Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 07.05.1987, Qupperneq 25

Helgarpósturinn - 07.05.1987, Qupperneq 25
FJARLÆGÐIR ...þá sá ég að þetta starf myndi henta mér ágaetlega, nóg af sælgaeti," segir Holstein um ákvörðun sína að gerast myndlistarmaður. Smartmynd. ljóst að breytingar hafa orðið á ýms- um sviðum: „í Hollandi eru 10.000 listamenn og ég get ekki afgreitt þá alla með einni setningu. Sumir þykja mér góðir, þeir eru að gera hluti sem ég kann að meta, aðrir þykja mér ekki sérstakir. Það er ekki þar með sagt að þeir séu ekki líka að gera góða hluti." Hann segir að sér hafi verið boðið hingað til lands til að halda þessa sýningu: „Eins og ég sagði áðan hef ég áður sýnt á íslandi. Sennilega hef ég haft áhrif á einhverja listamenn hér, annars væri mér ekki boðið aft- ur!“ Jafnframt því sem Peter sinnir málaralistinni hefur hann kennt við listaakademiu í Hollandi og undan- farnar vikur hefur hann verið gesta- kennari við Myndlista- og handíða- skóla íslands. Meðal nemenda hans í Hollandi voru íslendingar sem hann segist kunna vel að meta: „Mér líkar vel við Islendinga og ég held að íslendingum líki einnig vel við okkur í Hollandi. Ég held það sé tiltölulega auðvelt fyrir ís- lendinga að koma til náms í Hol- landi því það er margt líkt með þess- um þjóðum. Ég held til dæmis að ís- lendingar ættu mun erfiðara með að aðlaga sig aðstæðum í París held- ur en í Amsterdam. Þarna spilar líka inn í að í Hollandi þurfa nemar að- eins að borga húsaskjól og mat en eru í rauninni „ókeypis" í náminu, ólíkt því sem tíðkast t.d. í Bandaríkj- unum.“ Hann segir íslensku nemendurna hafa verið misjafna, sumir hafi unn- ið mjög vel meðan aðrir hafi „notið góðra stundá'. Segist auðvitað ekk- ert vita hvað þeir síðarnefndu hafi verið að gera, það sé jafn líklegt að þeir hafi eytt stundunum á söfnum og fræðst á annan hátt en gert er innan skólans: „Sumir íslending- anna voru mjög harðir af sér og vinnusamir," segir hann og nefnir þar Daöa Gudbjörnsson sem hann segir að hafi skilað meiru af sér á einu ári en aðrir á þremur árum. Hvott hann geti lifað eingöngu á listinni svarar hann: „Nei ég þarf stundum að vinna fyrir mér líka með kennslu. Núna hef ég verið að kenna við Myndlista- og handíða- skóla íslands sem mér þykir góður skóli. Þar fá nemendur undirstöðu- þjálfun og mér finnst kostur að ís- lenskir myndlistarmenn skuli hafa tækifæri til að fara í framhaldsnám erlendis. Það býður upp á tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn og kynnast öðrum þjóðum. Það er ekki fyrr en maður fer að búa fjarri heimalandi sínu sem maður sér að menningin þar er öðruvísi en ann- ars staðar og með því að dvelja fjarri heimalandinu metur maður menn- ingu landsins í veikleika sínum og styrkleika." Ef hann mætti lifa lífinu upp á nýtt, veldi hann sér þá aftur sama lífsstarf? „Nei, ég væri heimskur ef ég ætl- aði að endurtaka lífið á sama hátt!" segir hann brosandi. „En ég fæ hvort sem er ekki tækifæri til að byrja að nýju svo ég er sáttur við það sem ég er!" UPPLESTUR verður í Nor- rœna húsinu í kvöld, 7. maí kl. 20.30. Þar mun finnski rithöfundurinn Márta Tikkanen lesa úr verkum sín- um. KLASSIK á laugardaginn: þá verða haldnir tónleikar í Norrœna húsinu með þverflautuleik Jonathans Bager og Catherine Williams á píanó. Jonathan Bager stundaði flautunám við Royal College of Music í bondon þaðan sem hann lauk einleikaraprófi árið 1979. Sama ár fluttist hann til ís- lands og kenndi við Tónlistarskól- ann á Akureyri næstu fjögur árin. Hann flutti til Reykjavíkur 1983 og hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit íslands og við íslensku óperuna auk þess sem hann hefur undanfarin þrjú ár kennt við Tónskóla Sigur- sveins. Catherine Williams nam píanó- leik við Royal Academy of Music I London á árunum 1974—1980 og hlaut mörg verðlaun og viðurkenn- ingar fyrir góðan árangur á námsár- unum, bæði í einleik og samleik. Catherine bjó um árabil í Hong Kong þar sem hún fékkst við tónlist- ariðkun. Hún starfar nú við Söng- skólann í Reykjavík og við Islensku óperuna sem óperuþjálfari. A efnisskránni eru verk eftir Bach, Paul Hindemith, Gabriel Fauré, Aaron Copland og Francois Borne, frá og með hálffimm í Vatns- mýrinni. POPPIÐ Kjarnahljómsveitin Leyniþjónustan hefur nú um nokk- urt skeið leikið læf við eyru lands- manna, en hana skipa sem kunnugt er Jakob Magnússon, Ragnhildur Myndlistarspjall við Peter Holstein úr Hollandi sem hefur kennt mörgum íslendingum kúnstina í Amsterdam. Peter er að opna sýningu í Nýló. Peter Holstein er mikils virtur listamadur og kennari I heimalandi sínu, Hollandi. Hann opnar á morg- un adra einkasýningu sína hér á landi í Nýlistasafninu en fyrsta einkasýning hans hér var haldin fyr- ir tíu árum. Hann hefur einnig tekid þátt í samsýningum hér á landi, bœdi meö erlendum listamönnum og íslenskum. Það ráku margir upp stór augu við opnun sýningar Huldu Hákon í gall- erí Svart á hvítu í síðustu viku þegar „þjónn" bar fram veisluföngin. Þjónninn reyndist vera Peter Hol- stein sem sýningargestir þekktu betur af málaralist en veitingstörf- um. Hann brosir þegar ég spyr hann hvers vegna hann hafi gerst þjónn í eitt kvöld og segist hafa hitt Huldu og mann hennar, Jón Óskar, á veit- ingahúsi kvöldið fyrir opnun sýn- ingarinnar: „Það barst i tal að þau vantaði einhvern til að bera fram drykkina og ég bauðst til þess að gera það. Það var síður en svo til að koma fólki á óvart, mér fannst það bara sjálfsagt að verða þeim að liði ef ég gæti. Það er líka oft þannig að maður talar takmarkað við Islend- inga vegna þess að ég tala ekki ís- lensku og mér fannst gaman að vera þarna og sjá allt þetta fólk sem mætti við opnunina." Peter Holstein segist hafa „ákveð- ið að verða málari" þegar hann var fimm eða sex ára: „Þá komu nokkr- ir málarar í þorpið sem ég bjó í, drógu fram stóla og málaradót og fóru að mála hús í þorpinu. Ég gekk til þeirra og fékk góðar móttökur, fullt af sælgæti og súkkulaði. Þá sá ég að þetta starf myndi henta mér ágætlega, nóg af sælgæti!" Peter ólst upp í Hollandi en fór til listnáms í New York þar sem hann hefur einnig aðsetur nú sem og í heimalandi sínu. Hann segist ekki geta sagt í hverju breytingar í mynd- list á liðnum áratugi felist, en það sé Holstein þjónar tveimur kynslóðum myndlistarmanna við opnun á sýningu Huldu Hákon í gallerl Svart á hvitu fyrir viku; Hringur I miðið og Kristinn Hrafnsson til hægri. Smartmynd. MENNING OG EÐLILEG DYRASAGA segir Margrét E. Jónsdóttir fréttamaður útvarps sem sendir nú frá sér sína fyrstu bók fyrir börn. Nýlega kom út barnabókin „Skotta og vinir hennar'' sem er skrifuö af Margréti E. Jónsdóttur fréttamanni Ríkisútvarpsins. Sag- an segir frá dýralífi viö sumarbú- staö í íslenskri sveit. Húsamúsin Skotta er ein eftir í holu fjölskyld- unnar og veröur skelfingu lostin þegar mannfólkiö birtist um voriö. En hún er hugmyndarík og dugleg og ákveöur aö lœra mannamál og fœr til liös viö sig önnur dýr. „Skotta og vinir hennar" er fyrsta bók Margrétar Jónsdóttur og var lesin upp í útvarpinu fyrir tveimur árum. Margrét er enginn viðvaningur i skriftum þótt þetta sé hennar fyrsta bók því hún hefur verið fréttamaður alla sína starfs- ævi en segist hafa „fengið tíma til að skrifa bók og lét þá verða af því. Ég á lítið barnabarn sem ég fór að semja sögur fyrir og þær urðu efni í heila bók. Þetta eru eig- inlega allt sannar sögur sem ég skrásetti; dýrin sem við sáum í kringum okkur við sumarbústað- inn, mýs og fuglar. Mér fannst vanta svo mikið af eðlilegum dýra- sögum. Það eru til margar dýra- sögur sem gerast í útlöndum og sögur þar sem dýrin ganga með gleraugu og borða kavíar og haga sér nákvæmlega eins og menn. Mér fannst vanta sögur þar sem dýrin eru í eðlilegu umhverfi, borða réttan mat og hegða sér eins og dýr gera í raun og veru. Þessi saga er samt dálítið ýkt, dýr- in eru gerð ögn gáfaðri en þau eru í raun og veru en eru í eðlilegu um- hverfi og haga sér eins og dýr, — nema hvað þau læra að tala mannamál. . .“ Að sögn Margrétar er bókin hentugt lestrarefni fyrir börn frá 4—5 ára aldri upp í 8 ára aldur. „Orðaforðinn er alls ekki léttur en ég reyndi að koma því þannig fyrir að orðin skýra sig sjálf af efninu. Ég ætlast því til að börnin geti lært af efninu þótt þetta sé auðvitað Margrét E. Jónsdóttir: „Ég hef áhuga á að börn verði ekki litlar kyrrsetumanneskjur fyrir framan sjónvarp þar sem þau horfa á útlendar myndir og skilja ekki málið..." Smartmynd. fyrst og fremst spennandi saga. Ég hef mikinn áhuga á náttúruskoð- un og því að lítil börn fari út í nátt- úruna og taki eftir umhverfinu, blómum og dýrum. Ég hef áhuga á að börn verði ekki litlar kyrr- setumanneskjur fyrir framan sjón- varp þar sem þau horfa á útlendar myndir og skilja ekki málið, held- ur að þau eigi þess kost að kynnast íslenskri náttúru. Ég er að vonast til að þessi litla bók verði líka til svolítils gagns, þótt hún sé auðvit- að ekki skrifuð sem kennslubók." Myndirnar í bókinni teiknaði Anna V. Gunnarsdóttir og er þetta fyrsta bókarskreyting hennar. Að sögn Margrétar lagði Anna sig virkilega fram við myndskreyting- una og fylgdist m.a. með músum til að myndirnar yrðu sem eðlileg- astar. „Þær eru mjög góð viðbót við söguna, faglega unnar og fal- iegar," segir Margrét. -AKM Gísladóttir og Jón Kjell. Á tónleik- um sveitarinnar umhverfis landið (á innan við 80 dögum) hafa nokkrir gestaleikarar slegist í hóp þremenn- inganna, nú síðast Gunnlaugur Briem og barið húðir. Álíka tilburði mun Sigfús Jónsson hafa um helg- ina þegar hann tekur á rás með grúppunni á tvennum hljómleikum í Sjallanum í heimabæ hans, föstu- dags- og laugardagskvöld, en Sigfús lék áður með Baraflokknum uns hann gekk til liðs við Rikshaw. Vor- maður íslands, Stefán Hilmarsson, mun einnig leika með Leyniþjónust- unni nyrðra að þessu sinni, auk þess sem Sveitin milli sanda (bræðurnir Arnar og Rafn Sveinbjörnssynir plús Ágúst Ragnarsson) leika kringum prógramm Kobba, Röggu og mannsins með klútinn. HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.