Helgarpósturinn - 05.03.1987, Síða 43
FRETTAPOSTUR
Steingrímur í Moskvu
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra dvaldi í
Moskvu í siðastliðinni viku í boði þarlendra stjórnvalda.
Gestgjafi Steingríms var forsætisráðherrann Rychkov og
ræddu starfshræðurnir einkum um viðskipti þjóðanna. Að
öllum líkindum munu íslendingar kaupa meiri olíu af
Sovétmönnum heldur en áður, en í stað þess munu Sovét-
menn kaupa meira af ullarvörum. Auk þess komu til um-
ræðu sildarkaup, væntanleg kaup Sovétmanna á islensku
ærkjöti og málningu. Steingrímur ræddi einnig við leiðtoga
Sovétríkjanna, Gorhachev, um friðar- og afvopnunarmál og
hafa verið uppi miklar vangaveltur fréttamanna um mikil-
vægi þessarar heimsóknar hvað þetta varðar. íslenskir
sendimenn og fylgdarmenn Steingrims segja greinilegt að
rofað hafi til innan Sovétríkjanna og að aukið frjálsræði í
viðskiptum sé á döfinni.
Þegar heimsókn Steingríms lauk hélt hann rakleiðis til
Danmerkur í boði Schliiters, forsætisráðherra Dana, og hafa
þeir m.a. rætt afvopnunartillögur Gorbachevs auk þess sem
íslenski forsætisráðherrann vakti máls á erfiðleikum ís-
lendinga í Danmörku við að fá rétt föðurnöfn á börn sín.
IBM-skákmótið
Nigel Short, hinn ungi Englendingur, sigraði örugglega á
IBM-skákmótinu sem lauk á Hótel Loftleiðum á miðviku-
dag. Short, sem er aðeins 21 árs gamall, vann fyrstu 6 skákir
sínar á mótinu, en slakaði siðan á og tapaöi einni skák fyrir
Jóhanni Hjartarsyni. Með sigrinum varð Short u.þ.b. hálfri
milljón islenskra króna ríkari. Jafnir í öðru til þriðja sæti
urðu þeir Jan Timman og gamli fléttumeistarinn Mikhail
Tal, vinningi á eftir Short. íslensku stórmeistararnir fjórir,
Jón L., Helgi, Jóhann og Margeir, riðu hinsvegar ekki feit-
um hesti frá mótinu. Jón L. stóð sig þeirra best, hann varð
í 7.—8. sæti, Helgi og Jóhann urðu ásamt einum öðrum í
9.—H. sæti en Margeir mátti láta sér lynda að reka lestina,
hann hlaut aðeins tvo vinninga.
Þing Noröurlandaráðs
Á þingi Norðurlandaráðs, sem staðið hefur yfir í Helsinki,
urðu harðar umræður um hvort Norðurlöndin ættu að
koma fram sem ein heild í alþjóðamálum og voru um það
skiptar skoðanir. Miðflokkar og vinstri flokkar voru
hlynntir þessu en hægri fiokkarnir vildu ekki að svo yrði.
Jákvæðari viðbrögð fékk hinsvegar tillaga um að Norður-
löndin kæmu fram sem heild i umhverfismálum og myndu
sameiginlega leggja áherslu á aukið vægi þeirra á alþjóða-
. vettvangi. Á þinginu var samþykkt tillaga Eiðs Guðnasonar
um að stofnaöur yrði samnorrænn kvikmyndasjóður sem
hefði það hlutverk að styrkja kvikmyndagerðarmenn í
sköpun sinni. í umræðum um réttindamál homma og lesbía
fengu íslendingar og Finnar harðar ákúrur frá sumum
þingfulltrúum sem þóttu þessi mál vera of stutt á veg komin
í löndunum tveimur.
EBE vill skattleggja loðnulýsi
Tillögur sem fram hafa komið á vegum EBE um að skatt-
leggja lýsi og feiti til útflutnings hafa mætt mikilli and-
spyrnu hérlendis. Forsvarsmenn Síldarverksmiðja ríkisins
hafa lýst því yfir að ef þessi skattlagning nær fra_m að ganga
sé grundvellinum kippt undan loðnuveiðum íslendinga.
Nær allur okkar útflutningur á þessari afurð er til aðildar-
ríkja EBE og telja forsvarsmenn útgerðarinnar að nær von-
laust sé að leita nýrra markaða með sama árangri og nú hef-
ur náðst. Uppi eru raddir um að íslendingar verði að beita
öflugum mótaðgerðum ef til þessa kemur, og er einkum i þvi
sambandi bent á að íslendingar séu einráðir á ferskfisk-
mörkuðum í fjórum borgum innan EBE og geti því lamað
atvinnu i þeim ef þurfa þykir.
Fréttapunktar
0 Stofnaður hefur verið nýr stjórnmálaflokkur sem ber
heitið Þjóðarflokkurinn. Flokkurinn hyggst bjóða fram í
öllum kjördæmum við komandi alþingiskosningar. Stefnu-
mál hans eru nær samhljóða stefnumálum Samtakanna um
jafnrétti milli landshluta, þó flokkurinn starfi ekki á vegum
samtakanna.
• Starfsmannafélag Kópavogs hefur samið við bæjarfélagið
um 21—22% kauphækkun í kjölfar nýs starfsmats. Kópa-
vogur er fyrsta stóra bæjarfélagið sem lýkur samningum í
samræmi við rammasamning sem sveitarfélögin gerðu við
starfsmenn sina fyrir tæpum mánuði.
• Háskólamenntaðir hjúkrunarfræðingar hafa boðað til
verkfalls þann 19. mars. Að öllum líkindum munu kennarar
innan HÍK fara í verkfall þann 16. mars, hafi samningar
ekki tekist en þeir fara fram á 45.500 kr. lágmarkslaun.
Fjármálaráðherra hefur boðið 34.500.
• Fargjöld Flugleiða hafa nú hækkað um 10% og hefur
félagið farið fram á sömu hækkun í ágúst næstkomandi.
Verðlagsráð hefur ekki tekið afstöðu til beiðninnar.
• Ljóst virðist vera að páfinn sjálfur muni heimsækja ís-
land á árinu 1989, á ferð sinni um Norðurlöndin, en ekki er
ákveðið hvenær árs heimsóknin verður.
• Bindiskylda viðskiptabankanna gagnvart Seðlabankan-
um hefur verið lækkuð úr 18% i 13%. Að sögn Jóhannesar
Nordal verður þetta til þess að lausafjárstaða bankanna
batnar um 2,5 milljarða króna.
• Tæknigarður hefur verið stofnaður við Háskóla íslands
með aðild Reykjavíkurborgar, Félags íslenskra iðnrekenda
og fleiri. Garðurinn á að vinna að rannsóknum sem tengjast
atvinnulífinu og leggur Reykjavíkurborg 50 milljónir króna
til framkvæmda á tveimur árum sem Háskólinn mun end-
urgreiða með kaupleigusamningi.
• Tillaga Alþýðuflokksins um að sameina alla lifeyrissjóð-
ina i einn sjóð er orðin að hitamáli í kosningabaráttunni.
Þorsteinn Pálsson hefur lýst sig andvígan hugmyndinni en
Jón Baldvin segir Þorstein bara ekki hafa lesið tillögurnar
nógu vel.
BÖN- OG ÞVOTTASTÖÐIN ÖS
veitir eftirtalda þjónustu:
tjöruþvott, djúphreinsun teppa
og sœta, mótorþvott mössum
bónum og límum ó rendur.
Opiö virka daga kl. 8—19.
Opið laugardaga kl.
10-16.
Bón- og þvottastööin
Smokkur
Hann gœti
reddaö þér
GEGN EYÐNI
Frá 1. mars 1987 eru vextir í Landsbankanum
sem hér segir:
\ A
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
LANDSBANKANS,
INNLÁNSVEXTIR: Vextir alls á ári
Sparisjóðsbækur 11,0%
Kjörbækur 20,0%
Vextir eftir 16 mánuði 21,4%
Vextir eftir 24 mánuði 22,0%
Vaxtaleiðrétting v/úttekta 0,8%
Verðtryggður Sparireikningur:
Með 3ja mánaða bindingu 2,0%
Með 6 mánaða bindingu 3,5%
Sérstakar verðbætur á mán. 0,92% 11,0%
Sparireikningarbundnir í 3 mán. 12,0%
Sparireikningar bundnir í 12 mán. 13,0%
Sparilán 13,0%
Tékkareikningar 6,0%
Innlendir gjaldeyrisreikningar:
Bandaríkjadollar 5,0%
Sterlingspund 9,5%
Vesturþýsk mörk 3,0%
Danskarkrónur 9,5%
ÚTLÁNSVEXTiR: Vextir alls á ári
Víxlar (forvextir) 19,0%
Hlaupareikningar 20,0%
Almenn skuldabréf 21,0%
Verðtryggð lán:
Lánstími í allt að21/2ár 6,0%
Lánstími minnst 21/2 ár 6,5%
HELGARPÓSTURINN 43