Helgarpósturinn - 10.12.1987, Page 5

Helgarpósturinn - 10.12.1987, Page 5
Inga Laxness mála að Kvœöum og ritgeröum Jó- hanns sem komu út 1952 og auk þess fjallar smásagan „Vinur minn" í Fótataki marma (1933) um Jóhann á viðkvæman og undurfallegan hátt. Loks fjallar Grikklandsáriö (1980) að góðum hluta um kynni þeirra Halldórs og Jóhanns. Jóhann orti fá ljóð og flest þeirra ungur, en eitt af síðari ijóðum hans, ,,Söknuð“, kallar Halldór „einn feg- ursta gimstein í íslenskum ljóða- kveðskap síðustu áratuga". „Sumarið 1933 vorum við á Laugarvatni — Halldór var þá að skrifa fyrra bindið af Sjálfstæðu fólki. Um haustið fór hann til Spánar en pabbi og mamma og systur mínar fóru til Kaupmannahafnar og ætl- uðu að vera þar allan veturinn. Þangað fór ég líka með Einar og Halldór kom svo til okkar fyrir jól. Systur mínar voru á skólum þenn- an vetur og pjökkuðu voðalega, rúntuðu á Strauinu í staðinn fyrir að stunda námið. I einum túrnum mættu þær forstöðukonunni úr ein- um skólanum, hún lyfti brúnum hátt og sagði: „Náh, freken Arnors- son, er De sá syg?" Alveg var það eftir þeim systrurn að ana beint í flasið á fjandanum. Pabbi var orðinn hæstaréttardóm- ari en var í Kaupmannahöfn til að rannsaka skjöl á Ríkisskjalasafninu. Halldór vann að Sjálfstæðu fólki en tók frí í viku og skrifaði Straumrof, leikritið. Á kvöldin þurfti hann allt- af að fá sér bjór úti á krá og ég fór með honum, en mér fannst bjór vondur og drakk sítrón í staðinn. Svo sátum við frameftir og kjöftuð- um saman. Halldór var aldrei bjórþambari en þurfti sinn bjór á hverju kvöldi. Alveg var sama hvar við vorum í heiminum, ef hann kom auga á knæpu sem auglýsti uppáhaldsbjór- inn hans þá hrópaði hann: „Inga! Múnchen-Löwenbráu!" Og við þangað inn! Þegar við vorum í Kobenhavn höfðum við mikil samskipti við Jón Helgason og Ástu. Við Ásta hittumst oft á Ráðhúsplássinu og fórum að sjoppa saman. Á eftir drukkum við kaffi á Illum, það var svo móðins. Ásta hafði svo lúmskan og skemmti- legan húmor og við gátum báðar hlegið okkur máttlausar þegar ég reyndi að leika samtöl Jóns og Hall- dórs og herma eftir þeim báðum. Það er gaman að herma eftir sér- kennilegum mönnum, en þá verður að hafa í huga að eftirherman verð- ur alltaf að vera betri en órigínalinn, pínulítið sterkari, annars er það ekkert fyndið. Okkur Ástu fannst gaman að spauga. Sumarið 1934 vorum við í Reykja- hlíð í Mosfellssveit hjá Stefáni Þor- lákssyni og líka sumarið þar á eftir. Ég elska Mosfellsdalinn, það er svo yndislegt þar. Hann er, eins og skáldið sagði: Landiö sem hefur fœtt hann fööur þinn, meö fjöllin sín og kotiö þitt í dalnum, — kotiö, sem foröum hljópstu út og inn og unnir líkt og dansleikarinn salnum... Halldór skrifaði mest í Reykjahlíð en þurfti stundum að fara í bæinn. Þá stoppaði rútan hjá Álafossi, fór ekki lengra, en ég fylgdi honum yfir fjallið og í rútuna og sótti hann á kvöldin. Við fundum ekki til þess að leiðin væri löng, alltaf höfðum við svo margt að segja og tala um. Þessi sumur var veður alltaf gott og við gengum oft upp á hæðirnar í kringum dalinn. Einu sinni man ég eftir að við fórum svona gönguferð á sundbolum að kvöldlagi í hlýrri úðarigningu. Þegar maður var ung- ur var manni aldrei kalt! Hann var að vinna að Sjálfstæðu fólki og ég vélritaði náttúrlega handritið. Á annarri bókinni man ég að stendur: „Þakka þér fyrir hjálp- ina." Þetta sumar 1934 var ég svo hepp- in að með okkur í Reykjahlíð bjuggu Soffía Guðlaugsdóttir leikkona og Hjörleifur maðurinn hennar. Hún var stórmikill listamaður og per- sónuleiki. Hún vildi að ég yrði leik- kona og var alltaf að taka mig í tíma. Hún kenndi mér andskoti mikið, það fann ég seinna. Um haustið ætlaði Leikfélag Reykjavíkur að sýna Straumrof og Soffía átti að leika aðalhlutverkið, Gæu Kaldan. Þarna um sumarið lét hún mig læra og æfa hlutverk Öldu, dóttur Gæu, og ég man hvernig hún kenndi mér sérstaklega að detta af því að stelpan er skotin í lokin. En það varð aldrei úr því að ég léki híutverkið á sviði. Leikritið var frumsýnt í nóvember en síðsumars fórum við Halldór til Ítalíu. Hún Níní, dóttir Jóns Stefánssonar mál- ara, lék hlutverk Öldu sem ég var búin að æfa og Þorsteinn Ö. Stejrhensen lék Dag Vestan. Eg vissi ekki annað en Straumrof þætti voðalega hneykslanlegt verk, en við Halldór sáum það ekki fyrr en það var sýnt aftur i Iðnó núna nýlega. Ætli við höfum ekki verið í Róm þegar frumsýningin var? Og sýningar á því urðu ekki margar." Þrjár úrvalsbækur frá Þjóðsögu Eiríkur Laxdal Saga Ólafs Þórhallasonar Ummæli um Sögu Ólafs Þórhallasonar, „Álfasöguna miklu“: Steingrímur Þorsteinsson 1943: vafasamt er, hvort nokkur íslendingur á 18. öld hafi skrifað betri stíl en Eiríkur Laxdal, þegar honum tekst best, og oft er hann snjall um orðaval". £vu6tvi-óvcciaC , Sacyz ÖÉaýi fiántuMadtwcvi Árið 1986 - Stórviðburðir í myndum og máli „Árið 1986 — Stórviðburðir í myndum og máli“ kemur út á átta tungumálum: þýsku, ensku, finnsku, frönsku, íslensku, ítölsku, sænsku og spænsku. Heildar- upplag verksins er nú komið yfir 2,9 milljónir eintaka. ARIÐ 1986 STÓRVIÐBURÐIR i MYNDUM OG MÁU MEÐ (SLENZKUM SÉRKAFLA Aðalsteinn Ingólfsson Listakona í gróandanum Aðalsteinn Ingólfsson: Listakona í gróandanum Kristín Jónsdóttir var fæddur málari og því er í myndum hennar auðlegð lita, ýmist dökkra, djúpra og þróttmikilla eða mildra, bjartra og lýrískra. Þessum málverkum verður ekki lýst með orðum, þau verða að sjást og munu verða glitrandi þáttur íslensku menningarsögunnar um langan aldur. Þorvaldur Skúlason Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík. Símar 13510 — 617059. Pósthólf 147. HELGARPÓSTURINN B-5

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.