Helgarpósturinn - 10.12.1987, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 10.12.1987, Blaðsíða 13
EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYNDIR JIM SMART JÖLABÓKASALAN AÐ FARA AF STAÐ Bóksalar vona að med lengri greidslufresti á greiöslukortaúttekt verði salan jafnari. „A þann hátt getum við veitt betri þjónustu,1' segja þeir. GUÐMUNDUR HREIÐARSSON SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR HRÖNN JOHNSON Það virtist ekki alveg liggja Ijóst fyrír hvort jólabókasalan væri byrjuð eða ekki þegar HP heimsótti bóksala á mánudaginn var. Þá var fyrsti dagurinn sem boðið var upp á að greiðslunótur væru dagsettar fram í tímann þannig að viðskiptavinir greiða ekki vöruúttektina fyrr en í febrúar. I mörgum verslana virtist þessi hugmynd falla í góðan jarðveg en þegar Bóka- búð Braga bauð þessa þjónustu í fyrra var hótað að kæra verslunina. Hugmyndin hefur eigi að síður þótt góð því um helgina var auglýst að kredit- kortanótur væri hægt að dag- setja 18. desember. Þetta er svar bóksala við þeirri gífurlegu söluöldu sem skellur á versl- unum síðustu dagana fyrir jól og strax á mánudaginn varð starfs- fólk nokkurra bókaverslana vart við að viðskiptavinir vildu gjarna nýta sér þessa nýju þjónustu. I nokkrum verslananna fannst fólki við vera heldur snemma á ferðinni, en eigi að síður bar öllum saman um að um síðustu helgi hefði verið mikið að gera og mikið selst af bókum. Annars er vaninn ekki sá að laugardags- sala fari í fullan gang fyrr en þann laugardag sem opið er til klukkan sex, að sögn þeirra sem unnið hafa árum saman í bóka- verslunum. Þannig má búast við góðri sölu á laugardaginn kemur, enda þá farið að líða nær jólum og fólk farið að hugsa alvaríega um að drífa jólainnkaupin af. GUÐMUNDUR HREIÐARSSON, innkaupamaður hjá Hagkaup, telur að jólabókasalan sé fyrr núna en verið hefur, ef undan er skilinn desembermánuður í fyrra, en þá hafi verið einhver besta bókasala í mörg ár. „Mér virðist jólabóka- salan í ár stefna í að verða jafn- vel meiri en í fyrra," sagði hann. „Það selst yfirleitt mest af ís- lenskum bókum, endurminn- ingabókum og viðtalsbókum. I fyrra seldist bók Þuríðar Páls- dóttur, „Líf mitt og gleði", mjög vel og nú virðist bók Höllu Linker ætla að seljast á svipaðan hátt. Bók Gorbachovs hefur selst sérstaklega vel, og svo er spurn- ing hvað verður með bók Ingu Laxness, sem er nýkomin út. Þá hefur verið góð sala á bók Björns Guðbrandssonar barna- laeknis, „Minningar barnalæknis", sem og á bókinni um Ástu grasalækni. Á laugardaginn var góð bókasala hér, enda eru bækur tiltölulega hentugar jóla- gjafir. Nei, ég hef ekki orðið var við að fólki finnist bækur dýrar. Þær hafa hækkað um 20—30% síðan í fyrra en verð þeirra er í rauninni ekki ósvipað og það var miðað við verðlag í fyrra. Mér virðist vera jöfn hreyfing hjá út- gefendum og bókartitlar virðast hnitmiðaðri en oft áður. Bækur eru ekki dýrar jólagjafir að mínu mati." Við ræddum ennfremur við nokkrar afgreiðslustúlkur á kössunum í Hagkaup, enda eru það þær sem viðskiptavinir snúa sér til með greiðslu. Þær kváðust ekki verða varar við að fólk greiddi bækur mikið með krítar- kortum: „Það er frekar ef fólk er með aðrar vörur jafnframt að greitt er með krítarkorti, en þeir sem koma eingöngu til að kaupa bækur greiða oftast með peningum." SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR í Pennanum, Hallarmúla, sagðist ekki telja hægt að taka mark á bókasölunni, þar sem svo stutt væri liðið á mánuðinn. „Eins og er seljast íslenskar bækur vel," sagði Sigríður, en bætti við að bókasalan væri síður en svo komin á fullt skrið. „Það eru bæði íslenskar skáldsögur og viðtalsbækur sem seljast best, til dæmis bók Höllu Linker og bók Stefáns Jónssonar," sagði hún. „Já það er meira um að bækur séu teknar út á kreditkort og sjálfsagt fer það enn meira af stað núna eftir að samþykkt var að dagsetja nóturnar fram í tímann. Ætli salan verði ekki svipuð núna og hún var í fyrra, en þá var mjög mikil bókasala fyrir jólin." HRÖNN JOHNSON í Bóka- húsinu kvað litla hreyfingu vera komna á jólabækurnar í ár. „Salan í fyrra fór líka heldur seint af stað, ekki fyrr en í kringum 15.—8. desember. Með því að bjóða fólki upp á greiðslufrest fram í febrúar ætti salan að byrja eitthvað fyrr núna," sagði Hrönn. Hún kvað mestu söluna fram að þessu vera á bókum Höllu Linker og Gorbachovs, en sagði fólk ekki greiða bækur með kritar- kortum nema upphæðin væri því hærri. „Já, við verðum vör við að fólki finnist bækur dýrar," sagði Hrönn, „en það kaupir þær samt sem áður, enda bækur alltaf vinsælar til jólagjafa." TEITUR GÚSTAFSSON hjá bókaversluninni Griffli í Síöu- múla sagði bókasöluna lítið vera farna af stað. „Gjafasalan er lítið byrjuð en bókaáhugamenn eru byrjaðir að versla," sagði hann. „Það er vonlaust að ætla að dæma um hvaða bækur muni seljast best fyrir þessi jól. Enn eru margar áhugaverðar bækur ekki komnar út, til dæmis fugla- bók, sem von er á. Fólk virðist ennfremur nýta sér kynningar- bæklinginn sem bókaútgefendur í samvinnu við bóksala stendur fyrir. Það velja sér margir bækur af þeim lista og vita því hvað þeir ætla að kaupa þegar í versl- unina er komið. Það hastar ekki jafnmikið að kaupa bækur og aðrar gjafir, fólk virðist fyrst leita að öðrum jólagjöfum en bókum og er því yfirleitt á seinna rólinu með að kaupa bækurnar. Ég reikna ekki með að jólabókasalan fari í fullan gang fyrr en núna undir helgina. Þá verður opið til klukkan sex á laugardaginn, skólafólk komið til vinnu í versl- unum svo auðvelt verður að sinna viðskiptavinunum." HELGARPÓSTURINN B-13

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.