Helgarpósturinn - 07.05.1987, Side 19

Helgarpósturinn - 07.05.1987, Side 19
. : ■■ * deyja um sjötugt, en þegar sá aldur nálgaðist... þá gæti þetta rifjast upp og haft mikil áhrif á líð- an viðkomandi. Við höfum bara ekki gott af að vita þetta. Hvað sjálfa mig varðar, þá sé ég auðvitað ým- islegt fyrir. Ég reyni hins vegar að taka lífinu eins og það er — sem náttúrulegum hlut. Lít á já- kvæðu hliðarnar. Ef ég sé fyrir fjárhagslegar þrengingar, reyni ég að vera hagsýn. Og ef fyrir mér liggur að veikj- ast, þá fer ég eins vel með mig og unnt er. Leitast við að byggja mig upp.“ Hvað með dauðann? „Það hlýtur alltaf að vera einhver ótti. Hræðsla við það ókunna. Ég er efins um að það sé til svokallað fram- haldslíf. Það er einhver Tómas í mér, skilurðu. Það hefur enginn komið aftur! En mannskepnan hefur mikla þörf fyrir að trúa á líf eftir jarðvist- ina. Við höfum þessa sterku þörf fyrir að vera ódauðleg." VAR ALLTAF HRÆDD VIÐ ANDAGLAS I einni af mörgum bókum, sem Amy sýndi mér, var kafli um ósjáifráða skrift og annar um hugsanafiutning. Hún sagðist sjálf ekki hafa þol- inmæði til þess að leggja rækt við ósjálfráða skrift. ,,Ég get ekki setið svona og beðið. Það þarf líka óskaplega næmni til þess að gera þetta. Ég hef ekki ræktað þetta með mér. Er í raun ekk- ert spennt fyrir því. Ég var líka alltaf hrædd við andaglas og svoleiðis, þegar ég var krakki. Hugsanaf lutningur hefur hins vegar aukist hjá mér með árunum, enda hef ég lagt upp úr því að þroska þann hæfileika. Ekki þó upp á síðkastið. Ég er lítið að vinna i slíkum máium. Þessa dagana reyni ég að lesa mikið, fara í leikhús og fylgjast með því sem gerist í kvik- myndaheiminum. Ég sá t.d. góða mynd á frönsku kvikmyndavikunni um daginn. Hún hét „Þrír karlar og ein karfa". En ég hef líka séð margar lélegar. Nýlega fór ég síðan að sjá „Eru tígrisdýr í Kongó?“; hádegisleiksýninguna um alnæmi. Það var gífurlega góð sýning... og jákvæð. Líka Moliere-sýningin í Þjóðleikhúsinu. Hann er líka klassískur. Höfðar ekki síður til nútímans en sinna samtíðarmanna." Upp úr umræðum um menningu og Moliere, var biaðamaður allt í einu kominn í allsherjar „meðferð" hjá Amy Engilberts. Hlutverkin sner- ust bara skyndiiega við og áður en varði var það Amy sem setti fram fullyrðingar í spurnartón og blaðamaður sem svaraði. Hún náði í heilmikla bók með afstöðu himintungla í gegnum tíðina, rýndi í lófa mína og sýndi fram á fullkcmið orku- leysi mitt með aðstoð pendúls, sem hún átti í litl- um kassa. Þarna upphófst mikil fræðimennska með uppljóstrunum, sem aldrei munu koma á prent. Eftir nokkurra klukkustunda dvöl hjá Amy Engilberts, steig ég dösuð út í veröldina aftur. Hvernig einhver gat vitað svona mikið um fortíð mína, nútíð og framtíð, var mér enn gjörsam- lega hulin ráðgáta. Ég hafði vissulega fengið svör við öllum mínum jarðbundnu spurningum, en... Það var ennþá eitthvað EN.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.