Helgarpósturinn - 10.12.1987, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 10.12.1987, Blaðsíða 4
LITRÍKT FÖLK Hér á eftir fer kafli úr bókinni LITRÍKT FÓLK eftir séra Emil Björnsson. Bókaforlagið Örn og Örlygur gefur bók- ina út og var birting góðfúslega heimiluð af útgefendum. Helgarpósturinn þakkar leyfið. Séra Emil er landskunnur maður, var m.a. lengi fréttastjóri sjónvarpsins. Ress má geta að séra Emil og Björn Guðbrandsson barnalæknir voru samtíða í Menntaskólanum á Akureyri, en sá kafli sem hér er birtur úr bók Emils fjallar einmitt um mennta- skólaár hans. INGA LAXNESS Í AÐALHLUTVERKI Hér á eftir fer kafli úr bókinni í AÐALHLUTVERKI — INGA LAXNESS. Þetta er saga Ingu Einarsdóttur sem síð- ar varð Laxness. Mál og menning gefur bókina út og Silja Aðalsteinsdóttir skráði. Kaflinn er birtur með góðfúslegu leyfi útgefenda og þakkar Helgarpósturinn birtingarleyf- ið. Inga, sem var þekkt leikkona og lék bæði hérlendis og erlendis, segir hér frá einu af mörgum ferðalögum sem þau Halldór Laxness fóru í. Skólahaldið fyrir norðan var að því leyti ólíkt skólahaldi á Laugar- vatni, að enginn kennaranna bjó í heimavist nema Skólameistari, og lítil kynni voru af flestum þeirra ut- an kennslustunda. Náttúrufræðikennarinn, Steindór Steindórsson frá Hlöðum, var ein- hver sá allra skemmtilegasti, og honum kynntumst við líka vel utan kennslustunda, einkum á ferðalög- um. Ferð sú, er hann fór með okkur í 5. bekk suður um Dali og Snæfells- nes, var allra minnilegust, sem hann drepur á í stórskemmtilegri ævisögu sinni. Steindór var og verður ætíð bráðhress og frjálslegur í fasi og ferðagarpur mikill. Hafsjór af fróð- leik um náttúru íslands, blómin í hlaðvarpanum jafnt og smæstu grös á úfnustu öræfum landsins. Raunar virtist hann næstum jafnvígur á blómablöð og gulnuð sagnablöð, al- fræðingur eins og það er nefnt. Hef- ir það ekki síst sannast af hinu stór- merka ritverki Landiö þitt, um Is- land, náttúru þess og náttúrufyrir- bæri, landsögu, sagnir og þjóðsög- ur. Hann er annar aðalhöfundur þess verks, sem nefnt hefir verið Sáttmálsörk lands og þjóðar. Steindór kryddaði kennsluna með frásögnum af flestu milli himins og jarðar og var að því leyti líkur Guð- mundi Olafssyni á Laugarvatni, að sumt var aðeins sungið í karlakór hjá honum, og þá utan kennslu- stunda. Brynleifur Tobiasson, sögu- og lat- ínukennari, var líka mikils metinn þó með allt öðrum hætti væri. Hann lést bera litla virðingu fyrir fræðum Steindórs, og annarra kennara í þeirri grein, og nefndi þau gjarnan kvikindafræði. Miklir herstjórnend- ur og menntaðir einvaldar; Sesar sjálfur, Hannibal hinn púnverski, Alexander mikli, Napóleon mikli, Friðrik mikli og Bismarck voru hans menn. Og með einhverjum hætti var afar auðvelt að hugsa sér Bryn- leif sjálfan í hlutverki af því tæi. Hann var svipmikill, herforingja- lega vaxinn, átti öðrum betra með að halda uppi aga með festu, sem nálgaðist óttablandna virðingu, án þess að þurfa að grípa til hörku, vegna þess hve persónuleikinn var mikill. Þessi eiginleiki kom sér best þegar hann var að kenna latneska málfræði. Annaðhvort var að fylgj- ast með hverjum tíma eða heltast úr lestinni og standa á gati, og það vildu menn síst af öllu hjá Brynleifi. Hann beitti rómversk-prússneskum járnaga við kennsluna, sem ómögu- legt var annað en virða, sökum þess að hjá honum voru allir jafnir fyrir lögmáli skyldunnar við sjálfa sig. Hann skilaði þeim boðum orðalaust beint í æð að maður brygðist fyrst og fremst sjálfum sér með því að vera of linur við námið. Það er ótrú- legt en satt um jafn þurra náms- grein, og latnesk málfræði er oft tal- in vera, að Brynleifi tókst að blása þvílíku lífi í hana að hún varð skemmtileg. Veldur hver á heldur. Hann sóaði ekki tímanum í að segja skemmtilegar sögur, en margar at- hugasemdir hans voru meitlaðar og meinfyndnar. Þórarinn Björnsson var einn þeirra sem eru jafnvígir á allar greinar húmanískra fræða. Þó franska, og franskar bókmenntir, væri sérgrein hans, kenndi hann einnig latínu og sögu, og jafnvel fleira. Hann var með sínu lagi, eins og Steindór og Brynleifur, sérsmíð- aður: Höfuðeinkenni hans voru mannvit mikið, manngæska og skilningur. Hann tók það beinlínis persónulega sárt, og sárara en nem- andann, ef einhver gataði hjá hon- um í tíma eða á prófi. Það átti því við hann, einan allra kennaranna, að menn kappkostuðu að standa sig sem best af tillitssemi við hann, en ekki til að koma sjálfum sér hjá vel- forþéntum skútyrðum. Þeim gat Þórarinn ekki komið út fyrir sínar varir, en leið fyrir okkur undir slík- um kringumstæðum. Enginn vildi gera honum svo illt, og þessvegna lásu allir vel, og stóðu sig eins vel hjá Þórarni og þeim var unnt. Hon- um tókst það með ljúfmennskunni, sem Brynleifi tókst með agasem- inni. Þeir náðu sem sé báðir því marki að vera frábærir kennarar, þótt þeir færu gjörólíkar leiðir að markinu. Og Steindór náði sama marki með sínu lagi. Þórarinn Björnsson var einlægur aðdáandi allra lista, enda stundaði hann háskólanám sitt í París, háborg listanna, í sama skóla og Sæmundur fróði. Engan mann hefi ég vitað lýsa yndisþokka kvenna, einkum franskra, af jafn hreinni fegurðar- dýrkun og hann, rétt eins og hann væri að koma af listsýningu. Mig minnir að Örlygur Sigurðsson kæmist svo að orði, um Þórarin Björnsson látinn, að banamein hans hefði verið of stórt hjarta. í líkingu talað a.m.k. mun það ekki vera fjarri sanni. Hann unni lífinu svo sárt og heitt að honum gat stundum virst ofraun að lifa því. . . RÍKIÐ í RÍKINU Flestir utanbæjarmenn í M.A. bjuggu í skólahúsinu. Heimavistar- herbergin voru bæði í norður- og suðurenda hússins og nefndust Norður- og Suðurvistir. Að þessu leyti var skólabragurinn líkur og á Laugarvatni og heimavistin mynd- aði kjarna skólalífsins. Þeir, sem þar bjuggu, þurftu hvorki að sækja kennslustundir né skemmtanir út fyrir veggi hússins, og af skiljanleg- um ástæðum sóttu skólasystkini, sem bjuggu úti í bæ, fremur á þeirra fund en öfugt. I rauninni var skólinn ríki í ríkinu á Akureyri, óvinnanleg borg uppi á Brekku, sjálfri sér nóg um flest. Þarna fór kennslan fram og þar lás- um við undir tíma, sváfum og átum og urðum að vera komin í hús klukkan 10 öll kvöld, nema hálftólf á laugardagskvöldum. Á klukku- slaginu var portum skólans harð- læst og umsjónarmenn vistanna gengu á öll herbergi og tóku mann- tal. Þá átti hver vistmaður að vera kominn í sína vistarveru. Síðan gengu umsjónarmenn rakleitt á fund skólameistara og tilkynntu fjarvistir, ef einhverjar voru. Undan- þágur voru stundum veittar, eða úti- vistarleyfi, fram yfir lokun. En um það varð þó að sækja persónulega til Skólameistara og tilgreina ástæð- ur. Honum var meinilla við að veita leyfi til að sækja skemmtanir utan skólans, nema helst stúkuskemmt- anir, þótt enginn stúkumaður væri hann sjálfur. Þeim mun viljugri var hann að veita leyfi fyrir skemmtun- um innan veggja skólans, eins og hann komst gjarnan að orði. Reykingar voru stranglega bann- aðar á skólalóðinni, vegna eldhættu í þessu mikla timburhúsi, og af sömu ástæðu var allt rafmagn tekið af húsinu klukkan hálfeitt á hverri nóttu og fram undir morgun. Fyrsta skólaveturinn minn hafði Inspector Scholae það embætti með höndum að skrúfa stofnöryggin laus. Hann bjó á Briemsgerði, þar sem öryggja- taflan var, og hét Olafur Jóhannes- son. Seinna varð hann forsætisráð- herra íslands. Þeir, sem reyktu, voru oft hálfum- komulitlir, þar sem þeir hímdu eins og gaddhestar í öllum veðrum utai. við hlið skólalóðarinnar, undir skjól- litlum frökkum, eða öðrum flíkum, og soguðu norðangjóstinn ofan í sig með sælureyknum. Það var ekki nærri jafn alvarlegt að dreypa á flösku og kveikja á eldspýtu innan veggja skólans. Skólameistari horfði svona á það með blinda auganu, ef menn kunnu að fara með áfengi, blótuðu Bakkus á laun, eins og hann orðaði það. En þeim mun alvarlegra var að sýna sig undir áhrifum í skól- anum. Það gat kostað brottvikningu úr heimavist, sem enginn mátti við, er þar bjó. Heimavistarhúsnæðið var sem sé frítt, og jafnframt einu fríðindin, af hálfu hins opinbera, sem færa mátti til verðs. Þá fékk ekki nokkur lifandi maður námslán, hvað þá námsstyrk, úr opinberum sjóðum. Þeir, sem einskis fjárstuðn- ings nutu að heiman frá sér, urðu því algerlega að kosta sig sjálfir, og þeir voru ekki fáir. „Sumarið 1932 fórum við Halldór til Þýskalands, Svíþjóðar og sjálfsagt víðar. Við vorum meðal annars í Leipzig, Hamborg og Berlín þetta sumar; þangað hafði ég ekki komið áður. Eg hafði gaman af því þegar ég kom í nýja bæi að athuga þá, fara ekki bara um götur sem allir ganga. Einn fyrsta daginn í Berlín fór ég í margra klukkutíma göngutúr, alla leið frá Spicherstrasse þar sem við leigðum herbergi hjá konu og bók- staflega yfir hálfa borgina til Pots- damerplats, rataði auðvitað ekkert en gekk báðar leiðir, á þessum háu hælum! „Hvar ertu búin að vera, barn, í allan dag?“ spurði Halldór þegar ég kom aftur. Hann hafði ekki getað unnið af ótta um mig. Ég labbaði afskaplega mikið alltaf og var alveg sama þó ég væri ein. Þetta voru mínir einkaleiðangrar sem aðrir nenntu ekki með mér í. Annað fólk vildi bara fara beina leið á vissan stað, ég þurfti að sjá svo margt á leiðinni og setjast niður og fá mér kaffi. Ég var aldrei hrædd um að einhver reyndi að taka mig á löpp. Ég hugsaði aldrei út í það, enda kom ekkert fyrir mig. Rétt hjá þar sem við bjuggum í Berlín var stórt verslunarhús sem ég fór oft inn í. Maður varð að sjá sig um í verslunum þótt ég hefði litla peninga til að kaupa fyrir. Ég hef alltaf haft gaman af að skoða í búð- arglugga. Reyndar er ekki alveg rétt að ekk- ert hafi komið fyrir mig í Berlín. Eitt kvöldið vorum við Halldór á labbi og fórum inn á Romanischer Café á Kúrfúrstanum. Það var alþjóðlegt kaffihús þar sem listamenn „héngu út“ eins og ég kallaði það. Við héng- um þar stundum Iíka. Þarna var listafólk sem átti ekki grænan eyri en er oft á tíðum skemmtilegasta fólkið — já yfirleitt alltaf — það hékk löngum stundum yfir einni lítilli bjórkollu. Þegar við erum lögð af stað heim bregður Halldór sér frá til að ná í blað en ég held áfram ein. Veit ég þá ekki fyrr til en að mér kemur ein heljarmikil júfferta, tekur mig í faðminn og ætlar að rembings- kyssa mig. 1 því kemur maðurinn minn að og flæmir hana náttúrlega í burtu með þjósti og segir svo: „Hvað viltu vera að láta lesbískar kerlingar narra þig? Ég vil ekki hafa það!“ „Hvað er þetta," ansaði ég, „kon- an var rétt að koma. Ég hélt að hún ætlaði að spyrja til vegar!“ „En sástu ekki hvað hún var í karl- mannlegri dragt?“ spurði maðurinn minn hneykslaður. Ég var ekkert hneyksluð. Það var svo móðins þá að vera hómó og lesbískur, þetta flóreraði í Berlín fyr- ir valdatíma Hitlers. Fáeinum árum seinna vorum við á ferðinni heim frá Ítalíu og ákváð- um að koma við í Berlín, okkur hafði liðið svo vel þar uppi á fjórðu hæð við Spicherstrasse hjá kerling- unni okkar. Þá fékk ég einhverja fjandans blóðkrejjpusótt og þurfti að fara á spítala. Eg man að ég mátti ekkert smakka í heila viku nema eina skeið af rauðvíni — vonandi nokkrum sinnum á dag! En þá var Berlín brugðið. Það var merkilegt að vera í Berlín fyrir valdatöku Hitlers þegar allt var svo frjálst og yndislegt, gaman allan sólarhring- inn. Koma svo bara eftir örfá ár að dauðri borg. Maður flúði bara. í Leipzig buggum við hjá tveim eldri dömum. Við unnum heima við á daginn en á kvöldin fórum við allt- af á eldgamalt vertshús sem hét Thúringer Hof. Þar hlustuðum við á nið aldanna, þömbuðum Múnchen- Löwenbráu og stúderuðum al- menninginn sem strunsaði hjá. Þar hitti ég Jóhann Jónsson skáld og frú Elísabetu Göhlsdorf sem hann bjó með, þú vissir það? Þetta var árið sem Jóhann dó og hann lá bana- leguna þegar ég hitti hann. Ég sé hann fyir mér. Ég sá hann aldrei á ferli og hann gat varla talað, hvíslaði hásum rómi. En hann var ógurlega mikill persónuleiki. Ég held að Elísabet hafi alveg séð um hann og að einhverju leyti fyrir honum líka. Hún kom hingað til íslands eftir að hann dó og bjó hér lengi. Gullfal- leg kona. Henni þóttu óskaplega góðir sveppir og var alltaf að fara út í mýri að tína. Mér þykja sveppir líka góðir en ég þorði aldrei að smakka á sveppunum hennar því þeir geta verið eitraðir. Hún var elskuleg kona, en hún vildi ráðskast með mig. Hún mátti vel steikja sveppina sína hjá mér en ekki taka öll heim- ilisvöld. Þegar kom að því um haustið að fara til Rússlands var ég búin að fá nóg af ferðalögum. Þrátt fyrir mót- mæli Halldórs fór ég heim til barns- ins míns. Hann var ekki lengi í burtu eftir að ég fór. Tolldi ekki þegar nöldrið var farið." Ferðalagið til Rússlands sem Inga fór ekki var það sem Halldór segir frá í ferðabókinni í Austurvegi frá 1933. Hann var önnum kafinn við að skrifa fyrsta hluta Sjálfstæðs fólks og eitt af því sem hann kynnti sér eftir föngum var rússneskur land- búnaður. Jóhann Jónsson var náinn vinur Halldórs frá æskuárunum. Hann var fæddur 1896 en varð ekki stúdent fyrr en 1920 og var samtímis Hall- dóri í menntaskóla. Árið eftir fór hann til Þýskalands og las bók- menntir við háskólana í Leipzig og Berlín, en veiktist af tæringu og missti heilsuna. Halldór skrifaði minningargrein um Jóhann, for- Opið til kl. 16.00 aðfangadag. Sendum um allt land. Opið 10-22. Geysilegt úrval af ódýru skreytingarefni. Greni, skreytingar, krossar, skreyttar greinar, jólatré, leikföng, gjafavara, afskorin blóm og greinar. ^jji^lómashálinn Nýbýlavegi 14, á horni Nýbýlavegar og Audbrekku. Sími 40980. B-4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.