Helgarpósturinn - 29.10.1987, Page 10

Helgarpósturinn - 29.10.1987, Page 10
ASKUR SUÐURLANDSBRAUT 12 OPNUNARTÍMI: 11-23.30. FLJÓT OG GÓÐ ÞJÓNUSTA. BORÐPANTANIR: 681344 'VIÐT ÖRN JK A* • SEAFOOD • RKB1JR4NT • Sjávarréttastaóur Templarasund 3 S/ml 18666 VIÐ TJÖRNINA TEMPLARASUNDI 3 OPNUNARTÍMI: 12-14.00, 18-22.30 SJÁVARRÉTTIR. BORÐPANTANIR: 18666 SÆLKERINN AUSTURSTRÆTI 22 OPNUNARTÍMI: 11.30-23.30 ÍTALSKIR RÉTTIR, PIZZUR OG PÖSTUR BORÐPANTANIR: 11633 EIKA-GRILL LANGHOLTSVEGI 89 OPNUNARTÍMI: 11.00-22.00 ÓDÝRIR HAMBORGARAR AÐEINS 99 KR„ RÉTTIR DAGSINS í HÁDEGINU. BORÐPANTANIR: 39290 WINNY#S LAUGAVEGI 116 OPNUNARTÍMI: 10-22.00 HAMBORGARAR, PÍTUR OG FISKRÉTTIR ERU OKKAR SÉRSVIÐ. SÍMI: 25171 KRÁKAN LAUGAVEGI 22 OPNUNARTÍMI: 10.00-24.00 MEXÍKANSKUR MATUR. BORÐPANTANIR: 13628 PÍTAN SKIPHOLTI 50C OPNUNARTÍMI: 11-23.30 PÍTUR. BORÐPANTANIR: 688150 GAUKUR Á STÖNG TRYGGVAGÖTU 22 OPNUNARTÍMI: DAGLEGA 11.30-15, 18-1.00, HELGAR 18-3.00 LIFANDI TÓNLIST, SALATBAR OG LÉTTIR RÉTTIR. BORÐPANTANIR: 11556 Þrátt fyrir sjálfsþurftabúskapinn hér áður fyrr þekktist innflutningur og þetta verkfæri minnir okkur á það. Þetta er „sykuröxi" frá Ægissíðu. Nú varðveitt á Skógum. MATUR A FISKÆTU- EYJUNNI SKRÝTNU! — Glefsur úr skrifum Hallgerðar Gísladóttur sagnfrœðings og Arna Björnssonar þjóðháttafrœðings um matargerð, geymslu matar og fleira út matarfrœðum fyrri tíma. Matargerd og matargeymsla hér- lendis hafa einkennst af landlœgu salt- og. mjölleysi. Saltgerð var stunduð á miööldum en lagðist nán- ast af eins og ýmislegt annað þegar fram í sótti. Innflutt salt var hins vegar dýrt og af skornum skammti, þannig að þessi annars almenna matargeymsluaðferð var ekki tíðk- anleg. Salt fer í raun ekki að veröa hér til almenningsnota fyrr en kem- ur fram á 19. öld, þó að komið hafi verið á fót skammlífri saltverk- smiðju á Reykjanesi vestra um miðja 18. öld. A fleiðingin var sá að sár matur og að nokkru leyti reyktur ásamt harðfiski var aðaluppistaðan í fœðu íslenskra sveitamanna um langan aldur. Kjötþurrkun mun og hafa tíðkast í einhverjum mœli. Harðfiskur með súru sméri við virð- ist hafa verið ,,daglegt brauö" ís- lendinga og lá við að á stórum heim- ilum vœri fullt mannsverk að berja fisk. Vakti þetta átlag gífurlega at- hygli ferðamanna sem hingað komu og spunnust þar af þjóösögur um brauð og búfénaöarfœöu úr möluðum harðfiski á „fiskœtaeyj- unni“. MJOLKIN UPPISTAÐA í FÆÐINU Mjólkurmatur hefur auðvitað ver- ið ein helsta uppistaða í mataræð- inu, og hefur þá verið nýtt bæði kúa- mjólk, sauðamjólk og geitamjólk. Kaplamjólkur er hinsvegar naumast getið, enda hefur sjálfsagt ekki mátt neyta hennar fremur en hrossa- kjöts. Auk þess verður hún hvorki mikil né kostgóð til manneldis. Úr mjólkinni hefur svo verið unnið smjör, ostar, mysa, áfir, skyr og mjólkurhlaup. Brauð og grautar úr mjöli hafa verið tiltölulega rýr þáttur í mat manna á þjóðveldisöld og einna helst notað til hátíðabrigða. Ber það auðvitað til, að kornyrkja hérlendis hefur jafnan verið í smáum stíl og innflutt korn ekki nægt til að þess væri neytt að staðaldri, auk þess sem það var rándýrt. Af sömu sök- um hefur öl naumast verið drukkið nema í veislum. Drykkur manna hefur því einkum verið mjólk, mysa og áfir, auk vatns og trúlega grasa- seyðis. Önnur jurtafæða hefur heldur ekki verið stórvægileg. Helst væri að nefna ætihvannir, sem einkum uxu í fjalllendi og klettaskorum. Fræg er frásögn Fóstbræðra sögu um hvannskurð Þorgeirs og Þor- móðar í Hornbjargi, en einnig má benda á, að í þjóðveldislögunum eru lagðar sektir við töku hvanna í annars manns landi. SÖLVA GETIÐ í STURLUNGU Fjallagrös eru fyrst nefnd í löggjöf laust eftir 1300, en þar sem laga- ákvæði eru yfirleitt staðfesting á venju fremur en nýmæli, verður að ætla, að fjallagrös hafi verið hagnýtt til matar á þjóðveldisöld. Hinsvegar er ekki víst, hvað átt er við með orð- inu laukur, sem stundum bregður fyrir, einsog þegar getið er um laukagarð Guðrúnar Ósvífursdóttur. En líklegast er þar um einhverjar matjurtir að ræða. Ekki er vitað með vissu, hvenær almennt er tekið að nýta söl til mat- ar hérlendis. Egils saga lætur svo sem Egill Skalla-Grímsson þekki ekki söl, þegar Þorgerður dóttir hans vélar hann til að tyggja þau. Hinsvegar eru þau greinilega orðin mikils virði á 12. og 13. öld, því þeirra er þrásinnis getið í Sturlungu, og er þá bæði minnst á sölvakaup og sölvafjöru. En því má bæta við um sölin, að þau hafa að öllum lík- indum verið mikið notuð til áburð- ar, ekki síst þar sem kornrækt var reynd. Kynni það að vera ein megin- ástæða þess, að akuryrkja á landinu hélst lengst við á Faxaflóasvæðinu, þar sem sölvatekja er einna ríkuleg- ust. NIÐURSUÐA ÓÞEKKT . . . Telja má víst, að salt hafi verið af mjög skornum skammti alla þjóð- veldisöld og þá vart nema til bragð- bætis á efnaðri heimilum. Þótt nokkrum sinnum sé getið um salt- sviðu og saltkarla í fornritum, þá eru engar líkur til að magnið hafi nægt fyrir heilan vetrarforða. Salt var á Norðurlöndum aðallega unnið á þann hátt að brenna þangi, leysa saltið úr öskunni í vatni og láta síðan vatnið gufa upp. Þá urðu eftir dreggjar, sem í Gulaþingslögum eru nefndar „svarta salt“. Saltið úr nám- unum í Mið-Evrópu var mjög dýrt á þessum tíma, bæði í kaupum og flutningi, enda risu upp og auðguð- ust margar borgir þar syðra á þeirri verslun. Sagan um kvörnina Grótta, sem var látin mala salt í stað gulls, sýnir ljóslega, hversu dýrmætt salt- ið var hér á norðurslóðum. Niðursuða þekktist vitaskuld ekki á þessum tíma, og ekkert bendir til, að reynt hafi verið að frysta mat- væli. Þess var heldur ekki að vænta á íslandi, þar sem aldrei er að vita, hversu lengi frost kann að haldast nema í jöklum uppi. Ekki er heldur unnt að viðhalda ísi í frostleysu nema með mikilli saltnotkun. . . . EN RAÐIÐ AÐ ÞURRKA, HERÐA, SÚRSA OG REYKJA Helsta ráðið var því að þurrka og herða kjöt og fisk, en kjötmeti og slátur ýmisskonar mátti auk þess reykja og geyma í súr. Fiskur hefur í meginatriðum verið þurrkaður og hertur með líkum hætti og fram á okkar daga, þó miklu fremur á grjótgörðum en rám. Víða í fornritum er getið um skreið og skreiðarhlaða. Hitt er ekki eins Ijóst, hvort kjöt hefur almennt verið þurrkað á svipaðan hátt og skerpukjötið er enn verkað í Færeyj- um. Líklegt er þó, að svo hafi verið framan af. í skinnhandriti af Búalög- um frá 15. öld er t.d. getið um „krof svo þurrt, að standi á bakhælum", og verður það varla skilið annan veg en svo, að um sé að ræða full- þurrkað sauðakjöt. Einnig er þar tal- að um skammrif vel þurrt. Ein- hverntíma hefur þó reykingarað- ferðin borið algert sigurorð af þurrkuninni, hvenær og hvers- vegna sem það hefur gerst. Þótt unnt sé að þurrka og herða fisk und- ir beru lofti, verður hið seinþurrk- aða kjöt helst að verkast í hjöllum eða rimlaskemmum. Geta má þess til, að timburskortur og veðurfar á íslandi að vetrarlagi hafi á einhverju Sérverslun með svínakjöt KRINGLAN 8-12 SÍMI 689555 & B-10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.