Helgarpósturinn - 07.05.1987, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 07.05.1987, Blaðsíða 4
HP-listi yfir 35 tekjuhæstu menn höfuðborgarsvæðisins 1985: Úr neyð má nurla Þorvaldur Guömundsson með 3 milljónir mánaðarlega í tekj- ur/hagnað. Sjúkdómar eru tryggasta tekjuiindin og fógeta- skatturinn drjúgur. Samkvœmt skattskrá 1986 var tekjuhœsti einstaklingur höfudborg- arsvœdisins meö tœplega þriggja milljón króna mánadarlegar tekjur árid 1985, reiknað á núvirði. Petta var Þorvaldur Guðmundsson for- stjóri Síldar og fisks hf, eigandi Hót- el Holts með meiru. Þorvaldur persónulega hafði samkvœmt þessu tekjur um 90.000 krónur á hverjum einasta degi ársins og rúmlega 11 þúsund krónur á klukkustund mið- að viö dagvinnu. En þess ber auðvit- að að gœta að Þorvaldur og fyrir- tœki hans eru eitt og hið sama. I dag birtir HP lista yfir 35 tekju- hæstu einstaklinga höfuðborgar- svæðisins 1985, en samsvarandi listi birtist í fyrra fyrir árið áður. I flest- um tilfellum er um að ræða einstakl- inga eins og Þorvald, menn sem ekki er hægt að aðgreina frá einka- rekstri þeirra. Tekjutölur eru fengn- ar úr skatta- og útsvarsskrám Reykjavíkur- og Reykjaneskjör- dæmis. Útsvarstölur eru umreiknað- ar samkvæmt viðkomandi útsvars- hlutfalli og útkoman framreiknuð miðað við framfærsluvísitölu. Áberandi er sú breyting á röð allra efstu einstaklinga frá í fyrra, að þá var langefstur á listanum Guðmund- ur Axelsson listaverkasali í Klaust- urhólum en hann er ekki á lista nú, á hann höfðu skattar verið áætlaðir. Hann kærði og nú hafa skattar Guð- mundar hrunið niður og útsvar hans nú bendir til aðeins um 60 þús- und króna mánaðartekna. 1 þessu sambandi er rétt að ítreka að nú sem áður er sá fyrirvari settur að skattar á einstaka menn hafa verið áætlaðir og ekki enn búið að af- greiða allar kærur þegar skattskráin var prentuð. Þannig er ekki ótrúlegt að Þorvaldur, sem var í öðru sæti í fyrra en langefstur nú, eigi eftir að lækka, enda með ótrúlega mikla sérstöðu nú. Útsvar hans hækkaði um 213% milli áranna 1985 og 1986 eða rúmlega þrefaldaðist. LYFSÖLUM OGTANN- LÆKNUM FJÖLGAR Nú sem fyrr eru það menn „krankleikans" sem setja mestan svip á listann. Af 36 tekjuhæstu ein- staklingunum eru þannig 10 lyfsal- ar, 5 tannlœknar og 3 lœknar og er þá upptalinn helmingur listans. Um þessa menn alla gildir að einstakl- ingurinn og viðkomandi rekstrar- eining er oftast eitt og hið sama, út- svarið er í senn mælikvarði á laun þeirra og rekstrarhagnað, sem ekki er varið í sérstaka fjárfestingasjóði. Sá lyfsali sem mest halar inn er Birg- ir Einarsson í Vesturbæjarapóteki og er nokkuð langt í hans næsta kollega, Sigurð G. Jónsson í Austur- bæjarapóteki. Þá er annar tveggja kvenmanna á listanum lyfsali, Ingi- björg Böðvarsdóttir í Hafnarfirði. Hinn kvenmaðurinn á listanum er aftur á móti tannlæknirinn Guðrún Olafsdóttir í Reykjavík með um 565 þúsund krónur á mánuði og er að- eins einn tannlæknir henni ofar á höfuðborgarsvæðinu, Ólafur Björg- úlfsson á Seltjarnarnesi. Ekki er síð- an langt í Ragnar Traustason í Reykjavík. Lækna var ekki að finna á lista efstu manna í fyrra, en nú eru þeir þrír og þeirra efstur er Bragi Guðmundsson bæklunarlæknir, sem rekur lækningastofu að Sól- vangi í Hafnarfirði. Um þessa menn má segja að þeir hafi lifibrauð sitt af „þjáningum borgaranna". Það á ekkert síður við þá Jón Skaftason borgarfógeta og Einar Ingimundar- son bæjarfógeta/sýslumann, sem er á þessum lista yfir tekjuhæstu menn höfuðborgarinnar. Ekki eru það þeirra embættislaun sem eru svona há, heldur er meginuppistaðan sú 1% hlutdeild sem þeir fá í eigin vasa af innkomunni við hvert nauðung- aruppboð. Þetta byggir á gömlu ákvæði laga, sem nú hefur blessun- arlega verið afnumið — í áföngum næstu árin. GAMLIR KVEÐJA — NÝIR HEILSA Sem fyrr segir er horfinn af iistan- um og úr efsta sætinu Guðmundur Axelsson í Klausturhólum. Þeir Þor- valdur Guðmundsson forstjóri og Gunnar B. Jensson húsasmíða- meistari voru í efstu sætum í fyrra. í þriðja sæti nú er Úlfar Eysteinsson veitingamaður en hvað hann varðar kann tímabundinn söluhagnaður að spila inn í á meðan hann skipti um í rekstri. Af listanum eru nú meðal annars horfnir Sigmar Pétursson veitingamaður, Einar Birnir forstjóri og skipstjórarnir Pétur Stefánsson og Bjarni Gunnarsson. Þá hefur Herluf Clausen forstjóri lækkað úr 5. sæti í hið tuttugasta og níunda. Nýr á listanum er Ragnar Kjartans- son fyrrverandi forstjóri Hafskips, sem 1985 hefur samkvæmt þessu haft í laun um 465 þúsund krónur á mánuði á núvirði. Hætt er við því að laun hans séu eitthvað lægri um þessar mundir. Ekki er mikið um slíka „venjulega" forstjóra á listan- um. Þó er skammt í nafntogaða bissnessmenn og má nefna nokkra á bilinu 330—365 þúsund krónur á mánuði: Ragnar S. Halldórsson, for- stjóri ÍSAL, Thor Ó. Thors, forstjóri íslenskra aðalverktaka, Agnar Kristjánsson forstjóri, Erlendur Einarsson fv. forstjóri SÍS, Gunnar M. Hansson forstjóri IBM á Islandi, Halldór H. Jónsson, stjórnarfor- maður Eimskipafélagsins, ÍSAL og margra annarra fyrirtækja, Sveinn Valfells forstjóri, Þórarinn Þ. Jóns- son endurskoðandi og Hjalti Páls- son aðstoðarforstjóri SÍS. Af mönn- um á bilinu 250—330 þúsund má síðan nefna Jón Ingvarsson í ísbirn- inum, Hörð Sigurgestsson forstjóra Eimskipafélagsins, Jóhannes Nor- dal seðlabankastjóra og Björgvin Vilmundarson bankastjóra Lands- bankans. EN HVAÐ HAFÐI PÖPULLINN? Tekjutölurnar á listanum eru auð- vitað svimandi háar í augum hins almenna borgara — litla mannsins. Til samanburðar má nefna að ráð- herrann Ragnhildur Helgadóttir skartar 135 þúsund króna mánaðar- tekjum samkvæmt sömu forskrift og náði því aðeins fjórðungi af tekj- um stallsysturinnar Guðrúnar Ólafs- dóttur tannlæknis. Samkvæmt því sem fram kemur í vinnumarkaðsriti Byggðastofnunar fyrir árið 1985 voru meðallaun í landinu það árið 482 þúsund krónur yfir árið. Framreiknað gera þetta 655 þúsund krónur eða um 55 þús- und krónur á mánuði. 35 tekjuhæstu einstaklingar Stór-Reykjavíkur 1. Þorvaldur Guömundsson, forstjóri, Reykjavík............................. 2.750.000 2. Gunnar B. Jensson, húsasmíðameistari, Reykjavík........................... 850.000 3. Úlfar Eysteinsson, veitingam., Reykjavík.................................. 850.000 4. Birgir Einarsson, lyfsali, Reykjavík.................................. 850.000 5. Ólafur Björgúlfsson, tannlœknir, Seltj.nesi............................... 600.000 6. Sigurður G. Jónsson, lyfsali, Reykjavík................................... 570.000 7. Guðrún Ólafsdóttir, tannlœknir, Reykjavík................................. 565.000 8. Kristján Einarsson, Reykjavík............................................. 560.000 9. Werner I. Rasmusson, lyfsali, Kópavogi.................................... 550.000 10. Jón Skaftason, borgarfógeti, Kópavogi..................................... 550.000 11. Valdimar Jóhannsson, bókaútgefandi, Reykjavík............................. 535.000 12. Ragnar Traustason, tannlœknir, Reykjavík................................. 515.000 13. Kristinn Seinsson, bygg.meistari, Reykjavík............................... 510.000 14. Christian Zimsen, lyfsali, Reykjavík..................................... 505.000 15. Andrés Guðmundsson, lyfsali, Reykjavík.................................... 505.000 16. ívar Daníelsson, lyfsali, Reykjavík....................................... 500.000 17. Rúnar Garðarsson, Reykjavík............................................... 490.000 18. Ólafur Stephensen, forstjóri, Garðabœ..................................... 470.000 19. Ragnar Kjartansson, fv. forstjóri, Reykjavík.............................. 465.000 20. Matthías Ingibergsson, lyfsali, Kópavogi.................................. 460.000 21. Helgi Einarsson, tannlœknir, Garðabœ...................................... 440.000 22. Magnús Þórðarson, Kópavogi................................................ 435.000 23. Eggert Þorfinnsson, skipstjóri, Reykjavík................................. 435.000 24. Ragnar Tómasson, héraðsdómslögmaður, Reykjavík............................ 420.000 25. Bragi Guðmundsson, lœknir, Hafnarfirði.................................... 420.000 26. Sverrir Bernhöft, stórkaupmaður, Reykjavík................................ 420.000 27. Skúli Þorvaldsson, lögfrœðingur, Reykjavík................................ 415.000 28. Kjartan Gunnarsson, lyfsali, Reykjavík.................................... 405.000 29. Herluf Clausen, forstjóri, Reykjavík...................................... 400.000 30. Þórður Eydal Magnússon, tannlœknir, Reykjavík............................. 400.000 31. Örn Æ. Markússon, lyfsali, Reykjavík...................................... 395.000 32. Ingibjörg Böðvarsdóttir, lyfsali, Hafnarfirði............................. 395.000 33. Einar Ingimundarson, fógeti/sýslumaður, Bessast.hr........................ 380.000 34. Einar Sindrason, lœknir, Reykjavík...................................... 380.000 35. Ásgeir Theódórsson, lœknir, Reykjavík.................................... 365.000 Á myndinni sjást skotgötin á glugga skrifstofu lögmannsins. Eins og sjá má af myndinni eru þetta fimm lítil göt, sem hafa farið í gegnum tvöfalt gler. — Smartmynd SKOTÁRÁS Á LÖGMANNSSTOFU KÚLURNAR í RANNSÓKN EN ÓLJÓST HVORT UM VAR AÐ RÆÐA RIFFIL EÐA LOFTBYSSU Samkvœmt upplýsingum Helga Daníelssonar, deildarstjóra í Rannsóknarlögreglu ríkisins, er nú verið að kanna kúlursem skot- ið var í gegnum rúður á lög- mannsstofu í Skeifunni. Þegar blaðið fór í prentun var enn ekki Ijóst hvort um kúlur úr loftbyssu eða riffli vœri að rœða. Þegar lögmaðurinn kom á skrif- stofu sína síðastliðinn laugardag kom í ljós að gluggar skrifstofunn- ar voru brotnir. Á einum gluggan- um voru tvö stór göt eftir stein, að því er virtist. Á hinum tveimur gluggum skrifstofunnar voru hins vegar mörg smá göt eftir skot. Hann kærði málið til lögreglunn- ar, sem síðan fól Rannsóknarlög- reglunni málið. Við vettvangs- rannsókn fundust kúlur, sem nú eru í frekari rannsókn. Að sögn Helga Daníelssonar hefur enn ekkert komið í ljós sem bendir til þess að skotárásinni hafi verið beint sérstaklega að lög- manninum sem á stofuna. Málið er enn í sama farvegi og þau mörgu skemmdarverk, sem ber- ast inn á borð Rannsóknarlögregl- unnar. Helgi sagði að enn lægi enginn undir grun. Það eina sem væri vit- að væri að sá sem skaut á glugg- ana, hafi annað hvort staðið uppi á þaki nærliggjandi húsa, eða skotið úr mikilli fjarlægð. Stefna skotanna benti til þess. í húsinu eru fjórir lögmenn með stofur sínar. Skotin lentu öll í þremur gluggum skrifstofu eins þeirra. Enginn annar gluggi í hús- inu varð fyrir skoti. Þegar Helgarpósturinn innti lögmanninn eftir því hvort hann hefði fengið morðhótanir, eða vissi til einhvers er kynni að renna stoðum undir þá kenningu að árásinni hafi verið beint gegn hon- um persónulega, kvað hann svo ekki vera. „Þrátt fyrir að ég hafi unnið við erfið mál sem lögmaður, hafa menn hingað til ekki haft í hótun- um við mig,“ sagði hann. „Eg hef líka reynt að fara varfærnum höndum um erfið mál.“ En setur ekki að þér óhug, þar sem öll skotin fara í gegnum glugga á þinni skrifstofu? „Eg hef ekki hugleitt þetta mál á þann veg. Ef satt reynist að hér sé um riffilkúlur að ræða, þá verður málið kannski alvarlegra. Þessir gluggar eru reyndar ekki merktir mér. En það eru aðrir gluggar ann- ars staðar í húsinu. Það var ekki skotið á þá.“ gse 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.