Helgarpósturinn - 10.12.1987, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 10.12.1987, Blaðsíða 10
,,Þaö sem helst amar aö bókinni er að sá sem segir söguna — hinn fullorðni, okkar maður — sér allt heldur dökkum augum, hann lœtur bókstaflega allt fara í taugarnar á sér og finnst gáfulegt að uera í fýlu eins og tuítugum komma árið 1972.“ Sigurður Hróarsson í BARNASÖGU FYRIR FULLORÐNA, ritdómi um Barnasógu eftir Peter Handke. alveg hrútleiðinlegar. Jafn hrútleið- inlegar og nöfnin á þeim gefa til kynna. Engin breidd er í efnisvali og meðferð, engin stílbrögð, formnotk- un eða orðfæri gefa þeim þau gildi að þær nái neinu flugi og verði ofur- lítið skemmtilegar eða spennandi aflestrar. Það er alveg spurning um hvort er erfiðara, lélegur reyfari af verstu tegund eða svona voðalega leiðinleg bók. Ég held ég veldi reyf- arann. Á bókarkápu stendur: „Raun- sannar sögur með rómantískum bakgrunni og gamansömu ívafi. — Áhrifamikill og litríkur skáldskapur sem höfðar beint til lesenda á líð- andi stund." Ha ha ha. Ingunn Ásdísardóttir Barnasaga fyrir fulloröna Barnasaga Höt: Peter Handke. Útg.: Punktar. Þýö.: Pétur Gunnarsson. Barnasaga eftir Peter Handke er ekki barnasaga. Barnasaga er stutt, vel skrifuð, heimspekileg skáldsaga fyrir fullorðið og fullþroska fólk. Nafnið fær bókin af sjónarhorni sínu, kastljósinu að barninu, upplif- un þess fullorðna á aðstæðum barnsins. Er það um leið sérkenni bókarinnar. Barnasaga er eiginlega „bönnuð börnum", of áreitin og gæti hæglega dregið úr þeim kjark- inn að vilja fullorðnast; börnum fyndist það án efa óæskilegt hlut- skipti eftir lesturinn. 1 þessu felst bæði kostur og galli: grimmur, firrt- ur, tilbreytingarlaus, einmana og svartur heimur bókarinnar er bæði hrífandi áhrifamikill og niðurdrep- andi neikvæður og pirrandi. Barnasaga er minningasaga og gerist öll í hugarheimi fullorðins manns sem við vitum ekkert hvaö heitir — enda skiptir það ekki máli — því síður þekkjum við nafn barns- ins, hvað þá annarra „persóna", enda allar mjög fjarlægar. I bókinni eru heldur engin staðanöfn, ekkert skrásett rúm, þar er engin bein ræða, engin samtöl, engin sagna- hefð. Tíminn líður samt óbrotinn áfram eftir gamalkunnum víddum, mældur í mínútum og árum. „Sög- una“ segir karlmaður um þrítugt, og er hún lýsing á lífi hans og tilfinning- um; þeim sem tengjast barni hans, á um 7 ára tímabili — fyrstu sjö árum barnsins. Aðeins er sagt frá því er tengist barninu og ályktunum þess fullorðna út frá heimi og uppvexti barnsins. „Sagan" gerist í Evrópu, í samtímanum, og lýsir mjög firrtum og ópersónulegum heimi sem ein- hvern veginn kemur manni ekki við í fyrstu; er fjarlægur eins og ljóðræn pólsk bíómynd. En návist barnsins kallar þó sífellt sterkar á afstöðu, minnir mann á ábyrgð þess að skila boltanum óbrjáluðum til næstu kyn- slóðar og ala upp fólk sem sér eitt- hvað annað en örvilnan og út- brunna tilvist, fólk sem nær áttum í sýndarlífi og fjölmiðlafári: heimi í upplausn. Álþjóðlegt yfirbragð bókarinnar, nafnleysið, ópersónurnar og frelsi höfundar frá kortlögðu umhverfi hjálpa til við að gera bókina hand- gengna lesendum fjarri höfundi í tíma og rúmi. Sagan er t.d. oft óhugnanlega nærri íslenskum hversdagsveruleika, fellur þar eins og flís við rass og á erindi. Hér er lýst börnum sem eru fyrir, dagvistunar- vandamálum, fjárhagsstreði, húsa- leiguvandamálum, húsbyggingar- vandamálum, biluðu hjónabandi, skilnaði, einstæðu foreldri, fjöl- miðlakjaftæði og Kringluvitleysum; ríkum heimi og tæknilega fullkomn- um þar sem auðvelt er að glata persónu sinni og taka sjálfan sig til fanga í ofhlöðnu heilabúinu. Hvergi er þó nöldrað. Frásagnaraðferð og bygging bók- arinnar er öðrum þræði rittilraun; leit eftir því að finna nýrri, heiðar- legri lífsskoðun viðeigandi sjaldséð- an búning. Allt skal vera sem mest óþekkt úr eldri bókum — hér er krafa um ný- stárleg tök á öllu heila samspilinu: efninu, forminu, tímanum og trúnni — því sem sagt er og hvernig það er sagt. Þetta tekst höfundi svo til alltaf án þess að rembast, stíllinn er yndis- lega klisjulaus, orðfár og eðlilegur, en á það þó til að hálfkafna í tilbreyt- ingarleysi. Óvenjuleg frásögn og bygging bókarinnar leysist þó aldrei upp í stæla, höfundurinn þarf aug- ljóslega ekkert að sanna sig í þessari bók; markmiðið er ekki að slá í gegn og sigra heiminn, heldur að vera trúr því smæsta. Þetta er sagt bókinni til hróss og er óneitanlega nokkuð kvenleg afstaða; markmið- ið er að hjúkra fremur en sigra. Og maður hefur alltaf ávæning af ein- hverju — það er alltaf einhver leynd- ardómur rétt í þann veginn að opin- berast, og er þessi innri spenna vita- skuld mjög örvandi. Lesandinn finn- ur að hann er þátttakandi í miklum örlögum sem þó eru alla tíð ein- hvern veginn handan atburðarásar- innar og hversdagslegs tilbreyting- arleysis. Það sem helst amar að bókinni er að sá sem segir söguna — hinn full- orðni, okkar maður — sér allt held- ur dökkum augum, hann lætur bók- staflega allt fara í taugarnar á sér og finnst gáfulegt að vera í fýlu eins og tvítugum komma árið 1972. Það sækja að honum vandamál úr öllum áttum, sum tekst hann á við, önnur reynir hann að leiða hjá sér eða ýta á undan sér. En maður hefur litla samúð með honum, finnst hann of neikvæður, húmorslaus og leiðin- legur, og það þótt maður þekki vandamál hans af eigin raun og láti sömu hlutina fara í taugarnar á sér — eða e.t.v. einmitt þess vegna. í bókinni skipuleggur höfundur kaos, og þar líður okkar manni — sem er þýskur gyðingur — eðlilega mjög illa og það pirrar mann hvað hann er vonlaus, aumingjalegur og ein- hvern veginn „óinteressant", ný- raunsær, fúll og eldhúsmellulegur — eins og maður sjálfur og við öll. Þýðing Péturs Gunnarssonar er afburða vel unnin, hann nostrar við orð og setningar af mikilli ná- kvæmni og smekkvísi; heimspeki- legar vangaveltur þess fullorðna færir hann okkur á fallegri, klisju- lausri íslensku og eykur með því enn mikilvæg skilaboð bókarinnar: að láta ekki aðra hugsa fyrir sig. Sigurður Hróarsson Sitt af hvoru tagi Sykur og brauö Höf.: Pétur Gunnarsson Útg.: Punktar Sykur og brauö eftir Pétur Gunn- arsson er safn greina og hugleiðinga af ýmsu tagi. Með nokkurri einföld- un má skipta greinum bókarinnar í fjóra flokka: 1. Stuttar smásögur, 2. pólitískar greinar — einkum um friðarmál/hermál, borgarmálefni/ húsfriðun og launamál/kjarabar- áttu, 3. greinar um menningarmál og fjölmiðlun, og 4. bókmennta- gagnrýni og fl. skylt. Greinunum er raðað í tímaröð og eru þær skrifaðar á 14 ára tímabili — frá 1972 til 1986. Bókin er því öðr- um þræði heimild um rithöfundinn og samfélagskrítíkerinn Pétur Gunnarsson, og hygg ég að sú þróun sem verður á efnisvali og efnistök- um Péturs á þessu tímabili sé um margt dæmigerð fyrir afstöðu hins gagnrýna (vinstrisinnaða) rithöf- undar/menntamanns á þessum næstliðnu árum. Er þetta forvitni- legt. Fyrstu fimm árin (ca. 1972—77) heldur Pétur sig fyrir utan og ofan hversdagsamstrið, einbeitir sér að ljóðrænum smásögum og/eða þátt- um (mannlífsmyndum); sjónarhóll- inn er þar heimspekilegur og sögu- sviðið alþjóðlegt — listin listarinnar vegna. Síðan tekur við „pólitíska skeiðið" — ca. 1977-^84, þar er Pétri ekkert óviðkomandi, hann trúir óhik- að á eigin skoðanir, endurmetur hlutverk rithöfundarins, og krefst þess að hafa áhrif á líf fólks í land- inu. Á síðustu árunum lyftir Pétur sér síðan á ný upp yfir tímabundið umkvörtunar- og umbótastarf — án efa samfara réttri vandlætingu og vantrú á pólitísku streði hversdags- ins, og gefur sig meira að listskrifum og menningarmálum. Greinar Péturs um pólitík (í mjög víðri merkingu) eru fyrirferðarmesta efni bókarinnar, og þótt þær séu ekki eins skemmtilegar og smá- sögurnar/mannlífsmyndirnar eru þær etv. enn sérstæðari innan síns ramma, og án efa margfalt áhrifa- meiri (ef þeim væri gefinn gaumur) en flatneskjulegt stagl flokkspólitík- usa í ræðupúltum og fjölmiðlum. Pétur er algerlega óplagaður af öll- um flokksböndum, hann gagnrýnir til beggja handa, hann hefur mjög næma og skáldlega sýn á samtím- ann, hann er sjálfum sér samkvæm- ur, afturhaldssemi jafnt sem hags- munasamtryggingu, hernaðaroftrú, stjórnfrekju og ómannúðlega versl- unardýrkun hægri aflanna, og hann biður með hógværð, húmor og hæðni um meiri valddreifingu, virk- ari grasrótarstefnu og hávaðalausa samlíðan með mannlegum verð- mætum — jafnt andlegum sem efn- islegum: Burt með hrokann og blekkingarnar bæði í framsetningu markmiðsins og framkvæmd!! — Af þessu geta flokkspólitíkusar margt lært. Smásögur Péturs í þessari bók eru í senn óborganlega fyndnar og af- burðavel stílaðar. Sameiginleg þeim öllum er snilld Péturs viö aö skáldgera hversdagsleikann. Brugð- ið er upp ósköp „venjulegum" og hversdagslegum mannlífsmyndum og þeim umbreytt í lifandi skáldskap með lystisemdum tungumálsins; ein- stakri stílfimi og húmor sem er best lætur nær laxnesskum hæðum — stendur þó etv. Þórbergi nær. Eink- um er myndmál Péturs auðugt, og bráðfyndnar samlíkingar, sem hrista upp alla vanabundna skynjun og ögra sífellt hinu sjálfgefna, er að finna á nánast hverri blaðsíðu bók- arinnar — jafnt í smásögunum sem öðrum greinum. Dæmi: „Við ókum til Þingvalla í myljandi sólskini og blakti ekki hár á landi, þjóð eða tungu" (bls. 31)..kjör alþýðu eru orðin svo kröpp á Íslandi að í raun og veru heldur ekkert þjóðinni sam- an nema hafið" (bls. 33). „Þar að auki er orðið „launþegi" svo út- þynnt og merkingarsnautt að það er eins og tvöföldum asna hafi verið hellt út í Tjörnina" (bls. 41). „Vinstri- menn, á hinn bóginn, virðast löngu hættir að gera lífgunartilraunir á sínum hugsjónarsmyrðlingum og einbeita sér þess í stað að ritun óska- lista, en fljótlega kemur upp spurn- ingin hvar eigi að taka féð. Bæta bú- sýslu, byggja út undanstuldi og óráðsíu. Sums staðar fara vinstri- menn í stjórnir út á þessar kröfur en tekst sjaldan að gera sannfærandi hreingerningar á auðvaldsskipulag- inu. Það er eins og Hjálpræðisher- inn ætlaði að fara að reka hóruhús" (bls. 101). Og að lokum: „Heims- menningin er eins og tjald sem sí- fellt er verið að taka niður og tjalda upp á nýtt og dugir ekki að ein súlan verði eftir. Hún hættir þá að vera burðarsúla og breytist í ryðgaða stöng inni í Þjórsárdal/ (bls. 155). Er þetta meginstíleinkenni Péturs Gunnarssonar, eins konar vöru- merki, og er mjög holl lesning hverj- um þeim sem áhuga hefur á nýsköp- un tungumálsins, skáldlegu flugi og áhrifamætti tuggulauss texta — hvert sem tilefnið er. Ef við viljum finna eitthvert sam- eiginlegt einkenni allra greina bók- arinnar má vel segja að það sé glíma við NÚTÍMANN; tilraun til að skilja og skilgreina nútímann — það sem er nýtt í tímanum, á meðan það er nýtt, á meðan það er í mótun. Aðferð og ætlun Péturs er þó auðvit- að fremur — uppskurður en krufn- ing — ef við höldum okkur við læknamálið því skrifum hans er ætl- að að hafa áhrif; bæta mein og koma i veg fyrir önnur; þetta eru ekki hlutlausar frásagnir af því sem gerst hefur, gerist eða gæti gerst. Og er þetta ekki eitt merkasta hlutverk skáldsins á okkar tímum — tímum kapphlaups þar sem allir mega þjóf- starta og fínt þykir að múta dómar- anum? Ég spyr. En það sem maður HÁRTOPPAR HÁRTOPPAR Bylting frá TRENDMAN Hártoppur sem enginn sér nema þú. Komið, sjáið og sannfær- ist. Djúphreinsa og fríska upp hártoppa af öllum gerðum. Pantið tíma hjá Villa rakara í Aristókratanum, sími 687961. Opið á laugardögum. ARMMATINN ^^•^Síðumúla 23 „Smásögur Péturs í þessari bók eru í senn óborganlega fyndnar og afburðauel stílaðar. Sameiginleg með þeim öllum er snilld Péturs uið að skáldgera huersdagsleikann. Brugðið er upp ósköp „uenjulegum“ og huersdags- legum mannlífsmyndum og þeim umbreytt í lifandi skáldskap með lystisemdum tungu- málsins.“ Sigurður Hróarsson í SITT AF HVORU TAGI, ritdómi um Sykur og brauð eftir Pétur Gunnarsson. B-10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.