Helgarpósturinn - 10.12.1987, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 10.12.1987, Blaðsíða 6
MINNINGAR BARN ALÆKNIS Hér á eftir fer kafli úr bókinni MINNINGAR BARNA- LÆKNIS, sem er lífssaga Björns Gudbrandssonar, barna- læknis í Reykjavík. Forlagið gefur bókina út, Matthías Viðar Sæmundsson skráði og er kaflinn hér birtur með góðfúslegu leyfi útgefenda. Helgarpósturinn þakkar birt- ingarleyfið. Gripið er niður í bókina þar sem Björn kemur heim frá Bandaríkjunum um miðjan sjötta áratuginn eftir að hafa sérmenntað sig, einna fyrstur íslendinga, í barna- lækningum. Skömmu eftir heimkomuna opn- aði ég lækningastofu við Lækjar- götu 6b, annarri hæð. Þar skiptum við með okkur húsnæði, ég og Úifar Þórðarson augnlæknir. Þarna var ég með stofu í tólf ár, fram til ársins 1967. Við Úlfar skiptum deginum á milli okkar. Hann var með opið fyrir hádegi, síðan tók ég við og var til klukkan fjögur, en þá byrjaði hann að nýju og var guð veit hvað lengi. Við hittumst að sjálfsögðu oft og Ulf- ar var ævinlega í jafngóðu skapi, sí- ungur og léttur. Stöku sinnum komu sjúklingar til Úlfars eftir að hann var farinn. Þá reyndi ég stundum að hjálpa þeim, með misjöfnum árangri. Eitt sinn kom skipstjóri frá Suðurnesjum. Hann sagði að eitt- hvað væri uppi í auganu á sér. Eg skoðaði augað en sá ekki neitt. Sagði honum samt að koma aftur um fjögurleytið. Þá reyndist vera síldarhreistur á sjáaldrinu. Það borgar sig stundum að vita sín tak- mörk. Þykjast ekki vita meira en maður veit. Úlfar hefur löngum leikið á als oddi. Eitt sinn var hann staddur í læknaháskóla í Vínarborg. Komst þar yfir bréfhausa og datt í hug að gera tvo íslenska lækna að heiðurs- doktorum. Undirskriftin var: Gross Bauch, Viel Drinker, sem þýðir „ístrubelgur sem drekkur alltof mikið". Læknarnir gengu með það í maganum mánuðum saman að þeir væru orðnir heiðursdoktorar í Vín. Á tímabili var Úlfar með þá áráttu að senda vinum sínum skeyti í tíma og ótíma brygðu þeir sér út fyrir landsteinana eða út fyrir bæjarlæk- inn. Við Sigríður vorum eitt sinn að vetrarlagi á Kanaríeyjum. Einn dag- inn er okkur voru afhentir herberg- islyklar á hótelinu fylgdi skeyti með. Sigríði varð mjög hverft við, hélt að eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir heima. Hún vissi þá ekki um áráttu Úlfars en ég grunaði hann strax. Sigríði létti þegar ég las henni skeyt- ið: Ullarvettlingar, skíðaskór og föð- urland á leiðinni. Kveðja. í annað skipti vorum við í bústað á Varma- hlíðarsvæðinu í fimm daga. Veðrið var gott og lá Sigríður úti í sólbaði að njóta kyrrðarinnar. Kemur þá stærsta tegund af jeppa akandi eftir afleggjaranum og vindur maður sér út úr bílnum. Sigríður drífur sig í föt- in og tekur við skeyti. í því stóð: Fuglarnir eru að strjúka. Vaðfugla- félag Voga og Vatnsleysustrandar- hrepps Suðurnesja. Við Úlfar höfum átt góðar stundir saman. Á ferðalagi einu þótti mér samt nóg um gamansemina og setti þak á Úlfar. Hann mátti ekki segja nema einn brandara á dag. Seinna hitti ég Magnús Má Lárusson, há- skólarektor, og sagði honum tíðind- in. Að Úlfar hefði veslast upp eins og blótlaus púki á fjósbita þegar leið á ferðina. Þá hló Magnús Már gríðar- lega og sagði: Var það von. Fljótlega eftir komuna til íslands gerðist ég um tíma aðstoðarlæknir á Heilsuverndarstöðinni við Baróns- stíg sem þá var lyflæknisdeild Borg- arspítalans. Það var aðallega vegna þess að þá gekk hér mænusóttarfar- aldur. Tveimur árum seinna, 1956, hóf ég svo störf á Landakotsspít- ala... STEFNUMÓT VIÐ DAUÐANN ... Það var hörmung að sjá börn- in. Þetta voru beinagrindur með stóran hnúð á kviðnum. Þau köst- uðu sífellt upp og minntu helst á vesalingana í Biafra. Þjáðust af því sem kallast pylorus stenosa. Æxli hafði myndast í neðra magaopi og lokað fyrir. Það olli því að börnin héldu ekki fæðunni niðri; köstuðu mikið upp. Hér á landi var þessum börnum gefið lyf sem hafði lítil áhrif. Erlendis voru þau skorin upp. Ég hafði aðstoðað við slíka upp- skurði sem tóku aðeins um tuttugu mínútur og voru mjög árangursríkir. Börnin fóru alheil heim eftir þrjá eða fjóra daga. Það var mjög erfitt að koma slíkri meðferð í gegn hér. Menn voru andvígir því sem þeir þekktu ekki. Eitt þessara tilfella er mér sérstak- lega minnisstætt. Eldri læknir hringdi í mig að kvöldlagi af Hvíta- bandinu og spurði hvort ekki mætti gefa dreng sem verið hafði i aðgerð róandi lyf. Ég sagðist mundu koma strax. Við athugun kom svo í ljós að kviðarholið var fullt af blóði; og draup niður á gólfið. Þá hafði ekki verið bundið fyrir slagæð sem ligg- ur hringinn í kringum mjógirnið. Alla nóttina sat ég síðan við annan mann og dældi blóði í barnið. Um morguninn vorum við nær dauða en lífi, kandídatinn, ég og drengur- inn. Lifðum samt af. Tveimur árum síðar fékk drengurinn heilahimnu- bólgu og var vart hugað líf. Núna er hann með hraustari mönnum í Kópavogi. Fyrst eftir að ég kom heim sendi ég sjúklinga af þessu tagi á Landspít- alann. Sum þeirra voru þá svo langt leidd að þau dóu. Seinna skáru þeir Þórarinn Guðnason og Richard Thors upp með góðum árangri. Eftir að ég byrjaði á Landakoti komu inn 29 tilfelli á fáeinum árum. Allt gekk vel en eitt sinn þurfti þó að skera upp aftur. Það var stórhættulegt því sjúklingurinn getur dáið sé ekki saumað strax fyrir. Richard Thors var hins vegar snjall og skar af miklu öryggi. Það merkilega er að engar röntg- enmyndir voru teknar í þessum til- fellum enda koma þrengslin ekki fram á mynd fyrr en um seinan. Nú á tímum skyggna þó sumir læknar sama sjúklinginn aftur og aftur að óþörfu og skapa með því hættu á krabbameini. Fyrir fáeinum vikum var til dæmis tekin mynd af barni og hún sögð neikvæð. Við uppskurð komu í ljós mikil magaþrengsli. Það er eins og vitund manna um skað- semi röntgengeislunar hafi sljóvg- ast. Menn virðast líta á röntgenið sem leikfang enda er kennslan í þessum efnum ekki nógu góð við Háskólann. Fyrir fáeinum árum voru þannig teknar nærri 400 röntg- enmyndir af einum sjúklingi. Það jafngilti því að hann hefði lent í út- jaðri atómsprengingar. Eitt sinn var hringt í mig snemma dags. í símanum var amman, lifs- reynd og gáfuð kona. Hún lýsti því sem amaði að og sagði að heimilis- læknirinn ætlaði að koma eftir fjóra eða fimm tíma. Ég sagði henni að koma undir eins. Við dyrnar á stof- unni tók ég við barninu og flutti það í skyndi upp á spitala þar sem það Björn Guðbrandsson fékk nokkrar milljónir af pensillíni í æð. Þá var það komið á ystu nöf vegna heilahimnubólgu. Mörg önn- ur börn hafa bjargast með líkum hætti. Á seinustu stundu. Eftir á fékk ég styttu af skógarþresti að gjöf og vísu með: Kæri Björn, ég þakka þér, og því mun ávallt hrósa, að litlum fugli fleira er, fröken Hildur Rósa. Heilahimnubólga var nokkuð al- geng um þetta leyti. Þá fékk ég erf- iðustu tilfelli sem ég hef fengið þvi engu má muna; dauðaþröskuldur- inn er örfáar mínútur... Á LANDAKOTSSPÍTALA Systurnar voru úr St. Jósefsreglu og komu flestar frá Þýskalandi, Hollandi og Belgíu. Þær hjálpuðu eins og hægt var; líf þeirra snérist um vinnu og bæn. Enginn munaður sem þær veittu sér. Stundum þurfti þó að sýna þeim nokkra ákveðni; það var mikið af veikum börnum og lítið pláss. Læknar urðu að vera þéttir fyrir. Annars voru þeir álitnir meiri grautarhausar en þeir eru. Systurnar mátu nákvæmni og festu mikils. Engin sundurþykkja þótt fundið væri að. Systir Agnela var yfir barnadeild sjúkrahússins og tókst með okkur mikil og góð vinátta. Hún var ein- staklega fórnfús manneskja og helg- aði sjúklingunum krafta sína. Væri barn mikið veikt hvarf hún ekki frá því fyrr en yfir lauk eða því fór að batna. Hún sagði að alit líf, hversu lítilfjörlegt sem það er, væri Guði til dýrðar á jörðinni. Systir Agnela þreyttist aldrei við að halda lífi í börnum sem þó voru gjörsamlega vonlaus; heilinn kannski slokknað- ur. Þetta eru sálir á vegum Guðs, sagði hún af heilagri sannfæringu. Eg varð ekki var við að systir Agnela tæki sér nokkurn tíma frí; hún var alltaf þarna. Stöku sinnum sagði hún: Vi har ikke plads. Þá svaraði ég: Soster. Det er deres problem. Jeg har nok med mine. Þá sagði hún: De er forfærdelig. Síðan gekk allt eins og í sögu enda sagði systir Agnela oft: Sé rúm til í hjart- anu er rúm til í húsinu. Hún var send til Kaupmannahafnar með litlum fyrirvara árið 1969 og gerð að yfir- hjúkrunarkonu við elliheimili. Okk- ur Stefáni Ólafssyni tókst þó að færa henni blóm að skilnaði. Systurnar stjórnuðu skrifstofunni og unnu margra manna starf. Ekk- ert var sparað sem til þurfti þótt sjúklingar væru dauðans matur. Ég hafði kynnst slíku andrúmslofti áð- ur, í Bandaríkjunum. Á kaþólskum spítölum er borin virðing fyrir hinu smæsta lífi og að því hlúð á allan hátt. Mennirnir eiga að vera Guði þóknanlegir, sögðu þær, og lífið er hluti af Guði. Systir Clothilde tók röngenmynd- ir. Hún var hrjúf á yfirborði en hjart- að gott sem undir sló. Ég kom oft inn til hennar og sagði: Systir Clothilde. Þér verðið að koma og taka mynd af barninu strax. Þá átti hún til að berja í borðið og segja: Heraus, út með yður, þér eruð vitlausir. Síðan blés hún þungan. Þá sagði ég bara: Þakka þér fyrir, sjúklingurinn er til- búinn. Þá blés í henni að nýju: Þér eruð hræðilegir. Síðan kom hún fram og var í besta skapi. Þetta var hennar háttur. Kandídatarnir skildu það hins vegar ekki og urðu dauð- hræddir þegar hún blés. B-6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.