Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 07.05.1987, Qupperneq 10

Helgarpósturinn - 07.05.1987, Qupperneq 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjóri: Halldór Halldórsson Ritstjórnarfulltrúar: Helgi Már Arthursson Sigmundur Ernir Rúnarsson Blaðamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir Friðrik Þór Guðmundsson Gunnar Smári Egilsson Kristján Kristjánsson Jónína Leósdóttir og Óskar Guðmundsson. Ljósmyndir: Jim Smart. Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson. Skrifstofustjóri: Garðar Jensson. Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Auglýsingar: Sigurður Baldursson Dreifing: Garðar Jensson (heimasími: 74471) Guðrún Geirsdóttir Afgreiðsla: Bryndís Hilmarsdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík sími 681511. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36, sfmi 681511. Útgefandi: Goðgá h/f Setning og umbrot: Leturval s/f. Prentun: Blaðaprent h/f. LEIÐARI Efnahagsmál Þjóðhagsstofnun hefur talað og nú geta forystumenn stjórnmálaflokka farið að tala saman um ríkisstjórn. Umraeðuefnið verður efnahagsmál, efnahagsstefna til næstu fjög- urra ára. Ríkisstjórn verður mynduð á grund- velli samkomulags í efnahagsmálum, aðrir málaflokkar skipta minna máli, enda snúast stjórnmál að verulegu leyti um efnahagsmál. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Niðurstöður Þjóðhagsstofnunar staðfesta í mörgum veigamiklum atriðum það sem stjórnarandstöðuflokkar héldu fram í kosn- ingabaráttu. Þær undirstrika ýmis þau hættu- merki í efnahagslífinu sem leiðtogar stjórnar- andstöðunnar bentu á fyrir kosningar. Enn er að vísu beðið eftir nánari upplýsingum úr fjár- málaráðuneyti, en tölurnar þaðan gætu orðið til að dekkja þá hlutlausu mynd sem Þjóð- hagsstofnun dregur upp af ástandinu í efna- hagsmálum. Verðbólguspá Þjóðhagsstofnunar er mikil bjartsýnisspá. Gerir stofnunin ráð fyrir 13-15% verðbólgu frá upphafi til loka ársins. Er hér ekki miðað við verulegar launabreyt- ingar, t.d. á hinum almenna markaði það sem eftir lifir af árinu, enda þótt fyrir dyrum standi viðræður aðila vinnumarkaðarins, sem allt eins gætu orðið til þess að taka þyrfti des- embersamningana upp. Verði það gert breyt- í öndvegi ast allar forsendur fyrir ve’rðbólguspá stofn- unarinnar. Verðbólga gæti allt eins orðið um tuttugu prósent frá upphafi til loka ársins. Vaxandi viðskiptahalli, gríðarlegur halli á ríkis- sjóði og þensla í efnahagslífi almennt í lok kjörtímabils sitjandi ríkisstjórnar leiðir hug- ann að þeim markmiðum, sem ráðuneyti Steingríms Hermannssonar setti sér á árinu 1983 og notuð voru sem réttlæting fyrir harkalegum efnahagsaðgerðum í upphafi kjörtímabilsins. Markmiðin voru einföld. Þau voru að ná verðbólgu niður á svipað stig og í helstu samkeppnislöndum íslenskra fram- leiðenda. Þessu markmiði náði ríkisstjórnin ekki. Verðbólga í helstu samkeppnislöndum fram- leiðenda í landinu er innan við fimm prósent. Marmið ríkisstjórnar Steingríms Hermanns- sonar verða því að öllum líkindum markmið næstu ríkisstjórnar. Ný ríkisstjórn verður því vafalaust mynduð utan um efnahagsaðgerðir þar sem rauður þráður verður að ná verð- bólgu niður, eyða hinum mikla halla sem nú er á ríkissjóði og að takmarka vaxandi við- skiptahalla. Þetta þýðir að inni í málefnasamningi væntanlegrar ríkisstjórnar verða efnahagsað- gerðir sem í grófum dráttum gætu falist í skattahækkun, vaxtahækkun, takmörkuðum launahækkunum eða verulegum niðurskurði á útgjöldum ríkissjóðs. Allt eru þetta aðgerðir sem skilgreindar eru „óvinsælar aðgerðir", og ef gripið verður til þeirra má búast við veru- legri ólgu á vinnumarkaði. Óvíst er hvort launamenn setja opinbert verðbólgustig í samband við verðbólgu þá sem enn er að finna í veskjum þeirra. Því er ekki ólíklegt, að fyrirhugaðar efnahagsaðgerðir ráði meiru um ríkisstjórnarmyndun en úrslit kosninga. Ný ríkisstjórn mun vafalaust kappkosta að vera í nánu sambandi við verkalýðsforystu til þess í nafni sátta að ná settu marki. Skattahækkun, vaxtahækkun eða aðhalds- aðgerðir í efnahagsmálum voru ekki kosn- ingamál. Stór hluti kjósenda kaus í uppreisn gegn forystu Sjálfstæðisflokksins. Stór hluti kaus konur á þing væntanlega til að breyta áherslum í stjórnmálum, eða til að fjölga kon- um í hópi þingmanna. En vegna þess að ríkis- stjórnarmyndun og stjórnmál hvunndagsins snúast um efnahagsmál á forsendum efna- hagssérfræðinga og ekki um slaufur, bindi, eða fágaða framkomu, þá er hætt við að t.d. Borgaraflokkur og Kvennalisti verði dæmdir úr leik í stjórnarmyndunarviðræðum — hinn pólitíski arfur er efnahagsmál. Leidrétt Yfirheyrsla Meinleg prentvilla var í Yfir- heyrslunni sem birtist yfir Svavari Gestssyni í síðasta tölublaði HP. I svari flokksformannsins við spurningunni hvaða ástæður hann teldi vera fyrir tapi Alþýðu- bandalagsins í síðustu kosningum, kom fyrir setningin: ,,/ flokknum hefur fjöigað mikið frá 78 og það eru nú komin viss skil í gamla flokkakerfið." Óbrengluð er setn- ingin vitaskuld svona: „Flokkun- um hefur fjölgað mikið frá 78 og það eru nú komin viss skil í gamla flokkakerfið."' Til þess að halda fullu samhengi vill HP birta spurninguna og svar Svavars við henni í heilu lagi, um leið og blaðið biður hann, svo og lesendur, velvirðingar á þessum mistökum. Kaflinn er svona: — Undir þinni forystu hefur flokkurinn œtíd tapaö kosningum til þings og er kominn úr 14 mönn- um 78 nidur i 8 nú. Klippt og skor- id Svavar: Þarf flokkurinn ekki nýjan mann? „Það er ekki nokkur vafi á því að ef þetta hrun er formanninum að kenna og vegna formennsku hans, þá væri alveg sjálfsagður hlutur að slátra formanninum bara einn, tveir, þrír. En ég held, því miður, að orsakir áfallsins séu dýpri og aðeins flóknari. Flokkun- um hefur fjölgað mikið frá 78 og það eru nú komin viss skil í gamla flokkakerfið. Niðurstaðan nú er t.d. skýr skilaboð til allra vinstri manna um að fara.að endurskipu- leggja alla sína hreyfingu til þess að hún rísi undir hlutverki sínu.“ -ritstj. LAUSN Á SPILAÞRAUT Hvernig færi ef við létum spaða- ásinn og héldum áfram með lítinn spaða frá báðum höndum, í þeirri von að vestur sé með K-G blankt? Nei, það er víst lítil von að það tak- ist. Bæði sagnir og fleira benda til þess að austur hafi byrjað með sjö hjörtu og vestur með tvö. Eigi vest- ur tvö hjörtu, þá er ósennilegt að hann hafi byrjað með tveim spöð- um. Ef vestur á þrjá spaða, þá er okk- ar eina von að austur eigi tíuna aðra. Ef spilin liggja þannig, þá getum við svínað, það er að segja ef heppnin er með — í gegnum báða andstæðingana. í þriðja slag látum við spaðaþristinn frá borð- inu og svínum eins og sá brasilíski heimsfrægi spilamaður Gabriel Chagas gerir undir svipuðum kringumstæðum og kallar þetta ,,intra-finesse“ og við látum því sexið. Þetta litla spil kostar gos- ann. Allt tókst þetta úr því að spil- in lágu eins og hér segir: S Á-7-3 H Á-9-4 T Á-K-6 L D-7-6-2 S K-G-5 H K-7 T 10-8-3 L Á-K-G-9-4 S 10-2 H D-G-10-8-6-3-2 T 7-2 L 10-5 S D-9-8-6-4 H 5 T D-G-9-5-4 L 8-3 Þegar við komumst inn aftur, þá spiluðum við spaðadrottningunni frá hendinni og þá kemur í Ijós að við höfum aðeins tapað einum slag. Að lokum vil ég geta þess, að þegar ég er í vandræðum með mörg af þessum erlendu bridge- orðum, þá hringi ég í vin minn Halldór Halldórsson f.v. prófessor og leita á náðir hans. Hann hefir gefið mér mörg ágæt orð, þeirra á meðal er orðið „intra-finesse" og stakk hann upp á að við notuðum orðið ,,lág-svfna“. Mér finnst hann hitta þar beint í mark. Orðið ágætt og þakkir mínar takmarkalausar. ÍÞRÖTTIR Bylgjgin slítur borðann Og þá er það borðinn við enda brautarinnar — fyrir Bylgjuna. í fyrra var það sportlausa Alþýðu- blaðið sem sigraði við mjög lítinn fögnuð keppinauta og aðstandenda. Nú fékk Alþýðublaðið ekki að vera með — né heldur Helgarpósturinn. En HP var samt með og þó árangur- inn fyrir síðustu umferðina sé ekki til að hrópa haleiúja yfir þá er þetta ekki spurningin um að vinna held- ur... Um síðustu leikhelgi afréð spá- maður HP að taka mikinn séns til að stefna að fjórða sætinu. Birt var spá uppfull af óvæntum jafnteflum. Til- raunin mistókst, en röð keppenda breyttist hins vegar lítið, nema hvað Alþýðublaðið brilleraði í mini- keppninni við HP og aðeins krafta- verk getur komið í veg fyrir sigur snepilsins um næstu helgi, því mið- ur. Það hefur enda verið við ramm- an reip að draga, þetta eru sigurveg- ararnir frá í fyrra, ekki satt?! Við geymum stöðu keppenda til lokauppgjörsins í næsta blaði. Fram- undan er 33. og síðasta umferðin og allt getur gerst á seðlinum. Erfitt er að spá þegar mörg lið hafa misst áhugann og hafa ekki að neinu að keppa. Á toppnum er ekki keppt um sæti í Evrópukeppni og meistaratit- illinn í höfn hjá Everton — sem mun hins vegar kveðja tímabilið með sigri á Goodison. Spennan er öll á botninum, þar sem baráttan stendur á milli Charlton og Leicester um hvort liðið fellur beint og hvort fer f sérstaka keppni um fyrstu deildar sætið. Leicester hreinlega verður að vinna og ég spái því að þeir geri það gegn Oxford, sem nú slappa af, rétt búnir að bjarga sér fyrir horn. En þá verður Charlton að tapa og það gera þeir varla á móti vonlausu liði Q.P.R. Þá spái ég því að Liverpool nái að- eins jafntefli í London, en að öðru leyti gerist fátt óvænt. Reikna má með því að Coventry og Tottenham séu ekkert að ofreyna sig fyrir úr- slitaleikinn á Wembley! -FÞG Arsenal—Norwich 1 lx Charlton—Q.P.R. 1 1 Chelsea—Liverpoo 1 X x2 Coventry—South’ton 1 lx Everton—Luton 1 1 N. Forest—Newcastle 1 1 Oxford—Leicester 2 21 Sheff.Wed—Wiml’don X xl Watford—Tottenham X 1x2 Derby—Plymouth 1 1 Oldham—Blackburn 1 lx Pörtsm.—Sheff.Utd. 1 1 af flugstöðvaropnuninni. Þar gerðu tveir þjóðkunnir fjölmiðlungar mik- inn usla. Það byrjaði á því að Hrafn Gunnlaugsson brást hinn reiðasti við að fá ekki merkt sæti, eins og önnur stórmenni þessa lands og annarra. Neitaði hann algerlega að sitja eða standa í almenningi. Hrafn krafðist þess að utanríkisráðuneytið borgaði undir hann bíl í bæinn. Það var gert. Þegar ró var komin á var öllum hurðum lokað svo ekkert truflaði innkomu Vigdísar Finn- bogadóttur. Þegar hún gekk hina löngu leið að sæti sínu, tóku að heyr- ast miklar barsmíðar við eina hurð- ina. Sá sem gætti hennar lét sig þó ekki fyrr en forsetinn var kominn í öruggt sæti. Þá opnaði hann hurð- ina og fékk Jón Óttar Ragnars- son, æfan af reiði yfir sig. Vonlaust reyndist að róa Jón og endaði með því að hann fór í illu skapi í bæinn í sama bíl og Hrafn... o nnur síðbúin úr flugstöðv- arpartíinu. Þegar heiðursgestir voru sestir tóku erlendu flugmálastjór- arnir að spyrja eftir íslenska kollega sínum, Mister Pétur Einarsson. íslenskir sessunautar þeirra skim- uðu í kringum sig, en fundu Pétur ekki. Þegar einhverjum varð það á að líta til hinna óæðri sæta, sá hann hvar Pétur sat og fylgdist með hátíð- leikanum úr fjarska. í öllum látun- um hafði gleymst að merkja Pétri sæti, enda framsóknarmaður og hafði því kannski ekki jafn mikla ástæðu til að fagna og aðrir . . . INNRÖMMUN ALHLIÐA INNRÖMMUN, SMELLURAMMAR, TILB. ÁLRAMMAR LAUGARDAGA TIL KL. 16.00 NÆG BÍLASTÆÐI 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.