Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 05.03.1987, Qupperneq 41

Helgarpósturinn - 05.03.1987, Qupperneq 41
eftir Jónínu Leósdóttur myndir Jim Smart Lífiö er sem betur fer alltafað koma manni á óvart. Þaö kemur t.d. ósjaldan fyrir aö maöur heyrir um menntun fólks, sem starfar viö eitt- hvaö gjörólíkt þvisem þaö lagöi stund á í skóla. Hér á opnunni eru viötöl viö þrjá slíka einstakl- inga: Meinatækni sem starfar viö frétta- mennsku, hagfrœöidoktor sem rekur kínversk- an matsölustaö, og lœkni sem veitir heildsölu- fyrirtœki forstööu. Þaö eru þó mýmörg önnur dœmi um fólk, sem fer óheföbundnar leiöir íjjfinu. Hjá Flugmála- stjórn vinnur t.d. Þórður Örn Sigurðsson, sem hefur MA-gráöu í spænsku og latínu. Árni Gunnarsson, deildarstjóri í menntamálaráöu- neytinu, er bókmenntafrœöingur aö mennt. Ein af flugfreyjum Flugleiöa til skamms tíma, Helga Norland, er meinatœknir. Guðrún Kristjáns- dóttir, myndlistarkona, er hjákrunarfrœöingur. Ingólfur Guðbrandsson, feröamálafrömuöur er kennaramenntaöur og Birgir Þorgilsson, kollegi hans hjá Feröamálaráöi, er íþróttakenn- ari. Svo er þaö félagsfrœöingurinn og fyrrum menntaskólakennarinn, Hjálmar W. Hannes- son, sem fyrir nokkrum árum gekk til liös viö utanríkisþjónustuna. Jón Júlíusson, fyrrum latínukennari, situr nú viö skrifborö í viöskiptaráöuneytinu en var áöur hjá Loftleiöum. Feröaþjónustan laöar greinilega til sín kennara, þvíþangaö leitaöi líka Halldór Bjarnason, sem áöur kenndi ungling- um íHagaskóla í Reykjavík. Hann starfaöi lengi hjá Arnarflugi en er nýkominn yfir til Flugleiöa. Svo eru þaö þessi klassísku dœmi um Ijóöskáld- iö sem vermir ritstjórastól Morgunblaösins og alþingismennina okkar, sem auövitaö koma úr ýmsum áttum. Svona mœtti lengi telja, bæöi þekkt og óþekkt nöfn. Fólk, sem af einhverjum ástœöum vinnur viö störf, sem ekki tengjast beinlínis menntun þess. Þetta er bæöi skemmtilegt og bráönauö- synlegt — viöheldur fjölbreytileika mannlífsins. Ef allir fœru eftir beinum brautum, lífiö í gegn, væri örugglega ekki jafngaman aö vera til! DR. HEINZ JOACHIM FISCHER, HAG- OG STJÓRNMÁLA- FRÆÐINGUR OG VEITINGAHUSSEIGANDI í REYKJAVÍK: UTLENDINGAR HAFA TAKMARKAÐA ATVINNU- MÖGULEIKA Á ÍSLANDI Dr. Heinz Joachim Fischer er sprenglærður hagfræðingur og stjórnmálafræðingur frá Þýskalandi. Síðustu tvö árin hefur hann hins vegar séð til þess að gestir veitingahússins Sjanghœ við Laugaveginn verði sprengsaddir og sælir. Doktorsgráðan kemur því tæpast að miklum notum þessa dagana. „Ég lærði hagfræði í Heidelberg í Þýska- landi, tók doktorsgráðu í Kiel og var um skeið á Fulbright-styrk við stjórnmálafræðinám í Bandaríkjunum. Konan mín er íslensk, Þóra Fischer læknir, og eftir námið langaði okkur að fara út í hinn stóra heim og öðlast þar lífs- reynslu. Við störfuðum fyrst við nokkurs kon- ar „farandlýðháskóla" á Indlandi, en síðar vor- um við á ýmsum öðrum stöðum í þriðja heim- inum. Okkur langaði mikið til að búa hér á íslandi, en það er ekki margt sem útlendingar geta unnið við hér á landi. Ég get svo sem gert mig skiljanlegan á talmáli — það er ekkert stórmál — en það er verra með ritmálið. Ég er ansi hræddur um að fólk myndi fá hláturskast, ef ég þyrfti að skila skýrslum á íslensku. Það tak- markar auðvitað atvinnumöguleika manns töluvert. Fyrst vann ég hjá Farskip, sem gafst upp. Eftir það var ég um skeið hjá Hjálparstofnun kirkjunnar, en hætti þar. Þá var um lítið annað að ræða en fara út í sjálfstæðan atvinnurekstur eða fara aftur til útlanda. Það var svo meira eða minna tilviljun að ég hóf veitingarekstur frekar en eitthvað allt annað. Kunningi minn, Gilbert, sem er Kínverji og kokkur, hafði gælt við þessa hugmynd nokkurn tíma og ég sló til. Við opnuðum síðan Sjanghæ í febrúar 1985. Þannig þróaðist þetta nú. En það er langt því frá að ég hafi komið til landsins með það í huga að stofna hér veitingahús. Hagfræði- kenningarnar koma ekki einu sinni að miklu gagni við reksturinn, vegna þess að einhvern veginn virðast þær ekki allar eiga við þegar ís- lenskt efnahagskerfi er annars vegar. Það lýt- ur að mörgu leyti sínum eigin lögmálum! Það fylgir þessu starfi mikið álag og langur vinnutími, því ég reyni að vera oftast viðstadd- ur á mestu annatímum. En ég hef líka ánægju af þessu og hitti margt gott fólk hérna, bæði gestina og ýmsa aðra aðila sem ég á viðskipti við. Það eru hins vegar líka á þessu neikvæðar hliðar — því er ekki að neita. Ég var t.d. aldrei kallaður „helvítis útlendingur" eða „vitlaus Þjóðverji" hér á landi fyrr en ég hóf veitinga- rekstur. Dr. Heinz Joachim Fischer: „Hagfræðikenningarnar eiga ekki einu sinni við hinar séríslensku aðstæður." Slík atvik eru nær alltaf í tengslum við sölu á áfengi, þegar viðskiptavinirnir vilja fá vín- flöskur til þess að taka með sér heim. Þetta er bannað samkvæmt lögum (sem mér finnst reyndar ekki ná nokkurri átt, en það er allt annar handleggur) og ég verb að fara eftir þessu. Gestirnir segjast geta gert þetta alls staðar nema hér og verða oft æstir og úthúða mér fyrir að neita þeim. Það er afskaplega særandi að láta kalla sig öllum illum nöfnum fyrir það eitt að fara eftir landslögum! Þessi atvik eru þó sem betur fer undantekn- ingin, en ekki reglan. Yfirleitt er óskaplega gaman að vinna við þetta, sérstaklega þegar maður sér hvað íslendingar hafa tekið kín- verska matnum vel. Fyrst seldust bara örfáir réttir á matseðlinum en smám saman fór fólk að prófa sig meira áfram og panta marga rétti, sem það síðan skipti á milli sín. Þannig á þetta að vera og mér finnst skemmtilegt að fylgjast með þessari þróun. Hins vegar hef ég mjög langa starfsreynslu í þróunarfræðum í þriðja heiminum og vissulega sakna ég margs. Ann- að væri óeðlilegt. Það var mitt fag, en ég varð að velja og löngunin til að búa á íslandi varð yfirsterkari." HELGARPÓSTURINN 41

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.