Helgarpósturinn - 07.05.1987, Page 36
NÆRMYND
. . . hann gengur að suðandi myndavélinni og fréttamaðurinn spyr hann hvort
hann hafi ekki einhver lokaorð til þeirra sem á horfa. Hann lítur á linsuna, það
breiðist yfir andlitið þetta tvíræða glott sem er landsþekkt fyrir löngu um leið og
í gegnum huga hans fljúga ótal fleygar setningar og svör á stundum sem þessum.
Að lokum vitnar hann í nóbelsskáldið og segir: „Eg vil þakka þjóðinni stuðning-
inn“ . . . grafalvarlegur smástund en svo breiðist glottið aftur út um andlitið og full-
trúi Hánefsstaðaættarinnar hverfur sjónum. Farinn utan í víking og strandhögg í
dægurlagamúsík . .. Valgeir Guðjónsson, 35 ára Reykvíkingur, er í Nærmynd.
ANjálsgötu í Reykjavík
beið albúinn sjúkrabíll
þess að flytja sængur-
konu á fæðingardeildina og hún
birtist skömmu síðar í sterkum
örmum Gunnars Huseby, Evrópu-
meistara í kúluvarpi. Bíllinn brun-
aði af stað en þegar á fæðingar-
deildina kom átti konan í miklu
basli með að koma barninu í heim-
inn og gekk svo mikið á að hún
sveigði til stengur í öflugu járn-
rúmi sem hún gisti. Þegar lokið
var, gekk til konunnar Jónas
Bjarnason fæðingarlæknir og
hafði orð á því að hún hefði fætt
fimm stráka, svo mikill hafði at-
gangurinn verið. Á meðan hrein
sveinn, sem þótti minna á séra
Jakob.
Þetta var 23. janúar 1952 — Val-
geir Guðjónsson hafði kvatt sér
hljóðs fyrsta sinni.
Konan sem svo vasklega barðist
er Margrét Arnadóttir, ættuð frá
Hánefsstöðum við Seyðisfjörð og
af þeirri frægu Hánefsstaðaætt en
þaðan koma margir mætir menn
aðrir, svo sem Tómas Árnason
fyrrverandi ráðherra og núver-
andi seðlabankastjori og kaup-
mennirnir Vilhjálmur og Þorvarö-
ur Árnasynir og eru þeir þrír
bræður Margrétar.
Þegar Margrét vildi hverfa heim
með drenginn sinn af fæðingar-
deildinni gerði hins vegar óveður
svo mikið að ergii'.'i vei út sig-
andi. Gekk þá eiginrnaður hennar
og faðir Valgeirs, Guðjón Valgeirs-
son, vasklega fram og kallaði til
snjóbíl frá Guömundi Jónassyni
sem ferjaði fjölskylduna heim á
Njálsgötuna. Guðjón er iögfræð-
ingur og á sínar ættir að rekja til
ísafjarðar og Reykjavikur. Þeim
hjónum bættist ekki annað barn
fyrr en fimm árum síðar.
Valgeir var þannig einbirni
í fimm ár og naut þess tii
hins ýtrasta. Hann var
dekraður af fjölskyldunni, bæði
gekk móðir hans vasklega fram í
því og ekki síður afi hans og nafni
að vestan, enda mun Valgeir á
þessum árum hafa endað faðirvor-
ið sitt á orðunum að eilífu afi minn
í stað þess sem hefðbundið er.
Hann var bráðger, læs fjögurra ára
og Margrét taldi að það hefði kom-
ið til af forvitni, hann hefði senni-
legast lært að lesa af skiltum búða
og fyrirtækja. Valgeir hefur þó
sjálfur síðar haft uppi efasemdir
um ágæti þess þar sem öðrum
börnum þótti það óvenjulegt og
stríddu honum á því.
Þegar hann var fimm ára urðu
töluverðar breytingar á lífi hans
því þá fæddist þeim hjónum dóttir,
Guðrún Arna. Hún fékk mikla at-
hygii, svo mikla að drengnum
þótti nóg um og afbrýðisemi hans
braust út í ýmiskonar uppátækj-
um. Tveimur árum síðar fæddist
önnur stúlka, Sigríður Anna og
má nærri geta að baráttan um eft-
irtekt hefur verið hörð en Valgeir
játaði sig ekki sigraðan og beitti
enn kúnstum af öllum gerðum til
að koma sjálfum sér í miðju at-
burðarásarinnar. Guðrún Þor-
varðardóttir, frænka Valgeirs
minnist þess t.d. að hann hafi iðk-
að. þá kúnst að ganga upp dyra-
stafi í þessum tilgangi og móðir
hans nefndi að stundum hefði
hann troðið eyrnasneplinum inní;
eyrað á sér. Hann var samt ekki að
reyna að vera fyndinn, þetta voru
einungis ákveðnar tilraunir sem
hann gerði til að ná athygli.
Hann var fyrirferðarmikill
krakki, án þess þó að vera
með yfirgang en hann átti
til stífni og frekju i því að koma
sínu fram. Hann vakti athygli fyrir
mikinn dugnað, nokkuð sem hef-
ur fylgt honum síðan og einnig
fyrir þessa þörf að vera í mið-
punkti sem hefur líka fylgt honum
allar götur.
í fjölskylduboðum, sem eru
miklar og merkilegar samkomur
hjá Hánefsstaðaættinni, voru
gjarna leikrit og Valgeir var sjálf-
kjörinn til að leika unga prinsinn
og hetjuna. Frændi hans og góð-
vinur, Eiríkur Tómasson Árnason-
ar lék hinsvegar oftast kónginn ut-
an einu sinni að Valgeiri var ætlað
hlutverk kóngsins. Eiríki sárnaði
það svo mjög að hann hljópst grát-
andi á brott en Valgeir lék kónginn
af snilld.
I þessum fjölskylduboðum er að
enhverju leyti uppspretta húmors-
ins sem frægur er orðinn um allar
sveitir. Þar sátu krakkarnir í einu
herbergi og Valgeir lærði fljótt að
spila á stemmninguna í kímni
sinni hverju sinni, eiginleiki sem
hann hefur alla tíð státað af og
góðvinur hans og félagi í spila-
mennskunni til margra ára, Jakob
Magnússon, telur vera einn sér-
stæðasta og mesta hæfileika hans.
í fjölskyldunni er líka menningar-
sinnað og þjóðrækið fólk sem hef-
ur haft þau áhrif að Valgeir stend-
ur föstum fótum í íslenskum veru-
leika og hefur með einhverjum
hætti náð að sameina það að vera
menningarlegur og umfram allt
íslenskur við það sem fólkið vill
heyra hverju sinni. Einn af sam-
starfsmönnum Valgeirs á síðari ár-
um segir að það sé ómetanlegt fyr-
ir litla þjóð sem er að reyna að
varðveita menningarlegt sjálf-
stæði sitt, að eiga menn sem eru
menningarlega innstilltir og ná að
setja það í þann búning sem höfð-
ar til ungu kynslóðarinnar.
Skólaganga Valgeirs hófst í
Breiðagerðisskóla. Þar hóf
hann nám sjö ára hjá Mar-
inó L. Stefúnssyni og minnist Mar-
inó Valgeirs með hlýjum hug. Seg-
ir hann hafa verið eftirtektarsam-
an og ágætan námsmann. Það var
Marinó sem brenndi hundraðkall-
inn fyrir framan augu nemenda
sinna, til þess að sýna þeim hvern-
ig reykingamenn færu með féð og
það gekk eftir hjá Valgeiri sem
aldrei hefur reykt. Það var líka hjá
Marinó sem Valgeiri, þá sjö ára,
var neitað um að bregða sér á sal-
ernið, verandi fimmti strákpattinn
á skömmum tíma sem það vildi.
En Marinó hefði betur vitað að
Valgeir var ekki einasta prúður og
ljúfur, heldur líka heiðarlegur og
við þessa neitun varð drengnum
svo mikið um að hann mé hvar
hann stóð.
Bekkjarfélagar Valgeirs á þess-
um árum og líka í gagnfræðaskóla
eru sama sinnis um að hann hafi
verið afar vinsæll meðal skóla-
félaganna. Honum gekk vel, bæði
til orðs og æðis, var mikil fimleika-
hetja og góður alhliða íþróttamað-
ur. Hann otaði þó hvergi sínum
tota, en var hress og skemmtilegur
og ljúfur í umgengni og á gagn-
fræðaskólaárunum var hann kom-
inn með þróaðan húmor af þeirri
sortinni sem átti eftir að híjóma
víða. Púlmi Jónsson, fyrrum yfir-
kennari við Réttarholtsskóla þar
sem Valgeir var, minntist hans
með þeim orðum að hann hefði
verið skemmtilegur nemandi,
frískur, fjörugur og afskaplega
þægilegur piltur. Hann hafi verið
frekar góður námsmaður en hafi
hinsvegar ekkert verið að stressa
sig á náminu. Enda fór það svo að
þegar Valgeir átti að þreyta lands-
próf, fékk móðir hans upphring-
ingar frá skólanum þar sem henni
var bent á að ef drengurinn tæki
sig ekki á, myndi hann falla á próf-
inu. Ekkert slíkt gerðist þó og Val-
geir stóðst prófin án þess að hafa
mikið fyrir því.
Hann tranaði sér þó ekki fram á
þessum árum á neinn hátt og þó
fólk sem stendur mjög nærri hon-
um vilji meina að hann hafi greini-
lega gaman af að vera í sviðsljós-
inu, þá hafi það frekar komið af
sjálfu sér vegna þess hve skemmti-
legur hann er og kemur sér vel við
alla. Hann fór ekki troðnar slóðir
sem unglingur, skemmti sér ekki
mikið og segist sjálfur hafa verið
afar seinþroska varðandi allan soll
og ekki vilja menn meina að hann
hafi verið mikill kvennamaður,
a.m.k. hefur það þá verið eitthvað
sem hann ekki flíkaði.
Eftir Réttarholtsskólann lá
leið hans í Menntaskólann í
Hamrahlíð þar sem margt af
því sem síðar átti eftir að verða,
byrjaði að mótast. Þar fór hann út
í músíkina fyrir alvöru, þó langt
væri auðvitað síðan hann byrjaði
að gutla á gítar. Hann hefur músík-
ina úr móðurættinni, Margrét
bæði spilar og syngur og hún lék
oft á gítarinn í boðunum áður-
nefndu en eitthvað fer víst minna
fyrir tónlist í föðurættinni. Mar-
gréti rekur þó minni til þess að Val-
geir hafi ekki verið ýkja áfjáður í
að syngja með henni þegar hann
var yngri, enda munaði víst ekki
miklu að hann kæmist ekki í ein-
hverja kórómynd á sínum yngri
árum.
í MH átti sér stað mikil gerjun á
þessum árum og hefðir og siðir ís-
lands svo sem annarra siðvæddra
Vesturlanda riðuðu til falls undan
árásum uppreisnargjarnrar æsku.
Valgeir tók þátt í þessari gerjun að
einhverju leyti en var ekki í hópi
öfgamanna. Hann var enn mikill
íþróttamaður og hugsun hans öll
var þá sem síðar á skjön við meg-
instrauminn. Slíkt hefur fylgt hon-
um alla tíð og margir nefna að það
sé einmitt sá hæfileiki, að vera
ekki háður neinni tísku og geta
þessvegna séð veruleikann með
öðrum augum en flestir aðrir, sem
geri hann svo sérstæðan meðal ís-
lenskra poppara.
Og það er sama hljóðið í
kennurum í MH og var í
gagnfræða- og barna-
skóla. Teitur Benediktsson, latínu-
kennarinn hans, minnist þess að
hann hafi verið vel gefinn og stað-
ið sig prýðilega vel. Komið vel fyr-
ir og alls ekki skorið sig úr á neinn
hátt. Annar kennari minnist þess
að hann hafi þó ekkert oftekið sig
á náminu, en er því sammála að
hann hafi komið vel fyrir, verið
geðugur, þó hann hafi þá ekki haft
þann sjarma sem hann hefur öðl-
ast nú. Sama kennara rekur minni
til þess að hann hafi verið læðiiega
meinfyndinn en segir líka að hann
hafi aldrei gengið of langt, ekki
reynt að ganga fram af fólki á
neinn hátt svo sem margra ann-
arra var siður. Skólasystir hans,
sem man eftir honum, segir hann
ekki hafa verið mikinn hippa, eins
og fjölmiðlar nú vilji vera láta.
Hún bætir við: Hann var barnið
sem sagt var um: mikið er hún
heppin með drenginn. Hann hafi
fyrst og fremst verið mikið Ijúf-
menni, vinsæll og traustur vinur
og hafi verið jafn góður vinur
—
36 MELGARPÓSTURINN