Helgarpósturinn - 07.05.1987, Síða 23

Helgarpósturinn - 07.05.1987, Síða 23
Söngurinn er mitt hjartans mál Hjálmar H. Ragnarsson kallaði Signýju Sæmundsdótt- ur sérstaklega heim frá námi í Vín til að takast á við eitt aðalhlutverkanna í Yermu, harmljóði Lorca, sem Þjóðleikhúsið frumsýnir í næstu viku með tónlist Hjálmars. Það er rétt mánuöur lidinn sídan Signý Sœmundsdóttir hélt á brott frá borginni sem hán hefur verid búsett í undanfarin fjögurár, Vín. Hún var þó ekki ad flytjast búferlum heim, enda einn vetur eftir í lokaprófid við Tónlistarháskólann í Vín þar sem Signý hefur veriö við nám í fjögur ár. Ástœdan fyrir heimkomu Signýjar ad þessu sinni er Yerma, leikritid sem Þjóöleikhúsiö frumsýnir 15. þessa mánaðar. Yerma er harmljóð eftir Garcia Lorca og fjallar um óbyrju og sálarlegar þjáningar hennar. Signý segir að Hjálmar H. Ragn- arsson tónskáid sem gerir tónlist- ina við Yermu hafi sent eftir sér: „Yerma er áhrifamikið og sterkt verk sem er fyrst og fremst leik- stykki. Tónlistina semur Hjálmar H. Ragnarsson og hún er öll frumsam- in, mjög áhrifamikil tónlist sem er fléttuð saman við efnið, samin við ljóð sem aðalleikkonan, Tinna Gunnlaugsdóttir, fer með. Tónlistin túlkar sáiarástand Yermu og ég sem syng á bak við, er nokkurs konar innri rödd Yermu. Ég hafði unnið með Hjálmari í hóp sem heitir „Músikhópurinn" og hann hefur greinilega treyst mér til að takast á við tónlistina sína og óskaði eftir mér í þetta sönghlutverk. Það var ekki mikið að gera hjá mér í skólan- um, ég gat tekið mér frí og auðvitað fannst mér spennandi að takast á við þetta verkefni, svo hingað er ég kornin." Signý segir að söngur hafi alltaf verið sitt hjartans mál: „Ég hef alltaf sungið mikið og söngur hefur verið mitt hjartans mál frá því ég var stelpa. Ég byrjaði að læra á fiðlu þegar ég var 8 ára og var í almennu tónlistarnámi. Síðan lærði ég söng hjá Elísabetu Erlingsdóttur, við Tón- listarskólann í Kópavogi og hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur í Söngskólanum í Reykjavík. Ég lauk tónmenntakennaranámi frá Tónlist- arháskóla Reykjavíkur jafnframt söngnáminu en kannski má segja að LISTAP NN Signý: „Lokatakmark að geta starfað hér á landi sem óperusöngvari..." Smartmynd. söngurinn hafi verið afleiðing af tónlistarnáminu í upphafi." Þetta er í fyrsta skipti sem Signý kemur fram í Þjóðleikhúsinu en hún hafði starfað við íslensku óperuna þar sem hún kom fram í óperunni „Búum til óperu“ eftir Benjamin Britten auk þess sem hún hefur komið fram sem einsöngvari, bæði með kórum og ein. „Eg er mikil kóramanneskja," segir Signý, „söng í sjö ár með Langholtskirkjukórnum og einnig söng ég með Pólyfonkórn- um." Þá hefur Signý einnig komið fram í tveimur óperum með söng- hóp í Vín sem heitir „Junge Oper Vin“ þar sem hún söng aðalhlut- verkið. „Þetta er óperufélag sem samanstendur af fyrrverandi og nú- verandi nemendum við Tónlistarhá- skólann í Vín. Við höfum farið í mánaðarlöng ferðalög með þessar óperur um Mið-Evrópu og þar kom ég fram í Brúðkaupi Fígarós þar sem ég söng greifynjuna og í óperu eftir Strauss, „Aridane auf Naxos,“ en ég söng Ariadne." Hún segir frumsýninguna leggjast vel í sig: „Ég hlakka mikið til að sýna þetta. Yerma er áhrifamikið stykki sem á örugglega eftir að koma við hjartað í áhorfendum. Það verður örugglega mikil upplifun í hvert skipti sem við flytjum það.“ Framtíðina segir hún óráðna nema að því leyti að hún lýkur námi næsta vor: „Það er erfitt að ákveða nokkuð í þessum efnum. Námið tek- ur í rauninni aldrei enda. Mig langar til að starfa við óperuhús erlendis og öðlast meiri reynslu. Svo eru spennandi verkefni í söngmálum hérna heima og það er eins og loka- takmark að geta starfað hér á landi sem óperusöngvari. Það eru mörg hlutverk draumahlutverk," segir hún, „en draumurinn er sá að geta starfað sem óperusöngvari og tak- ast á við það sem gefst. í rauninni má segja að draumahlutverkið sé hvert það hlutverk sem maður tekst á við hverju sinni.“ -AKM. FORLAGIÐ með Jóhann Pál Valdimarsson og Þorvald Kristins- son í fararbroddi hefur nú fengið leyfi Guðbergs Bergssonar rithöf- undar til að endurútgefa þá marg- slungnu og mögnuðu bók Tómas Jónsson — metsölubók, sem út kom 1967, og hefur verið ófáanleg æ síð- an. Bókin vakti óskipta athygli fyrir efnistök og framsetningu (svo fátt eitt sé talið) og að mati Guðbergs var hún svar hans á þessum tíma við ítökum aldamótakynsióðarinnar í menningarkima þjóðfélagsins. Guð- bergur hefur ekki verið tilkippilegur til endurútgáfu bókarinnar fyrr en nú, að hún kemur út ljósprentuð með stuttum eftirmáia höfundar. HP veit hinsvegar að nokkur útgáfu- ■félög hafa verið á höttunum eftir endurútgáfu á verkinu á undanförn- um árum, svo sem Vaka Helgafell sem hafði hug á skólabókarútgáfu verksins í umsjá Arnar Ólafssonar bókmenntafræðings, en ekkert varð af. Tómas Jónsson — metsölu- bók, kemur að nýju út á allra næstu dögum. DJASS eftir Vernharð Linnet Bandankjaher er ekkert djassband i Þriðja norræna djassrannsókna- ráðstefnan var haldin í Osló í apríllok og sótti hana fríður fiokk- ur fræðimanna í djasstónlist og sumir hljóðfæraleikarar að auki. Frá íslandi komum við Jón Múli, Kristjan Blak frá Færeyjum, Finn- ar tveir, Norðmenn margir svo og Danir og Svíar. Margt var þarna merkilegt sagt en þó held ég að best hafi verið svar Jóns Múla við kenningu er hreyft var á ráðstefnu þessari fyrir þremur árum í Kaup- mannahöfn. Skandínavar vildu álykta sem svo að vegna þess að bandarískur her sat hér í stríðinu og allar götur síðan, en Þjóðverjar réðu lögum og lofum í Skandi- navíu, ættu Islendingar að leika bestan djass á Norðurlöndum. Svo er að sjálfsögðu ekki því einsog Jón Múli benti fundarmönnum á: The U.S. Army is not a jazz orchestra! Ekki urðu nein eftirmál vegna þessa heldur kættust menn yfir orðsnilld The Mule og léttleika í miðjum pælingum um jazzmusik- forskning frán kultursociologiska utgángspunkter. Þessi ráðstefna varð til þess að ég tók loks saman drög að hljóðrit- unarskrá yfir íslenskan djass. Það er ekki mikið verk að skrá það sem út hefur verið gefið, en hitt meira að leita það uppi er óútgefið er og reyna að komast að því hverjir leika hér og þar og hvenær upptökur voru gerðar. Það er brýn nauðsyn að frá slíku verði gengið hið fyrsta og allt efnið fært yfir á hin fullkomnustu segulbönd. í Noregi, Svíþjóð og Danmörku eru hin myndarlegustu djasssöfn og fá þau um tvær milljónir árlega í ríkisstyrk hvert. Finnar hafa og komið sér upp djasssafni. Við eig- um ekkert slíkt hér á landi, en það er ekki eftir neinu að bíða: upptök- ur liggja undir skemmdum, ljós- myndir lenda í glatkistunni og upplýsingar týnast. Helsta menn- ingarstofnun landsins — Ríkisút- varpið — hefur að vísu sýnt mál- inu skilning og sú stofnun aðstoð- aði okkur Jón Múla við Noregs- ferðina en fjárveitingavaldið þarf að úthluta styrk til þessa verkefn- is: allt of mikið af íslenskum djassi hefur þegar lent í glatkistunni og er mál að linni. Ég þekki engar djassupptökur eldri en með hljómsveit Björns R. Einarssonar frá því um 1948 — ef einhver þekkir til slíks ætti hann að hafa samband við mig eða Hrein Valdimarsson hjá tækni- deild Ríkisútvarpsins — sem sýnt hefur þessu máli mikinn áhuga. Það var uppúr 1951 að Kristján Magnússon fékk Tandbergtækið sitt og hóf að hljóðrita íslenskan djass af krafti. Johs Bergh, stjórn- arformaður norska djasssafnsins, eignaðist slíkt tæki um svipað leyti og Kristján og hafði orð á því í lok ráðstefnunnar að Tandberg hefði unnið þarfaverk í norrænum djassi. Það var ekki bara hlustað á ræð- ur og fyrirlestra í þessa fjóra daga í Osló. Á hverju kvöldi var djassað í borginni og virtist mér djasslíf þar mun öflugra en í Kaupmanna- höfn. Á Sardínunni var djassað gegn kynþáttamisrétti á fimmtu- dagskvöldi. Þar söng Karin Krog og John Surman blés í saxafóna. Surman verður betri með hverju árinu og sérí lagi er hann kröftug- ur barýtonisti. Sama kvöld var stórsveit John Bevans í Oslóar- djasshúsi. Jón er enskur en bandið norskt og blæs a la Basie. Það var ótrúlegur kraftur í brassinu þegar The Kid from Red Bank var á dag- skrá, en rýþminn hefði mátt vera léttari. Það er ekkert grín að reyna að sveifla a la Basie á rafbassa. Kvöldið eftir var yndislegur blásari á sviðinu í djasshúsinu. Jón Múli skeleggur málsvari Islands- djassins á skandinavlskri grundu, eins og Vernharður kemur inn á I pistli sínum. Smartmynd Barne Nerem tenóristi sem var samskipa Gunnari Ormslev um tíma í Simon Brehm bandinu sænska. Hann blæs í þessum dægilega Lester/Getz stíl einsog Gunni gerði og helst aldrei hraðar en medíum. Þá fær líka hin ljóð- ræna æð að blæða fögrum tónum. Jón Múli sat með bros á vör allt kvöldið og smáhló þegar Nerem hitti naglann á höfuðið í haglega smiðuðum sólóum. Það er ekki alveg útí hött þegar Norman Granz talar um ungu drengina sem hafi alla tækni á valdi sínu, kunni allt og geti allt — nema leik- ið einfalt lag þannig að blæði úr því. Blóðið þarf þó ekki alltaf að túlka sársauka — því blóðug steik vekur flestum nautn og gleði. Svo voru það lokatónleikarnir í tónlistarhúsinu þarsem sautján hljómsveitir komu fram í þremur sölum og blásið var í tólf tíma. Þar vakti mesta athygli mína New Cool Quartet — einskonar nýsköp- un í anda Mulligan/Bakers kvart- ettsins með Jón Pál Inderberg barýtonblásara í forustu; þar lék einn af fyrirlesurum ráðstefnunn- ar á bassa: Björn Alterhaug. Fyrir ofan þetta allt og hápunkt- ur kvöldsins var frumflutningur á nýju verki eftir Jan Garbarek er sérstaklega var samið fyrir þessa tónleika. Var það flutt af fjórtán manna hljómsveit sem Christer Eggen stjórnaði og sat Garbarek í salnum einsog við hin. Magnað verk og lagrænt og söng lengi inní manni eftir að lokið var. Og lýkur hér að segja frá Noregsferð okkar Jóns Múla. GYLFI Gíslason hefur opnað sýn- ingu á teikningum í Gallerí Borg við Austurvöll. Gylfi nam teikningu við Myndlistarskólann í Reykjavík á ár- unum 1965—1970 og grafík við Myndlista- og handíðaskóla íslands. Hann varð félagi í SÍ/M-hópnum 1971 og hefur haldið fjölda einka- sýninga, nú síðast borgarmyndir í vatnslit á Gallerí Borg auk þess sem hann hefur tekið þátt í samsýning- um hér heima og erlendis. Teikning- arnar á sýningunni í Gallerí Borg eru unnar á árinu og myndefnið sækir Gylfi í umhverfi nútímans og þjóðsögurnar. Fyrir utan málverk sín er Gylfi að góðu kunnur sem leikmyndahönnuður og hefur sem slíkur verið ötull á síðustu misser- um, bæði norðan heiða og sunnan, einnig sem Gylfi hefur verið eftir- sóttur bókarlýsandi í gegnum tíð- ina. Sýning Gylfa á Gallerí Borg að þessu sinni mun vera um margt for- vitnileg og skrautfjöður í hatt lista- mannsins. FRIÐRIK Þór Friðriksson er á leiðinni til Cannes með kvikmynd sína um Skytturnar, en frá og með mánudegi verður hún sýnd þar í samfloti við valdar myndir frá hin- um Norðurlöndunum. Friðrik Þór er um þessar mundir að velta fyrir sér nokkrum öðrum kvikmyndahá- tíðum í Evrópu til að sýna mynd sína á — og veit HP að hann er þegar far- inn að huga að tveimur festivölum á Italíu, Rimini-hátíðinni í júli og Fen- eyjahátiðinni í ágúst. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.