Helgarpósturinn - 10.12.1987, Síða 11

Helgarpósturinn - 10.12.1987, Síða 11
helst saknar er að Pétur skuli ekki skrifa fleiri greinar er miða að því að vekja frekari spurningar um eilífð- armál, greinar sem leysast upp í ósvöruðu spurningaflóði, óháðar stað og stund, og valda varanlegum óróa í heilabúinu. En það er víst ósiður að biðja um það sem ekki er. Sykur og braud er mjög skemmti- leg bók. Sigurður Hróarsson Mikilvœgi hins tilvistarlausa „Hei, ég finn matarlykt, ég finn heimilislega matarlykt. Nei, það er áin, það er bara áin.“ Þannig orti David Byrne og í sumar sendi Jóhann Árelíuz frá sér aðra ljóðabók sína í eiginútgáfu, SÖNG- LEIK FYRIR FISKA, sem verður að teljast ferð fram frá bókinni Blátt áfram og kom út 1983. Bókin er 63 tölusettar síður og prentuð i Stensli. Hönnun bókarinnar er á við flókn- ustu kvikmyndagerð, ekki færri en sjö manns hafa lagst á eitt að koma bókinni frá. Ljóðin eru flest um ljóðagerð, þau eru ljóðaljóð, um þrána eftir því að vera skáld og erf- iðleika þess að koma hugsun í orð, greina tóninn, slá samhljóm tíðar- andans eins og segir snyrtilega í Lundabagga: Tregt er mér tungu aö hrœra hina tilfinningaþyrstu fyrstu hvítgulu björtu en köldu daga vorsins í þessum flata Lundi... (bls. 31) Skáldið heldur áfram að leita réttu orðanna sem stundum finnast alls ekki, eins og Á krá í Lundi þar sem skáldið grípur til þess ráðs að gant- ast með tvíræða merkingu orðanna innan sviga fremur en að gera ferð sína gelda. Stundum hverfur skáldið til sjálfsskoðunar og spyr hvað gyðj- una dvelji eins og í ljóðinu Naflaljón: Ég hef fundid uindinn koma, ab lindinni og má út mynd mína (bls. 35). Ljóðagerð krefst mikilla sjálfs- fórna, skáldið gefur sjálft sig í ljóð- unum, en tómleikatilfinningin er jafnframt reynsla allra manna, en á endanum verða þeir fyllstir sem mest gefa. Hinir, sem eyða hálfri vöku sinni framan við sjónvarps- myndina, mást hreinlega alveg út og hverfa. Jóhann yrkir ljóðin eins og bóndinn jörðina, myndum hug- ans er sáð á vorin, þær spretta yfir sumarið og skáldið uppsker að hausti, orbin slást t lib meb mér í september, og skráir ljóðin til þess að þrauka veturinn með hugsun sinni og von. Skáldinu, eins og bóndanum, er lífsnauðsyn að yrkja. Ljóðakreppan snertir ekki síður til- vist ljóðs en skálds og þar sigrar vonin dauðann með ást sinni til frelsis og lífs. Eggtíð: Þaö rennur upp sá dagur aö Ijóöiö þiönar vetrarklaki á vori, springur út t brjóstholinu og flýtur meö hádegisflóöinu undir ást heitrar sólar... (bls. 33) Stundum spennir skáldið vonina til fullkomins sigurs og úr verður davíðskur hjáróma óður sem ég gef núll og nix fyrir og á meira skylt við blekkingu en útópíu, líkt og lífið sé ekki eintómt grín, heldur líka dans á rósum. Paradísaróskin ræður ríkj- um í ljóði VI, þar sem skáldið fangar augnablikshamingju og gerir eilífa: allt andar kyrrb og ró, inni í mér, lukkuklukkur slá, dagur er fagur, sólin skín (bls. 21). Eins og andinn lifir helkaldan vet- ur hvetur skáldið til hugarflugs, af ást til andans: Hví ekki spássera glabvakandi? (bls. 47) segir í Ævin- týri á gönguför. Hvatningin er áber- andi í ljóðum Jóhanns, jákvæð og elsk eins og kemur fram í Af fingr- um fram: ...Rœkta meb sér draum- inn (hlúa ab og geyma), um betra líf og betri tíb... (bls. 41). Jafnframt hef- ur skáldið áhyggjur af andlegu mátt- Ieysi heillar þjóðar. Samfélagsádeil- an verður hvað skörpust þar sem andinn er að drukkna í naglasúpu hversdagsins. Hvorki Né: ...Flugurnar hans Hamsun suöa í gluggum minninganna en íslenska alþjóöin suöar and- stutt og andvarpandi í sjón — og útvörpunum en tími innrispeki aö þvt viröist endanlega ár liöi... (bls. 55). Jóhanni tekst að vera bráð- skemmtilegur í Ijóðinu sólin appel- sína:... (ó) fjarstœbukennda fegurb, lengst burtu svífandi, handan sjón- deildarhringsins... (bls. 27). Sólin er hér ímynd lífs og ástar sem ekki verður höndluð, því grípur skáldið til þess að raungera hana sem appel- sínu, epli frá Kína, forboðinn ávöxt. Þannig er erótík Edingarðsins kom- ið til skila. En Jóhanni nægja ekki orðin, hann vill söng og tekur undir í bláum fjarlœgum fjöllum! Því fylgja söngnótur með ásamt gítar- undirleik, yndisiega viðvaningslegt nútímaverk sem gefur ljóðinu aðrar og kómískari víddir. En ekki má allt á Miðengi. Jó- hanni er svo umhugað að yrkja af krafti að eitt virðist gleymast. Um nytsemi hins tilvistarlausa hafði Lao Tse þetta að segja: „Þrjátíu pílárar mætast í hjólnöfinni en væri ekki fyrir öxulgatið stæði vagninn kyrr.“ Það sem skortir í flestum ljóðum Jóhanns er óræði, spenna, tóma- rúm, eitthvað óskýrt. Þau falla flat- ari en þurfa vegna þess hve inni- haldið er opinbert og engu við að bæta. Flókin bygging hjólsins hefur enga merkingu eða tilgang án tómarúmsins í því miðju. Merking Ijóðsins verður til í krafti fjarvistar sinnar, túlkunarrýmis sem ljóðið gefur. Af þessum sökum er hætta á að lesandi ljóðsins gleymi innihald- inu um leið og hann flettir, ljóðið reynir ekki á mikilvægan samlestur við lesandann. Ljóð VI er dæmi um slíkt, Hvorki Né líka, ljóð I í sam- hljóm tíðarandans og alltof mörg fleiri. Samt hefur Jóhann kraftinn og orðafarið til að verða gott skáld. Þá er ýmislegt hægt. Hví þá ekki að spássera vakandi upp með ánni að fossinum og upplifa erótík hins til- vistarlausa? Freyr Þormóðsson Gunnar Hersveinn gaf einnig út ljóðabók á liðnu sumri, sem ber nafnið Gœgjugat. Bókin inniheldur 21 ljóð og er prentuð í Stensli. Gunn- ar Hersveinn er góður myndasmið- ur. Ljóðin eru heilsteyptar svip- myndir úr heimi huga og raunveru sem oftast eru auðsæjar á yfirborði textans, en merking þeirra stundum torskildari á djúplægara plani með tilvitnunum í bíómyndir og biblíur eins og í Ijóðinu Styttu: A fjaUinu stendur hún sem stytta og starir upp í himininn. Ég kasta fyrsta steininum og gifsib brotnar af henni. Vatnid fossar útum augun niöur nakinn líkamann og hún stingur sér í straumharba ána sem ber hana í burtu. Steinrunnin hverfum vib sjónum hennar. Þannig getur ljóðið líka vegið salt á mörkum súrrealisma, myndin er skiljanleg en saknaðartilfinning, einsemd og ást/ástleysi ljóðsins hins vegar torskildari, því óvíst er hvort steinkastið færir frelsi eða dauða, eða hvort frelsið er kannski fólgið í dauðanum. Það hvílir stemmning myrkurs og drunga yfir Ijóðunum, en myrkrið hefur jafnframt dularfullt aðdráttar- afl þar sem kímnin er aldrei fjarri. Þessi tvíleikur drunga og skops skerpir ljóðin og gefur þeim mátt líkt og í Langlínusamtali: Rödd í langimusamtali týnist. Legg plastsímtólib á og símareikningurinn skýst inn um lúguna. Innramma hann til minningar um rödd í órafjarlœgb og hengi mig í símasnúrunni. Skáldið veltir fyrir sér eyðimerkur- göngu tilvistar sinnar, þroska þess sem þegir, og martröð meðvitundar- innar er inntakið í ljóðinu Þrumu- lostinn. Þó hef ég séð mörg merk- ingarþrungnari ljóð en þessi Gunn- ars. Eg er heidur ekki viss um að merkingarþungi hafi verið mark- mið hans. Myndirnar eru hins vegar áhrifamiklar eins og ljóðið Inní svartan skugga vitnar um og það skiptir máli fyrir gildi bókarinnar. Sum Ijóðanna hefðu sómt sér vel á hvaða klósetti sem er, til dæmis Bangsímon, en þar virðist aðal- markmiðið að grínast með módern- ismann, Bangsinn er alltaf einn. Myndleikur skáldsins er bein- skeyttur í Ijóðinu Leiftursnöggu Ijósi en þar eru líka sterkar spurningar á ferð: Hvað er mynd, hvað er veru- leiki, sundurlausar myndir? Eru ímyndun og veruleiki spegilmyndir hvort annars? Ljóðið minnir á ann- an sterkan myndasmið, Hring Jó- hannesson. Pottþétt meb stingandi augnaráb og saxófón á bakinu stansar hún vib tóman ramma á Ijósmyndasýningunni. Stundarkorn líöur og bros fœrist yfir andlit hennar en í þeirri svipan hverfur allt í leiftursnöggu Ijósi. I gegnum gleriö starir hún svarthvítum augum meö frosiö bros á vörum. Mér sýnist skáldinu takast að feta sig áfram loftlínu ljóðagerðar þó feitari mættu þau oft vera. Draumur um annan veruleika Ómar Þ. Halldórsson: Blindflug. Skáldsaga 156 bls. Almenna bókafélagiö Það er vissulega einkennilegt, að einungis skuli finnast ein kenning um brautir himintunglanna, en aft- ur á móti fjöldinn aliur um manns- sálina. Trúlega er það vegna þess að mannshugurinn er flókinn fremur en að alheimurinn sé á hreinu. Blindflug fjallar um sálarástand mannsins. Alla vitneskju okkar um það höfum við úr myrkviðum þess, eins og vitneskju okkar um sólina, sem lesin er af sólmyrkvum. Atburðarás sögunnar greinir frá konu, sem fer í flugvél heim til for- eldra sinna austur á land. Það er ókyrrð í lofti, bæði í bókstaflegri merkingu og yfirfærðri. Konan er í uppnámi eftir nýafstaðinn skilnað og líf hennar í rúst. Ástæðan fyrir sálarástandi hennar skýrist eftir því sem líður á flugtúrinn. Henni er ljóst að hún getur ekki umflúið vanda- málin fremur en sjálfa sig og ákveð- ur að fara beint inn í hættuna miðja. „Hún hafði verið þannig frá barn- æsku að það komu tímar sem ekki báru í sér neitt nema svartnætti. Það var ekkert framundan nema óyfirstíganiegar gjár og ekki ratljós svo hægt væri að krækja fyrir þær. Hún vissi ekki sjálf hvers vegna þetta var svona. Það þurfti ekki mik- ið til; of mikla einveru, fréttir í sjón- varpi af hungursneyð í Afríku, stríði í Afganistan, stundum aðeins eitt at- vik á götu; eitthvað sem mátti tengja dapurleikanum." „Bókaverslun Snæbjamar í Hafnarstrætinu sem góö bókabúð hefur: - Allar íslenskar jólabækur, notalegt umhverfi og persónulega þjónustu.“ Stór orð, en sönn. Við í bókaverslun Snæbjarnar erum til þjónustu reiðubúin. Við. vitum hvernig á að velja góða bók - í næði og notalegu umhverfi - en erum ávallt nærri þegar á þarf að halda með góð ráð og upplýsingar. Hjá okkur í Hafnarstrætinu er viðamikið úrval íslenskra bóka, auk þess sem þær erlendu eru enn á sínum stað. Félagsmönnum Máls og Menningar er boðinn afsláttur áfélagsbókum. Við erum þeirrar skoðunar að hlýlegt viðmót og persónuleg þjónusta geri gæfumuninn í jólaamstrinu. Hvað meira getur góð bókabúð boðið? Bókaverslun Snæbjamar Hafnarstræti 4. Sími: 14281 HELGARPÓSTURINN B-11

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.