Helgarpósturinn - 29.10.1987, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 29.10.1987, Blaðsíða 11
tímaskeiði útrýmt timburhjöllum að verulegu leyti. Menn hafa þá tekið til ráðs að hengja kjötið upp í eld- húsum inni, og þannig hefur reyk- ingin smám saman orðið helsta verkunaraðferðin. En fram til þessa hafa ekki fundist gögn, sem sýna ótvírætt, á hvaða öldum þetta hefur orðið. EGG í SIÍRU SKYRI Það virðist hafa verið langtum algengara á íslandi en annars staðar á Norðurlöndum að geyma matvæli í sýru eða súru skyri. Þar var ekki einungis um að ræða svið, selshreifa og bringukolla líkt og nú, heldur líka annað soðið kjöt, bjúgu og jafn- vel egg. Hinsvegar hafa blóðmör og lifrarpylsa í nútímaskilningi ekki verið algeng, þar sem í þau hefði þurft talsvert af hinu dýra og sjald- fengna mjöli. En í sambandi við kjötmetið má ekki láta sér sjást yfir, að væntan- lega hafa menn oftar boröað nýtt kjöt á þjóðveldisöld en síðar varð venja, og hefur neysla þess vart orð- ið meiri síðan, fyrr en frystihús tóku til starfa á 20. öld. Einn kostur þess að hafa geldneyti og sauði var ein- mitt sá, að þeir þoldu betur útigang en ær og kýr án þess að leggja mikið af. Auk þess mun útigangur lengst af timabilinu hafa verið fremur hag- stæður, bæði sakir tiltölulega mildr- ar veðráttu og þeirra skóga, sem þá voru enn til. Sauðir gátu því verið allgóðir til frálags fram um jól, enda er sérstaklega tekið fram í Grágás, að mönnum sé leyft að slátra fé þá daga um jól, sem ekki voru ramm- helgir. Mjólkurmatur, smjör, skyr, ostur og mysa, hefur verið geymdur og Mjólkurmatur var ein undirstaða fæðunnar og þessir strokkar gengdu veigamiklu hlutverki hjá húsbænd- um sínum í Meðallandi. Nú standa þeir sem stáss á Byggðasafninu á Skógum. látinn liggja án sérstakra ráðstafana. Þetta hefur allt súrnað af sjálfu sér, en gat á þann hátt haldist óskemmt að öðru leyti langa hríð. . . ILLT AÐ ETA HRÁTT" Rétt er að velta því ögn fyrir sér, hvernig fólk hafi almennt neytt kjöts og fiskmetis, hvort það hafi verið etið hrátt, steikt eða soðið. Harðfiskur hefur ugglaust verið etinn hrár þá sem nú, en nýr fiskur soðinn. Það sést t.d. af þeirri sögu, þegar Sighvatur Þórðarson veiddi fisk einn fágætan í Apavatni, er soð- inn var og etinn. Ekkert bendir til þess, að lítil fiskstykki eða kjöt- stykki hafi verið steikt á neinskonar pönnu. Menn virðast hafa höggvið stórt, hlutað skrokkinn í fremur væna bita, enda stautsamt að skipta læri í þunnar sneiðar með exi. Sög- urnar um hnútukast yfir borðum benda í þessa átt, hvað sem annars kann að vera hæft í þeim. Hrátt kjöt hafa menn ekki etið nema í neyð. Það kemur t.d. fram í Fóstbræðra sögu, að ,,oss þótti illt að eta hrátt". Og í Helgakviðu Hund- ingsbana ásakar Sigrún Helga fyrir, að hann eti hrátt kjöt með her- mönnum sínum: Hví skal und hjálmum hrátt kjöt eta? Helgi útskýrir og afsakar athæfi þeirra í nokkru máli og segir síðan: Nú er sagt, mœr, hvaðan sakar gerðust, hví var á legi mér lítt steikt etið. Steiking er sjálfsagt frumstæðari hitunaraðferð á kjöti en suða. Fyrst hafa menn rekið skanka dýranna í eldinn og etið af jafnóðum sem steiktist. Síðar komust menn upp á lag með að steikja á teini. Sögnin að steikja mun einmitt skyld sögninni að stinga. Þannig voru dýrskrokkar einatt steiktir í heilu lagi undir ber- um himni í veðursælum löndum, og svo er þar enn gert til hátíðabrigða. NEYDDUST TIL AÐ STEIKJA KÚNA En rysjótt veðrátta á Norðurlönd- um gerði útielda örðugri viðfangs en sunnar í álfunni. Sérstaklega hef- ur þetta þó átt við um ísland. Þar varð matseld helst að fara fram inn- anhúss, og í venjulegum húsakynn- um var steiking heilla dýra á teini erfið í vöfum. Þegar getið er um steikingu á teini í fornritum okkar, er líka oftast um að ræða hjörtu, og þá ekki síst í sambandi við töfra eða voðaverk. Þannig lætur „Svipdagur taka hjarta úr vargi og steikja á teini, og gaf síðan lngjaldi konungssyni að eta“, en þaðan af varð Ingjaldur „allra manna grimmastur og verst skaplundaður". Guðrún Gjúkadóttir steikir hjörtu sona sinna og Atla konungs á teini og gefur honum að eta. Sigurður sveinn steikir hjarta Fáfnis á teini og skildi eftir það fugla rödd. Hvað sem allri fjölkynngi líð- ur, er einmitt líklegt, að smærri bit- ar, einsog hjörtu og lifur, hafi öðru fremur verið steiktir með þessum hætti. Hinsvegar segir frá því í Guð- mundar sögu dýra, að umsáturs- menn Arnþrúðarsona neyddust til að steikja kú eina við elda, því að Þyrill í keraldi. Myndin er eins og flestar hinna á síðunni frá Byggðasafninu á Skógum og Ijósmyndari Hallgerður Gísladóttir sagnfræðingur. þeir fengu eigi katla hjá bændum til að sjóða í. AÐ SJOÐA OG SEYÐA KJÖT Kjöt virðist því almennt hafa verið soðið, eftir að menn eignuðust katla eða potta til að sjóða það í. Þess sér víða merki, að katlar eru meðal hinna verðmætari eigna í virðingar- gjörðum og áberandi þáttur í inn- flutningi til landsins, enda jafnvel notaðir sem gjaldmiðill. Hinsvegar hélst gamla orðið steikari um mat- gerðarmanninn, þótt tækjum væri breytt. Einna skýrast kemur þetta atriði fram í Gylfaginningu, þar sem greinir frá matarhæfi guða, og ein- herja í Valhöll: „Aldrei er svo mikill mannfjöldinn í Valhöll, að ei má þeim endast flest galtar þess, er Sæ- hrímnir heitir. Hann er soðinn hvern dag og heill að aftni. . . And- hrímnir heitir steikarinn, en Eld- hrímnir ketillinn. Svo er hér: Andhrímnir lœtur í Eldhrímni Sœhrímni sodinn'" Suðu kjöts í katli er einnig getið í Njáls sögu, Reykdæla sögu, Grettis sögu, Kormáks sögu og Guðmundar sögu biskups. Önnur aðferð sýnist hafa verið einskonar stig milli steikingar og suðu, en það er að seyða kjöt í eld- gryfju, búa til seyðis. Seyðirinn virð- ist hafa verið gryfja eða gjóta, lík- lega steinlögð innan. í hana hefur kjötið verið látið, borið á grjótfarg, en eldur kveiktur ofan á og í kring, og síðan tyrft yfir. Þannig hefur kjöt- ið nánast verið soðið í eigin vökva eða gufu, og má það hafa nálgast steikingu, ef hitinn varð nógu mik- ill. Frá þesu er m.a. sagt í Snorra- Eddu um þá Óðin, Loka og Hæni, er þeir tóku einn uxa úr nautaflokki, og sneru til seyðis. Einnig kemur orðið fyrir í orðatiltækjum einsog „hvað er á seyði" eða í tilsvari Guð- rúnar Ósvífursdóttur við Kjartan Ólafsson: „Þann seyði raufar þú þar, Kjartan, að betur væri, að eigi ryki." í Njálsbrennu er Skarphéðinn látinn spyrja brennumenn kersknislega, hvort nú skuli búa til seyðis. Ekki er að vita, hvort þessi suðuaðferð hef- ur verið algeng á fyrstu öldum Is- landsbyggðar, en hennar er ekki getið í samtíðarheimildum frá 12. ,og 13. öld. (Inngangur greinarinnar er úr bæklingi Hallgerðar „Hvað er á seyði. Eldhúsið fram til okkar daga,“ sem gefinn var út af tilefni sam- nefndrar sýningar í Þjóðminjasafn- inu í sumar. Megintexti greinarinnar er úr grein Árna Björnssonar „Mat- ur er mannsins megin'*. Millifyrir- sagnir eru Helgarpóstsins.). HELGARPÓSTURINN B-11

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.