Helgarpósturinn - 07.05.1987, Síða 8

Helgarpósturinn - 07.05.1987, Síða 8
Súðavík leikur nú á reidiskjálfi. Sídastliðinn laugardag kom í Ijós að fimm einstaklingar höfðu keypt meirihluta- vald í Frosta h/f, eina atvinnuveitanda þorpsins. Pessir einstaklingar eru lykilmenn í Frosta. Jafnframt eru meðal þeirra lykilmenn í hreppsnefndinni. Þannig var staðið að kaupunum að oddvitinn og fram- kvœmdastjóri Frosta seldu í umboði Frosta sjálfum sér ogþremur öðrum einstaklingum hlutabréf, sem nœgja til meirihlutavalds í fyrirtœkinu. Hreppsnefnd hefur nú ákveðið að beita öllum ráðum til að rifta þessum kaup- um. Hreppsnefndin heldur því fram að oddvitinn og framkvœmdastjórinn hafi verið vanhœfir vegna per- sónulegra hagsmuna, til að taka þessar ákvarðanir. 175 MILLJÓNIR FYRIR 70 MILLJÓNIR Á bak viö þessi kaup stendur hlutafélagið Tog h/f. Þar eiga jafnan hlut þeir Audunn Karlsson, oddviti hreppsnefndar og stjórnarformaður og fulltrúi hreppsins í stjórn Frosta h/f, Ingimar Halldórsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Frosta og stjórn- armaður í fyrirtækinu, Jóhann Símonarson, skipstjóri á Bessa, tog- ara fyrirtækisins, Jónatan Ásgeirs- son, skipstjóri á Haffara, rækjutog- ara fyrirtækisins og Bardi Ingi- bjartsson, hreppsnefndarmaður og stýrimaður á Bessa. Eins og sjá má af þessari upptalningu eru þarna saman komnir menn í öllum lykil- stöðum fyrirtækisins. Að sögn Ingimars Halldórssonar var þetta félag stofnað í byrjun febr- úar síðastliðins og var tilgangur þess að eignast hlutabréf í Frosta. Hlutafjárloforð félagsmanna nema um 20 milljónum króna. Kaupverð hlutabréfanna í Frosta er hins vegar um 70 milijónir króna. Frosti h/f er óvenju stöndugt fyrir- tæki, miðað við önnur fyrirtæki í sjávarútvegi. Það er svo til skuld- laust og markaðsverð eigna þess nemur allt að 400 milljónum króna. Ef varlega er áætlað má því segja að þeir fimmmenningar hafi í raun keypt um 175 milljónir króna fyrir 70 milljónir króna. f Ijósi þessa er ekki furða þó Súð- víkingum þyki ástæða til þess að gera athugasemdir við kaupin. Það sem er þó mikilvægara er það, að málið snýst í raun um eignarhald á heilu þorpi. Frosti er eina atvinnu- fyrirtæki Súðavíkur og sá sem hefur þar töglin og hagldirnar ræður í raun öllu í þorpinu. FÁ BANKAFYRIRGREIÐSLU TIL KAUPANNA Samkvæmt upplýsingum Ingi- mars mun Tog h/f greiða helming kaupverðsins á næstu 12 mánuðum og eftirstöðvarnar á sjö árum. Það kom mörgum á óvart í Súðavík að þessir menn hefðu bolmagn til þess að greiða rúmlega 30 milljónir á næstu 12 mánuðum og annað eins á næstu 7 árum. Þrátt fyrir að skip- stjórarnir séu tekjuháir, þá er eng- inn þessara manna kunnur af mikl- um eignum. Helgarpósturinn spurði Ingimar hvernig Tog h/f hygðist standa að fjármögnun kaupanna. Að hans sögn hefur félagið vilyrði fyrir um 25 milljón króna láni í bankastofn- un, en var ófáanlegur til að upplýsa hver sú stofnun væri. Helgarpósturinn hefur hins vegar fyrir því heimildir að þeir félagar hafi fengið lánsloforð hjá Lands- bankanum á ísafirdi. Það er athygl- isvert, þar sem Heiðari Guðbrands- syni var neitað um lán til sömu hluta fyrr í vetur. Heiðari var greint frá því að það væri ákvörðun bankaráðs Landsbanka íslands að lána ekki til nýrra fjárfestinga í sjávarútvegi. En hvort sem Togsmenn fá lán eða ekki, er ljóst að þetta nýstofnaða fé- lag mun eiga í miklum erfiðleikum með að standa undir þeim miklu skuldbindingum sem það hefur stofnað til. 70 milljónir króna á sjö árum er erfiður baggi að bera fyrir fimm launamenn. ■eftir Gunnar Smára Egilssoni Ættartengsl Auðuns Karlssonar hafa mikið komið við sögu í þessu máli. Hann er sonur Karls Bjarna- sonar sem eitt sinn var fram- kvæmdastjóri Frosta, en var lengst af sérfræðingur Framkvæmdastofn- unar í sjávarútvegi. Karl er bróðir Matthiasar Bjarnasonar ráðherra. KEYPTU BÍLA AF SJÁLFUM SÍR Súðvíkingar sem Helgarpóstur- inn ræddi við sögðu að Karl Bjarna- son hefði gert úttekt á Frosta um það leyti sem stofnun Togs h/f var í burðarliðnum. Þegar Helgar- pósturinn bar þetta undir Karl sagð- ist hann ekki hafa komið til Súðavík- ur í langan tíma. Auðunn sonur hans sagði að faðir sinn hefði heim- sótt sig einu sinni í vetur eftir ferm- ingarveislu á ísafirði. Ofan á allan þann reyk sem umlykur þetta mál, virðist því þoka leika um komu Karls til Súðavíkur og hugsanlegan þátt hans í þeim atburðum sem nú hafa átt sér stað. Þar sem allir hluthafar Togs h/f eru lykilmenn í Frosta er ekki hægt að búast við stórfelldum breyting- um á rekstri fyrirtækisins. Sá rekst- ur hefur sætt gagnrýni, einkum fyr- ir það að flytja inn utanbæjarmenn í allar lykilstöður. Frá því Ingimar Halldórsson var ráðinn fram- kvæmdastjóri síðastliðið sumar frá Reiknistofnun Vestfjarða, og Auð- unn settist í stól stjórnarformanns, hefur systir Ingimars verið ráðin verk- stjóri og eiginmaður hennar raf- virki. Tveir aðrir utanbæjarmenn hafa komið inn sem verkstjórar. Á sama tíma hafa Súðvíkingar verið reknir. (Sjá viðtal við Guðmund Heiðarsson hér í opnunni.) Það hefur einnig verið gagnrýnt að ráðist hefur verið í óarðbærar fjárfestingar, en því eiga Súðvíking- ar ekki að venjast eftir áratuga stjórn Barkar Ákasonar á fyrirtæk- inu. Meðal annars hefur verið ákveðið að byggja hús undir skrif- stofuna og tölvuvæða hana. Þá hef- ur fyrirtækið keypt tvo bíla frá Ingv- ari Helgasyni, en Auðunn Karlsson, oddviti og stjórnarformaður Frosta, er umboðsmaður þess fyrirtækis á Vestfjörðum. Annar bíllinn, Subaru, er til einkanota fyrir framkvæmda- stjórann, sem býr á ísafirði. Næstkomandi sunnudag verður haldinn borgarafundur á Súðavík þar sem þær aðgerðir sem hrepps- nefndin hefur ákveðið að grípa til verða kynntar. Hálfdán Kristjáns- son, sparisjóðsstjóri, er í forsvari fyr- ir þá nefndarmenn sem vilja rifta kaupunum. Hann hefur unnið að undirbúningi málsins í samráði við Ragnar Aðalsteinsson og Viðar Má Matthíasson lögmenn. Þar sem þeir hafa enn ekki fengið kaupsamning- inn, samþykktir stjórnar né bréfa- skriftir hefur enn ekki verið tekin endanleg ákvörðun um málatilbún- ing. TRÚNAÐARBRESTUR ODDVITANS Á meðan Hálfdán vann að málinu í Reykjavík, var Auðunn Karlsson þar staddur einnig í viðræðum við sinn lögmann, Jónatan Sveinsson. Eins og frain kemur í samtali við

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.