Helgarpósturinn - 10.12.1987, Síða 12

Helgarpósturinn - 10.12.1987, Síða 12
.Hún hefur ætíð litið á sig sem kon- una við hlið eiginmannsins og velur sér hagnýtt óakademískt nám í um- önnun sjúkra og aldraðra. Hún gift- ist manni með háskólapróf í sálar- fræði en hjónabandið uppfyllir ekki væntingarnar. Þau byrja að rífast út af smáatriðum og hún sér í gegnum akademískan þankagang hans. „Viðhorf hennar til sjálfrar sín hafði lengi verið eins og viðhorf þess sem sér sig í skugga annars." Hún trúir ekki lengur á mátt mannsins og byrjar að hugleiða eigin getu. Eftir skilnaðinn freistar hún gæfunnar með öðrum mönnum. Hún kynnist þeim svartklædda eða sjóaranum, tónlistarkennaranum, leðurjakka- gæjanum og Sigurjóni frá hælinu, þar sem hún hefur unnið. En hún kemst fljótlega að raun um að lausn- ina á vandamálum hennar er ekki að finna í hinum útvalda. Vinna hennar á hælinu gerir hana meðvit- aðri um stöðu sína en beinir jafn- framt uppgjöri hennar inn á brautir sálsýkinnar. Hún hrífst af draum- heimi sjúklinganna og hverfur sjálf á vald annars veruleika. Sigurjón hefur mest áhrif á hana. Þau eiga margt sameiginlegt, meðal annars eru þau bæði óánægð með ósýni- legar reglur þjóðfélagsins. En gagn- stætt henni stígur hann skrefið til fulls og segir sig úr þjóðfélaginu, eða eins og sagt er í bókinni „neitar að borga í hringekjuna". Konan hafði byrjað að glugga í heimspeki til að koma til móts við eiginmann- inn og til að átta sig á tilverunni. „En það fór á annan veg. Það sem átti að leiða hana á braut sannleikans og akademískrar hugsunar vísaði rak- leitt á hengiflug, rétt einn gjábarm- inn. Kenningar þeirra sem vissu öðrum betur um lífið reyndust ósamræmanlegar, ósættanlegar og leiddu hana í villu. Eins og þær væru þústir í þoku, hún rammvilltur göngumaður sem héldi þær vörð- ur.“ Hún hafði tekist á við þetta verk- efni af fullri alvöru. Henni veitti ekki af fannst henni og hélt að úr sann- leika þessara bóka gæti hún „lagt grundvöll að öryggi, brúað hyldýp- ið“. Hvergi er nokkur fótfesta, hún leitar skjóls í fylgsnum hugans eins og þeir sem eiga sér tilveru í draumnum. Óneitanlega er skemmtilegra að leika sér að lög- málum tilverunnar en lúta þeim, en slíku fylgir sársauki og ótti við að hrapa. Ómar túlkar tilfinningar konunn- ar á næman og fallegan hátt með því að nota söng Led Zeppelin, Stairway to Heaven, sem fjallar ein- mitt um konu, er stendur frammi fyrir vali á vegamótum lífsins. Kon- urnar eiga það sammerkt að hafna flóttanum og finna út úr að einnig sé hægt að breyta eigin farvegi. Svo virðist sem konur hafi meiri hæfi- leika til að þróast og breyta sjálfum sér en karlmenn: „Hann var fyrir löngu orðinn hann sjálfur, mótaður og óbreytanlegur, ekki móttækileg- ur fyrir áhrifum." „Hún lét kyrrt liggja. Ákvað að sækja um skólavist að ári, koma til móts við hann, verða eitthvað." Þó konan fái taugaáfall er ekki hægt að segja að hún sé óheil á geðsmunum. Munurinn á tauga- veiklun og geðveiki hefur veriö skil- greindur á þann hátt, að taugaveikl- unarsjúklingurinn byggi loftkastala, en geðsjúklingurinn flytji inn í þá. Og bætt við að sálgreinirinn hirði húsaleiguna. Konan er taugaveikluð á sama hátt og við hin, þegar við hverfum stöku sinnum á vit annars veruleika, veruleika draumsins, en hún er ekki geðveik enda flytur hún ekki inn í loftkastalann fyrir fullt og allt. Sú ferð er hún tekur sér á hendur verður ekki kortlögð með sálfræði- legri mælistiku. Hvorki er um að ræða sálræn átök úr barnæskunni né aðrar sálrænar flækjur, heldur að sú mynd sem hún hefur af sér og manni sínum hrynur og hún verður Bókin sem lengi hefur vantað Frá upphafi^lslarídsbyggdari hefur hesturinn fylgtmáhmríúímmleðm^^jgB í bessarrib'bl^^^M^m^^m við menn\éryfþekktiri\^^ 'v-.- • ■ að litast um eftir nýrri lífsmynd. Ómar er ekki að lýsa einstöku af- mörkuðu tilviki í sögu sinni en sýnir fram á víðtækari sálarkreppu sam- anber að persónur hans eru nafn- lausar og frekar fulltrúar en ein- staklingar. Væntingar konunnar um betra líf eiga sér lítið haldreipi, fyrst og fremst vegna þess að hún eins og ,,Ómar túlkar til- finningar konunnar á nœman og fal- legan hátt meö því aö nota söng Led Zeppelin, Stairway to Heaven, sem fjallar einmitt um konu sem stendur frammi fyrir vali á vegamótum lífsins. /... / sakna samt einhvers konar heildarsýnar á til- veruna sem gœti gefið bakgrunninn fyrir sálarkreppu konunnar.“ Sjá: Draumur um annan veruleika hinar persónurnar þekkja lítið ann- að en hráan hversdagsleikann. í bókinni er notuð myndhverfing til að lýsa þessum hráleika: „Hún var barn þá og skildi ekki miskunn- arleysi fuglanna þegar þeir hrintu afkvæmum sínum framaf snösinni. Hún horfði á það daglangt að þeir ýttu ungunum frammá hengiflugið, hrintu þeim frammaf svo þeir hröp- uðu gargandi áleiðis niður í fjöru- grjótið. Hún horfði á hvernig sumir þeirra höfnuðu í grjótinu eða öld- unni sem bar þá uppí klettana. Hún horfði á hvernig þeir sem ekki rot- uðust lömdu brotnum vængjunum í urðina, görguðu og það var óbæri- legur sársauki í rómnum. Það var eins og afdrif hinna féllu í skuggann. Þeirra sem gripu flugið strax og svifu klunnalega útyfir sjó- inn. Þeir hurfu úr huganum og voru einskis virði, bara rétt einn fuglinn sem hvarf í fjöldann. Það voru hinir, þeir sem ekki náðu tökum á fluginu, sem áttu hug hennar. Þeir sem hröp- uðu.“ Kannski er þetta raunsæ lýsing, kannski er þetta líf margra, en ég sakna samt einhvers konar heildar- sýnar á tilveruna, sem gæti gefið bakgrunninn fyrir sálarkreppu kon- unnar. Það er ástæða til örvænting- ar ef tilveran felur ekki annað í sér en þessi hlutverk og dægurþras heima og heiman. En altént hefur maður trú á að konan lifi af þó að um nauðlendingu verði að ræða. Val hennar er sannfærandi, að ger- ast þátttakandi í leiðöngrum hvers- dagsins í trú um að einhvers staðar séu einhvers konar geislar er beini henni örugglega á ákvörðunarstað. Keld Gall Jörgensen VIIMIMUV/ÉLAR eru óæskilegar á akbrautum, sérstaklega á álagstímum i umferðinni. f sveitum er umferð dráttar- véla hluti daglegra starfa og ber vegfarendum að taka tillit til þess. Engu að siöur eiga bændur að takmarka slíkan akstur þegar umferð er mest, og sjá til þess að vélarnar séu í lögmætu ástandi, s.s. með glitmerki og ökuljós þegar ryk er á vegum, dimmviðri eöa myrkur. yUMFERÐAR RÁÐ B-12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.