukennsluna í skólan- um og hélt þangað út með tveggja mánaða uppi- hald í vasanum, — og ekki eitt orð í hollensku! Ég fór á hótel, keypti mér striga og liti og málaði nokkrar myndir. Sótti síðan um að gerast nem- andi við Ríkislistaskólann en þeir vildu mig ekki. Þá fékk ég inni á öðrum listaskóla sem var svolítið frjálslyndari. í rauninni var Ríkisaka- demían alveg fáránleg en nú hefur henni nýlega verið breytt í myndlistarskóla af einhverju viti. En . . segir Sigurður og glottir, „tíu, fimmtán árum síðar bauðst mér að gerast prófessor við Ríkisakademíuna, fólkið sem hafði neitað mér um inngöngu sem nemanda vildi fá mig sem prófessor, ha, ha! — Nei, nei, ég þáði það boð ekki enda hafði ég þá nóg að starfa við kennslu í öðrum listaháskólum .. FÉKK MÉR VINNU í TOLLINUM OG GERÐIST SUNNUDAGS- MÁLARI Hann segist hafa verið erfiður nemandi og hafi í gegnum árin í rauninni kennt mun meira við listaskóla heldur en lært í þeim: „Mitt nám sem myndlistarnemi var alltaf í pörtum. Ég gafst upp á miðjum vetri, leigði mér vinnustofu og ætlaði að gera þetta sjálfur. Þegar ég fór út til Hollands var það með það fyrir augum að vera þar í mörg, mörg ár . . . Ég hitti Ineke, konuna mína eftir tveggja vikna dvöl í Hollandi, flutti heim til hennar, giftist henni og átti barn með henni eins og skot og við höfum verið saman síðan. Við komum hingað heim til íslands árið 1966 í heimsókn en fríið lengdist upp í þrjú og háift ár! Það var á þeim tímum sem Gallerí Súm var í blóma og ég fékk mér vinnu í tollinum og varð sunnudagsmálari eins óg maður verður að vera á íslandi. Árið 1970 vorum við svo að drep- ast úr fátækt hérna og vorum búin að ákveða að flytja aftur til Hollands. Leiga á íbúð hér var næstum því allt fastakaupið og erfitt að lifa hér, — ókei, ekkert drama! En við sem sagt ákváðum að fara aftur út og ég fór og sagði upp starfi mínu í tollinum. Tollgæslustjóri sagði það vera í lagi og að ég færi mánuði áður en uppsagnarfrestur- inn skyidi taka gildi því ég væri greinilega ekki sú manngerð sem finnur mikið. Ég hafði aldrei fundið neitt ólöglegt! Einu sinni kom til mín maður að sækja ferðatösku sem tengdapabbi hans í Ameríku hafði verið að senda þeim hjón- unum. Hann var með lyklana að töskunni þvi tollararnir máttu ekki opna töskurnar nema að eigendum viðstöddum. Ég sæki töskuna og bið manninn að opna hana og sýna mér ofan í hana. Taskan var full af viskíflöskum sem var raðað vandlega ofan í töskuna og uppstoppað á milli þeirra með sígarettukartonum! Veslings maður- inn náfölnaði, enda lá ofan á flöskunum stór miði sem á stóð: „SKÁL!“ Ég leit á þetta, lokaði töskunni aftur, læsti, rétti manninum hana og sagði „Gjörðu svo vel“. Ég gat ekki hugsað mér að taka brúðargjöfina af þeim hjónum . . . En það var gott að vinna í tollinum og þar var gott fólk. Svo er það eiginlega eina prófið sem ég er með fyrir utan bílpróf, tollaraprófið, því við þurftum að fara í „tollskóla". Ég var alltaf á fullu í myndlistinni með tollarastarfinu því þetta tvennt var svo auðvelt að samræma. Ef ég var á skipavakt májaði ég þegar lítið var að gera.“ Um Gallerí SÚM hópinn segir hann: „Það var skemmtilegur tími því þá var engin hefð í nú- tímalist á íslandi. Við áttum að vísu þessa sept- embermálara sem eru ágætis kúnstnerar en við vorum að byrja i myndlistinni á sama tíma og poppið byrjaði í heiminum. Við vorum í góðu sambandi við aðra listamenn í Evrópu og bjugg- um til fullt af sýningum. Þetta var góður félags- skapur að því leyti að það voru svo skýr mörkin á milli okkar og samfélagsins, — við vorum svo greinilega fyrir utan samfélagið að það var aldrei nein óvissa um það! Við vorum tíu í þess- um hóp, m.a. Róska, Hreinn Friðfinnsson, Jón Gunnar Árnason, Tryggvi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Magnús Tómasson og fleiri, að ógleymdum bróður mínum Kristjáni, sem ásamt Rósku reddaði mér inn í félagsskapinn." „TÖLUR FÆRÐAR MILLI BLAÐSÍÐNA" Eftir að Sigurður fluttist aftur til Hollands 1970 byrjaði hann á að innrita sig í skóla til að fá land- vistarleyfi: „Það var bara svona „fjarvistarsönn- un“ og ég fékk mér líka vinnu til að fá íbúð. Þá var allt svo socialiserað! Ég fór og lét klippa á mig borgaralega klippingu, gekk inn á ráðning- arstofu og sagðist kunna allt og var ráðinn sam- stundis sem bókari hjá Tryggingastofnun ríkis- ins! Þar var ekkert gert annað en að borða rjómakökur því ailtaf átti einhver afmæli á svona mannmörgum vinnustað. Öll bókfærslan fólst í því að færa eina tölu frá vinstri síðu yfir á þá hægri svo það reyndi afskaplega lítið á hæfi- leika mína! Þarna starfaði ég í nokkra mánuði og fór svo á hálfgerðan ríkisstyrk fyrir myndlist- armenn. Til að fá þann styrk verða listamenn- irnir að geta boðið borginni eða ríkinu eitthvað til sölu einu sinni á ári og stundum kaupa þeir af manni, stundum ekki. Svona lifði ég fram tii árs- ins 1976 en þá fór ég að kenna við listaháskóla þótt kennslan væri aldrei meiri en tveir dagar í viku.“ Eins og kunnugt er sæmdi Karl Gústav Svía- konungur Sigurð viðurkenningu haustið 1985 — „fyrir myndlist almennt," segir Sigurður og vill ekki mikið um málið tala. „Ég hef verið að vinna að stóru verki fyrir Póst og síma í Hollandi og það verk er úr sænskum, svörtum granítsteini sem er kallaður diabas og er 100 tonn á þyngd. (Sjá frekari umfjöllun í Listapósti.) Þar af leiðandi hef ég verið mikið í Skandinavíu upp á síðkastið þar sem ég hef sambönd við málm- bræðslufyrirtæki sem steypa fyrir mig. Reyndar erum við hjónin svo mikið í Svíþjóð að við erum búin að kaupa okkur þar hús sem stendur í skóg- arrjóðri á Norður-Skáni." í sjónvarpsþætti sem gerður var um Sigurð lét hann þau orð falla að það væri gott að vera út- lendingur. Og þegat hann er spurður nánar um það atriði svarar hann að bragði: „Já, ég get ekki hugsað mér annað en að vera útlendingur! Það er eitt af því sem er algjörlega nauðsynlegt fyrir mig .. . og ég get meira að segja leitt rök að því. Núna bý ég í Hollandi og það er alveg sama hvað Hollendingar gera eða segja — sem er nú stundum all svakalegt — og ég þarf aldrei að skammast mín fyrir þá! Konan mín vill hins vegar stundum flytja úr landinu þegar til dæmis hollenskir stjórnmálamenn leggjast á bæn og þakka Guði fyrir fjörutíu og átta kjarnorku- sprengjur sem Ameríkanar hafa prangað inn á þá!!! Það er náttúrlega ekki frjótt ástand þegar grátt skrímsli, sem er skrímsli vanans, hefur ráð- ist á fólk og gert það að venjudýrum en maður sleppur dálítið við þetta skrímsli þegar maður er útlendingur vegna þess að þá hefur maður sjálf- stæðara val á því sem manni finnst! En nú er ég búinn að vera svo lengi í Hollandi að ég hætti bráðum að vera útlendingur þar og ég þarf eig- inlega að fara að finna mér annað land svo ég geti haldið áfram að vera útlendingur!" Sigurður segist þó „vissulega vera íslend- ingur í sér, — að sjálfsögðu," en segist þó ekki fylgjast mikið með daglegum málum héð- an: „Ég bað foreldra mína að hætta að senda mér dagblöðin svo ég myndi ekki missa heim- þrána. Dagblöð pirra mig. En mér finnst mjög gaman að koma hingað í heimsókn og hér á ég mína vini og skyldmenni sem ég hef alltaf gott samband við. Auðvitað hef ég haft heimþrá og stundum meira að segja mjög mikla. Síðastliðin ár hef ég þó ekki fundið svo mikið fyrir henni vegna þess að ég hef það á tilfinningunni að ég geti alltaf komist heim þegar ég vil.“ LÓFATAK OG LOF SKIPTIR MIGENGU — Nú fœr maöur stundum á tilfinninguna að þú sért meira metinn í Hollandi en þú ert hérna heima. Finnst þér þetta sjálfum? „Nei, ég veit það nú ekki," segir hann. „Hitt er annað mál að ég get lifað af list minni í Hollandi og kannski víðar. Ég er afskaplega ánægður með að mér skuli ganga vel veraldlega sem af- leiðing af vinnu minni, myndlist. Ég hef alltaf lit- ið á myndlist sem andlegt starf og fyrir mig mun- ar það litlu hvort ég fæ mikið lófatak og lof eða ekki. Það myndi hins vegar muna mig miklu ef ég gæti ekki selt verkin mín því þá þyrfti ég að fara að vinna aftur á tryggingastofnuninni og borða rjómakökur! En þessi svokallaði „árang- ur“ stímulerar mig ekki. Það eina sem getur í rauninni verið gott við árangurinn er að hann gefur manni möguleika á því að vinna áfram. I honum finnst mér hins vegar ekki felast nein viðurkenning á því sem ég er að gera .. . Fyrir stjórnmálamenn er það afskaplega nauðsynlegt að ná árangri og verða vinsælir því þeir geta notað það mikið. Gildi þess fyrir listamenn er hins vegar mjög takmarkað. Listamenn sem höfða mest til mín eru þeir sem búa til list fyrir sjálfa sig en ekki til að fá samsvörun hjá öðru fólki. Þetta er eintal við lífið sem er skráð í lista- verkinu, svo koma aðrir sem þekkja eitthvað af sínum tilfinningum í verkinu og geta notið þess. Aðrir þekkja ekkert af sínum tilfinningum í verkinu og njóta þess þar af leiðandi ekki... Nú — eða þá bara að verkið er misheppnað, sem gerist mjög oft hjá listamönnum, eða þá að lista- maðurinn sjálfur er misheppnaður sem gerist líka oft! Stóru ánægjustundirnar mínar eru þeg- ar ég held ég sé sannfærður um að ég sé búinn að gera gott listaverk. Þá geng ég á tánum af monti, er ægilega upp með mér og ánægður. Þá skemmir ekkert þá ánægju, ekki einu sinni slæm gagnrýni." Hann segir að upp á síðkastið sé hann alltaf að vinna, þótt honum finnist í rauninni að hann þurfi að fá ákveðna frjóvgun að hverju einasta verki sem hann gerir: „Ég þarf alltaf að vera í stemmningunni til að vinna, jafnvel þótt það sé bara lítil teikning. Það er misjafnt hjá listamönn- um eins og öðrum hvaða leið þeir nota til þess að ná sem bestum árangri í því sem þeir eru að gera. Mín aðferð hefur verið sú að hita mig upp, ekki síst andlega, — espa mig upp í ákveðna næmni og í þessari næmni loka ég öllum útskýr- ingardyrum, dyrunum að lógíkinni. Þetta er líkt og að verða ástfanginn. Maður veit ekki hvers vegna maður verður ástfanginn af tiltekinni per- sónu. Maður spyr ekki sjálfan sig hvort þessi per- sóna sé örugglega sú besta í heimi og ekki leitar maður ráða hjá öðrum. Ekki verður maður held- ur ástfangnari þótt tíu aðrir séu ástfangnir af sömu persónu." Um það hvort listin þrífist á snobbi segir hann: „Já, listin hefur alltaf þrifist á snobbisma. Ekki bara núna heldur líka fyrir hundruðum ára. Snobbismi er ekki slæmur í sjálfu sér því hann fær fólk til að gera eitthvað sem það myndi ann- ars ekki gera. Hann fær fólk til að fara inn á svið sem það telur sig ekki eiga heima á. Fyrst snobb- ar fólkið fyrir Iistinni, svo kynnist það henni og þá dettur snobbið af. Ég er ekki á móti því að fólk snobbi fyrir list ef það verður til þess að fólk fari að meta hana, hlusta á góða tónlist og lesa góðar bækur." ALÞÝÐUMENNINGIN ER STERK Á ÍSLANDI Hann segir íslenska alþýðumenningu vera sterka: „Þú sérð það á öllu því fólki sem kemur á sýningar hér, fer á konserta og hvað Íslending- ar lesa mikið af bókum. Þátttaka fólksins í því sem er að gerast er alveg óskaplega mikil á ís- landi. Einu sinni vorum við Ineke konan mín að ræða þessi mál og ég var að hæla löndum mín- um fyrir alþýðumenningu. Á endanum sagði ég að ég væri til dæmis alveg viss um það að hver einasti leigubílstjóri á íslandi vissi hverjir hol- lensku listamennirnir Piet Mondriaan og Karel Appel væru. lneke tók þessari fullyrðingu með varúð svo ég sagðist skyldu sanna það og stöðv- aði næsta leigubíl á Austurstrætinu. Bið hann að aka okkur eitthvað og segi svo eftir stutta stund: „Bílstjóri. Þekkir þú Karel Appel eða Piet Mond- riaan?" „Ha, Karel Appel og Piet Mondriaan?" endurtekur bílstjórinn. „Hvað gera þeir?“ „Þetta eru hollenskir listmálarar," svara ég. „Nú já, — þekkja þeir mig?“ segir hann þá og bætir við eftir stutta þögn: „Ég mála nefnilega líka!“ Þetta er dálítið einkennandi fyrir íslenska al- þýðumenningu. Þetta er einkennandi fyrir ís- íendinga og þetta er ekki verra. Þetta er bara öðruvísi...“

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.