Helgarpósturinn - 07.05.1987, Page 40
M argir síldarútflytjendur
bíða nú með öndina í hálsinum eftir
fréttum frá Rússlandi. Skv. áreiðan-
legum heimildum HP í síldarheim-
inum er að vænta skaðabótakrafna
frá sovéskum kaupendum vegna
FRAMDRIFSBILL
Á UNDRAVERDI
sagt upp störfum og ekki fyrirhugað
að ráða eftirmann fyrr heldur en
og ef eitthvað breytist í stöðunni.
Geir hefur verið ráðinn til Marels
hf. og kann ýmsum samvinnu-
manninum að þykja það ógnvænleg
tíðindi, því Marel er dótturfyrirtæki
SIS og Geir einn æðsti embættis-
maður krata, gjaldkeri Alþýðu-
flokksins . . .
sú, að leyfið væri „ekki komið í
gegnum kerfið ennþá". . .
Eiins og HP hefur áður greint
frá í þessum dálkum lét Oskar
Magnússon af störfum sem frétta-
stjóri DV fyrir nokkrum vikum og
réðst til starfa á eigin lögfræðistofu.
Jónas Haraldsson hefur að titlin-
um til einn gegnt fréttastjórastöðu á
blaðinu frá því Óskar hætti, en nú
heyrum við að breytinga sé að
vænta. Jóhanna S. Sigþórsdóttir
blaðkona og fréttarefur frá því á
gamla Vísi og síðar DV, mun að því
er við heyrum verða næsti frétta-
stjóri DV við hlið Jónasar. Það fór
því aldrei svo, eins og margir hugðu,
að fréttastjórastarfið yrði aftur að-
eins karlastarf eftir að Margrét
Indriðadóttir hætti sem fréttastjóri
útvarps, en hún var til margra ára
eini kvenfréttastjóri landsins. Mar-
grét hætti sem kunnugt er á útvarp-
inu um áramótin. . .
||
■ Happdrættisár DAS er nú að
hefjast. Hæsti vinningurinn á næsta
ári verður íbúð eða bátar að eigin
vali fyrir 3,5 milljónir króna. í aug-
lýsingum DAS eru birtar myndir af
bát og húsi, sjálfsagt til að gefa til
kynna hvað þeim sem taka þátt í
ieiknum, stendur til boða. Báturinn
á myndinni kostar sjálfsagt eitthvað
um 3,5 milljónir króna. Húsið sem
sýnt er í auglýsingunni mundi hins
vegar kosta um 20 milljónir. Það er
reyndar teiknað, svo enginn getur í
raun sagt til um verðið. Hins vegar
er birt mynd af raunverulegum báti,
kannski til að undirstrika að mögu-
leikarnir á að eignast slíkan grip fyr-
ir hæsta vinninginn er raunveru-
legri eji möguleikinn á húsinu. . .
A thafnamaðurinn á Súðavík,
Auðunn Karlsson, sem kemur við
sögu í grein hér í blaðinu, er ekki við
eina fjölina felldur í viðskiptum sín-
um. Hann rekur Bílaleiguna Vík
ásamt Elvari Bæringssyni. Vík er
umsvifamikil bílaleiga og starfsemi
hennar teygir sig um allt land. Höf-
uðstöðvarnar láta hins vegar lítið yf-
ir sér, enda staðsettar á iitlum stað,
Súðavík. . .
limm ár eru liðin frá stofnun
hlutafélags um kísilmálmvinnslu
á Reyðarfirði. Drjúgan hluta þess
tíma hefur sérstök stórlaxanefnd
unnið að því að lokka til samstarfs
erlenda aðila en ekki haft erindi
sem erfiði, því þó Rio Tinto Sink sé
til í slaginn þá halda ytri aðstæður
áfram að þróast aðstandendum i
óhag. Nú er samkvæmt heimildum
HP endanlega komið að því að hug-
myndin um kísilmálmvinnslu á
Reyðarfirði verði lögð á hilluna.
Táknrænt fyrir að draumurinn sé
brostinn er að framkvæmdastjór-
inn, Geir Gunnlaugsson, hefur
skemmda í síldarfarmi sem barst til
Rússlands. Sovéskir kaupendur hafa
skv. heimildum HP lengi reynt að fá
saltinnihald síldarinnar minnkað og
hefur verið komið til móts við kaup-
endur. Þetta gerir vöruna hins vegar
viðkvæmari fyrir t.d. hitabreyting-
um, en talið er að skemmdirnar nú
megi rekja til aðgæsluleysis í þeim
efnum. Kröfur frá sovéskum kaup-
endum hafa ekki borist enn, en talið
er að þær berist á allra næstu dög-
um. Þá kemur í ljós hvort síldar-
markaði í Rússlandi er stefnt í voða
vegna skemmdra matvæla, eða
ekki. . .
Lada Samara hefur alla kosti til að bera sem
íslenskar aðstœður krefjast af fólksbíl, í
utanbœjar- sem innanbœjar akstri. Það er ekki
aö ástœðulausu sem Lada Samara er
metsölubíll, því verðið er hreint undur og ekki
spilla góð greiöslukjör.
Lada Samara 5 gíra kr. 265.000.-
Lada Samara 4 gíra kr. 249.000.-
Opið alla daga frá kl. 9—18 og laugardaga frá
10-16.
Beinn sími söludeildar 31236 VERIÐ VELKOMlW
s.. ...................
aðhaldsstefna gegn stækkandi fiski-
skipastól og ekki á hvers manns færi
að fá að láta smíða fyrir sig skip eða
kaupa. Allt þarf að fara í gegnum
kerfið og mörg skilyrðin þarf að
fylla. Þeir hjá Norðurtanga á ísa-
firði vita þetta, en vilja ólmir nýtt
skip í stað 22ja ára gamals báts. Nú
hefur frést að ráðamenn fyrirtækis-
ins hafi skrifað undir samning við
sænskt skipasmíðafirma um smíði á
130—150 milljón króna skipi og
taka Svíarnir gamla dallinn upp í.
En ekki er hægt að smíða strax.
Ástæðan mun að sögn fram-
kvæmdastjóra Norðurtanga vera
40 HELGARPÓSTURINN
BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR
Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur
Bllasýning laugardag og sunnudag
9.—10. maí kl. 10—17.
RAGNAR ÓSKARSSON